Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 31 Tíu daga prísundá enda Reuter Ræningjar kúvæsku farþegaþotunnar slepptu í fyrrakvöld öldr- uðum farþega um borð úr gíslingu. Hann heitir Gomma Abd- ulla al-Shati. Ræninjgarnir sögðu hann þjást af sykursýki og væri ekki hægt að annast hann um borð. Hér sýnir maðurinn hvernig hendur hans voru bundnar á meðan á tíu daga prísund- inni stóð. - segir leikritahöfundurinn Shat- rov í viðtali við sovéskt dagblað Moskvu, Reuter. í SOVÉTRÍKJUNUM hefur í fyrsta sinn verið fjaUað um sjálfsmorð seinni konu Jósefs Stalins í fjölmiðlum. Leikritahöfundurinn Míkhaíl Shatrov, sem hefur verið fremstur i flokki þeirra sem hafa krafist aukins fijálsræðis í Sovétríkjunum, greindi frá þvi í sovésku dag- blaði nýverið að Nadezhda Allilújeva hafi svipt sig lífi árið 1932. í samtali við dagblaðið Moskovskí Komsómólets sagði Shatrov frá því að framkoma Stalins í garð eiginkonu sinnar hefði orðið til þess að hún framdi sjálfs- morð. Þegar atbufðurinn átti sér stað stóð yfír ríkisvæðing land- búnaðar í Sovétríkjunum og hung- ursneyð geisaði um allt land. „ Eg er ekki að segja að Stalín hafí ver- ið ókurteis í garð kvenna almennt," er haft eftir Shatrov í viðtalinu, „við vitum að eiginkona hans framdi sjálfsmorð og að hann var ruddafenginn maður.“ Yfirlýsing frá ræningjum kúvæsku farþegaþotunnar; Kveðjur til sona bylting- ar blóðs, frelsis og trúar Algeirsborg, Reuter. EFTIR að hafa sleppt einum gislanna 32 í gær sendu flugræn- ingjar kúvæsku farþegaþotunn- ar frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segjast reiðubúnir að gjalda fyrir lausn 17 fanga i Kuwait dýru verði. „Kveðjur til íslamskra þjóða hvarvetna sem réyna að koma á fót ríki guðs og útrýma Bandaríkjun- um, stuðningsmönnum þeirra og öllum kúgurum,," segir í yfírlýsing- unni. Og ennfremur: „Kveðjur til allra göfugra manna á jörðunni, allra píslarvotta og trúmanna. Kveðjur til bræðra okkar hér í Alsír, sona byltingar blóðs, frelsis og trúar. Nú á þessum þriðja áningarstað flugvélar píslarvættisins fínnst okk- ur nauðsyn krefja að útskýra fyrir fólkinu hér að markmið okkar eru skýr og heilsteypt. Við freistum þess að fá bræður okkar í Kuwait lausa. Þeir komu höggi á Bandaríkjamenn og vest- ræn ríki sem mergsogið höfðu múslíma og sundrað þeim. Fjölmiðlar heimsins, sem eiga Bandaríkin að bakhjarli, kalla okk- ur hryðjuverkamenn. Hvað eru þá Bandaríkin sem vörpuðu kjamorku- sprengjum á japanskar borgir, stofnuðu ísrael og styðja á alla lund? Bandaríkjamenn ræna farþega- vélum yfír Miðjarðarhafínu en samt eru þeir ekki kallaðir hryðjuverka- menn. En ef eitthvert okkar hreyfir sig, þá stendur ekki á fordæmingu heimsins. Við erum menn með sannfær- ingu. Við vildum gjaman komast hjá þeim aðferðum sem við beitum nú en við munum ekki láta af kröf- um um að 17 bræður okkar í Kuwa- it verið látnir lausir jafnvel þó það kunni að verða dým verði keypt." Undir yfírlýsinguna var ritað: „Flugvél píslarvættisins". Nadzehda Allilújeva var önnur kona Stalíns, þau gengu í hjóna- band árið 1918. Fyrri kona hans Ékaterína Svanídze, lést árið 1917. Vestrænir sagnfræðingar hafa skrifað um sjálfsmorð Allilújevu en talið er að Shatrov sé fyrstur til að nefna það á opinberum vett- vangi í Sovétríkjunum. Isaac Deutscher, sem ritaði ævisögu Stalíns, segir Allilújevu hafa framið sjálfsmorð í nóvember árið 1932 eftir að sló í brýnu milli hennar og Stalíns frammi fyrir öðrum hátt- settum sovéskum embættismönn- um. Segir Deutscher að hún hafí gagnrýnt hreinsanir Kommúnista- flokksins og kennt flokknum um hungursneyðina í Sovétríkjunum. Hafí Stalín þá niðurlægt hana frammi fyrir viðstöddum. Eftir at- vikið segir Deutscher að hún hafí farið og svipt sig lífí síðar þennan sama dag. Stalín örlagavaldur í ævisögu Níkíta Khrústsjovs, sem ekki hefur verið gefín út í Sovétríkjunum, segir að orðrómur hafí verið á kreiki um að Stalín hafí skotið eiginkonu sína, en Khrústsjov taldi líklegra að hún hefði framið sjálfsmorð. Shatrov segir ástæðu þess að hann hafí far- ið að grúska í fortíð Stalíns vera þá að einræðisherrann hafi verið örlagavaldur í fjölskyldu Shatrovs. Báðir foreldrar hans voru líflátnir á valdatíma Stalíns. Shatrov segir að föðursystir sín hafi þekkt Lenín og starfað með honum fyrir bylt- ingu. Föðursystir Shatrovs kynntist eiginmanni sínum, Alexei Ríjkov, í gegnum Lenín. Ríjkov var forsætis- ráðherra í fyrstu ríkisstjóm Leníns. Hann var tekinn af lífí árið 1938 Sovétríkin: Framkoma Stalíns leiddi til sjálfsmorðs eiginkonu hans Mikhaíl Shatrov. Reuter fyrir upplognar sakir. Fyrr á þessu ári var Ríjkov hreinsaður af öllum þeim ásökunum sem bomar vom gegn honum við Moskvu-réttar- höldin. Nýjasta leikrit Shatrovs, „Áfram, ávallt áfram" íjallar um árekstra Stalíns og Leons Trotskíjs þar sem þeir em staddir í víti. Leikritið var lofað af gagnrýnendum eftir að það var gefíð út f janúar en ekki em allir á sama máli og bókmennta- gagnrýnendur og hefur verkið enn ekki verið tekið til sýningar. Shatrov er sagður vera meðal þeirra menntamanna sem næstir standa Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtoga. Þegar leikrit eftir hann var fmm- sýnt í Moskvu á síðasta ári vom Gorbatsjov og Raísa kona hans meðal frumsýningargesta. ERLENT s0°Langar þig í myndbandstæki? * 15 aðgerða þráðlaus fjarstýring. * HQ (High Quality) hreint ótrúleg myndgæði. * Sjálfvirkur stöðvaleitari. * Myndleitari i báðar áttir. * Fjórtán daga upptökuminni og fjórar skráningar á þeim tima. * 30 stöðva minni sem gerir þér kleift að horfa á eina rás en taka upp af annarri. QSR (Quick Start Recording) skyndiupptaka. Óháð upptökuminni. Spólar sjáflvirkt að byrjun þegar spólan er búin. Þegar spóla er sett í fer það sjálfkrafa i gang. (Frame by Frame) nákvæm skoðun atriða með skref- spóíun. Scarttengi. * Klukka og teljari. * (Repeat) Endurtaktu sama hlutinn allt aðösinnum. AFB 33.900,- STGR. 32.205,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.