Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 Nokkrar athugasemdir við frumvarp til laga um fangelsi og fangavist eftir Sigurgeir Jónsson I Frumvarpið er lítið breytt frá fyrra árs frumvarpi, að undanskil- inni þeirri brejrtingu, að stofnuð er fangelsismálastofnun ríkisins. Al- mennt tel ég stofnun slíkra smá- furstadæma til að fara með hluta af stjómsýslu ríkisins, sem heyrt hefur undir stjómarráðið, vera til ills. Ég fæ ekki séð að það sé til góðs á nokkum hátt, nema ef vera kynni fyrir dómsmálaráðherrann með því að vera leystur undan þeirri kvöð að þurfa að ræða við sakfellda menn eða aðstandendur þeirra, en víst er að stofnun slíkra stofnana leiðir alltaf til aukakostn- aðar og þaðjafnvel þótt Parkinsons- lögmál sé ekki tekið með inn í það uppgjör. Ríkisvaldið hefur ekki ver- ið svo útbært á fé til fangelsismála að eðlilegt geti talist að eyða í út- gjöld af þessu tagi. Þetta er þó smávægilegt atriði miðað við annað í frumvarpinu, þótt þess sé fyrst getið. n í frumvarpinu er ekki mörkuð nokkur stefna um framkvæmdir. Þar segir aðeins í 1. mgr. 3. gr: „Dómsmálaráðherra ákveður stað- setningu, gerð og rekstrarfyrir- komulag fangelsa." Það er ekki óeðlilegt, að sá sem les frumvarp þetta með nokkurri gagnrýni, freistist til þess að álykta sem svo, að aðstandendur þess álíti allt í sæmilegu lagi ! fangelsismálum okkar, það sé ástæðulaust að vera að ónáða Alþingi meira en góðu hófi gegnir, dómsmálaráðherra geti ráðið fram úr smávandamálum eins og því hvar fangeisi eigi að vera, hvemig þau eigi að verá og hvemig eigi að reka þau. Renna sum ákvæði frumvarpsins stoðum undir þá ályktun að lappa eigi enn upp á þau hús og aðstöðu, sem hingað til hafa verið látin gegna hlutverki fangelsa og varðhalds. Ég álít að sú sé ekki raunin, að það sé allt í sæmilegu lagi. Fangelsismál okkar þarfnast algjörrar nýsköpunar, núverandi ástand er blettur á þjóðfélagi okkar og lagasetningu á borð við þá sem hér er til umfjöllunar (þótt úrbætur fengi) tel ég tilgangslausa án þess að jafnframt sé tryggt fé og fram- kvæmdavilji til þess að búa þessum þætti refsivörslunnar þá umgjörð og þau starfsskiiyrði sem boðleg gætu talist undir lok tuttugustu aldar, jafnframt því sem gerð verði nákvæm áætlun um hvemig að því verði staðið. m Einstök atriði í frumvarpinu. 1) Um varðhaldsrefsingu. Ég hef í grein í Morgunblaðinu hinn 29. október sl. íjallað um þetta at- riði í frumvarpinu. Vegna sam- hengis og til þess að reyna að gera málflutning minn skiljanlegan tel ég óhjákvæmilegt að taka hluta fyrri greinar upp í þessa grein, en hann er svohljóðandi: „í almennum hegningarlögum nr. 19/1940 segir að hegningar samkvæmt lögunum séu refsivist og Qársektir. Refsivist er tvenns- konar. Fangelsi og varðhald. í fangelsi má dæma mann ævilangt eða um tiltekinn tíma, 30 daga til 16 ára. í varðhald má dæma mann minnst 5 daga og mest 2 ár. í 44. gr. alm. hegningarlaga segir m.a. svo: „Varðhaldsvist skal að jafnaði taka út í einrúmi, nema annað sé nauðsynlegt vegna aldurs eða heilsu fangans. Þó má láta fanga, sem dæmdir eru í varðhaldsvist, taka refsingu út að öllu eða nokkru leyti í félagi. Ekki má hafa varðhalds- fanga með föngum, sem dæmdir hafa verið til fangelsisvistar. Varðhaldsfangar þurfa ekki að láta sér nægja venjulegt fangavið- urværi. Þeim er heimilt að útvega sér sjálfir og taka við fæði, húsmun- um, bókum og öðrum persónulegum nauðsynjum, að svo miklu leyti, sem það fer ekki í bág við öryggi og góða reglu í varðhaldinu. Varðhaldsfangi má sjálfur út- vega sér vinnu, sem samrýmist ör- yggi og góðri reglu. arðinn af vinn- unni á fanginn sjálfur. Sjái hann sér ekki sjálfur fyrir vinnu, sem varðhaldsstjóm samþykkir, skal honum skylt að vinna það, er hún leggur honum til, og skal vinnan miðuð svo sem unnt er við undan- gengna atvinnu hans og þekkingu. Agreiningi milli varðhaldsstjómar og fanga um vinnu samkvæmt þess- ari málsgrein, má skjóta til úrskurð- ar dómsmálaráðherra." í 1. mgr. 79. gr. sömu laga seg- in „Þegar breyta skal refsingu þeirri, sem við broti er lögð, telst 2 daga fangelsi jaftit 3 daga varð- haldi". Svo sem af framangreindum tveimur hegningarlagagreinum sést, svo og öðrum lagaákvæðum, sem ekki er þörf á að tilgreina að svo stöddu, er varðhaldsrefsing allt annarskonar refsing en fangelsis- refsing og er henni mikið beitt utan hegningarlaga, t.d. fyrir ölvun við akstur. Varðhaldsfangi má fá fæði að heiman, húsgögn og muni, svo og afla sér vinnu sem samrýmst getur frelsissviptingu hans. Með ákvæðinu í 79. gr. alm. hegningar- laga hefur löggjafinn ákveðið þá reiknireglu, að fangelsisrefsing sé Va þungbærari en varðhald. Með lagafrumvarpi því sem hér er ijallað um virðast höfundar þess ætla að afnema muninn á þessum 2 tegundum refsinga, m.a. með nið- urfellingu framangreindra tveggja hegningarlagaákvæða, auk ýmissa annarra ákvæða. Orðið varðhald kemur fyrir tvisvar sinnum í frum- varpinu, en á báðum stöðum hnykk- ir það á því, að nú skuli eitt gilda um varðhald og fangelsi. En það er ekki nóg með það, að höfundar frumvarpsins ætli að gera þessa stórfelldu breytingu á refsi- rétti landsmanna án þess að gera nokkrar viðeigandi og óhjákvæmi- legar hliðarráðstafanir, heldur virð- ist eiga að læða þessu inn í refsirétt- inn í frumvarpi um allt annað efni og án þess að gera grein fyrir því í athugasemdum með frumvarpinu. í 31. gr. frumvarpsins eru m.a. felld niður 3. málsl. 2. mgr. 32. gr., 33. gr, 35.-39. gr., 43. gr. 2—5. mgr. 44. gr., 45.-48. gr. og 2. málsl. 1. mgr. 54. gr. í V. kafla almennra hegningarlaga nr. 19/1940, svo og 2. mgr. 78. gr. og 1. mgr. 79. gr. í VIII. kafla sömu laga. í athuga- semdum við frumvarpið segir um 31. gr.: „Þarfnast ekki skýringa." Ég veit ekki hveija höfundar frum- varpsins hafa haft í huga er þeir telja skýringa ekki þörf en ég verð að játa að ég hefði þurft á skýring- um að halda til þess að skilja hvað þeir eru að fara. 2) Um 10. gr. í 43. gr. alm. hegningarlaga nr. 19/1940 er reglugerðarheimild til að ákveða að fangar innan 22 ára aldurs skuli hafðir sér í íangelsi o.s.frv. í 10. gr. fyrri gerðar frumvarpsins er ákvæði um að fanga 20 ára og yngri megi hafa aðgreinda í fanga- vist. Hér er nokkur orðalagsmunur, „sér í fangelsi" og „aðgreindan í fangavist" en aðalmunurinn er þó sá, að í hegningarlögunum er heim- ild til að setja almennar reglur, sem gilda skulu um alla, en eftir fyrri gerð frumvarpsins voru ákvarðanir einstaklingsbundnar. í 43. grein hegningarlaganna eru nákvæm ákvæði um hvemig skuli staðið að uppeldi þeirra ungu fanga sem greinin á við. Þessa lagagrein á nú að afnema en í staðinn eiga að koma þessi orð: „Heimilt er að fangelsum verði skipt upp í deildir" (leturbr. mín). Þessar breytingar á að gera um leið og raunveruleg yfírstjóm er tekin úr höndum ráð- herra og ráðuneytis og lögð í hend- ur lægra settum embættismanni úti í bæ. 3) Um 4. mgr. 13. gr. Máls- greinin hljóðar svo: Vinnulaun (fanga) má taka til greiðslu á skaðabótum eða öðrum útgjöldum, sem fanginn verður ábyrgur fyrir meðan hann er að afplána refsingu. Ákvæðið er vafasamt. Mér sýnist ákvæðið veita fangelsisyfírvöldum heimild til þess að ráðstafa fé fanga til greiðslu skaðabóta og annarra útgjalda, sem fangi er talinn ábyrg- ur fyrir meðan hann er að afplána refsingu, án tillits til þess hvort dómur hefur gengið í málinu. Með því er fangi í raun sviptur Qár- ræði. Hefði einungis verið átt við mál sem dæmt hefur verið í, er ákvæðið óþarft, því þetta fé er ekki undanþegið aðför samkvæmt öðr- um ákvæðum svo ég viti. 4) Um 20. gr. Greinin er svo- hljóðandi: Dómsmálaráðherra getur takmarkað rétt fanga samkvæmt 17.—19. gr. vegna öryggis ríkisins. Greinin sýnist óþörf að mestu leyti eða öllu. Á þeim réttindum sem fanga eru veitt í greininni eru svo miklar takmarkanir, að réttindin verða tæplega misnotuð ef tak- mörkununum er beitt. Ef ástæða er til að hafa ákvæði á borð við það sem er í 20. gr. myndi nægja að takmarka það við 1. mgr. 17. gr. og 1. mgr. 19. gr. Þetta skiptir þó svo sem engu megin máli. 5) Um 22. gr. Greinin er svo- hljóðandi: Áfengi, önnur vímuefni og lyf, sem fangi hefur í fórum sínum við komu í fangelsið eða kemst yfir í því, má gera upptækt. Muni, sem tekist hefur eða reynt er að smygla inn í fangelsið, má gera upptæka. Það sama gildir um muni sem fangi hefur búið til eða komist yfir án leyfis réttra yfir- valda. Handrit eða annað skrifað efni, sem fangi hefur skráð f fangelsinu er heimilt að gera upptæk. Þetta á við ef handritið eða hið skráða efni inniheldur upplýsingar um aðra fanga, sem ekki eiga að vera á allra vitorði, eru ósæmilegar eða aðrar ástæður mæla gegn því að það fari út úr fangelsinu. Muni eða handrit sem lagt hefur Sigurgeir Jónsson „ Aðalatriðið er það í mínum augum að þetta frumvarp er ónothæft. Það verður aðeins til trafala að hafa það sem grunn til að byggja á, þó að við samningu frumvarps til fangelsis- laga ásamt breytingum á öðrum lögum, sem af því myndi leiða, mætti nota einstakar greinar óbreyttar eða lítið breyttar.“ verið hald á og ekki þykja rök til að gera upptæk má afhenda fanga þegar afplánun lýkur. Hið upptæka skal vera eign ríkis- ins. Forstöðumaður tekur ákvarðanir samkvæmt þessari grein og skulu þær bókaðar. í frumvarpsgreininni virðist mér ruglað saman upptöku og vörslu- sviptingu um stundarsakir. Hver á að ákveða eignaupptöku samkvæmt þessari grein? Fangelsisyfirvöld eða dómstólar. Sfðasta málsgrein grein- arinnar virðist taka af allan vafa um það. Það er forstöðumaður (leturbr. mfn) fangelsis sem á að taka ákvörðun um eignaupptöku. Þessi ákvæði þarfnast vandlegrar skoðunar ef eitthvað á að gera við þetta lagafrumvarp annað en að ieggja það til hliðar. Mér líst alls ekki á eignaupptöku eftir yfirvalds- ákvörðun. 6) Um 24. gr. Greinin er svo- hljóðandi. Heimilt er að taka þvag- og blóð- sýni úr fanga. Ef grunur leikur á, að fangi feli innvortis efni eða hluti, sem honum er bannað að hafa í fangelsi, er heimilt að framkvæma leit að fengnu áliti læknis. Taka blóðsýnis og innvortisleit skal gerð af lækni eða hjúkrunar- fræðingi. Vitni sama kyns og fangi skal vera viðstatt ef aðstæður leyfa. Ákvörðun um leit samkvæmt þessari grein skal bókuð og ástæður tilgreindar. I greinina vantar ákvæði um það hveijir hafi heimild til að mæla fyr- ir um sýnatöku og leit og af hvaða tilefni. Þá ættu ákvæðin í síðustu málsgrein greinarinnar um bókun og ástæður ekki síður að gilda um sýnatöku en leit. 7) Um 25. og 26. gr. Þessar greinar veita fangelsisyfirvöldum nánast ótakmarkaðan rétt til þess að einangra fanga, t.d. a) „vegna öryggis rfkisins", b) ... „vegna yfirvofandi hættu sem lífi eða heil- brigði hans er búin“, c) .. .„hætta er á að fangi valdi meiriháttar eignaspjöllum ... svo ög til að koma í veg fyrir strok" og d) „Þá má einangra fanga til að koma í veg fyrir að hann hvetji aðra til að bijóta reglur fangelsis og hindra að fangi taki þátt í að útvega sér eða öðrum áfengi, önnur vímuefni eða lyf. Fanga má sömuleiðis að- greina frá öðrum til að afstýra því að hann beiti aðra fanga yfir- gangi“ ... Einangrun samkvæmt 26. gr. (agabrot) getur lengt refsitíma manns um þriðjung eftir ákvörðun fangelsisstjómar og allt að helming ef fangelsismálastofnun samþykkir. Ég sé ekki í frumvarpinu neitt ákvæði sem geri fanga kleift að leita ásjár dómstóla ef honum finnst á sér brotið að þessu leyti. Maður, sem dæmdur er til 6 mánaða fang- elsis getur þurft að afplána 9 mán- uði, þar af 3 í einangrun, ef hann hegðar sér illa í afþlánun, eða ef fangavörðum finnst hann hegða sér illa. Einhvemveginn hljómar það illa í eyrum íslendinga, að yfir- völdin svipti menn frelsi í lengri tíma en einn sólarhring eða fram- lengi refsivist fólks, sem dómstólar hafa ákvarðað refsingu á. Það eru fleiri atriði, og þá líklega lítilvægari, sem ástæða gæti verið að fara orðum um, en ég Iæt hér staðar numið í bili. Aðalatriðið er það í mínum augum að þetta frum- varp er ónothæft. Það verður aðeins til trafala að hafa það sem grunn til að byggja á, þó að við samningu frumvarps til fangelsislaga ásamt breytingum á öðrum lögum, sem af því myndi leiða, mætti nota ein- stakar greinar óbreyttar eða lftið breyttar. Eg ætla ekki að skora á einn eða neinn í þessu sambandi en það er auðmjúk beiðni mín til alþingis- manna, að þetta mál verði lagt til hliðar þangað til ríkisvaldið hefur vilja til þess að veita miklum §ár- munum f það að koma fangelsismál- um okkar í það horf sem hæfir þjóð sem vill teljast siðmenntuð undir lok tuttugustu aldarinnar. Ein lagasetningin enn, jafnvel þótt sæmileg væri, verður ekkert annað en Pílatusarþvottur, sem ekki þvær þann blett af þjóðfélagi okkar sem fangelsismálin eru. Ég leyfi mér að leggja til að fé því sem valdamenn vilja nú ausa úr ríkissjóði undir yfirskini mann- réttinda til þess að kollvarpa mest öllu kerfi dómgæslu og lögreglu- stjórnar, verði varið til þess að bæta hag okkar umkomulausustu meðbræðra, frelsissviptra manna. Til þess þarf fé, skipulag, góðvild og raunverulegan skilning á mann- réttindum. Höfuadur er fyrrveraadi hæsta- réttardómari. Undirbúningur Söngvakeppninar í fullum gangi: Kýpurbúar falla frá þátttöku KYPURBÚAR hafa fallið frá þátttöku í söngvakeppni sjón- varpsstöðva af óviðráðanlegum orsökum og eru þáttakendurnir þá orðnir 22 talsins. Lagi Sverris Stormskers hefur ekki verið breytt fyrir keppnina, utan þess að það hefur verið lækk- að um hálfan tón og röddum bætt við. Þeim upptökum er lokið, en enn á eftir að taka upp enska útgáfu lagsins sem verður leikið af bandi I keppninni. Ekki verður hljómsveit- arstjóri með í för þar sem ekki verð- ur notast við hljómsveit írska sjón- varpsins, að sögn Ágústu Kristins- dóttur hjá Sjónvarpinu. íslensku keppendumir fara utan þann 23. apríl; Sverrir Stormsker, Stefán Hilmarsson söngvari, Edda Borg og Eyjólfur Kristjánsson á hljómborð, Þorsteinn Gunnarsson á trommur og Guðmundur Jónsson á gítar. Þá fara einnig makar Stefáns og Sverris og 4 frá Sjónvarpi; Bjöm Emilsson dagskrárgerðarmaður, Hrafn Gunnlaugsson, yfirmaður innlendrar dagskrárgerðar, Her- mann Gunnarsson og Agústa Krist- insdóttir sem sér um tengsl Sjón- varpsins við EBU. Sjónvarpið greiðir för keppenda auk dagpeninga en annar kostnaður t.d. búningar, lendir á herðum Sverris Stormskers, en til keppninn- ar fékk hann 450.000 krónur frá Sjónvarpinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.