Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 3K**0i Útgefandi imfrlafeife Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 700 kr. á mánuðl innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakiö. Vandamál skreiðar- framleiðenda Nýlega hafa verið birtar niðurstöður nefndar, sem skipuð var til þess að kanna stöðu skreiðarviðskipta okkar íslendinga. Mat nefndarinnar er, að skreiðarseljendur eigi útistandandi um 825 milljónir króna í Nígeríu fyrir skreið, sem seld hefur verið þangað en ekki fengizt greidd. Talið er, að um helmingur þessarar upphæðar eða tæpar 440 millj- ónir króna sé tapaður. Upplýsingar um eðli þessara skreiðarviðskipta hafa ekki legið á lausu undanfarin ár. Nú hafa flestir, ef ekki allir þættir í skýrslu nefndarinnar verið birtir opinberlega og fer ekki á milli mála, að þeir, sem staðið hafa í þessum viðskipt- um, eru komnir út í meira kvik- syndi, en nokkum gat órað fyrir. Auðvitað er ljóst, að við- skiptahættir eru aðrir í Afríku en hér á Islandi eða á Vesturl- öndum yfírleitt. En tæpast verður um það deilt, að við- skipti við Nígeríu hafa verið óvenjulega áhættusöm, a.m.k. hin síðari ár. í skýrslu nefndarinnar er lögð til sú sérstæða fjáröflun- araðferð, að Seðlabankinn leggi út fé fyrir skreiðarfram- leiðendur til þess að kaupa skuldabréf, sem Seðlabanki Nígeríu hefur gefíð út, fyrir brot af nafnverði þeirra, en Seðlabanki íslands kaupi bréf- in síðan á nafnverði. Mismun- urinn verði notaður til þéss að bæta tap framleiðenda. Jó- hannes Nordal, bankastjóri Seðlabankans, hefur lýst því yfír, að þessi viðskipti komi ekki til greina af hálfu Seðla- bankans. Þau jafngilda því að sjálfsögðu, að íslenzkir skatt- greiðendur taki á sig tap skreiðarframleiðenda af þess- um viðskiptum. Þegar hagnaður hefur verið af sölu skreiðar til Nígeríu, hefur sá hagnaður runnið í vasa skreiðarframleiðenda og seljenda en ekki skattgreið- enda. Það er auðvitað ljóst, að þegar tap verður á slíkum við- skiptum verða framleiðendur og seljendur að bera tapið — ekki skattgreiðendur. Það eru nákvæmlega engin rök fyrir því, að skattgreiðendur á ís- landi eigi að taka á sig tap af skreiðarsölu en framleiðendur og seljendur að taka hagnað- inn, þegar hann verður. Fram- leiðendur og seljendur skreiðar standa í þessari atvinnustarf- semi á eigin ábyrgð og vita það fyrir, að áhættan er þeirra. Þessum aðilum var fullljóst, að viðskiptin við Nígeríu voru áhættusöm. Þeir vissu að hveiju þeir gengu að þessu leyti. Þess vegna hljóta þeir sjálfír að vera ábyrgir fyrir þessum viðskiptum og geta ekki ætlazt til þess að aðrir taki þessi skakkaföll á sig. Það er svo annað mál, að eftir þá reynslu, sem fengizt hefur af viðskiptum við Nígeríumenn síðustu árin, hljóta menn að hugsa sig um tvisvar áður en þeir hætta sér út í annað eins kviksyndi á ný og þau viðskipti eru. Aðstæður í viðskipta- og athafnalífí eru breyttar. Hugs- unarháttur fólks hefur breytzt. Sú var tíðin, að það þótti sjálf- sagt, að opinberir aðilar kæmu til sögunnar til þess að bjarga taprekstri fyrirtækja, ekki sízt, ef um fyrirtæki í sjávarútvegi var að ræða. Þetta er ekki lengur sjálfsagt. Þjóðin hefur einfaldlega ekki lengur efni á slíkri björgunarstarfsemi. Kannski má segja, að hún hafi aldrei haft það og hluti af þeirri miklu skuldasúpu, sem við sitjum uppi með erlendis, stafí af því, að skattgreiðendur hafa verið látnir hlaupa undir bagga með fyrirtækjum, sem komin hafa verið í erfíðleika. Ný viðhorf og breyttar að- stæður í fjármálum krefjast þess að menn standi og falli með þeim ákvörðunum, sem þeir sjálfír taka. Það er þáttur í þeirri sjálfsögun, sem ai> vinnu- og viðskiptalífíð þarf að tileinka sér. Þeir framleiðendur og seljendur skreiðar, sem nú standa frammi fyrir því að tapa um 440 milljónum króna geta hins vegar með réttu gert kröfu til þess, að þeir sitji við sama borð og aðrir í þessum efnum, að skattgreiðendur verði ekki látnir greiða taprekstur í öðr- um atvinnugreinum, hvort sem um er að tefla sjávarútveg, landbúnað, iðnað eða þjónustu- greinar. Það dugar ekki að mismuna mönnum í þessum eftium, hvorki eftir atvinnu- greinum né búsetu. Staða hafbeitar; Fjármagn skorti rekstrar og rantií - sögðu framsögumenn á hafbeitarráðstefnu ALLT of lítið er vitað um laxinn eftir að hann kemur í sjó og því brýn nauðsyn á að rannsaka það. Fjármagn til rannsókná og rekstrarlán til hafbeitar- og fisk- eldisstöðva eru af skornum skammti. Gönguseiði eru of dýr til að hafbeit geti skilað arði og stjórnvöld virðast vera áhugalaus um málið. Þessi dapurlega mynd af ástandinu í hafbeitarmálum kom fram í erindum þeirra Snorra Tómassonar hjá Fram- kvæmdasjóði íslands og Valdi- mars Gunnarssonar hjá Veiði- málastofnun á hafbeitarráðstefnu Veiðimálastofnunar í liðinni viku. Snorri Tómasson ræddi um lána- möguleika til hafbeitar. Hann sagði frá því, að frá 1984 til og með 1987 hafa alls verið lánaðar rúmlega 873 milljónir króna til fiskeldis úr Fram- kvæmdasjóði. Hann sagði þann hluta lánanna sem runnið hefur til haf- beitar vera næsta rýran og yfirleitt í tengslum við seiðastöðvar sem standa við sjó. Sá hluti framkvæmda sem snertir hafbeitaraðstöðu hefur í þeim tilvikum verið hverfandi liður í heildarkostnaði við þessar stöðvar. Hann sagði þó þessa hafbeitarað- stöðu vera sérstaklega mikilvæga hjá seiðaeldisstöðvum sem standa við sjó, þar sem þær hljóti þá að skoðast sem verðmætari eign, þar af leiðandi veð, heldur en aðrar. Því Laxeldi á tímamótum: Gífurleg framleiðsluai krefst nýrra vinnubr Hafbeitarlax fangaður. Menn frá Kollafjarðarstöðinni í einni hafbeil væri fyllilega réttlætanlegt að veita ijárfestingarlán til byggingar þeirra. Norðmenn veita 50% ríkisábyrgð Snorri sagði að í Noregi og Skot- landi hefðu bankar verið tregir til að veita rekstrarlán í fyrstu og hafi málin þar verið leyst þannig, að bankamir fá ríkisábyrgð fyrir hluta af rekstrarlánum til fiskeldis. Til dæmis mun norski Byggðasjóðurinn veita 50% ábyrgð á rekstrarlánum. Snorri sagði þetta ekki fráleita hug- mynd. Hann sagði stjómvöld hér hafa skotið sér undan, miðað við það sem gerist í samkeppnislöndum okk- ar. Ríkisábyrgðarsjóður gæti komið hér inn í til þess að tryggja íslensk- um fískeldisfyrirtækjum sambæri- lega samkeppnisaðstöðu og keppi- nautamir búa við. Mismunandi eldisaðferðir Friðrik sagði það einkum ein- kenna laxeldi helstu samkeppnisað- ila okkar hve eldisaðferðir þeirra eru einhæfar. Þeir byggja sína fram- leiðslu að langmestu leyti á eldi í sjókvíum. Hér á landi er framleiðsl- an, sem reyndar er frekar lítil enn Frá hafbeitarráðstefnu Veiðimálastofnunar á Hótel Loftleiðum fyrir strandeldi og hafbeit. í fyrra skiptist framleiðslan þannig, að sjókvíaeldi skilaði 266,5 tonnum, strandeldi 223 tonnum og hafbeit 40,5 tonnum, alls nam þetta 530 tonnum. Á ráð- stefnunni kom fram í máli þeirra sem tjáðu sig um þetta, að stefna bæri að viðhaldi þessara fíölbreyttu eldis- aðferða og nýta þær í samræmi við aðstæður á hveijum stað. Þær em mismunandi og hentar því ekki sama aðferð allsstaðar. Harðnandi samkeppni „Það er ekki nóg að framleiða, LAXELDI er ört vaxandi atvinnugrein hér á landi og í nágrannalöndun- um. Áætlað er að heimsframleiðslan verði um 254 þúsund tonn árið 1990. í fyrra nam hún um 92 þúsund tonnum. Norðmenn framleiða mest, eða um helming heimsframleiðslunnar. Á íslandi mun framleiðsl- an aukast úr 530 tonnum 1987 í um 3 þúsund 1990. Þessar upplýsing- ar komu fram á hafbeitarráðstefnu Veiðimálastofnunar sem haldin var á Hótel Loftleiðum dagana 7. - 9. april s.l. Þar kom einnig fram að hin mikla aukning framboðs af Iaxi krefst nýrra vinnubragða við markaðssetningu. Fram til þessa hefur laxinn einkum verið settur óunninn á markað, ferskur eða frosinn, nokkur hluti hans hefur ver- ið reyktur. Hin mikla framleiðsluaukning kallar á aukið vöruval og fjölbreyttari söluleiðir til þess að eftirspurn geti aukist í sama mæli og framboð. Friðrik Sigurðsson framkvæmda- stjóri Landssambands fískeldis- og hafbeitarstöðva sagði frá stöðu lax- eldis hér og í helstu samkeppnislönd- unum. Það sem öðru fremur ein- kennir þessa atvinnugrein er' hinn öri vöxtur hennar á þessum áratug. Mest er aukningin, samkvæmt áætl- unum, á þessu ári og næstu tveimur árum. 1987 var heimsframleiðslan 92.000 tonn, í ár er hún áætluð 137.000 tonn, 204.000 tonn á næsta ári og 1990 er gert ráð fyrir 254.000 tonna framleiðslu. Norðmenn eru langstærstu framleiðendumir. Árið 1980 var framleiðsla þeirra 4.000 tonn og jókst jafnt og þétt. Á þessu ári gera þeir ráð fyrir að framleiða 77.000 tonn og 1990 er framleiðsla þeirra áætluð á bilinu 100 til 120 þúsund tonn. sem komið er, byggð á þremur meg- inaðferðum við eldi, þ.e. sjókvíaeldi,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.