Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 64
EIGIY4 MIÐUJMIV 27711 MNGHOLTSSTRÆTI 3 Sverrir Kristinsson, sölustjóri - Þorieifur Guðmundsson, sölum. ÞöróHur Halldórsson, lögfr - Unnsteinn Beck hrl., simi 12320 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 60 KR. Selsstaðir í Seyðisfirði: 13 kindur dráp- ust í snjóflóði Seyðisfirði. SNJÓFLÓÐ féU á fjárhús og hlöðu á bænum Selsstöðum, sem er ysti bærinn í byggð að norðanverðu í Seyðisfirði, seinnipartinn i gær. Snjóflóðið féU á hlöðuna og hluta fjárhúsanna. í húsunum voru 80 kindur og i gærkvöldi höfðu 13 þeirra fundist dauðar og ein með lifmarki. Vonast var til þess að ekki hefðu fleiri kindur orðið fyr- ir snjóflóðinu, en ennþá var unnið Bolungarvík: Heiðrúnu forðað frástrandi Bolungarvik. EKKI mátti miklu muna að Ula færi, er skuttogarinn Heiðrún var að koma af veiðum á að því að hreinsa siýó út úr fjár- húsunum. „Vissulega kemur þetta illa við mann, því ég man vel eftir snjóflóði sem féll 1974 og tók íjárhúsin alveg. Þá bjuggum við skammt frá fjár- húsunum, en eftir það var bærinn fluttur á stað, sem talinn er örugg- ari,“ sagði Svandís Jónsdóttir, hús- freyja á Selsstöðum í samtali við Morgunblaðið seint í gærkveldi. Fjárhúsin eru um tíu mínútna gang frá bænum. Svandís sagði að snjóflóðið hefði runnið úr hjöllunum fyrir ofan flárhúsin, þar sem heitir Skógarhjalli, á hlöðuna og inn í hluta Qárhúsanna. Menn voru við flárhúsin um 3 leytið í gærdag, en ekki varð vart við að snjóflóð hefði fallið fyrr en um 8 leytið í gærkveldi, þar sem svo dimmt var yfír að ekki sást til fjárhúsanna. Björgunarsveitarmenn héldu sjó- leiðina frá Seyðisfírði fram að Sels- stöðum í gærkveldi og þeir og fólk af næstu bæjum aðstoðaði við að hreinsa snjóinn út úr fjárhúsunum. Garðar Rúnar Sjá óveðursfréttir bls. 2-3. Snjó kyngdi niður fyrir norðan og austan Slæmt veður hefur verið á austanverðu Norður- landi og norðanverðum Austfjörðum undanfarna daga og spjó kyngt niður. Eins og hálfs metra þykkur snjór var á Akureyri í gær til mikillar ánægju fyrir ungviðið, eins og sést á þessum myndum sem ljósmyndarar Morgunblaðsins, Rúnar Þór Bjömsson og Bjarni Eiríksson, tóku á Akureyri í gær. nítjánda tímanum i gærkvöldi. Af einhveijum ókunnum ástæð- um drap aðalvél skipsins á sér er skammt var ófarið að hafnar- mynninu. Vindur var sex til sjö vindstig á norðaustan og stóð því beint á hafnarmynnið. Áhöfn Heiðrúnar varpaði akker- um en það stöðvaði ekki rek skips- ins að fullu. Það var ekki fyrr en vélbáturinn Páll Helgi kom út og hóf að toga Heiðrúnu, að rek skips- ins var stöðvað. Þá voru eftir innan við 100 metrar að bijótsendanum. Vélbátnum Páli Helga tókst að draga Heiðrúnu nokkuð frá, en um síðir tókst að koma vél Heiðrúnar í gang og skipið sigldi fyrir eigin vélarafli inn í höfnina. Ekki er vit- að hvað olli því að vél skipsins stöðvaðist. Afli Heiðrúnar í þessari veiðiferð er 90 lestir. Gunnar William Hay, forseti skoska fiskimannasambandsins: Offramboð íslendinga hef- ur fellt þorskverð um 50% Glasgow. Frá Hírti Gíslasyni, blaðamanni Morgunblaðsins. „ÍSLENDINGAR hafa fellt verð á þorski um 50% siðustu vikum- ar á mörkuðunum í Hull og Grimsby. Þeir moka inn fiskin- um án tillits til þess hve mikið markaðurinn þarf og allir tapa, ekki aðeins þeir sjálfir heldur enskir og skoskir fiskimenn. Þeir einu sem græða em frysti- húsin. Réttast væri að sett yrði bann á landanir íslendinga haldi þeir áfram að haga sér svona,“ sagði William Hay, forseti skoska fiskimannasambandsins. Andrew Bremner skipstjóri á dragnótabátnum Boy Andrew, sem til þessa hefur skilað mestu afla- verðmæti á land af skoskum bát- um, sagði í samtali við Morgun- blaðið að staða skoskra fiskimanna Verzlunarskóli íslands: Könnuð þörf fyrir ,,viðskiptaháskóla‘ ‘ VERZLUNARSKÓLI íslands lætur nú kanna hvort gmndvöll- ur sé fyrir þvi að skólinn bjóði upp á „víðtækt viðskiptanám á háskólastigi“ eins og Þorvarður Elíasson skólastjóri orðar það. Þorvarður sagði þessa hugmynd fram komna þar sem mjög fáir nemendur skólans fari nú að vinna að loknu stúdentsprófi heldur vilji þeir flestir afla sér háskólamenntunar. Af því leiði að skólinn geti ekki rækt það hlutverk sitt að sjá atvinnulífinu fyrir hæfu starfsfólki nema með því að færa starfsemi sina á háskólastig. „Niðurstöður munu liggja fyrir síðar á þessu ári. Þær verða kynnt- ar stjóm Verzlunarráðsins, sem ákveður hvort í framkvæmdir verð- ur ráðist," sagði Þorvarður Elías- son. „Það sem kallar á nám af þessu tagi er það að fyrirtæki telja sig hafa þörf fyrir viðskiptamennt- að fólk sem lokið hefur styttra námi en boðið er upp á til dæmis í Viðskiptadeild Háskólans. Nám sem yrði mjög hnitmiðað og miðað við að búa menn undir að starfa í fyrirtækjum," sagði Þorvarður. „Það hefur alltaf verið hlutverk og markmið með rekstri Verzlun- arskólans að búa nemendur undir að hefja störf við verslun og við- skipti. Þar sem langflestir nemend- ur fara nú í háskólanám að loknu stúdentsprófi þykir eðlilegt að skólinn breyti starfsemi sinni með þessu móti eigi hann áfram að geta tekið þátt í því að leggja at- vinnulífinu til hæfa starfsmenn." Þorvarður varðist allra frétta af því hvemig prófí nemendur muni ljúka og hvaða gráður skólinn hugsi sér að útskrifa nemendur með ef til kemur. „Það er ekki hægt að tala um gráður sem ein- falt og samræmt kerfí. Gráður eru afar ólíkar frá hinum mismunandi skólum og ekki hægt að hafa þær sem samræmdan mælikvarða á eitt eða neitt,“ sagði Þorvarður Elíasson skólastjóri. og útgerðar væri mjög erfíð um þessar mundir. Afli hefði minnkað um 30%, olía hækkað um 10% og æ minna fengist fyrir fískinn á mörkuðunum í Hull og Grimsby. Skotar hefðu stutt íslendinga í þorskastríðinu og verið á móti löndunarbanni, en nú hlytu menn að fara að hugsa um það hvemig hægt væri að stöðva þessi ósköp og líklega væri eina leiðin að banna íslendingum aftur að landa. William Hay sagði að mestu af afla skoskra fískiskipa, 70-80%, væri iandað í heimahöfnum, en það sem færi á markaðinn á Humb- erside-svæðinu gerði gæfumuninn. Fengist gott verð væri afkoman góð. Ef ekki, væri tap á öllu sam- an og framboðið réði öllu um það. „Við höfum lengi lifað í sátt og samlyndi við íslendinga á þessum mörkuðum. Við studdum þá í land- helgisdeilunni, en nú er ástandið að verða mjög erfítt. Lágt gengi dollars og hátt gengi pundsins veldur því að íslenski fískurinn kemur í of miklum mæli hingað. Við vitum að staðan heima fyrir er erfíð, en þeir hjálpa hvorki sjálf- um sér né öðrum með því að „gefa“ enskum frystihúsum fiskinn," sagði Hay. Enski skipstjórinn George Crawford tók í sama streng og þeir Hay og Bremner. Það væri einkennileg afstaða íslendinga að útvega enskum frystihúsum físk- inn á svo lágu verði að heimamenn hefðu tæpast efhi á að veiða hann og landa honum á sömu stöðum. Þessu ylli fyrst og fremst misvaei enska pundsins og dollarsins. lendingar færu ævinlega þá leið að hrúga fískinum á þann markað- inn sem best borgaði án tillits til annarra sem á sama markaði væru og svo væru þeir þar að auki svo seinir að átta sig að þeir seldu físk- inn með tapi lengst af. Vor í nánd: 14 tegundir farfugla og fargesta ÞRETTÁN tegundir farfugla og einn fargestur eru komnir til landsins, samkvæmt upp- lýsingum Náttúrufræðistofn- unar. Farfuglar eru þeir fuglar kall- aðir sem verpa hér á landi en hafa vetursetu í öðrum löndum. Hluti af stofni sumra tegunda er þó staðfuglar og sjást hér á vetuma. Af farfuglum eru þessir komnir; sflamáfur, hettumáfur, skógarþröstur, lóa, álft, gras- gæs, hrossagaukur, grafönd, gargönd, lóuþræll, steindepill, sandlóa og jaðrakan. Fargestir kallast þeir fuglar sem hafa hér stutta viðkomu á leið sinni til varpstöðva á Græn- landi og í Kanada.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.