Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 Minning: Sigmjón Sigurðs- son bóndi íRaftholti hugað um allt sem laut að tilrauna- málum og störfuðum við saman í Laugardælanefnd frá því að hún var skipuð árið 1959 og til þess að Sigurjón lét af störfum árið 1975. Við unnum líka mikið saman að málefnum djúpffystingar á nauta- sæði og mörgum fleiri málum, sem of langt mál væri upp að telja, en nú að leiðarlokum vil ég þakka öll þau samskipti, sem voru allt í senn mjög gagnleg, þægileg og ekki síst skemmtileg. Siguijón hlaut margháttaða við- urkenningu fyrir gifturík störf á lífsleiðinni. Þannig hlaut hann fálkaorðuna 1965 og var gerður að heiðursfélaga Héraðssambandsins Skarphéðins, Búnaðarsambands Suðurlands og Búnaðarfélags Ís- lands. Þessa æðstu viðurkenningu, sem félagasamtök bænda og æsku- manna ráða yfir, átti Siguijón svo sannarlega skilið að fá, því dyggari félagsmann var vart að finna. Hann lærði það strax í æsku, bæði til sjós og lands, að það verða allir að toga í sama endann eða róa í sömu átt ef eitthvað á að miða en slíka samstöðu var Siguijón laginn við að skapa og fá menn til að láta sér lynda. Eins og áður er getið þá fæddist Siguijón og ólst upp í Bjálmholti í Holtum undir grösugri hlíð, með miklu útsýni til austurs yfír grösuga sléttuna, næstum óendanlega víða, en við austur gnæfði sú hin mikla mynd, sem Jónasi Haligrímssyni var svo starsýnt á forðum, þar á meðal Eyjafjallajökul, TindaQala- jökul og Heklu svo nokkuð sé nefnt. Hér mættu miklar andstæður aug- anu, annarsvegar hin ótömdu eyð- ingaröfl, eldfjöll og öklar, en hins- vegar víðlend gróin sléttan og grös- ugar hlíðar, tiltæk veraldargæði til að skapa velmegun og sanna menn- ingu. Siguijón kunni, eins og skáld- ið sagði: „að elska, byggja og treysta á landið". Hann sagði alla ævi öllum eyðingaröflum stríð á hendur, hvort sem það voru öfl náttúrunnar eða óhappaöfl misvit- urra manna, en vann langan ævi- dag, samkvæmt æskuhugsjónum sínum til að bæta þar mannlífið og með því treysta menningu sveit- anna. Siguijón Iifði það að verða gam- all maður og sjá margar af sínum Zr æskuhugsjónum rætast. Hann vissi þó vel að við mörg vandamál var enn að stríða, en það flökraði ekki að honum að bera neinn kvíðboga fyrir því að láusn fyndist ekki við hveijum vanda, sem að höndum bæri. Að lokum vil ég svo fyrir mína hönd og konu minnar og margra samstarfsmanna hans hér hjá Bún- aðarsambandi Suðurlands færa hér fram innilegar þakkir fyrir líf og starf Siguijóns í Raftholti um leið og við færum bömum hans og öðr- um aðstandendum innilegar samúð- arkveðjur. Blessuð veri minning hans. Hjalti Gestsson *• Það þarf ekki að koma á óvart þótt maður sem kominn er yfir nírætt kveðji lífíð á þessari jörð en með andláti Siguijóns í Raftholti er fallinn frá stórbrotinn persónu- leiki sem setti öðrum fremur svip á það umhverfi sem hann lifði og starfaði í. Siguijón Gísli var fæddur 4. mars 1895 í Bjálmholti í Holtum og var því á 94. aldursári er hann lést á Borgarspítalanum 2. apríl sl. eftir stutta legu. Foreldrar hans ■*>- voru Sigurður Sigurðsson bóndi í Bjálmholti og kona hans Borghildur Þórðardóttir frá Sumarliðabæ. Eftir að bamanámi lauk var Sig- uijón við nám hjá sr. Ofeigi Vigfús- syni í Fellsmúla einn vetur og í Hvítárbakkaskóla 1914—15. Síðan stundaði hann vinnu jöfnum hönd- um til sjós og lands. Vann hann á búi foreldra sinna á sumrin og var alls 13 vertíðir til sjós, síðast á tog- umm. Hann hefur í viðtali við sveit- unga sinn Guðmund Daníelsson, rithöfund, lýst með eftirminnilegum hætti togaravist sinni sem honum þótti ekki góð en þá voru „vökulög- in“ ekki komin til. Árið 1922 kvæntist Siguijón Ágústu Ólafsdóttur frá Austvaðs- holti í Landsveit. Það vor hófu þau búskap í Kálfholti í Ásahreppi og bjuggu þar í sex ár. Þau fluttu að Raftholti í Holtum árið 1928 og bjuggu þar til 1966 er synir þeirra hófu þar búskap en áttu þó áfram heimili í Raftholti. Siguijón verður ekki talinn stór- bóndi.. Hafði oftast gott meðalbú en umgengni öll og heimilisbragur var með þeim hætti að augljóst var að meira en meðalfólk átti þar hlut að. Langar og tíðar fjarvistir Sigur- jóns frá búi sínu vegna annarra starfa hafa heldur tæpast verið til búsdrýgjinda. Siguijón var þeirrar gerðar að hann hlaut að verða eft- irsóttur til að sinna málum sam- félagsins bæði innan sveitar og utan enda hljóðust á hann hin margvís- legustu störf. Hann átti flestum mönnum betur með að orða hugsan- ir sínar og koma þeim þannig til skila að eftir var tekið. Fór þar saman óvenju fijó hugs- un og mikil mælska enda var Sigur- jón svo vel máli farinn að fágætt er. Breytti engu hvort um var að ræða viðræður við fáa viðmælendur eða fjölmenna mannfundi. Siguijón tileinkaði sér snemma boðskap ungmennafélaganna og gerðist þar virkur liðsmaður. Var hann í stjóm UMF Ingólfs í Holtum .■1914—1922 og í stjóm Héraðssam- bandsins Skarphéðins 1920—1942. Á þessum árum voru samgöngur með öðrum hætti_ en nú og sam- göngutæki önnur. í þessi störf hlaut því að fara mikill tími. Hann sat í hreppsnefnd Holta- hrepps í 32 ár 1938—1970 og í sýslunefnd Rangárvallasýslu fjór: um árum skemur 1942—1970. í skólanefnd 1942—1974 og formað- ur hennar 1946—1958. Einnig var hann í byggingamefnd Laugalands- skóla. I skólamálum mátti Siguijón muna tvenna tíma sem á flestum öðmm sviðum. Hann annaðist far- kennslu í sveit sinni um skeið og þá jafnvel í óupphituðu húsi. Nú er á Laugalandi risin skólabygging sem jafnast á við það besta sem þekkist. Að því máli átti Siguijón stóran hlut þótt aðrir hafi jafnframt komið þar við sögu. I sóknamefnd Marteinstungu- sóknar sat Siguijón í 33 ár og söng í kirkjukómum í 78 ár, þegar hann gat komið því við, og hlýtur það að vera einsdæmi. Kom oft fram í máli hans að honum voru málefni kirkju og kristni kær og hugsaði hann mikið um þau mál. Siguijón var í stjóm Kf. Þórs á Hellu í 30 ár 1946-1976. Auk þess gegndi hann Qölda annarra starfa fyrir sveit sína og hérað um lengri eða skemmri tíma þótt ekki verði rakið hér frekar. Óhætt mun að segja að hugstæð- ust allra mála hafi Siguijóni verið málefni bænda og landbúnaðarins enda var hann sjálfur bóndi að ævistarfi. Hann var óþreytandi að lýsa því hver nauðsyn það væri að nýta gæði landsins sem best og skapa bændum skilyrði til viðun- andi afkomu. Lét hann málefni bænda sig miklu skipta. Hann var einn af aðalhvatamönnum að stofn- un Stéttarsambands bænda og var fulltrúi á aðalfundum þess frá stofnun til 1963. í stjórn stéttar- sambandsins og Framleiðsluráðs landbúnaðarins var hann 1945— 1953. Og í „sexmannanefnd“ er lagði grundvöll að verðlagningu landbúnaðarvara 1943 og 1947— 1959. Þá sat hann í stjórn Búnaðar- sambands Suðurlands 1946—1976 og á Búnaðarþingi 1947—1954 og 1958-1966. í öllum þessum störfum lét Sigur- jón mjög til sín taka og var ótrauð- ur að beijast fyrir þann málstað sem hann taldi réttan. Þegar sjálfstæðismenn í Rangár- þingi þurftu að finna frambjóðendur fyrir alþingiskosningamar 1942 var þeim vandi á höndum. Þeir biðu lægri hlut í sýslunni í kosningunum 1937 og þingmenn Sjálfstæðis- flokksins náðu ekki kjöri. Annar þeirra, Jón Ólafsson, var nú látinn og hinn, Pétur Magnússon, gaf þess engan kost að heyja kosningabar- áttu í Rangárþingi. Nýir menn urðu því að koma til. Niðurstaða þess máls var sú að Ingólfur á Hellu og Siguijón í Raftholti tóku þetta að sér. Eftir kjördæmabreytinguna um haustið var málum þannig skipað að Ingólfur var í fyrsta sæti á lista flokksins og Siguijón í öðru sæti á listanum. Hélst þessi skipan óbreytt til 1959 að kjördæmaskipuninni var enn breytt. Siguijón var því vara- þingmaður sjálfstæðismanna í Rangárvallasýslu frá 1942—1959 og sat á Alþingi í október 1955. Ekki síður þá en nú skipti miklu máli fyrir frambjóðendur hvemig þeir komu fyrir sig orði. Mikil mælska Siguijóns naut sín vel á þessum vettvangi og er mönnum enn í minni vaskleg framganga hans í þeirri orrahríð sem háð var í kosningunum 1942 og raunar oft síðan. Ágústa, kona Siguijóns, var mik- ilhæf kona og merk og verður minn- isstæð þeim sem af henni höfðu kynni. Áuk þess að annast heimili sitt, þar sem gestakoma var mikil, þurfti hún að stjóma og vinna að búi sínu í löngum og tíðum flarvist- um húsbóndans. Leysti hún hvort tveggja jafnvel af hendi og með þeim hætti að athygli vakti og eftir var tekið. Þau hjón áttu fjögur böm en þau em: Sigrún, sjúkraliði í Reykjavík; Guðrún, gift Ársæli Teitssyni, byggingameistara á Selfossi og eiga þau þijú böm; Hermann, bóndi og oddviti í Raftholti; Hjalti, bóndi f Raftholti, kvæntur Jónu Valde- marsdóttur, og eiga þau fjögur böm. Með fráfalli Siguijóns í Raftholti er löngu og merku æviskeiði lokið. Hann kom víða við, enda var félags- málaáhugi hans mikill. Ekki gat hjá því farið að svo sterkur persónu- leiki hefði mótandi áhrif á um- hverfi sitt. Það var þó ekki vegna þess að hann otaði sér fram. Þvert á móti neitaði hann fjölda trúnaðar- starfa sem óskað var eftir að hann tæki að sér. Þekking hans á sam- félags- og þjóðfélagsmálum var mikil og áhugamálin mörg, þótt hagsmunamál sveitanna væm hon- um tíðast umræðuefni. Hann skyldi flestum betur að án öflugrar byggð- ar í sveitum landsins yrði vart hald- ið uppi því menningar- og velferðar- þjóðfélagi sem flestir segjast vilja. Siguijón var stór maður að vall- arsýn. Hann var einnig meiri en meðalmaður í störfum sínum og hann var stór í málflutningi er hann flutti mál sitt á mannfundum, stærri en flestir aðrir. Stærstur var hann þó heima í Raftholti. Þegar hann lýsti áhuga- málum sínum naut sín vel hin geysi- lega orðgnótt og mikla mælska sem hann bjó yfír. Þessu kynntist höf. þessara orða oft. Hann á Siguijóni mikið að þakka fyrir samskipti öll og ekki síst heimsóknir að Raft- holti sem stundum yrðu ærið lang- ar. Þegar komumaður sýndi á sér fararsnið jafnvel eftir að runninn var nýr dagur, sagði Siguijón „Ég fylgi þér upp að hliði.“ Á leiðinni þangað vakti hann gjaman athygli á fegurð fjallanna og gróðri jarðar. Þessari fylgd er nú lokið um sinn og Holtin eru öðruvísi enn áður. Við Gerður þökkum samfylgdina. Bömum Siguijóns og öðrum vanda- mönnum er send samúðarkveðja. Jón Þorgilsson Eg minnist með djúpum söknuði afa míns, Siguijóns Sigurðssonar í Raftholti, sem lést 2. apríl síðastlið- inn. Afí er nátengdur mínum fyrstu bemskuminningum. Ég fæddist á heimili hans og ömmu, og naut ótakmarkaðrar ástar þeirra og umhyggju. Ég man að ég leitaði svo ótal oft huggunar og styrks hjá afa þegar eitthvað bjátaði á. Alltaf tókst honum að töfra aftur fram brosið. Ég minnist þeirra fjölmörgu stunda sem ég sat hjá honum hug- fangin og hlustaði á allar sögumar, ævintýrin og kvæðin sem hann fór með fyrir sig. Ég minnist þess hversu oft hann söng fyrir mig og hvað hann kenndi mér mörg falleg lög og ljóð. Ég hef alltaf verið mjög stolt af afa mínum. Hann var allt í senn, fluggreindur athafnamaður, list- rænn, tilfínningalega hlýr og þrosk- aður persónuleiki. Sjálf hef ég vax- ið og þroskast af kynnum mínum við hann. Ég er innilega þakklát fyrir allar þær stundir sem við átt- um saman. Kristín Á. Ársælsdóttir Ungmennafélag, hvaða fyrirbæri var það nú? mundu forframaðir poppheimabúar sennilega spyija ef þeir rækjust einhversstaðar á þetta framandlega hugtak. Og ef þeim væri til frekari skýringar sagt að ungmennafélög hefðu á sínum tíma verið félagsskapur æskufólks vítt og breytt um byggð ból landsins sem hittist til að halda fundi og ræða hugsjónamál sín sem fólust í því að leitast við að vinna með óeig- ingjörnum hætti „íslandi allt,“ þá er ég hræddur um að ýmsu nútíma- fólki færi að veitast erfitt að „fatta" eins og sagt er nú til dags. „Hvað græddi blessað fólkið á þessu bram- bolti?" myndu máski einhveijir spyija ef áhugi þeirra entist til að vekja upp slíka spurningu, „fékk það almennilega styrki frá því opin- bera fyrir að vera í svona púkaleg- um félagsskap?" og ef upplýst væri að ungmennafélagamir hefðu sjálf- ir orðið að byggja sér samkomuhús af vanefnum fyrir eigið fé og með eigin höndum, ofurlitla óyndislega húskofa til að hýrast í við kulda og trekk, mundi samtíminn bara yppta öxlum og afskrifa svona fólk. Hvað þá ef við bættist vitneskja um að aldrei hefði hvarflað að æsk'ufólki í ungmennafélögum að fá styrki frá því opinbera, þvert á móti taldi það hlutverk sitt að styrkja af fátækt sinni samfélag sem líka var fátækt, og ungmenna- félagar töldu ekki eftir sér að kasta steini úr götu eða brúa keldu, ef á þurfti að halda, að ekki sé nú talað um að girða landspildu og planta þar tijám. Það var svosem ekki nema sanngjamt framlag til þess verkefnis að vinna „íslandi allt“. Bemskuminning. Lítill snáði hef- ur smeygt mér milli hurðar og stafs til að hlera hvað fram fer á ung- mennafélagsfundi. Þessi fundur var haldinn í heldur nöturlegu sam- komuhúsi sem félagar þess höfðu byggt sér. Fyrir löngu, löngu síðan, svo löngu að frá þessu fundarhaldi hafa líklega liðið hartnær sextíu ár. Ræðumaðurinn sem var að tala á fundinum hefur greypst þannig inn í vitund mína að ég gleymi aldr- ei þessari stund. Hann var föngu- legur maður og drengilegur í blóma aldurs síns og talaði viðstöðulaust án þess að reka í vörðumar eins og flestir ræðumenn gerðu. Mælskumaður án mælgi. Hver setn- ing var hnitmiðuð og öguð af skarpri hugsun sem braust fram af þeim hraða, krafti og þunga að orðlæg tjáning hafði varla undan að flytja hana yfír í mælt mál. Þó voru áhrifín jafnvel ennþá sterkari en orðin sjálf. Hér var eldhugi og hugsjónamaður að flytja boðskap með þeim hætti sem aðeins þeim sem guð hefur úthlutað mælskulist- inni í vöggugjöf getur nokkru sinni haft vald á. Hann talaði ekki lengi. En þannig að eiginlega fannst manni að allt hefði verið sagt sem segja þurfti og ekki lengur neinu við að bæta. Ræðumaðurinn var Siguijón Sigurðsson bóndi í Raft- holti. Um dagana hefí ég hlustað á marga ræðumenn mér til mismun- andi ánægju. Stundum hrifíst af frábærri ræðumennsku. Engan myndi ég þó fremur hafa kosið mér að fyrirmynd, ef það hefði verið á mínu valdi að tileinka mér íþrótt málsnilldarinnar, fremur en bónd- ann sem ég í bemsku hlýddi á þá er hann flutti mál sitt í ungmenna- félagshúsi í Holtunum. Ef horfíð er svosem hálfa öld aftur í tímann gat það verið dálítið vandamál fyrir ungling í íslenskri sveit að fínna sér viðmælanda, svo fremi hann hefði ekki hug á að tala um tíðarfar og skepnuhöld. Mér var enginn vandi á höndum. Bara að heimsækja Siguijón í Raft- holti. Hann talaði alltaf við mig einsog fullorðinn mann þó að aldursmunur okkar væri næstum aldarfjórðung- ur. Gat talað um allt. Trú, heim- speki, bókmenntir, skáldskap. Sam- an lásum við og ræddum nýjustu kvæði ljóðskáldanna, efni bók- menntatímarita, skáldsögur athygl- isverðustu höfundanna, auk stefna og strauma í trúmálum og pólitík. Þessir fundir okkar voru óskipu- lagðir og óundirbúnir, við töluðum um það sem okkur datt í hug. Langskólamenn eru sumir hveijir vel menntaðir, aðrir miður. Siguijón átti að baki skamma skólamenntun umfram bamafræðslu, var þó eitt- hvað við nám í alþýðuskólanum á Hvítárbakka. En hann hafði í fullu tré að tala við hvem sem var um hvað sem var. Svo mikillar sjálfs- menntunar hafði hann aflað sér. Og ekki síður: svo skörp var eðlis- greind hans og tiltæk honum til tjáningar. Hveijum sérfræðingi, sem greindi á við Siguijón í rökræð- um, var vissast að hjúpa fræði sín reykskýjum formúla og stofnana- máls og gera þau þar með óskiljan- leg og ónæm fyrir gagnrökum heil- brigðrar skynsemi, ef þeir áttu að geta bjargað sér nokkumveginn ósárir útúr málefnalegri hólmgöngu við Raftholtsbóndann. Svo fór að straumur tímans bar mig úrleiðis frá æskustöðvum og skildu þá leiðir okkar Siguijóns í Raftholti að mestu um nokkurra áratuga skeið. Núna síðustu árin náðum við dálítið saman aftur. Ræddum stundum fortíðina. Tap og ávinning. Hvers virði var það sem keypt var? Auðvitað gat ekki hjá því farið að ýmiss konar trúnaðarstörf hlytu að hlaðast á mann þeirrar gerðar sem Siguijón var. Hann stóð undir því sem á hann var lagt. En sóttist ekki eftir meiru. Allir sem til þekktu vissu að honum var í lófa lagið að verða sér úti um aukinn frama og veraldargengi ef hugur hans hefði staðið til. Sem ekki var. Hann vildi fremur una við það sem hann átti, og það sem hann átti var líka í mörgum skilningi góð eign. Svo sem hálfum mánuði áður en Sigutjón dó var ég gestur hans heima í Raftholti. Hann var þá rúm- liggjandi og nokkuð farinn að kröft- um en málhress og höfðingi heim að sækja einsog vant var. Við rædd- um margt. Líf og dauða meðal ann- ars. Fyrir honum var líf og dauði ekki sitt hvað, ekki andstæður sem hægt er að draga markalínu milli. Heldur vegferð milli tveggja áfangastaða þar sem komið er til náttbóls að kvöldi og lagt upp að morgni til áframhaldandi göngu yfír næsta leiti þar sem ferðalang- urinn hverfur sýnum þeim sem eft- ir gista. „Að deyja, það er einsog að hafa fataskipti," sagði Siguijón vinur minn í þetta síðasta sinn sem við ræddumst við meðan hugur hans var ennþá leitandi og hugsun- in eldsnör. Nú hefur hann haft fataskiptin og er horfínn fyrir leitið. Það er ekki aðeins að mannlífíð í Holtunum hafí orðið fátækara við brottför hans, mér fínnst landslag- ið, sjálf sveitin, vera það líka. Þeg- ar allt kemur til alls eru maðurinn og moldin eitt. Mannlíf er líf lands. Og hvoru að öðru missir. Þá er líklega aðeins eftir að senda samúðarkveðjur til fjölskyldu og afkomenda samkvæmt ritúalinu i hverri sómasamlegri minningar- grein. Og vissulega geri ég það. Með þeim eftirþanka þó að Siguijón í Raftholti var orðinn níutíu og þriggja ára gamall og hélt til þess síðasta andlegum kröftum sínum óskertum og að miklu leyti líkam- legum. Er slíkt ekki náðargjöf? Eitt sinn skal hver deyja. Hversu gott er ekki að hafa lifað góðu lífí og geta síðan dáið með reisn án varan- legrar líkamlegrar eða andlegrar fötlunar. Ég held að ekkert hefði vinur minn, Siguijón í Raftholti, fremur kosið sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.