Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 fjögur mannvænleg böm en þau eru: Sigrún, f. 9. maí 1923, sjúkraliði í Reykjavík; Guðrún Ólafía, f. 18. júní 1924. Hennar maður er Ársæll Teitsson frá Eyvindartungu í Laug- ardal. Þau búa á Selfossi og eiga þrjú böm; Hermann bóndi í Raft- holti, f. 9. september 1929, Hjalti bóndi í Raftholti; f. 29. apríl 1931. Kona hans er Jóna Heiðbjört Valdi- marsdóttir frá Hreiðri í Holtum og eiga þau §ögur böm. Siguijón lét sig varða málefni kirkjunnar. Hann sat í sóknamefnd Marteinstungukirkju í 33 ár og um margt höfðu þeir að ræða, hann og prestamir er þar þjónuðu. Siguijón var einlægur trúmaður og efaðist ekki um líf að þessu loknu. Ég lýk þessum minningum með því að við- hafa þau orð er hann vitnaði gjaman til úr biblíunni: „Ég lifi og þér mun- uð lifa.“ Gunnar B. Guðmundsson frá Heiðarbrún. Það em dagar mikilla atburða er forystumenn og leiðtogar kveðja. Ég hygg að Siguijón í Raftholti skipi án nokkurs vafa sæti í fremstu röð elju- og starfsmanna í hópi íslenskra bænda þessa lands að fomu og nýju. Fyrir hin miklu og mörgu störf sín hlaut hann margvís- lega viðurkenningu. Siguijón í Raftholti var þakklátur Guði og sáttur við lífið. Heimilislífíð í Raft- holti var honum yndislegt, og ást- vinimir góðir og sannir. Það er auðara í Raftholti við fráfall hans, bænum sem hann flestum mönnum fremur í margskonar skilningi hafði sett svip á, eins og raunar landið í heild. Oft sagði Siguijón í Raftholti við mig: „Ég er reiðubúinn, og hef í raun og vem ekki óskir um miklu lengra líf hér.“ Og það kom svo vel í ljós síðustu dagana. Þegar ævisól hans óðum nálgaðist æginn, horfði hann vonglaður og í fullu trausti heim. Siguijón í Raftholti elskaði ísland, land og þjóð og vildi veg hennar vöxt og sæmd í öllum hlut- um. Hann gaf landi og þjóð alla sína krafta. Vinimir em margir sem minnast hans í dag, viðkvæmum, þakklátum huga. Ég er einn í þeirra hópi, en sérstaklega vil ég þakka ástúðina. Ég hygg það ekki ofsagt að Sigur- jón í Raftholti hafi verið einkar vin- sæll maður. Menn bám traust til hans, fundu að hann bæði var og vildi vera hollráður og heilráður og alls_ staðar láta gott af sér leiða. Ég get þó ekki látið þessar línur frá mér fara, svo að ég ekki minn- ist þess, að þar sem Siguijón í Raftholti er, á ég á bak að_ sjá ein- um mínum kærasta vini. Ég votta fjölskyldu hans dýpstu samúð. Guð blessi minningu hans. Helgi Vigfússon Siguijón var fæddur í Bjálmholti í Holtum, sonur hjónanna þar, Sig- urðar Sigurðssonar og Borghildar Þórðardóttur og ólst þar upp á mannmörgu myndar- og menning- arheimili við ástríki og samheldni og trú á framtíðina. Á þessum ámm gekk mikil vakningaralda yfir þjóð- ina og veit ég að unga fólkið, sem var að vaxa upp á Suðurlandi á þeim ámm, lærði með hrifnæmum huga ljóð skáldanna, sem þá vom mörg og höfðu mikið að segja. Ekki síst var hlustað á heimamann- inn, Þorstein Erlingsson frá Hlíðar- endakoti, sem þorði að segja svo hispurslaust meiningu sína, að hann fékk alla til að hlusta á sig, og ungum og gáfuðum piltum cins og Siguijóni svall móður í brjósti, þeg- ar þeir lásu og lærðu vísur sem þessar: En ef við nú reyndum að bijótast það beint þó brekkumar verði þar hærri. Vort ferðalag gengur svo grátlega seint og gaufið og krókana höfum við reynt og framtíðarlandið er fjarri. Presturinn, sem skírði og fermdi Siguijón, Ófeigur Vigfússon prest- ur og kennari á Fellsmúla, veitti drengnum athygli og tók hann til sín og kenndi honum einn vetur. Þessi vetrardvöl á Fellsmúla átti eftir að marka djúp spor í lff Sigur- jóns, því að sr. Ofeigur varð þekkt- ur fyrir það að kenna nemendum sfnum listina að læra, en jafnframt því bast Siguijón ævilöngum vina- og tryggðarböndum við prests- heimilið á Fellsmúla, við sr. Ófeig og sr. Ragnar son hans, en hann var einstakur maður og varð and- legur leiðtogi flestra sem honum kynntust. Siguijón átti einnig mjög góð og náin samskipti við sr. Hann- es, allt frá því að hann tók við prest- skap á Fellsmúla, eftir fráfall sr. Ragnars, og til þess að hann lést nú á þessum vetri. Ég veit að Sigur- jón sótti alla tíð andlega leiðsögn og trúarstyrk að Fellsmúla, en Sig- uijón var alla tíð mjög kirkjurækinn og trúarvissa hans gerði hann að þeim manni, sem við samferðamenn hans kynntumst, glöðum og reifum og æðrulausum hvernig sem leiðið var, líka í andbyr og mótlæti. Siguijón var svo lánsamur að honum auðnaðist að stunda nám við lýðskólann á Hvítárbakka í Borgarfirði einn vetur og veit ég að hann bjó að því alla ævi. Við þessa skólagöngu víkkaði sjóndeild- arhringur Siguijóns og ályktunar- hæfni hans jókst, þannig að nú brann honum í btjósti athafnaþrá til að bæta aðstöðuna fyrir betra mannlíf þess fólks, sem hann hafði alist upp með og þekkti, en fátækt og kyrrstaða höfðu lokað flestum leiðum fyrir marga til bjartari framtíðar. Og Siguijón gekk ótrauður til verks. Hann vann hjá foreldrum sfnum sumar og haust að búinu heima í Bjálmholti, en í 13 ár var hann til sjós á vetrar- og vorvertíð. Ýmist á litlum róðrabátum eða skútum, en þó mest á togurum hin síðari árin. Á þessum árum hóf Siguijón mikla félagsmálabaráttu meðal unga fólksins í ungmennafélags- hreyfingunni. Ungmennafélagið Ingólfur í Holtahreppi efldist til starfa á þessum árum og var Sigur- jón formaður þess í 8 ár og í stjórn Héraðssambandsins Skarphéðins var hann í 22 ár. Þetta góða starf í ungmennafélögunum og í stjóm heildarsamtakanna mótaði einnig Siguijón sjálfan og baráttumál hans urðu ekki aðeins að beijast fyrir bættum efnahag fólksins í landinu, heldur miklu fremur allsheijar um- bótum lands og lýðs. Hann fylgdi ótrauður baráttusöng ungmenna- hreyfingarinnar, sem nágranni hans og vinur Guðmundur skóla- skáld frá Hrólfstaðahelli orti og hefst með þessum alkunnu ljóðlín- um: Vormenn íslands! Yðar bíða eyðiflákar — heiðalönd Komið grænum skógi að skrýða skriður berar, sendna strönd! Vorið 1922 varð stór breyting á högum Siguijóns, en þá kvæntist hann Ágústu Ólafsdóttur frá Aust- vaðsholti í Landmannahreppi, mik- ilhæfri konu og var hún af góðu bergi brotin og frá ágætu heimili. Þetta hjónaband varð þeim báðum hinn mesti hamingjuvegur. Þau byijuðu búskapinn á Kálfholti í Ásahreppi í sambýli við sr. Svein Ögmundsson og búnaðist þar strax vel, en þau vildu heldur búa á sjálfs- eignaijörð og þegar Raftholt í Holt- um losnaði úr ábúð, þá keypti Sigur- jón jörðina og fluttist þangað vorið 1928. Jörðin var frekar illa hýst, engjar lélegar til slægna og túnið lítið. Allt var ógirt og því erfitt að nytja jörðina, en kostir jarðarinnar voru þó miklir. Allt var þama vafið grasi og ræktunarmöguleikar næst- um ótæmandi. Siguijón tók því til óspilltra málanna við að bæta bú- skaparaðstöðuna. Hann girti jörð- ina af og hóf að slétta og stækka túnin, og íbúðarhús og fénaðarhús voru stækkuð og endurbætt. Þama blómstraði allt úti og inni, og það sem var þó mest til heilla var, að þau Siguijón og Ágústa lifðu þama í hamingjusömu hjónabandi og eignuðust 4 mannvænleg böm. Þau eru: Sigrún, sjúkraliði, býr í Reykjavík, ógift. Guðrún Ólafía, húsfreyja, gift Ársæli Teitssyni, byggingameistara á Selfossi. Þau eiga þijú böm. Hermann bóndi og oddviti í Raftholti, ókvæntur. Hjalti bóndi í Raftholti, kvæntur Jónu Valdimarsdóttur og eiga þau fjögur böm. Hér hefur nú verið lýst æviferli og ævistarfí, sem hefði reynst mörgum manninum ærið viðfangs- efni á langri ævi, en það fór eins með Siguijón og ýmsa fleiri dug- andi bændur, að þegar hann var kominn næstum því á miðjan aldur fóru að hlaðast á hann margvísleg félagsstörf og mörgum þeirra sinnti hann í yfir 30 ár. Svo nokkuð sé nefnt þá var hann í hreppsnefnd í 32 ár, í sýslunefnd í 28 ár, í skóla- nefnd í 32 ár og þar af skólanefnd- arformaður í 12 ár, í sóknamefnd í 33 ár, búnaðarþingsfulltrúi í 16 ár, fulltrúi á stéttarsambandsfundi í 12 ár, í stjóm Stéttarsambands bænda í 8 ár, í stjóm Búnaðarsam- bands Suðurlands í 30 ár, í stjóm Kaupfélagsins Þórs í 30 ár og vara- þingmaður Rangæinga í 17 ár. 011 þessi störf krefjast ábyrgrar yfirvegunar og mörg þeirra eru mjög tímafrek og má nærri geta að slíku gat Siguijón því aðeins áorkað, að kona hans og börn styddu hann öll sem einn maður bæði við bústörfin og heimilishaldið. Eitt starf er hér enn ótalið, sem Siguijón eyddi hvað mestum tíma í, en það vom störf hans í 6 manna nefndinni, sem svo var nefnd en hann tók sæti Lhenni árið 1943 og í framhaldi af því kom svo undir- búningur að stofnun Stéttarsam- bands bænda, en þar var Siguijón einna fremstur í flokki, og kom honum þar að góðum notum hans góða yfírvegun og sanngimi í garð annarra, sem honum var svo eigin- leg. Mér er mjög vel minnisstæður sá dagur þegar við Siguijón í Raft- holti töluðumst fyrst við, en það var þann 7. september árið 1946, en þá var mér boðið að koma á stjóm- arfund hjá Búnaðarsambandi Suð- urlands, sem þá var haldinn í Litla salnum f Selfossbíói. Stjóm Búnað- arsambandsins var þá skipuð þeim Guðmundi Þorbjamarsyni á Stóra- Hofi, Degi Brynjólfssyni í Gaul- veijabæ, Sveini Einarssyni á Reyni, Páli Diðrikssyni á Búrfelli og Sigur- jóni Sigurðssyni í Raftholti. Mér fannst þá strax að allir þessir menn bæru svipmót manna, sem hlotið hefðu mikla lífsreynslu og hefðu einnig vit og þekkingu til að finna nauðsynleg úrræði til úrbóta og kjark til framkvæmda. Þessi fundur er mér minnisstæðari vegna þess, að þar var það af ráðið, að ég tæki til starfa sem ráðunautur hjá Bún- aðarsambandinu um næstu mán- aðamót og þama var gengið frá starfsáætlun fyrir mig. Á þessum fundi var einnig tekin til umræðu fjárbeiðni frá Ungmennafélagi Á-Eyja§alla í þeim tilgangi að end- urbæta sundlaugina á Seljavöllum. Undirtektir vom fremur dræmar, þar sem fjárhagur Búnaðarsam- bandsins var þá mjög þröngur. Sig- utjón stóð þá upp og minnti á það, að nýlega hefði ungur íslenskur piltur sigrað alla keppinauta sína á erlendu sundmóti. Það hefði verið stór stund við verðlaunaafhending- una, þegar íslenski fáninn hefði fengið þann rétt að blakta á hæstu 49 fánastönginni, ofar fánum milljóna- þjóðanna, sem tóku þátt í keppn- inni. Ef þetta ætti að endurtaka sig yrði að gefa íslenskum ungmennum tækifæri til að þjálfa sig og auka þannig þrek sitt og hreysti. „Er nokkur hér sem vill lækka sæti íslenska fánans við verðlaunaveit- ingu, þegar æskumenn okkar reyna með sér og erlendum mönnum í framtíðinni,“ sagði Siguijón um leið og hann settist niður. Þama hafði ég þá hlustað á fyrstuju-umuræðu Siguijóns í Raftholti, sem hann átti svo auðvelt með að flytja og varð þekktur fyrir. Ekki þarf að taka fram að fjárstuðningurinn var veitt- ur umyrðalaust. Siguijón var hár maður, grann- vaxinn, en þó herðabreiður með dökkjarpt, þykkt liðað hár, sem hann hélt vel til síðustu stundar, skarpleitur, nokkuð munnstór en festulegur, brúnamikill og vel eygð- ur. Hann kunni mikið af ljóðum og var sjálfur sérstakur smekkmaður á íslenskt mál og til viðbótar ein- stakur ræðusnillingur, hvort sem hann flutti mál sitt á málþingum eða tækifærisræður í mannfagnaði. Við Siguijón áttum langt og mjög gott samstarf öll þau 30 ár, sem hann var stjómarmaður hjá Búnað- arsambandi Suðurlands. Hann var alla tíð mjög tillögugóður á stjóm- arfundum og lét mörg mál til sín taka. Sérstaklega var honum um- SJÁ NÆSTU SÍÐU ---- —;--/» 5»—=—;—TV'TV-. ^ L-. J y fs. • ♦ % Stofuskilrúm Stofuskilrúmin frá Árfolll oru löngu landsþokkt fyrlr trausta bygglngu og faglegt handbragð. Öll skllrúm, i Ijósum vlðarllt eða dökkum, lítll eða stór, eru sór- hönnuð fyrlr þlnn smekk. Mögulelkar eru á raflögnum fyrlr IJós I skilrúmunum. Þú ákveður útllt og efni en vlð komum, mælum og gerum verðtllboð só þess óskað. Hafðu samband timanlega — Góðlr grelðsluskllmálar Haflð samband vlð söluaðlla: HbÚÐIN ÁRMÚLA 17a ^^BYGGINGAWONCJSTA SÍMAR 84585-84461 TRESMIÐJA KAUPFÉLAQS HVAMMSFJARDAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.