Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 27 Kópasker; Níutíu milljónir króna hvíla á skipi Sæbliks hf. - segir Kristján Ármannsson framkvæmdastjóri RÆKJUVINNSLAN Sæblik hf. á Kópaskeri setti um sl. mánaðamót rækjuveiðiskip sitt, Árna á Bakka ÞH 380, á söluskrá vegna rekstra- rörðugleika fyrirtækisins, sem stafa aðallega af lágu markaðsverði rækju í fyrra og tafa á breytingum á skipinu, að sögn Kristjáns Ármannssonar framkvæmdastjóra Sæbliks. Kristján sagði í samtali við Morgunbiaðið að yfir 90 miiyóna króna lán frá Fiskveiðasjóði, Byggðastofnun og fleiri aðilum hvOdu á skipinu. Ef Sæblik fengi ekki frekari lánafyrirgreiðslu og skuldbreytingar brysti trúlega rekstrargrundvöllur fyrirtækisins því það yrði að selja skipið. Starfs- menn Sæbliks væru um 25 talsins eða 25 til 30% af vinnandi fólki á Kópaskeri. Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið að stofnunin hefði á þessu ári veitt Saebliki 10 milljóna króna lán vegna Áma á Bakka ÞH. Sæblik hefði óskað eftir frekari lánafyrirgreiðslu en það hefði ekki verið ákveðið hvort, eða hvenær, fyrirtækið fengi meira fé að láni frá stofnuninni. Guðmundur sagðist ekki vilja gefa upplýsingar um hve mikið Sæblik skuldar stofnuninni. Kristján Ármannsson, fram- kvæmdastjóri Sæbliks, sagði að fyrirtækið hefði ekki beðið Byggða- stofnun um ákveðna upphæð en stofnunin og fyrirtækið væru í sam- einingu að athuga hversu mikið fé það þyrfti til að geta haldið rekstr- inum áfram. „Við höfum enn ekki fengið ákveðið tilboð í Áma á Bakka ÞH,“ sagði Kristján. „Hins vegar hef ég fengið nokkrar fyrir- spumir um skipið. Sæblik keypti það fyrir 78 milljónir króna af Dreka hf., dótturfyrirtæki Sjóla- stöðvarinnar hf. í Hafnarfirði, um áramót 1986 og 87 en þá hét það Sæblik lét gera breytingar á skip- inu, aðallega rafkerfi þess, á Siglu- firði og Byggðastofnun lánaði fyrir- tækinu 10 til 15 milljónir króna vegna breytinganna en þær kostuðu 12 til 13 milljónir króna. Við buðum út breytingar á spilbúnaði skipsins og Norðurljós hf., sem er fyrirtæki rafverktaka á Akureyri, fékk verk- ið. Vegna vanefnda þeirra komst skipið ekki á veiðar fyir en í byijun júní í fyrra. Það hefur verið lög- fræðingur í því máli fyrir okkur en það hefur hins vegar ekkert komið út úr því ennþá. Vegna þess að lengri tíma tók að breyta skipinu en áætlað var varð fjármagnskostn- aður vegna kaupanna á því meiri en ella og auk þe'ss höfum við lent í vanskilum af sömu ástæðu. Skipið hefur eingöngu verið á djúprækjuveiðum og aflað vel, fékk t.d. 380 til 390 tonn í fyrra," sagði Kristján. Dreki. Frá Kópaskeri. VéUu vef, vefcfu Wtmg WANG Heimilistæki hf, Sætúni 8,105 Rvík Sími: 91-6915 00 __ Ekkert venjulegt bílabón heldur glerhörð lakkbrynja! FRA i VEIST ÞÚ MUNIN l GLOSS er eini bón- fáanlegur á islenskum bensinsölum, sem þolir þvott með tjörueyði. Þar með rætist draumur bónara, um að glans og glæsilegt útlit geti enst mánuð- um saman. Utsölustaðlr €sso stö UM LUXEMBOURG: w FLUG, BIU OC KASTAll, Hefurþú íhugað Evrópuferð á eigin vegum? Að taka bíl á leigu og skoða fegurstu staði álfunnar? Við á Úrvali leggjum mikla áherslu á þannig ferðir um Luxembourg. Þar höfum við góða samvinnu við Pullman hótelið og bjóðum úrvals gistingu á mjög góðu verði. í tengslum við ferðir um Luxembourg bjóðum við dvöl í sumarhúsum víðs vegar, t.d. íDaun Eifel, Svartaskógi, Austurríki og á frönsku Rivierunni. Parkhotel Wasserburg Anholt Kastalar, þar sem œvintýrin gerast. Og punkturinn yfir i-ið getur verið ævintýradvöl í kastala því nú bókum við gistingu í kastölum víðs vegar um Þýskaland. Þú þarft bara að líta inn til okkar, eða slá á þráðinn, fá bæklinginn um kastalana og velja rétta umhverfið fyrir þín œvintýri. Flug og bíll um Luxembourg: Verð frá 14.750 kr. * Innifalið: Flug, bíll í verðflokki A, ótakmarkaður akstur í tvœr vikur, kaskótrygging og söluskattur. * Verð miðað við að tveir fullorðnir og tvö börn, 2-11 ára, ferðist saman. Gildir til 10. júní. FERDASKRIFSTOFAN ÓRVAl - fólk sem kann sitt fag! Pósthússtræti 13 - Sími 26900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.