Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 Líf á landsbyggðinni eftir Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur Við fylgjumst vel með fréttum á lands- byggðinni og myndum okkur skoðun á flestum málum eins og aðrir íslendingar. Þó eru sum mál þannig vaxin að við skiljum bara ekki nokkum skapaðan hlut. Eitt af þessum málum sem eru skiln- ingi okkar ofvaxin er hin margslungna starfsemi Sambands íslenskra samvinnu- félaga, samt hafa þau mál verið svo mikið í fréttum að engan hefði átt að skorta nauðsynlegar upplýsingar til að mynda sér skoðun, en niðurstaðan, að minnsta kosti hjá mér, hefur ekki orðið önnur en eins og segir í gamalli vísu: „Hver er hvers og hvers er hvað hvemig ætti ég að getayitað það?“ Menn spyrja hver annan á fömum vegi: „Er hugsjónin dauð“ og eiga þá í flestum tilfellum við kaupfélögin, samvinnuhug- sjónina, sem hafði það markmið að leiðar- ljósi að bæta hag almennings, sem 1882 hafði ekki of mikið til hnífs og skeiðar, en ástandið virðist ekki mikið betra núna eftir því sem manni heyrist á kjarabarát- tunni. Ég held að á landsbyggðinni trúi nokkr- ar sálir enn á „hugsjónina" og flestir halda sig trúfastlega við kaupfélögin, jafnvel þó að í sumum tilfellum sé verðlagið ívið lægra hjá „kaupmanninum á hominu", en auðvitað er verðlagið eins og annað í þess- um heimi svona upp og ofan. Nú er ég að leggja af stað í bæinn (Húsavík) til að kaupa í páskamatinn. A landsbyggðinni gerir maður sér glað- an dag í mat og stundar útivist um pá- skana, fjölskyldur fara á skíðum og vél- sleðum, stundum bara á túnunum kringum bæina því í góðu snjólagi eru túnin frábær- ar gönguleiðir fyrir þá sem vilja nota gönguskíði. Ef ekki er skíðafæri niðri í sveit er stefnt til íjalla, aldrei þó neinar langleiðir því heim verða bændur að ná til gegninga að kvöldi. Já, þetta var nú útúrdúr, ég var að tala um innkaupin. Þau em vafalaust eins hjá mér og þétt- býlishúsmóðurinni, nema hvað ég kaupi sjálfsagt meira í einu til að spara mér ferðir í bæinn. Ég kaupi kjöt og allt sem tilheyrir slíkri máltíð, lambakjötið er vinsælast hjá mér þó að auðvitað sé nautakjöt ofarlega á listanum. Ég kaupi kex og osta, ávexti, græn- meti, brauð og páskaegg. í blómabúðina verð ég að fara til að kaupa páskaliljum- ar. Það verður ös í bænum og biðröð við kassana í öllum búðum. Þú verður kannske undrandi að heyra talað um matvörubúðir í fleirtölu utan Akureyrar og Reykjavíkur? Á Húsavík eru fjórar mjög góðar og nýtískulegar matvömbúðir, t.d. mikið úr- val af nýju grænmeti og ávöxtum. Tvær þessar verslanir em í einkaeign, þar að auki er auðvitað fiskbúð með glænýjum fiski. Auk þess em útibú kaupfélaganna í öllum stærri sveitum. Mjólkurvömr þarf ég ekki að kaupa í bænum því tankbfllinn sem kemur á bæina til að sækja mjólkina er með kæliklefa og bflstjórinn gerist afgreiðslumaður, selur mjólk í femum og kössum og allar algeng- ar, unnar mjólkurafurðir á meðan bfllinn sogar upp í sig mjólkina úr tankinum í mjólkurhúsinu. „Menn spyrja hver annan á förnum vegi: „Er hugsjónin dauö“ og eiga þá í flestum tilfellum við kaupfélögin, samvinnuhugsjónina, sem hafði það markmið að leið- arljósi að bæta hag almenn- ings,“ Já, ég var að leggja af stað í páskainn- kaupin, nú á ég bara eftir að gera upp við mig í hvaða verslun ég á að fara. A meðan þessar vangaveltur vom að flækj- ast fyrir mér datt mér í hug gömul saga. Það var á fyrstu ámm Kaupfélags Þin- geyinga að Jakob Hálfdánarson, sem var einn af okkar traustu fmmheijum sam- vinnuhugsjónarinnar, lagði af stað frá Húsavík suður um sveitir til ^ð innheimta greiðslur fyrir Kaupfélagið hjá bændum. Hann fór gangandi og bjó sig að heim- an samkvæmt gamla málshættinum: „Sjaldan er bagi af bandi, eða burðarauki að staf.“ Hann hafði langan broddstaf í hendi og hönk af grönnu snæri setti hann í bakpoka sinn. Jakob þurfti að fara yfir ár og læki, sem víðast vom á ísi. Þá kom sér vel að hafa broddstafinn til að geta reynt traustleika íssins. Honum varð vel til fanga, bændur töldu greiðslur í hendur hans og það var orðinn gildur sjóður sem hann bar á baki sínu. Greiðslur vom ekki á þeim ámm reidd- ar fram í ávísunum eða greiðslukortum heldur í peningum og óbætanlegt ef sá sjóður glataðist. Jakob var ánægður með ferðina og létt- ur í spori þó að hann ætti langa leið að baki, hann hafði gengið um Reykjahverfí, Mývatnssveit, Bárðardal, Ljósavatns- hrepp, Reykjadal og Aðaldal. Þeir sem til þekkja geta hugsað sér hvflíkar vegalengd- ir hann hefur gengið. Á bakaleið þurfti hann að fara yfir Laxá, hún reyndist á ótryggum ísi en yfir hana varð hann að fara, ekki taldi hann sig geta frestað för sinni til Húsavíkur þar sem komið var alveg að þeim tíma er greiðslumar urðu að berast. Kom þá fyrst í huga hans að hvað sem um hann yrði mætti sjóðurinn ekki glatast, ef svo færi væri kaupfélaginu voðinn vís og ef til vill dauðadómur á þetta hjartabam al- mennings. Jaköb opnaði poka sinn og dró upp snærishönkina, batt traustlega um pokann, rakti hönkina niður, hélt endanum á snærinu í hendi sér, lagðist á fjóra fæt- ur, lagði broddstafinn þversum fyrir fram- an sig og mjakaði sér þannig yfir ána. Ef ísinn hefði brostið var lítil von að hann kæmist lífs af, snærinu ætlaði hann að sleppa ef svo illa færi og væri þá sjóður- inn eftir á bakkanum, hann mundi finnast og hag kaupfélagsins væri borgið hvað sem yrði um hann sjálfan, það skipti minna máli, hvers virði var einstaklingur á móts við hagsmuni almennings? Þessa sögu sagði Jakobína dóttir Jakobs foreldrum mínum svo að ég heyrði þegar ég var krakki. Næst þegar einhver segir við mig: „Er hugsjónin dauð?“ mun ég svara með ann- arri spumingu: Er einhver lengur svo heit- ur í stefnu sinni að hann meti hærra hags- muni almennings en sitt eigið líf? Höfundur býr í Ámesi ÍAðaldal. Aðalskrifstofa Útsýnar í nýtt húsnæði í Mjódd: Við hliótum að laga okk- ur að breyttum timum Morgunblaðið/Þorkell Helgi Magnússon, forstjóri Útsýnar, á nýju skrifstofunni að Álfabakka 16. Út um gluggann má sjá rúmgott bílastæðið og fjær Reykjanesbraut, fjölfömustu götu landsins. - segir Helgi Magnússon forstjóri „MEÐ þesstun flutningum verður grundvallarbreyting á aðstöðu og þjónustu Útsýnar við viðskiptavini sina. Þetta er vissulega stórt skref og með þessu erum við að bijóta ákveðna hefð þar sem við erum fyrsta, af helstu ferðaskrifstofum landsins, sem flytur aðalstöðvarn- ar úr gamla miðbænum," sagði Helgi Magnússon, forstjóri Ferða- skrifstofunnar Útsýnar, sem nú um helgina flytur í nýtt húsnæði að Álfabakka 16 í Mjóddinni í Breiðholti. „Við munum þó að sjálfsögðu verða áfram með sölu- skrif stofu á gamla staðnum i Aust- urstræti 17, en mest af starfsem- inni flytur i nýja húsnæðið. Með þessu fyrirkomulagi teljum við okkur geta veitt viðskiptavinum okkar betri þjónustu, bæði með þvi að flytja okkur nær fjölmenn- ustu íbúðahverfum höfuðborgar- svæðisins auk þess sem öll aðstaða innandyra sem utan verður rýmri og þægilegri. Þjóðfélagið tekur sífeUdum breytingum og við hljót- um að laga okkur að breyttum timum til að geta veitt sem besta þjónustu," sagði Helgi ennfremur. „Útsýn hefur haft aðalstöðvar sínar í Austurstræti 17 í 23 ár, og fyrirtækið var fyrsti aðilinn sem flutti inn þegar „Silli og Valdi" byggðu húsið. Þá var Útsýn með aðstöðu á jarðhæðinni, og reyndar munum við halda þeirri hæð áfram undir söluskrifstofu, ásamt annarri hæðinni. Þegar Utsýn kom fyrst í Austurstrætið voru starfsmenn fyrir- tækisins ijórir en síðan hefur vöxtur þess verið stöðugur og fastir starfs- menn eru nú 45, en verða 60 til 70 í sumar, með fararstjórum. Með vaxandi umsvifum tók Útsýn til afnota fleiri hæðir í húsinu og hafði undir það síðasta lagt undir sig allt það húsnæði í Austurstræti 17, sem hægt var að fá. Starfsemin var með öðrum orðum á ijórum hæðum í húsinu. Það gefur auga leið að það er mjög erfitt að vinna við slíkar aðstæður og húsnæðið í Austur- stræti var fyrir löngu sprungið utan af starfseminni, þannig að það var orðið löngu tímabært að hugsa sér til hreyfings og breyta um húsnæði fyrir aðalskrifstofu Útsýnar. Ákvörðun þar að lútandi var tekin fyrir tveimur árum, með hliðsjón af stöðugum vexti fyrirtækisins. Það að flytja inn í Mjódd kostaði auðvitað talsverða umhugsun því að það er alltaf erfitt að verða fyrstur til að breyta hefð, sem lengi hefur verið við lýði, en sem kunnugt er hafa allar helstu ferðaskrifstofumar verið með aðsetur í miðborginni hingað til. En eftir þvl sem við veltum þessu meira fyrir okkur urðum við sann- færðir um að það væri rétt ákvörðun að fara úr miðborginni með aðalskrif- stofuna, en skilja eftir útibú eða sölu- skrifstofu í hjarta borgarinnar. Það hefur hins vegar aldrei hvarflað að okkur að segja að fulíu skilið við miðborgina og engin áform eru um að hverfa þaðan í bráð. Eins og kunn- ugt er er bílastæðavandinn í mið- borginni svo mikill að það, að geta boðið næg bflastæði, eins og eru við nýju skrifstofuna, skiptir mjög miklu máli. Þeir viðskiptavinir okkar sem fylgst hafa með áformum Útsýnar um að flytja aðalskrifstofuna hafa nær undantekningarlaust lýst ánægju sinni með þetta skref. Þeir telja að við getum veitt betri þjón- ustu með þessu fyrirkomulagi og margir rifja eflaust upp dapurlega reynslu af því að reyna að fá bfla- stáeði í miðborginni, hvort sem þeir hafa átt erindi við okkur eða ein- hveija aðra. Óhætt er að fullyrða að þessi flutningur okkar hefur mælst mjög vel fyrir." í alfaraleið „Álfabakkinn er við hliðina á Reykjanesbraut, sem er fjölfamasta gata landsins þar sem tugir þús- unda vegfarenda fara um á hveijum degi,“ sagði Helgi er hann var spurður hvers vegna Mjóddin í Breiðholti hefði orðið fyrir valinu. „Skrifstofan verður því í alfaraleið og við eigum von á mjög mikilli umferð um þetta svæði. Fjölmenn- asta hverfi borgarinnar, Breiðholt- ið, er þama alveg við og eftir teng- ingu Reykjanesbrautar suður til Hafnarfjarðar erum við steinsnar frá Hafnarfirði og Garðabæ. Enn- fremur er stutt í Kópavoginn, Foss- voginn, Bústaðahverfið og Árbæ. Mjóddin er að byggjast mjög hratt upp nú um þessar mundir sem einn af þremur megin verslunar- og þjónustukjömum höfuðborgar- svæðisins. Gamli miðbærinn er á sínum stað og mun alltaf halda miklum styrk, einkum vegna fót- gangandi umferðar. Kringlan hefur þegar náð fótfestu og Mjóddin er í mikilli sókn sem öfiugt viðskipta- og þjónustusvæði. Til marks um það get ég nefnt nokkra aðila sem þeg- ar eru komnir með starfsemi í Mjóddina eða em á leið þangað inn: Allir þekkja Broadway og flestir landsmenn hafa komið þangað. Bíó- höllin dregur að sér mikinn fólks- Qölda. Kaupstaður í Mjódd er ein af helstu verslunarmiðstöðvum borgarinnar. Bankar hafa þegar komið sér fyrir þama með þjónustu sína svo sem Landsbankinn, Versl- unarbankinn, Búnaðarbankinn og Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis mun opna þama á næst- unni. Áfengisverlsun ríkisins mun opna útibú i næsta húsi við okkur á sumri komanda. Ýmis þjónustu- fyrirtæki eru eða munu verða á þessu svæði, svo sem lyfjabúð, efna- laug, hárskeri, hárgreiðslustofur, tannlæknar, heilsurækt og þannig mætti lengi telja. Auk þess má nefna mikilvæg þjónustufyrirtæki svo sem Póst og síma og Strætis- vagna Reykjavíkur, en stærsta skiptistöð SVR mun rísa norðan- megin við Útsýnarhúsið. Bygging strætisvagnanna mun tengjast yfir- byggðum göngugötum svæðisins, sem tengja munu allar verslanir og þjónustufyrirtæki Mjóddarinnar saman. Meðal annarra fyrirtælq'a svæðisins má nefna Fálkann, Voque, Svein bakara, Pennann, Bókaverslun Sigfúsar Eymundsson- ar, Almenna bókafélagið, blómabúð og byggingarvöruverslun svo nokk- uð sé nefnt. Þessu til viðbótar er talsvert húsnæði í byggingu og mér er ekki kunnugt um hvaða verslun- ar- og þjónustufyrirtæki bætast þama við. En á svæðinu verður öll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.