Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 Tilboðið frá Seattle í skákeinvígið: Líklegt að verð- launaféð hækki JÓHANNES Sigurðsson lögfrœð- ingur hefur samið drög að frum- varpi til laga um einokun og hringamyndun að tilstuðlan Vil- hjálms Egilssonar, framkvæmda- stjóra Verslunarráðs, og fleiri mnnnft úr viðskiptalífinu. Vil- hjálmur Egilsson kynnti frum- varpsdrögin á ráðstefnu um hringamyndun og samkeppnis- hömlur, sem Landsmálafélagið Norðurlönd: Vörður hélt i gær. Ekki hefur verið ákveðið hvort frumvarp, byggt á þessum drögum, verði lagt fram á Alþingi. „Tilgangurinn með þessum frum- varpsdrögum er fyrst og fremst sá, að sýna fram á hvað er í raun verið að ræða um, þegar menn segja til dæmis að ef hér giltu svipuð lög og erlendis, myndi SÍS leysast upp,“ sagði Jóhannes Sigurðsson í samtali við Morgunblaðið. „Ef svona lögyrðu sett myndi að minnsta kosti verða að taka starfsemi Sambandsins til nákvæmrar skoðunar, og þar kæmu jafnvel fleiri fyrirtæki til greina." Frumvarpsdrögin gera meðal ann- ars ráð fyrir því að hafí fyrirtækja- samstæða eða hringur fyrirtækja öðlast vaid eða aðstöðu til þess að koma í veg fyrir eðlilega samkeppni, skuli skipta samstæðunni upp f sjálf- stæðar einingar. Einnig eru þar ákvæði um að einokunarfyrirtækjum skuli óheimilt að hafa með höndum aðra atvinnustarfsemi en þá sem nauðsynleg er til þess að starfa á því sviði, sem það hefur sérstaka heimild til að starfa á. Vilhjálmur Egilsson sagði f kynn- ingu sinni á frumvarpsdrögunum aö frumvarpið væri fremur sett fram sem umræðugrundvöllur en fullmót- aðar tillögur, tilgangurinn væri eink- um sá að menn áttuðu sig á því hvaða áhrif það hefði að samþykkja löggjöf á borð við þá, sem tfðkaðist f mörgum öðrum löndum. „Eitt, sem menn hafa kannski haft í huga, er að slfkri löggjöf væri fyrst og fremst stefnt gegn einu ákveðnu fyrirtæki, það er Sambandi fslenskra samvinnu- félaga," sagði Vilhjálmur. „Málið er einfaldlega það, að það er útilokað að setja almennar reglur um einokun og hringamyndun, sem slá hring utan um SÍS en hafa ekki nein áhrif ann- ars staðar." Vilhjálmur sagði að slfk löggjöf myndi hafa afar víðtæk áhrif f efnahagslífínu og að öll stærri fyrir- tæki hlytu að koma til skoðunar, yrði hún samþykkt, til dæmis Flug- leiðir, Eimskip, Fijálst framtak, Is- lenskir aðalverktakar, Landsbankinn og fleiri. FRIÐRIK Ólafsson skrifstofu- stjóri Alþingis tjáði Florencio Campomanes forseta FIDE i gær- kvöldi að Jóhann Hjartarson væri ekki sáttur við tilboð frá Seattle um að halda einvígi þeirra Ana- tolys Karpovs, bæði varðandi breytingu á einvígistímanum og upphæð verðlaunafjár. Talið er líkiegt að verðlaunaféð verði hækkað til jafns við tilboð Akur- eyringa en Campomanes taldi örð- ugt að koma því við að tefla ein- vígið á þessu ári vegna Sovéska meistaramótsins í skák sem haldið verður f ágúst. Campomanes verð- ur í borginni Metz f Frakklandi á sunnudag til að kanna betur hug- myndir þar um að halda einvfgi Jóhanns og Karpovs. Tilboðið frá Seattle hljóðaði upp á 80 þúsund svissneska franka í verð- launafé, en tilboð Akureyringa upp á 80 þúsund bandaríkjadali. Tilboðið kom frá Bob Walsh Associates of Seattle, en það fyrirtæki skipuleggur svokallaða Vináttuleika, The Good- will Games, sem eru íþróttahátíð, haldin flórða hvert ár á móti Óljrmpíuleikunum. Fyrstu leikamir voru haldnir í Moskvu 1986 en næstu leika- á að halda í Seattle og tilboðið f skákeinvígið er liður í kynningar- herferð fyrir borgina. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Limkok Ann, aðalritari FIDE, miðað við að verðlaunaféð væri 80 þúsund dalir, en það hefði síðan hljóðað upp á 80 þúsund svissneska franka. Campomanes væri nú að kanna hvort þetta hefðu verið mistök eða hvort ekki yrði boðið betur. Florencio Campomanes, forseti FIDE, var í gær staddur í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmun- um, en þar hefur staðið yfír fram- kvæmdanefndarfundur FIDE. • Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að enn stæðu yfir samningavið- ræður um tilboðið en vildi ekki skýra það nánar. Campomanes vildi ekki svara neinum frekari spumingum um tilboðið en sagði að um leið ög eitt- hvað fengist handfast myndi FIDE gefa út fréttatilkynningu. Flugmaðurinn, sem fórst þegar flugvél hans steyptist f sjóinn skammt undan Reykjavfkurflug- velli á þriðjudagskvöld, hét Steven Wayne Lynch. Steven var á 38. aldursári, fæddur 12. nóvember árið 1950 f Indiana f Eyðnitilfellum fækkaði 1 ÞRÁTT fyrir mikla fjölgun eyðni- tilfella, hefur tvöföldunartfmi sjúkdómsins lengst, samkvæmt upplýsingum iandlæknisembættis- ins um eyðni. Fram kemur að f byrjun hafi liðið um 6-8 mánuðir þar til fjöldi sjúkdómstilfella hafi náð að tvöfaldast en nú sé tfminn um 14 mánuðir. Bestur sé árang- urinn á Norðurlöndum þar sem færri ný tilfelli voru skráð sfðustu 3 mánuði ársins 1987 en áður. Guðjón Magnússon aðstoðarland- Iæknir vildi ekki gera of mikið úr þessum tölum. Hann sagði eyðni breiðast nyög hratt út, sérs- taklega f Bandaríkjunum og Afrfku, og taldi tölumar ekki fyllilega marktækar vegna fjölda óskráðra tilfella. lok arsms Fjöldi skráðra tilfella á lokastigi í Bandaríkjunum var 949 manns að meðaltali á mánuði árið 1985, 1.455 á mánuði 1986 og 1.702 árið 1987. í Evrópu voru tilfellin 116 að meðal- tali á mánuði árið 1985, 221 árið 1986 og 434 árið 1987. í Afríku fjölgaði þeim örast, voru 17 á mán- uði 1985, 204 árið 1986 og 586 árið 1987. í upplýsingunum segir að miðað við fbúafjölda séu skráð 9 sinnum fleiri eyðnitilfelli á mánuði í Banda- ríkjunum og 2 sinnum fleiri á Vest- urlöndum en á Norðurlöndum. Þess- ar niðurstöður veki vonir um að draga megi úr útbreiðslu eyðni með kerfisbundinni fræðslu og einnig þar sem almenn menntun sé góð. Morgunblaöið/Þorkell Þorgils Ottar ogKolbrún best ÞORGILS Óttar Mathiesen, línumaðurinn snjalli úr FH, var kjörinn handknattleiksmaður ársins af félagi 1. deildarleikmanna f lokahófi handknattleiksmanna í veitingahúsinu Broadway f gær- kvöldi. Kolbrún Jóhannsdóttir, markvörður íslandsmeistara Fram, var kjörin handknattleikskona ársins. Kolbrún hlaut einnig þessa nafnbót á síðasta keppnistímabili. Hér fagna þau eftir að hafa tekið við viðurkenningunum sem fylgja kjöri þessu. 22 milljóna króna hagnadur hjá RUV Rekstrarafgangur af sameigin- legum rekstri hljóðvarps og sjón- varps Rfkisútvarpsins varð tæpar 22 miiyónir króna fyrstu þijá mánuði þessa árs, samkvæmt upp- lýsingum Markúsar Arnar Antons- sonar, útvarpsstjóra, en þessar niðurstöður voru kynntar á fundi Útvarpsráðs f gær. Rekstraraf- gangur hjá hljóðvarpinu varð 5,2 miiyónir, en hjá sjónvarpinu 16,5 milljónir. „Þetta eru veruleg umskipti í rekstrinum og ánægjuleg batamerki. Þetta sýnir að sú hagræðing og sá spamaður, sem beitt hefur verið hjá ýmsum deildum Ríkisútvarpsins, er að skila árangri. Hins vegar ber að taka þessari niðurstöðu með varúð og tryggja að framhaldið verði eftir þessu og ég hef fulla trú á þvf að það takist," sagði Markús Öm í sam- tali við Morgunblaðið. Hann sagði að forráðamenn deilda RÚV hefðu undantekningalítið tekið á þessum málum af mikilli ábyrgð og skyldurækni, þó mönnum fyndist miður að geta ekki ráðist í öll þau áhugaverðu dagskrárgerðarverkefni, sem fyrir hendi væru. „Það hefur orðið umtalsverð við- reisn f auglýsingatekjum á fyrstu mánuðum ársins, en því miður höfum við enn ekki fengið hækkun á afnota- gjöldunum, eins og tilgreint er í fjár- lögum. Það hefur gert það að verkum að við höfum ekki alveg náð þeirri bættu greiðslustöðu sem við höfðum vonast til á fyrsta ársfjórðungi. Það stefnir hins vegar í rétta átt, en ger- ir það örlítið hægar, en við vonuð- umst til. Það verður að halda þessu striki og ná þeim markmiðum sem sett voru í fjárlögum og hafa endur- speglast í öllum áætlunum fyrir ein- stakar deildir, að það verði hallalaus rekstur á árinu þegar upp er stað- ið,“ sagði Markús Om ennffemur. að í undirbúningsviðræðum við tuii- trúa samtakanna hefði Campomanes Banaaniqunum. iiann var ousettur f Flórída. Frumvarpsdrög um einok- un og hringamyndun saxnin VEÐRIÐ FYMR NORÐAN OG AUSTAN Flj ótsdalshérað: Starfsfólk sjúkrahúss- ins til vinnu á snjóbíl EgilwtSðum. VERSTA veður var á Fljótsdals- héraði eins og annars staðar á Norðausturlandi f gær og hefur snjóað mikið. Nú er hér mesti snjór sem komið hefur á vetrin- um. Vegir á Fljótsdalshéraði eru ófærir og þungfært fyrir jeppa innanbæjar. Ekkert hefur verið hægt að eiga við snjómokstur, nema að Vegagerðin hefur hald- ið opnu á milli Egilsstaða og Fellabæjar. Allt flug um Egils- staðaflugvöll hefur legið niðri sfðan á þriðjudag, nema tvær vélar komust austur á fimmtu- dagsmorgun. Ekki hefur frést af neinum óhöppum hér af völd- um veðursins, en þurft hefur að Siglufjörður: Snjóflóð tók með sér skíðalyftur Siglufirði. SNJÓFLÓÐ féll á tvær skíðaiyft- ur skfðafélagsins á Siglufirði, sennilega einhvern tfma f fyrri- nótt, en ekki var vitað um flóðið fyrr en seinnipartinn í gær. Lyft- urnar eru mjög mikið skemmdar og talið ólfklegt að skfðalyftur verði settar upp á þessum stað aftur vegna snjóflóðahættu. Snjóflóðið var nokkuð stórt og tók með sér bæði neðri og efri lyft- una. Það var um 300 metra breitt og féll niður á láglendið. Snjóflóð hefur áður tekið efri lyftuna með sér. Það var árið 1983. mj. aflýsa mörgum fundum og mann- fögnuðum vfða um fjórðunginn vegna þess. Það hefur ekki verið neinn vor- boði í veðurguðunum á Héraði und- anfama daga. Hér hefur snjóað feikimikið og nú er hér langmesti snjór vetrarins. í Mjóáfírði er nú meiri snjór en snjóaveturinn 1975, en það er annálaður snjóavetur hér austanlands. Á Egilsstöðum og í Fellabæ átti fólk í mestu erfíðleik- um með að komast til vinnu sinnar á fostudagsmorgun. Einar Rafn Haraldsson spítalahaldari greip því til þess ráðs, að flytja starfsfólk sitt til og frá vinnu með snjóbfl um morguninn. ófærð var þá mikil inn- anbæjar og ekkert hægt að eiga við mokstur sökum blindhríðar og skafrennings. Vegagerðin átti ekk- ert við mokstur á föstudag, enda algjörlega tilgangslaust. Á fímmtu- dag urðu Vegagerðarmenn frá að hverfa við snjómokstur á Fjarðar- heiði til SeyðisQarðar eftir tíu tíma baráttu við að komast u.þ.b. 15 kílómetra. Snjór var þá mjög blautur og festist í blásaranum. Seyðfírðingar fá þá ekki mjólk og aðrar nauðsynjar fyrr en á mánu- dag, en þá er liðin vika síðan mjólk var síða8t send niðureftir. Raf- magnsdreifíng hefur gengið vel hér þrátt fyrir veðurofsann. Þó urðu nokkrar rafmagnstruflanir á mið- vikudag af völdum samsláttar á línum vegna bleytuhríðar. Flug til Egilsstaða hefur gengið illa að undanfömu. Á miðvikudag lá allt flug niðri vegna veðurs, á fímmtudag komust tvær vélar aust- ur fyrri hluta dags, en þá lokaðist völlurinn vegna aurbleytu. Á föstu- dag lá síðan allt flug niðri og er búist við að mikið verk verði að moka völlinn. Björn Léstaf slysförum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.