Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 48
;8GI JIHSIA .31 HUOAGIIAtJUAJ .GIGAJHwUOHOM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 48 Minning: Sigurjón Signrðs- son bóndi íRaftholti Fæddur 4. mars 1895 Dáinn 2. apríl 1988 Það tel ég mest að mærings hjarta geymdi gull gæsku og mildi. Þaðan kom fremd og fógur ævi. Hagsæld vinsæld og hylli guðs.“ Þessi orð séra Matthíasar um einn fyrirrennara sinn í Odda koma mér í hug við andlát Siguijóns í Raftholti. Hin góðu áhrif öðlings- bóndans halda áfram að verka þótt hann hverfí á braut. Lífsferillinn var orðinn langur, en ellin bugaði hann ekki. Reisn sinni hélt hann til síðustu stundar. Hann bognaði ekki, en brotnaði í bylnum stóra seinast. Siguijón naut ástsældar sveit- unga og sýslunga, enda hafði hann til að bera alla þá eiginleika sem sérstaklega hæna að, ljúfmennsku, fjör og fijálslyndi. Siguijón setti mikinn svip á samtíð sína í Rangárþingi og meðal íslenskra bænda. „Þú bregður stór- um svip yfir dálítið hverfí,“ sagði Einar Benediktsson, og þau orð eiga hér vel við. Siguijón hlaut í vöggu- gjöf miklar gáfur og mannkosti og hann ávaxtaði sitt pund vel. Hann kom víða við í félagsmálastörfum. Hann lét málefni ungmennafélag- anna mjög til sín taka, en sú hreyf- ing fór sem kunnugt er sem eldur um landið í bytjun þessarar aldar. Sigutjón hreifst af hugsjónum hennar. Um 20 ára skeið voru Sig- uijón og Sigurður Greipsson sam- starfsmenn í stjóm Héraðssam- bandsins Skarphéðins. Eldhugur þeirra og mælska verður lengi í minnum haft. Störf hans og forysta í málefnum bænda mun lengi lifa. Um árabil var hann í forystusveit og framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kjördæm- inu. Málefni sveitar og héraðs lét hann og til sín taka. Siguijón í Raftholti varð snemma þekktur ræðumaður. Siguijón var flekklaus, hann var fylginn sér og sjálfum sér samkvæmur. Hann stefndi ætíð markvisst að þeim gagngerðu um- bótum er hann sá nauðsynlegar. Hann hleypti eldmóði í marga. Hver stund var vel notuð til starfs og framkvæmda. Jafnhliða erilsömum störfum Qarri heimili var hann góð- ur bóndi, byggði upp og ræktaði sína jörð. „Blómgast akur breiðuf blessun skaparans." Hann gat litið yfir langan dag, þakklátur fyrir hylli guðs sem gaf honum góða konu, mannvænleg böm sem halda áfram að gera garðinn frægan, og góða heilsu til hins síðasta. Leiðir föður míns og Sigurðar lágu saman um árabil og vinátta þeirra og samstarf er mér í minni og fyrir það vil ég þakka. Eg óska þess að ættarheill og ættarkostir fylgi öllum niðjum Ágústu og Siguijóns í Raftholti. Eg þakka Siguijóni traust, tryggð og vináttu. Ég óska Sigurjóni fararheilla yfír móðuna miklu. „En þar bíða vinir í varpa sem von er á gesti.“ Eggert Haukdal Sum orð eða atvik grópast svo í vitund fólks að þau sitja þar í minn- ingunni í áratugi. Ég var líklega nýorðinn ellefu ára gamall er ég var staddur ásamt mér eldri ungmenna- félögum á einum af fegurstu stöðum Suðurlands, Þórsmörkinni. Þar sem ég í undrun minni er að virða fyrir mér þann fyrsta raunverulega skóg sem ég hafði á ævinni augum litið vindur sér að mér alókunnugur mað- ur sem ég veit ekki enn þann dag í dag hver var. Sá spyr mig að því hvaðan ég sé. „Úr Holtunum“, svara ég. „Veistu það drengur, að gáfað- asti maður á öllu Suðurlandi er úr Holtunum", segir hann. Það vissi ég ekki. „Hver er hann?“ spyr ég. Og maðurinn svaraði: „Það er Siguijón í R_aftholti“. Ég er ekki viss um að á þessari stundu hafi ég mikið verið að velta vöngum yfir orðum hins ókunna manns. Tímamir liðu og við Siguijón urðum eitthvað málkunnugir eins og allir aðrir sveitungar, en mér mun þá ekki hafa sýnst hann neitt fremri öðru venjulegu fólki. Frá þessum tíma er hann mér helst minnisstæð- ur af einum fundi þar sem margir bændur voru saman komnir. Nu munu allir kunnugir halda að sú minning mín sé vegna alþekktrar orðsnilli Siguijóns, mælsku hans og glæsileik í ræðustól. Svo er þó ekki. Frá þeim fundi er hann mér minnis- stæður fyrir hvað hann sagði, en ekki hvemig hann flutti mál sitt. Þama var hann að segja bændunum að þeir greiddu hærri skatta en þyrfti að vera lögum samkvæmt og það væri þeim — bændunum sjálfum — að kenna. Það lægi í því, að þá sjaldan þeir staðgreiddu eitthvað viðkomandi búrekstrinum þá gleymdu þeir oftast að taka nótur fyrir það og eins væri það algengt að menn létu nóturnar ekki á vísan stað og hreinlega týndu þeim. Brýndi hann fyrir bændum reglusemi á þessu sviði. Hér talaði maður af viti og reynslu og vildi miðla þekkingu sinni til hagsbóta fyrir aðra. Og enn liðu tímar. „Forlögin" skipuðu svo málum að leiðir okkar Siguijóns lágu náið saman á tvenns konar starfsvettvangi. Vorið 1965 var stofnað félag um Veiðivötn á Landmannaafrétti. Það var gæfa fyrir þann félagsskap að Siguijón var kosinn í stjóm á fyrsta aðal- fundi félagsins og var hann í stjóm óslitið til ársins 1976 er hann baðst undan endurkjöri. Vorið 1967 atvik- aðist svo það að ég var ráðinn sem gæslumaður við Veiðivötn og sem slíkur átti ég sæti á stjómarfundun- um. Fljótlega varð mér það ljóst að vitsmunir Siguijóns og skilningur var meiri en hjá venjulegu fólki. Varðandi málefni Veiðivatna var hann maður hins víða sjónarhrings. Hann horfði ekki á málin eingöngu ' frá sjónarhæð heimamanns og land- eiganda. Allt skoðaði hann í víðara samhengi. Hann hugleiddi eftirlits- starfíð út frá aðstöðu veiðivarðar og ekki hvað síst setti hann sig í spor viðskiptamannanna — þeirra sem keyptu veiðileyfín. Menn sem svona hugsa eru vitmenn. Siguijón lét sér fátt mannlegt óviðkomandi. M.a. þeirra mála sem hann lét sér umhugað um voru fræðslu- og skólamálin. Haustið 1972 þegar ég réðst sem skólastjóri að Laugalandsskóla var Siguijón að hefja sitt 31. ár sem skólanefndar- maður. Því miður var hann ekki í skólanefnd nema tvö ár eftir þetta vegna nýrra laga sem kváðu á um fækkun manna í þeirri nefnd. Það var ekki ónýtt fyrir skólann að eiga innan nefndarinnar mann með svo langa reynslu að baki — mann sem um leið hafði jákvæð viðhorf gagn- vart þeim málum sem til umfjöllunar voru. Mér er það minnisstætt að ein- hveiju sinni var verið að ræða um kaup á kennslutækjum. Siguijón gerði grein fyrir skoðun sinni með nokkurn veginn þessum orðum: „í gamla daga var lítils árangurs að vænta í heyskap ef menn höfðu bit- lausan ljá, lélegt orf og ónýta hrífu. — Ég veit að það er eins með ykkur í kennslunni, að ef tækin vanta þá verður kennslan lakari en ella.“ Þótt Siguijón væri orðinn 77 ára þegar hér var komið sögu gerði hann sér glögga grein fyrir nýjum kröfum til skóla og kennslu og var opinn fyrir öllum þeim breytingum sem til bóta horfðu. Það eðlilega við menn á hans aldri er að þeir séu löngu staðn- aðir en hugsun Siguijóns endumýj- aðist í framþróun hins nýja tíma. Það, með öðru, gerði það að verkum að ekki varð litið á Siguijón öðruv- ísi en sem óvenjulegan mann. Samstarf okkar í skólanefnd og ekki síður margra ára samvinna um málefni Veiðivatna urðu þess vald- andi að við kynntumst náið. Þrátt fyrir að við værum tveggja kynslóða menn og hefðum um sumt mismun- andi skoðanir leiddu þau kynni til vináttu á milli okkar. Ég er þakklát- ur fyrir hveija þá stund sem ég átti með þessum mikilhæfa gáfu- og gæfumanni. Hann er nú látinn og vil ég minnast hans með enn fleiri orðum. Siguijón Gísli fæddist 4. mars 1895 í Bjálmholti í Holtum. Svo sem þá var títt ólst hann upp við almenn sveitastörf. Skólaganga hans þætti ekki margbrotin í dag: Ætli það hafí ekki verið kennt tæpa tvo mán- uði á hveijum vetri á bamafræðslu- stiginu. Því næst var hann einn vet- ur við nám hjá sr. Ófeigi í Fellsm- úla og annan vetur í Hvítarárbakka- skóla. Þessi skólaganga hlýtur að hafa nýst Siguijóni vel, því góða undirstöðuþekkingu þurfti sá maður að hafa til að geta síðar gegnt öllum þeim störfum sem Siguijón var kjör- inn til að gegna. Nægir þar að nefna að hann var reikningsendurskoðandi sparisjóðsins á Rauðalæk, hann sat í hreppsnefnd yfír þijátíu ár og það á þeim tíma þegar hreppsnefndimar önnuðust útsvarsálagningu, hann sat í skattanefnd, var í stjórn Stétt- arsambands bænda og í Framleiðslu- ráði landbúnaðarins. Þá átti hann lengi sæti í sex manna nefndinni sem ákvað það verð sem bændur fengu fyrir framleiðslu sína. Með Hvítarbakkadvölinni lauk skólagöngu Siguijóns en „skóli lífsins" hélt áfram. f mörg ár hér eftir starfaði Siguijón sumar og haust við bú foreldra sinna heima í Bjálmholti. Á vetrum stundaði hann sjóinn, bæði á seglskútum, togumm og ennfremur reri hann á árabát frá Grindavík og úr Selvoginum. Vorið 1922 verður breyting í lífí Siguijóns. Þá gengur hann að eiga Guðnýju Ágústu Ólafsdóttur frá Austvaðsholti í Landsveit. Það sama vor heíja þau búskap í Kálfholti en prestur þar var þá sr. Sveinn Ög- mundsson. Fyrstu þijú árin bjuggu þau á hálfri jörðinni, en síðar á henni allri. Vorið 1928 kaupa þau Raftholtið. Strax var þá byijað á að lagfæra íbúðarhúsið og girða túnið. Að því loknu var Siguijón með sjö þúsund króna skuld á „bakinu". Það vom miklir peningar í þá daga, erfíðir tímar vom framundan; kreppa og gengisfelling. Flestir sem þá vom að byija búskap fóm á „hausinn" og raunar margir fleiri. Erfiðleikar þeirra sem skulduðu lágu ekki hvað síst í því að lambsverðið féll úr þetta 22-25 krónum niður í 7 krónur (árið 1931) en skuldir manna stóðu eftir sem áður. En einhvern veginn blessaðist þetta nú allt en það má vel vera að þar hafí ráðið miklu að maðurinn var vel giftur. Svo munu börnin snemma hafa orðið liðtæk við hin margþættu daglegu sveitastörf. Ræktun var aukin og búskapur blómgaðist. Vorið 1966 lætur Siguijón af bú- skap en selur bú og jörð í hendur sonum sínum. Var það honum til gleði að sjá hvemig þeir kunnu með að fara. Kjörorð ungmennafélagshreyf- ingarinnar vom orðin „ræktun lands og lýðs“. Auk þess hreifst ungt fólk í byijun aldarinnar af og fylgdi eftir kröfunni um að losa land og þjóð við fjötra erlends sambands. Ung- mennafélögin urðu umræðuvett- vangur fyrir aukið frelsi, samhjálp og framfarir. Starfíð í þessari hreyf- ingu held ég að hafi orðið eins kon- ar félagsmálaskóli fyrir Siguijón í Raftholti sem og marga samtíðar- menn hans. Nítján ára gamall er Siguijón kosinn í stjóm Ungmenna- félagsins Ingólfs í Holtunum og hann á sæti í stjóm Héraðssambandsins Skarphéðins um 22. ára skeið. Mér þykir trúlegt að aðrir geri grein fyr- ir þeim þætti í starfí Siguijóns en vil þó geta þess að hann og Þor- steinn á Vatnsleysu sömdu þau lög er síðar vom samþykkt og tekin í gildi fyrir héraðssambandið (þeir höfðu lokið því verki áður en aðrir meðlimir laganefndarinnar náðu að mæta á fundarstað),. Siguijón í Raftholti skipaði sér undir merki Sjálfstæðisflokksins. Mun þar einhveiju hafa um ráðið persónuleg kynni hans við áhrifa,- menn innan flokksins. Það hefur hins vegar valdið mér — og fleirum — allmiklum heilabrotum, hvers vegna Siguijón varð ekki þingmaður Rangæinga. Skýringu höfum við ekki fullnægjandi. Að öðmm ólöst- uðum hafði hann allt til þess að bera: Glæsileika í framkomu, per- sónutöfra í viðkynningu, reynslu í félagsmálum, skarpar gáfur og hann var meðal snjöllustu ræðumanna sem ísland átti. Sjálfur sóttist hann ekki eftir þingmennsku og taldi raunar að starf sitt í ýmsum ráðum og nefndum tæki meir en nógan tíma frá búskap og heimili. Hann skipaði þó annað sæti á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins í Rangárvallasýslu frá vorkosningunum 1942 til þess er hin gömlu kjördæmi vom lögð niður 1959, (til að þóknast þéttbýl- inu um aukinn þingmannaflölda). I þessi 17 ár sem hann var varaþing- maður sat hann einungjs á Alþingi skamma hríð haústið 1955. Það má vera að sumum hafi ekki þótt hann vera nógu þægur flokksmaður. Ef hann hafði aðra skoðun en flokkur- inn hélt hann óhikað fram sannfær- ingu sinni. Mér finnst sem Siguijón hafi ekki sökkt sér djúpt í neinar pólitískar kennisetningar, stefnur eða isma. Hans hugmyndafræði gekk út á það að vinna fyrir bænduma og dreif- býlið og að þess skyldi gætt að þjóð- in safnaði ekki skuldum út á við. Sjálfur hafði hann alist upp við að menn skyldu vinna fyrir sínu dag- lega „brauði“ og taldi hann það því lélega hagfræði að stuðla að gegnd- arlausum innflutningi glysvamings fyrir erlent lánsfé. Hans skoðanir gmndvölluðust ekki af þröngum flokkssjónarmiðum heldur af þeim hugsjónum sem vitsmunir hans blésu honum í bijóst sem ungum manni og hann þróaði síðan með sér. Á gamals aldri var nann enn tendraður af framtíðarsýn í anda ungmennafé- laganna. Hann sá t.d. fyrir sér upp- græðslu örfoka lands, brú á Ölfusá- rósa, tvær verslunar- og fískihafnir milli Hornaíjarðar og Stokkseyrar. „Þjóðin hefur ekki efni á, að nýta ekki Suðurland", sagði hann. Eiginlega stóðu hugmyndar Sig- uijóns utan og ofan við alla venju- lega dægurmálapólitík. Pólitísk víðsýni hans var slík að hann sá ein- hvert ágæti við allar stefnur og alla flokka og í einkasamtölum kom fram að hann virti skoðanir þeirra sem héldu öðm fram en hann sjálfur. Aldrei heyrði ég hann hallmæla nokkmm manni að honum fjarstödd- um. Hitt er svo annað mál að í hita augnabliksins gat hann látið þung orð falla beint framan í menn og í ræðustólnum gat hann orðið sem víkingur er „hjó á báðar hendur“ og beitti jafnvel ósvífni, ef hann mat stöðuna svo að það væm þau einu meðöl er hæfðu „andstæðingnum". Að fundi loknum var síðan sem ekk- ert hefði í skorist. Eftir Siguijóni var alls staðar tek- ið hvar sem hann fór. Hann var myndarlegur maður í sjón, hár vexti og karlmennlegur í útliti og bar el- lina með reisn. Hann var dökk- hærður og bar þann hárlit lengur en almennt gerist. Tilsýndar gat hann virst alvarlegur en í nálægð geislaði stundum af andlitinu í takt við orð og hugsanir. Hann var skemmtilegur í samræðum og þægi- legt var að vera í návist hans. Það má vera, að um hann hafí verið ein- hver sú „skel“ er gerði það að verk- um að allur þorri manna gerði sér ekki grein fyrir því hversu hlýjan hug hann bar til alls og allra. Hann var góðmenni sem vildi öðmm gott gera. Hvorki verður Siguijón sakaður um óhóf né óreglu, en vegna marg- þættra samskipta sinna við fólk og í félagsskap komst hann ekki hjá því að taka þátt í veislufagnaði þar sem vín var um hönd haft. Þótt hann neytti veiganna ekki síður en aðrir virtist það engin áhrif hafa á vitsmuni hans, skýra hugsun og framgöngumáta. Slíkt var atgervi hans, andlegt sem líkamlegt. Það blandaðist engum hugur um að Siguijón hafði til að bera óvenju- mikla vitsmuni. Listamannseðlið blundaði í honum sem og mörgum ættmennum hans. Sjálfur orti hann ljóð, systir hans hefur samið verð- mæt tónverk heima á sínum sveitabæ, faðir hans var vel hag- mæltur, Bjami föðurbróðir hans, samdi ljóðabókina „Fölvar rósir“ og ömmubróðir hans var silfursmiður. En hvaðan voru þeir stofnar er stóðu að Siguijóni? Það skal nú lítil- lega rakið. Faðir hans var Sigurður bóndi í Bjálmholti, f. 1857 d. 1922, sonur Sigurðar bónda þar, d. 1882, Bjömssonar í Hjallanesi í Lansveit, f. 1790, d. 1858, Gíslasonar þar, f. 1749 d. 1836, Guðmundssonar í Voðmúlastaðahjáleigu, f. 1696, Jónssonar á Kirkjulæk í Fljótshlíð, f. 1670, Jónssonar. Föðurmóðir Sig- uijóns var Rannveig, systir Magnús- ar á Ketilsstöðum afa Benedikts í Nefsholti. Móðir Siguijóns var Borghildur, dóttir Þórðar sterka í Neðri-Sumar- liðabæ, f. 1830, Þórðarsonar á Sýr- læk, Einarssonar á Vatnsleysu. Móð- ir Þórðar sterka var Ingibjörg, syst- ir Guðmundar í Birtingaholti í Hmnamannahreppi afa hinna þjóð- kunnu Birtingaholtsbræðra, Ágústar í Birtingaholti, sr. Kjartans í Hruna og Magnúsar skólastjóra Kennara- skólans. Þeir ættmenn voru þekktir fyrir gáfur og ýmsa listræna hæfi- leika. Móðir Borghildar var Borg- hildur ljósmóðir, dóttir Brynjólfs sýslumanns bróður Sveins föður Benedikts sýslumanns föður skálds- ins og hugsjónamannsins Einars Benediktssonar er meitlaði í orðsins list lífsspeki mannlegra samskipta og framtíðardrauma um hið nýja tæknivædda ísland mennta og menningar. Móðir Borghildar ljós- móður var Kristín, dóttir Gunnars hreppstjóra í Hvammi í Landsveit. Þeirrar ættar voru enskumaðurinn Bogi Ólafsson menntaskólakennari og Einar Jónsson frá Galtafelli sem með samspili huga og handa hefur skapað heimsfræg magnþrungin listaverk svo sem sjá má í safn- húsinu Hnitbjörgum. Þegar haft er í huga hvert var forfeðra- og frændalið Siguijóns í Raftholti þá þarf engan að undra þó maðurinn sjálfur væri stórbrot- inn. Svo sem fyrr segir var kona Sigur- jóns Guðný Agústa Ólafsdóttir. Hálf- bróðir hennar var Magnús Stephen- sen faðir Hannesar M. Stephensen formanns Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í Reykjavík. Faðir Ágústu var Ólafur hreppstjóri í Austvaðsholti, kunnur leiðsögumað- ur um byggðir og öræfi (f. 1857 d. 1936). Kemur dugnaður hans, fyrir- hyggja og útsjónarsemi vel fram í ferðabók Þorvaldar Thoroddsen. Hálfbróðir Ólafs var Magnús faðir hins kunna dýravinar Böðvars á Laugarvatni, en Böðvar beitti sér mjög fyrir stofnun skólaseturs þar. Ólafur í Austvaðsholti var sonur Jóns í Austvaðsholti, f. 1814, Þor- steinssonar bónda þar, f. 1779, Grímssonar þar, f. 1750, Þorsteins- sonar bónda á Árbæ í Holtum, Korts- sonar þar, f. 1675, Magnússonar þar, f. 1624, Kortssoanr í Skógum undir Eyjafjöllum, Þormóðssonar þar, Kortssonar. Móðir Ólafs ( Austvaðsholti var Vigdís frá Haugum í Borgarfirði af hinni kunnu Lundarætt. Þeirrar ætt- ar eru Lindarbæjarmenn þeir Ólafur og Þórður. Móðir Jóns í Austvaðs- holti var Guðrún, dóttir Runólfs Jonssonar prests í Keldnaþingum. Þeirrar ættar er Kristján J. Gunnars- son skólastjóri og þeir Marteinst- ungubræður. Móðir Ágústu var Guð- rún Jónsdóttir ættuð frá Hellisholt- um í Hrunamannahreppi af ætt Torfa Jónssonar sýslumanns í Klofa í Landsveit. Móðursystir Guðrúnar Jónsdóttur var Agnes á Eyrarbakka, móðir Guðnýjar, móður Ágústar Þorvaldssonar alþingismanns á Brúnastöðum. Siguijón og Ágústa eignuðust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.