Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 29 Sovétríkin:: Hver er fegurst Moskvu-dætra? Reuter Spengjunni var komið fyrir í hvítri Ford Fiesta bifreið sem hafði verið lagt við skemmtistað bandarískra hermanna í Napólí. Innfellda myndin sýnir japanska hryðjuverkamanninn Junzo Okudaira, sem grunaður er um ódæðið. Fimm týna lífi í sprengjutilræði í Napólí: Moskvu. Reuter. RÚSSNESKAR fegurðardísir sungu, dönsuðu og sýndu í kvöld- kjólum í fyrstu fegurðarsamkeppninni, sem haldin er í sovésku höfuðborginni — um titilinn „Ungfrú Moskva“. Fyrsti hluti keppn- innar fór fram í gær. Áhorfendum gefst líklega ekki kostur á að sjá yngismeyjaraar í klæðnaði, sem vinsæll er við sams konar tækifæri á Vesturlöndum — sundfötum. Samkvæmt fréttum, sem birst hafa um keppnina, var stúlkum á aldrinum 17-27 ára boðið að taka þátt í.upphafslotunni, sem fram fór í Gorkí-garðinum. Dómarar fylgdust með keppendum í hæfi- leikakeppni og dansi. í dansinum klæddust stúlkumar bæði svoköll- uðum furðufötum og samkvæmi- skjólum, en þess var ekki getið, að stúlkumar kæmu fram í sund- fötum. „Hver getur freistað gæfunnar? Sérhver stúlka, sem hefur til að Grunurinn beinist að jap- önskum hryðjuverkamanni Hugsanlegft að hann hafi verið flugumaður arabískra öfgasamtaka bera sjálfsöryggi, gott útlit og góðan vöxt, ber sig vel og kann að dansa," sagði í ungheijablaðinu Komsomolskaya Pravda. Pyrsta fegurðardrottning Moskvuborgar verður kjörin í fjór- um atrennum og fer lokakeppnin fram í júnímánuði. Sigurvegarinn mun keppa fyrir hönd höfuðborg- arinnar um titilinn „Ungfrú Sov- étríkin", en sú keppni hefst í nóv- ember. Fyrir Moskvukeppninni standa sovésk tískuhús, vestur-þýska tískuritið Burda Moden og sovéska kvikmyndafélagið Mosfilm. „Hver veit nema ný kvikmynda- stjama fæðist?“ sa.gði í dagblaðinu Sovjetskaja Rossíja. Napólí, Reuter. LÖGREGLUYFIRVÖLD á Ítalíu skýrðu frá því í gær að japansk- ur hryðjuverkamaður væri grun- aður um að hafa staðið að baki sprengjutilræði við klúbb banda- rískra hermanna í Napóli á fimmtudagskvöldið. Fimm manns biðu bana í sprengingunni og 15 særðust. Romano Argenio, yfirmaður þeirrar deildar lögreglunnar í Na- póli, sem ætlað er að hefta starf- semi hryðjuverkamanna, sagði í við- tali við Reuters-fréttastofuna að grunurinn beindist að 39 ára göml- um Japana, Junzo Okudaira að nafni, og væri hann í félagi í jap- önsku hryðjuverkasamtökunum „Rauði herinn". Þessi sami maður er eftirlýstur um allan heim þar eð sannað þykir að hann hafi skipulagt sprengjutilræði við bandaríska sendiráðið í Rómarborg í júní á síðasta ári. Argenio sagði Okudaira vera sérfróðan um meðferð sprengi- efnis og tæki hann iðulega að sér hermdar- og ódæðisverk fyrir utan- aðkomandi aðila, einkum öfgasam- tök í Mið-Austurlöndum. Argenio sagði að þótt grunurinn beindist að Japananum hefðu yfir- völd ekki útilokað að illvirkið hefði verið framið í nafni arabískra öfga- samtaka. Nokkrir menn hefðu hringt og tilkynnt að hin ýmsu sam- tök væru ábyrg. Einn þeirra hringdi í alþjóðlega fréttastofu í Róm og sagði „Jihad“-samtökin (Heilagt stríð) hafa verið að verki. Sagði sá hinn sami að fleiri hermdarverk hefðu verið skipulögð gegn banda- rískum ríkisborgurum. Annar mað- ur sagði í símtali að réttlætinu hefði „verið fullnægt í nafni líbönsku þjóðarinnar". Argenio kvað ekki unnt að úti- loka þann möguleika að sprengjutil- ræðið stæði í sambandi við árás Bandaríkjamanna á Líbýu en um þessar mundir eru tvö ár liðin frá því hún var gerð. Sprengjan í bifreið Að sögn Argenios var sprengj- unni komið fyrir í hvítri bifreið af gerðinni Ford Fiesta. Vitað væri að Asíubúi hefði tekið bifreiðina á leigu í Napólí undir nafninu Liao Willy Liw. Starfsmanni bílaleigunn- ar hefði verið sýnd mynd af Okuda- ira og hefði hann borið kennsl á hann. Fjórir ítalir og 31 árs gömul bandarísk kona, sem gegndi her- þjónustu, létu lífið í tilræðinu. Að sögn Argenios hefur öryggisgæsla verið hert til muna við mannvirki í eigu Bandaríkjamanna í nágrenni Napólí og einum skemmtistað bandarískra hermanna hefur verið lokað af öryggisástæðum. Franc- esco Cossiga, forseti Ítalíu, hefur sent Ronald Reagan Bandaríkjafor- seta samúðarskeyti vegna tilræðis- ins. 15 slösuðust í sprengingu Reuter Fimmtán manns slösuðust, þar af þrir alvarlega, þegar sprenging varð í fimm hæða ibúðarblokk í Köln í Vestur-Þýskalandi S gær. Talsmaður iögreglunnar sagði, að gasleki á nærliggjandi vinnusvæði kynni að hafa valdið sprengingunni. Verulegar skemmdir urðu á húsinu, og er það með öllu óíbúðarhæft. Inniskór Verð kr. 1190,- Stærðir: 36-41 Litir: Hvítt, beige, blátt. Ath.: Skómir eru úr mjúku hanskaskinni og með góðu inn- leggi. Póstsendum samdxgurs. 5% staðgreiöslmfsláttur. TOPP. VELTUSUNOI 1 21212 KRINGMN KblHeNM s. 689212. Domus Medica, sími: 18519 MR1UBIX UÓSRITUNARVÉLAR Allir skór á kr. oswaid Tops hefst mánudaginn 18. apríl. VELTUSUNDI 2, 21212
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.