Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 Stjómarlqör í SÍNE: Fímm hagsýn ung- menní hasla sér völl eftir Pál Þórhallsson Þessa dagana stendur yfir kosn- ing til stórnar SÍNE, Sambands íslenskra námsmanna erlendis. í stjóm sitja 7 manns en að þessu sinni vill svo til að 11 manns bjóð- ast til stjómarstarfa næsta árið. Þau 26 ár sem samtökin hafa starf- að mun aðeins einu sinni áður hafa komið til kosninga. Það er fagnað- arefni að svo mikill áhugi sé á að starfa í þágu námsmanna erlendis. En undanfama daga hafa birst ftéttir í dagblöðum sem vekja efa- semdir um að það sé áhugi á mál- efnum námsmanna sem vaki fyrir öllum frambjóðendum. í stuttu máli sagt má ráða _það af blaðaskrifum að stjóm SINE hafí staðið sig illa í kynningu á frambjóðendum. Því hafí 5 manns gripið til þess ráðs að kynna sig sjálfír. Bréf hafí verið send utan til kjósenda þar sem sjónarmið fímm- menninganna em kynnt. Ástæðuna fyrir því að frambjóðendumir fímm senda sameiginlegt bréf segir Bel- inda Theriault, í samtali við Þjóðvilj- ann þann 12. april, vera þá að það sé gert í spamaðarskyni. Hún seg- ist ekki kannast við að um lista- framboð sé að ræða. Jónas Egils- son, frambjóðandi til stjómar SINE, segir í samtali við Morgunblaðið þann 14. aprfl að til bréfaskriftanna hafi verið gripið vegna þess að stjóm SÍNE hafí dregið að kynna frambjóðendur til að tryggja sínum mönnum sigur. Nú vill svo til að undirritaður er í framboði, hefur ekki orðið sér úti um ódýra kynningu, en er engu að síður orðinn að frambjóðanda stjómar SÍNE á síðum Morgun- blaðsins án þess að hafa lyft litla fingri. I sögu SÍNE hafa iðulega setið færri í stjóm en lög sambandsins heimila. Þrátt fyrir það hafa sam- tökin verið öflugur málsvari náms- manna og varið hagsmuni þeirra eftir megni án tillits til flokks- pólitíkur. Sjálfur er ég nýkominn heim frá námi og er reiðubúinn að leggja málstaðnum lið og fagna ég því að horfur em á að stjómin verði fullskipuð á næsta starfsári. Fram- bjóðandi stjómarinnar get ég hins vegar engan veginn talist, þó ekki væri nema vegna þess að ekki er um listakjör að ræða. Ég tek undir það að núverandi stóm hefur staðið sig illa í kynningu á frambjóðend- um. Samt held ég að skýringin á því sé fámenni fremur en að það sé gert af yfirlögðu ráði. Nú í vikunni bað ég einn fímm- menninganna um afrit af bréfínu góða til að geta kynnt mér sjálfur hvort frásögn fjölmiðla af innihaldi þess ætti við rök að styðjast. Sú bón fékkst ekki uppfýllt enda sjálf- sagt öll tiltæk eintök verið send utan í spamaðarskyni. Um síðir tókst mér þó að hafa uppi á eintaki eftir krókaleiðum. Undir bréfíð rita fímm manns eins og við var að búast. Undir nöfnunum fimm stendur orðrétt: „P.S. Stjórn SÍNE skipa sjö menn. Það er því áríðandi að merkja við öll þessi fimm nöfn.“ Ættu nú að vera tekin af öll tvímæli um hverjir em að efna til listakjörs. í blaðaskrifum hefur heldur ekki komið fram að bréfið var ekki sent til allra félaga í SÍNE. Að því er vissulega spamaður en merkileg er þá sú tilviljun að bréfíð hafa einung- is þeir fengið sem tengjast ungliða- samtökum Sjálfstæðisflokksins (fyrir þvf hef ég heimildir frá fyrstu hendi). Merkilegt er það því þar ætti síst að vera kynningar þörf fyrir fimmmenningana. Eins og fram kemur í Þjóðviljanum eru þrír þeirra félagar í SUS, framkvæmda- stjórinn sjálfur, Belinda Theriault, þar á meðal. Eftirfarandi áskomn úr bréfí fimmmenninganna virkar í ofan- greindu samhengi eins og öfug- mælavísa: „Það er von okkar að þú sýnir ábyrgð og kjósir það fólk, sem vill vinna að þínum hagsmun- um, en ekki nota SÍNE í pólitískum tilgangi . . .“ Eitt enn eiga fímmmenningamir sameiginlegt fyrir utan að vera sparsamir og aðhyllast stefnu sem „svipar til lýðræðis", eins og einn þeirra kemst að orði í samtali við Páll Þórhallsson „í blaðaskrifum hefur heldur ekki komið fram að bréfið var ekki sent til allra félaga í SÍNE. Að því er vissulega sparnaður en merkileg er þá sú tilviljun að bréfið hafa einungis þeir fengið sem tengj- ast ungliðasamtökum Sjálf stæðisf lokks- ins . . .“ Þjóðviljann. Þeir hafa allir lært í Bandaríkjunum. Það kemur reynd- ar ekki fram í bréfínu fágæta en fékkst staðfest af einum þeirra. SÍNE hefur námsfólk í yfir tutt- ugu löndum innan sinna vébanda. Því er augljóslega æskilegt að stjómina skipi menn sem reynslu hafa af námi við sem fjölbreyttastar aðstæður til þess að samtökin séu ____________________________37 „virk hagsmunasamtök náms- manna," svo ég noti orðalag Jónas- ar Egilssonar í samtali við Morgun- blaðið. En af hveiju hvetur sá hinn sami Jónas þá til þess í bréfi til kjósenda að þeir kjósi í 7-manna stjórn fimm menn sem allir hafa lært í Bandaríkjunum? í bréfínu góða má finna hugsan- lega skýringu. Fimmmenningarnir leggja nefnilega áherslu á „að hætt verði að telja náms- og rannsóknar- styrki og kennslulaun (teaching assistantship) til tekna og þvi lækki lán ekki sem þessum styrkjum nem- ur, eins og nú er“. Er ekki augljós- lega verið að höfða til námsmanna í Bandaríkjunum sem á tímabili nutu óskertra lána þrátt fyrir styrki og kennslulaun en sögðu sjálfir að það væri út í hött? Eða eru fímm- menningarnir svo bláeygir að halda að engir aðrir en þeir séu saman- saumaðir og að fjármálaráðherr- ann, sem margoft hefur lýst því yfír að útgjöld sjóðsins séu komin úr böndum, muni taka útgjalda- aukningunni þegjandi og hljóða- laust, án þess að skerða lán til ann- arra námsmanna? í viðræðum við stjómvöld á næst- unni er brýnt að talsmenn náms- manna séu raunverulegir fulltrúar þeirra en ekki flokkspólitískra hagfs- muna. Vitað er að núverandi ríkis- stjóm stefnir að því að breyta lögum um námslán á þann veg sem síst getur talist til bóta fyrir náms- menn. Það er nauðsynlegt að standa vörð um núgildandi lög og koma í veg fyrir að endurgreiðsluskilmálar verði hertir. Beijast þarf fyrir því að lán verði veitt óskert í samræmi við lög. Málstaðurinn er mikilvægari en svo að honum megi stefna í voða með bamaskap af því tagi sem hér hefur verið lýst. Höfundur er blaðamaður á Morgunblaðinu. Samgönguráðherra: Akveðnir björgunarbún- ingar standast ekki kröfur Búningamir voru seldir áður en kröfur og reglur voru komnar MATTHÍAS Á. Mathiesen, sam- gönguráðherra, svaraði í samein- uðu þingi á fimmtudag fyrir- spurn frá Krisinu Einarsdóttur (Kvl/Rvk) um öryggis; og björg- unarbúnað í skipum. í máli ráð- herrans kom m.a. fram að Sigl- ingamálastofnun hefði nýlega gert rannsókn á björgunarbún- ingum sem seldir voru hér á landi áður en kröfur um þá eða reglur voru komnar í gagnið. Hefðu þær athuganir leitt í ljós að ákveðnir búningar stæðust engan veginn þær kröfur sem gerðar væru til björgunarbúninga í dag og væri unnið að frekari athugun á mál- inu. Samgönguráðherra svaraði fyrst spumingu um hvaða prófanir væm gerðar hérlendis áður en björgunar- búnaður, sem skylt væri að hafa í skipum og bátum, væri viðurkennd- ur hér á landi. Matthías sagði að björgunarbúnaður sem lögskipaður væri hér á landi kæmi að miklu leyti til erlendis frá. Áður en hann fengi samþykki hér á landi þyrfti hann að hafa hlotið a.m.k. sam- þykki siglingamálayfírvalda í fram- leiðslulandi. Þegar framleiðandi eða umboðsaðili framleiðanda sækti um viðurkenningu þyrfti að fylgja með umsókninni viðurkenning búnaðar- ins í framleiðslulandi ásamt ná- kvæmum skýrslum um allar þær prófanir sem viðurkenningin grund- vallaðist á. Prófanir þessar yrðu að hafa farið fram undir umsjá viður- kenndrar stofnunar. Alþjóðasigl- ingamálastofnunin hefði staðla um hvemig prófa skyldi flestar tegund- ir öryggis- og bjöigunarbúnaðar. Þegar þessar upplýsingar lægju fyrir færu starfsmenn Siglinga- málastofnunar yfír gögnin og könn- uðu hvort þeim kröfum sem stofn- Matthías Á. Mathiesen, sam- gönguráðherra. unin gerði til viðkomandi búnaðar væri fullnægt. Ef vafí léki þar á væri framleiðanda gert skylt að láta framkvæma tiltekna athugun, í viðurvist óháðs aðila, annaðhvort hér á landi eða í heimalandinu. Að öðm leyti væri lítið um að búnaður væri prófaður hér á landi, enda þyrfti til þess bæði fjármagn, að- stöðu og aukinn mannafla. Undan- tekning væri þó í þeim tilfellum þar sem Siglingamálastofnun gerði kröfur um búnað sem ekki væri krafíst erlendis og t.d. ýmsar við- bótarkröfur um gúmmíbjörgunar- báta og reglur um sjósetningarbún- að gúmmíbjörgunarbáta svo og reglur um björgunamet. Prófun þessa búnaðar færi fram hér á landi. Ef upplýsingar um meinta galla á viðurkenndum búnaði kæmu fram væri fyrst sannreynt að þær upplýs- ingar væm réttar t.d. með athugun á viðkomandi búningi. Ef í ljós kæmi galli væri haft samband við viðkomandi innflytjanda og honum gerð grein fyrir niðurstöðum próf- unar og í samráði við hann og fram- leiðanda leitað lausna á gallanum. Ef þessir aðilar bregðust ekki skjótt við eða engar lausnir kæmu frá þeim væri viðkomandi búnaður kall- aður inn til lagfæringar eða endur- greiðslu. Skemmst væri að minnast innköllunar á reykköfunartækjum sem um borð væm í íslenskum skip- um. Væri þar um að ræða tæplega 250 reyköfunartæki sem þyrftu lag- færingar við. Kristín spurði einnig hver væri upplýsingaskylda þeirra sem seldu viðurkenndan björgunar- og örygg- isbúnað hér á landi. Matthías Á* Mathiesen sagði að framleiðendum og söluaðilum væri skylt að tilkynna allar breytingar á viðkomandi bún- aði til Siglingamálastofnunar ríkis- ins. Þeim væri einnig skylt að til- kynna alla galla sem kæmu fram á viðkomandi búnaði tafarlaust til stofnunarinnar. í viðurkenning- arskírteini sem Siglingamálastofn- un gæfí út kæmi fram að allar breytingar á framleiðslu, sem gerð- ar væm án samþykkis leiddu til þess að viðkomandi viðurkennig félli úr gildi. Viðurkenning væri gefin út að nýju ef prófun leiddi í ljós að breytingin hefði ekki rýrt notagildi búnaðarins. Síðar í umræðunni sagði Matt- hías að Siglingamálastofnun hefði nýlega gert ítarlega rannsókn á björgunarbúningum sem seldir vom hér á landi áður en kröfur um þá eða reglur vom komnar vegna orð- róms um að vissir búningar gætu verið hættulegir. Hefðu þær athug- anir leitt í ljós að ákveðnir búning- ar stæðust engan veginn þær kröf- ur sem gerðar væra til björgunar- búninga f dag og væri unnið að frekari athugun á málinu. Stuttar þingfréttir: Viðskiptabankar og sparisjóðir Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra, hefur lagt fram stjómar- fmmvarp um viðskiptabanka. Framvarpið gerir m.a. ráð fyrir að bankar og viðurkenndar fjár- málastofnanir, sem hafa lögþing erlendis, hafi leyfí til að eignast allt að 25% í hlutafélagabönkum hér á landi. Einnig er í fmm- varpinu tekið fram að bankaráðs- menn skuli ekki taka þátt í með- ferð máls er varðar viðskipti þeirra sjálfra eða fyrirtækja sem þeir eiga hlut í, sitja í stjórn hjá, em fyrirsvarsmenn fyrir eða eiga að öðm leyti vemlegra hagsmuna að gæta í. Viðskiptaráðherra hef- ur einnig lagt fram fmmvarp um sparisjóði sem geymir svipuð ákvæði. Greiðslur til f isk vin nsluf ólks Guðmundur Bjamason, heil- brigðis- og tryggingaráðherra, hefur lagt fram frumvarp um greiðslur Atvinnuleysistrygginga- sjóðs vegna fiskvinnslufólks. Framvarpið er lagt fram í fram- haldi af endurskoðun laganna en í yfírlýsingu ríkisstjómarinnar um efnahagsaðgerðir 29. febrúar 1988 segir m.a.: „Ákvæði laga og reglugerða um greiðslur At- vinnuleysistryggingasjóðs vegna fastráðins fiskvinnslufólks verði endurskoðuð í samráði við hlut að- eigandi samtök." Lagt er til að lögin verði óbreytt að öðm leyti en því, að fellt verði niður ákvæði í 3. mgr. 1. gr. um að skilyrði fyrir greiðslu til fyrirtækis sé að það hafi minnst 10 fastráðna starfsmenn, svo og að felld verði niður 5. mgr. l.gr. um að greiðsl- ur takmarkist við tímabilin 1. jan- úar til 31. maí og 1. september til 31. desember og verði réttur til greiðslu jafn allt árið. Sala fasteigna Grænmetisverslunarinnar Lagt hefur verið fram stjómar- frumvarp um heimild til fjármála- ráðherra f.h. ríkissjóðs til að selja fasteignir Grænmetisverslunar landbúnaðarins í Síðumúla 34 og jarðhús í Ártúnsbrekku við Suður- landsbraut í Reylqavík. Hluti Vatnsenda tekinn eignarnámi Lagt hefur verið fram stjómar- fmmvarp um heimild fyrir Reykjavíkurborg til þess að taka eignamámi hluta af landi jarðar- innar Vatnsenda í Kópavogskaup- stað. Þessi eignamámsheimild er nauðsynleg til þess að til fram- kvæmda geti komið samningur borgarsjóðs Reykjavíkur og Magnúsar Hjaltested, bónda að Vatnsenda, en á sölu lands á Vatnsenda em kvaðir sem koma í veg fyrir sölu nema eignarnáms- heimild liggi fyrir. Tónlistarháskóli íslands Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, hefur lagt fram stjómarframvarp til laga um Tónlistarháskóla íslands. i grein- argerð með framvarpinu segir að fmmvarpið sé að miklu leyti stað- festing á því starfí sem nú er unnið í Tónlistarskólanum í Reykjavík og nauðsynleg ráðstöf- un til þess að styrkja þetta starf og tryggja því lagalegan og fjár- hagslegan gmndvöll. Aðeins á þann hátt geti skólinn rækt það hlutverk sem sé svo þýðingarmik- ið fyrir tónlistarlífið í landinu. Háskóladeildir THÍ verða sam- kvæmt framvarpinu alfarið kost- aðar af ríkissjóði og ekki gert ráð fyrir skólagjöldum. Má gera ráð fyrir talsverðri fjölgun nemenda frá því sem nú er á efstu stigum og í kennaradeildum Tónlistar- skólans í Reykjavík, en þeir vora skráðir 107 áskólaárinu 1986-87. Væntanlega munu fleiri nemend- ur af efstu stigum annarra tónlist- arskóla en TR leita í THÍ um framhaldsmenntun. Gert er ráð fyrir, að kostnaður af námi í deildum neðan háskóla- stigs verði greiddur með hliðsjón af reglum laga sem gilda um hlið- stæðar deildir almennt og að nem- endur þar greiði skólagjöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.