Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 3 K X' ) □ REYKJAVÍK Morgunblaðið/ GÓI Borgarráð: Hugmynd kynnt að smá- bátahöfn við Laugarnes Áætlaður kostnaður um 400 milljónir Borgarskipulag Reykjavíkur hefur lagt fram til kynningar í borgarráði hugmynd hafnar- stjórnar um að gerð verði smá- bátahöfn inni við Laugarnes fyr- ir um 900 báta. Kostnaður er áætlaður um 400 milljónir króna. Að sögn Hannesar Valdimarsson- ar, aðstoðarhafnarstjóra, er þetta ein hugmynd af mörgum að nýrri smábátahöfn. Talið er að um 400 til 500 bátar séu í Reykjavík og er hvert pláss skip- að í smábátahöfn Snarfara inni við Elliðavog. ‘ „Þetta er ein af mörgum hug- myndum sem komið hafa fram í leit okkar að heppilegum stað fyrir smábátahöfn fyrir strönd Reykjavíkur," sagði Hannes. „Þama er gert ráð fyrir höfn sem rúmar 900 smærri báta af öllum gerðum og landi undir félagsheim- ili, viðgerðaraðstöðu, veitingastað, bifreiðastæði og útivistarsvæði. Smábátum fer ört fjölgandi í Reykjavík og er aðstaða Snarfara við Elliðavog, þar sem rúmast 160 smábátar á floti, þegar fullskipuð. í vesturhöfninni er þegar fyrir rými fyrir um 100 báta.“ Gert er ráð fyrir miklum skjól- garði framan við höfnina í Laugar- nesi sem annars yrði opin fyrir vest- anátt. Hannes sagði að engin end- anleg ákvörðun hefði enn verið tek- in um hvar, hvenær eða hvemig smábátahöfn yrði byggð í Reykjavík. Ein hugmyndin er að koma upp aukinni aðstöðu fyrir STJÓRN Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum i gær að gera kröfu um að lægstu laun 18 ára og eldri yrðu 42 þúsund krónur í þeim samningaviðræðum sem framundan eru, en félagið hef- ur ásamt öðrum verslunar- mannafélögum boðað verkfall frá og með næstkomandi föstu- degi, 22. apríl. Boðað hefur verið til fundar með þeim félögum verslunar- manna sem ósamið er við og við- semjendum þeirra á mánudaginn smábáta í gömlu höfninni og aðrar hugmyndir gera ráð fyrir smærri höfnum með ströndinni. Hann benti þó á að kosturinn við að gera eina stóra höfn í stað tveggja eða þriggjá minni, væri sá, að nýta mætti betur sameiginleg aðstöðu, sem þyrfti að vera fyrir hendi. kemur hjá ríkissáttasemjara klukkan 13.30. í samþykkt stjómarinnar segir að starfsaldurshækkanir verði með sama hlutfalli og í miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Að öðru leyti er vísað til þeirra krafa sem kynnt- ar vom ríkissáttasemjara í byrjun þessa mánaðar. Formannafundur Landssam- bands íslenskra verslunarmanna verður haldinn á morgun, sunnu- dag. Þar ræðst hvernig staðið verður að samningaviðræðunum af hálfu LÍV og aðildarfélaga þess. Verslunarmannafélag Reykjavíkur: Lágmarkslaun verði 42 þúsund krónur Snjóflóðahætta ennþá fyrir hendi á Seyðisfirði Almannavarnanefndin lokaði skólum og dagheimilum í gær Seyðisfirði. EFTIR að snjóflóð féU hér á Seyð- isfirði í fyrrakvöld var vinna i mörgum fyrirtækjum stöðvuð í gær. Einnig ákvað Almannavama- nefnd að loka skólum og dag- heimilum. Fólk var beðið að vera sem minnst á ferli og vegum báð- um megin fjarðarins var lokað. Vakt var hjá Almannavarnanefnd Seyðisfjarðar í fyrrinótt og snjóbQl og björgunarsveitin höfð í viðbragðsstöðu. Dregið hefur úr sqjóflóðahættunni, en á fundi Al- mannavarnanefndar seinnipart- inn í gær var ekki talin ástæða tíl að draga úr viðbúnaði og ráðgert að hafa áfram andvara á sér í nótt. Það mun hafa verið um ellefuleyt- ið í fyrrakvöld sem snjóflóð féll hér á Seyðisfirði. Tveir starfsmenn Sfldarverksmiðja ríkisins, þeir Jón og Hermann Guðmundssynir, fóru í bíl frá Sfldarverksmiðjunni og inn í bæ rétt fyrir klukkan 11. Þegar þeir héldu til baka 12-15 mínútum síðar að því er þeir telja hafði snjóflóð runnið niður úr fjallshlíðinni sunnan megin í firðinum á milli Fiskvinnsl- unnar hf. og Sfldarverksmiðja ríkis- ins á 80-100 metra breiðu svæði. Rétt fyrir innan þar sem snjóflóðið féll eru íbúðarhús beint á móti Fisk- vinnslunni. Þar sem mestur þungi snjóflóðsins virðist hafa fallið stóð áður olíu- tankur, sem olíufélagið Skeljungur átti, en hann var færður eftir að snjóflóð féll norðan megin í fírðinum fyrir tveimur árum fyrir ofan loðnu- bræðslu ísbjamarins og á olíutank sem olíufélagið OLÍS átti. Leiðslur fóru f sundur og talsvert af olíu fór í sjóinn. Þá ákvað Almannavama- nefiid eftir úttekt frá Siglingamála- stofnun ríkisins að láta færa báða þessa tanka. Víst má telja að olíut- ankur Skeljungs hefði orðið fyrir flóðinu, hefði hann ekki verið færður. Strax og lögreglunni var tilkynnt um snjóflóðið var Almannavama- nefnd kölluð á fund þar sem ákveðið var að loka veginum báðum megin fjarðarins og hætta vinnslu hjá Sfldarverksmiðjum ríkisins. Fólkið sem var á vakt var sent heim. Fyrir utan Sfldarverksmiðrjumar eru stað- sett nokkur fyrirtæki, Norðursíld, Strandasfld, Strandalax og söltunar- hús Fiskvinnslunnar. Haft var sam- band við forsvarmenn þessara fyrir- tækja og þeim greint frá því hættu- ástandi sem ríkti. Einnig var haft samband við íbúa þriggja húsa, svo- kallaðra Fjarðarhúsa, þeim greint frá snjóflóðahættunni og þeir beðnir að yfirgefa húsin. Fyrr um kvöldin höfðu íbúar í húsi, sem er norðan megin í firðinum á snjóflóðasvæði, yfirgefíð hús sitt í samráði við Sig- urð Helgason, bæjarfógeta og for- mann Almannavamanefndar. Fyrir- tækin sem eru norðan megin í firðin- um eru Hafsíld, áður ísbjöminn, og Reyksíld hf. Almannavamanefnd hafði einnig samband við forsvarsm- nenn þeirra og fór þess á leit að fyrirtækjunum yrði lokað. Ekki hefur verið talið hættandi á að fara upp í fjallið til að kanna snjódýpt. Björgunarsveitin fór sjó- leiðina í gær út með firðinum, en lítið sást til fjalla vegna slæms skyggnis. Gefa þarf löxum í kvíum Strandalax hf. dagléga og var farið sjóleiðis til þess þar sem ekki þótti þorandi að fara landleiðina. Veðrið skánaði seinnipartinn í gær, en versnaði aftur í gærkveldi. Mikill snjór er í fjöllum. í vetur hef- ur Björgunarsveitin framkvæmt reglulegar snjómælingar í fjöllunum fyrir Almannavamanefnd og er þetta fyrsti veturinn sem það er gert reglu- lega. í sumar er ráðgert að setja niður stikur á ákveðnum stöðum í fjallinu, þannig að stöðugt sé hægt að fylgjast með snjódýptinni. Garðar Rúnar N eskaupstaður: Fólk hafði andvara á sér vegna snjóf lóða Neskaupstað. Á fimmtudagskvöld gekk hér ( mikið norðaustan hríðarveður og setti niður talsverðan snjó. Menn höfðu andvara á sér alla nóttina vegna siýóflóðahættu og fylgdust með og klukkan tlu i gærmorgun var Almannavamanefnd Nes- kaupstaðar kölluð saman til fund- ar. Þar var ákveðið að senda menn i fjalUð ofan við bæinn til að kanna hvort skapast hefði snjóflóða- hætta. Það var mat manna að svo væri ekki. Að sögn þeirra sem í fjallið fóru er mikið meiri snór niðri í bæ heldur en í fjallinu og virtist þeim að hvass- viðrið hefði rifið snjóinn þaðan og kæft hann niður á láglendið. Nefndin mun áfram fylgjast með ástandinu og í gærkvöldi var gert ráð fyrir að menn færu aftur í fjallið að mæla snjóalög. Talsverð ófærð er í bænum, en þó eru allar aðalgötur opnar. Veðrið hefur nú að mestu gengið niður, en þó er tölverð ofankoma af og til. Ágúst Versta veður vetr- arins á Húsavík Húsavík. STÓRHRÍÐ brast á hér á miðviku- dag og hélst svipað veður í gær, þó heldur batnandi. í dag er hér norðanátt og gengur á með éljum. Flugleiðir urðu að fella niður flug til Húsavíkur á miðvikudag og fimmtudag, en í dag hafa verið fam- ar þijár flugferðir og sú fjórða er áformuð í kvöld. Með fyrstu vélinni voru farþegar til.og frá Húsavík, en tvær hinar síðari fluttu farþega til Akureyrar, en flugvöllurinn þar var lokaður vegna snjókomu. Farþegam- ir voru fluttir með rútum til og frá Akureyri og gengu þeir flutningar vel, þó mikill renningur væri á Víkur- skarði, en Vegagerðin opnaði leiðina í morgun og hefur haldið henni op- inni í dag. Á milli flugvallanna á Húsavík og Akureyri er aðeins um klukkustund- ar akstur við venjulegar aðstæður en eitthvað tóku ferðimar í gær lengri tíma, þó ekki mikið. Sett hefur niður nokkuð mikinn snjó síðustu dagana og þetta mun vera versta veðrið á vetrinum, þó komið sé fram á sumarmál. Spáð er áframhaldandi norðanátt og éljagangi. Fréttaritari i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.