Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 23 kjamorkuverinu er hraða klofnun- arinnar (vonandi) nákvæmlega stjómað, en í sprengjunni fer hann upp úr öllu valdi. Líkt og í sprengjunni kljúfa aðvíf- andi nifteindir kjamann. Lykilatriði hvað varðar hraða klofnunarinnar er 2) nifteindahemillinn og 3) stýri- stengur. Lykillinn að skilningi hans er eftir- farandi mynd (mynd 1) og sú stað- reynd að hægfara nifteindir eru miklu líklegri til þess að kljúfa kjama en hraðfara nifteindir, sem koma .beint frá klofnum kjama. Hægfara merkir að nifteindin fari með nokkumveginn sama hraða og aðrar eindir í umhverfmu hafa vegna varmahreyfínga. Hraðfara nifteind sem kemur frá klofnun kjama þarf að hægja á sér til að eiga tök á að kljúfa annan kjama. Hlutverk nifteindahemilsins er að hægja á þeim. Til þessa er venju- lega notað grafít (kolefni). Þannig er kjamakljúfurinn venjulega grafítblokk með götum (sjá. mynd 2), þar sem eldsneytínu er stungið inn, og hraða brennslunnar er stjómað með að draga eldsneytis- stengumar út og inn. Þéttleiki nift- einda í kjamakljúfnum skiptir miklu máli. Því em auk þessa svonefndar stýristengur úr eftii sem er gjarnt á að gleypa nifteindir (kadmíum) án þess að kjami þess kloftii. 4) Geislahlíf Kjamar sem myndast úr klofnuðu kjömunum er óstöðugir að því leyti, að þeir senda frá sér geislun við nýjar umbreytingar. Geislahlífum er ætlað að loka þessa geislun inni. Hæfni efna til að draga úr geislun fer fyrst og fremst eftir þéttleika þeirra (eðlismassa). Því er notað til þessa blý, en utar stál, og loks (vanalega) hjálmur úr steinsteypu utan yfír. 5) Kæliefnið flytur varmann sem myndast við kjamaklofnunina. í það er notað venjulegt vatn, þungt vatn, fljót- andi málmar eða lofttegundir. Til að loka geislavirknina inn.i, er varm- inn leiddur burt úr kæliefninu með varmaskipti yfír í annað efni (vatn) sem fer í gufuformi um hverfla, sem snúa rafölum. Þessi rás er enn lok- uð, en gefur frá sér varma við þétt- ingu gufunnar, og er sá varmi leidd- ur burt með vatni, sem rennur þá upphitað út í náttúmna. Það frá- rennsli jafnast í meðalstóru kjam- orkuveri á við allstóra íslenska á. Heildarmynd, sem sýnir meginþætti kjamorkuversins verður eins og á myrtd 3. Næsta grein: Hvað gerð- ist í Tsjemobyl? fekreM íTTiffil Umsjónarmaður Gísli Jónsson Slyngur er spói að semja söng, syngur lóa heims um hring, kringum flóa góms um göng glingrar kjóa hljóðstilling. (Duggu-Eyvindur Jónsson; 1678?—1746.) Spói merkir víst „sá sem flýg- ur eða hleypur hratt, hraðfari", germ. *spówan = fara hratt. Svipuð orð eru höfð um þennan fugl í mörgum skyldum málum, svo sem fær. spógvi og í hjalt- lensku spui. Hér má bæta við þýsku sich sputen = flýta sér, holl. spoed = hraði og ensku speed i sömu merkingu. Ýmis orð þessu skyld tákna einnig að þrífast vel, heppnast, stækka, tútna út og þvílíkt. Þar til telst okkar orð spik, lat. spatium = rúm, „útþensla í tíma og rúmi“, e. space = rúm, geimur o.s.frv. Líklega má tengja við þetta lat. spes = von. Þær systur hétu spes, fídes og caritas. Það er hjá okkur von, trú og kærleikur. Að minnsta kosti tvö þessara latnesku orða hafa verið gerð að skímarheitum kvenna á ís- landi, Fídes og Kárítas, og loka- hluti Grettis sögu er nefndur Spesarþáttur, en þar segir einkum af sambandi Þorsteins drómundar, bróður Grettis, og frúarinnar Spesar í Miklagarði. Þau unnust fyrst í meinum, átt- ust síðan í hjónabandi og settust að lokum í helga steina, sinn steininn hvort. Spói er stundum nefndur lengri nöfnum: vellispói eða velluspói. Kemur þar til klak hans eða söngur gagnmerkur. Sagt er að spóinn velli, og eru til af því ýmis tilbrigði. Viðkunn- anlegra þykir umsjónarmanni að beygja sögnina sterkt og segja: spóinn vellur og vall, fremur en vellir og velldi. í lýs- ingarhætti þátíðar má að vísu segja, að í nokkrar ógöngur rat- ist: spóinn hefur ollið, en ekki verður við öllu séð. Orðið spói kemur sjaldan fyr- ir í gömlum bókum, en þó hefur mönnum þótt vissara að setja eftirfarandi lagastaf á bók (Grágás): „Rétt er manni at veiða í ann- ars manns landi... smyrla ok lær og spóa ok alla smá fugla,“ og er þá komið að næsta fugli í vísu Eyvindar duggusmiðs á Karlsá. Það er blessuð lóan sem í Grágás hefur hina skemmtilegu fleirtölu lær, enda hét hún þá bara ló (sbr. fló, flær). Mjög vandast málið, þegar skýra á fuglsheitið ló sem nú er orðið lóa. Reyndar setja menn stundum framan við eitthvað í áttina við hey eða heiði, enda heitir fuglinn heile (hjeile) á dönsku. En höldum okkur í bili við stystu myndina ló. Á því eru svo sem ýmsar skýringar. Mér lfst ekki vel á að reyna að tengja það við lalla, lull og loll (sem allt táknar einhvem hægagang) né heldur að klessa ló(u)nni und- ir ljós. Mér fínnst tækilegast að hafa sömu skýringuna og á lómi, það er að bæði orðin gefí til kynna hljóð, söng, hávaða. Þetta væri þá í hljóðskiptasam- bandi við gamla rót (la-) sem merkti að æpa, sbr. lat. larus = máfur og latratus = glet, gá. Og þá er það þriðji fuglinn í vísunni, kjói. Nafn hans er líka lengt oft og tíðum, og heitir hann þá vælukjói eða veitu- kjói, enda veit væl hans á rign- ingu. Sjálft orðið kjói merkir „sá sem vælir, skrækir, hefur hátt". Þetta er skylt danska orðinu köter = hundur, durtur, e. caw = krunk og chough = „hröfn- ungur", sbr. ennfremur í okk&r máli sögnina að kýta(st) = þræta, þrátta, kýtinn = þrætu- gjam og kýtingur = þræta, orðasenna. Mér datt í hug áðan að spói væri kannski skylt spörr, en það fær ekki stoð af lærðum bókum. Spörr hefur nú misst síðara r-ið. Það beygðist áður: spörr, um spör, frá spörvi til spörs, flt. var spörvar, spörva, spörum (af því að v féll brott á undan kringdu sérhljóði) og spörva. Bækurnar greina að spör sé skylt sögninni að sperra og öllu þvi, enda kvað skáldið: „þenur bijóst og sperrir stél“ um lítinn fugl á laufgum meiði. Ætli það sé ekki óhætt að láta, eftir öll 432. þáttur þessi ár, fiakka gamla glensvísu eftir Hannes Hafstein. Þá kváð- ust vinir á undir sérkennilegum bragarhætti: Getur ekkert gert vel, gengur þó með sperrt stél Bertel. ☆ Ekki var það fyrr en á 19. öld, að karlmannsnöfn hér á landi voru samsett með forliðn- um Sigur. Frá ómunatíð hafði hins vegar tíðkast að setja sam- an með forliðnum Sig, svo sem Sig-fús, Sig-hvatur, Sig-mund- ur, Sig-tryggur og Sig-urður. Enn vom karlmannsnöfn með Sigur-óþekkt 1801, en fljótlega eftir aldamótin varð breyting á. Var þá Sigur- sett framan á eins eða tveggja atkvæða nöfn sem áður vom kunn. Þessi ný- breytni virðist eiga uþptök sín í Þingeyjarsýslu og hefjast með samsetningunum Sigurgeir og Siguijón. í allsheijarmanntal- inu 1845 heita 28 íslendingar Sigurgeir, hinn elsti 26 ára, Sigurgeir Jónsson í Reykjahlíð við Mývatn. Af þessum 28 Sigur- geirum vom 18 Þingeyingar. í sama manntali vom 26 Sig- uijónar á öllu landi, af þeim 22 Þingeyingar. Aðeins tveir þeirra vom tvítugir eða meir, báðir þingeyskir. Hinn eldri var 28 ára, Siguijón Magnússon á Stóm-Reykjum í Reylq'ahverfí, sá yngri 21 árs, Siguijón Jóns- son á Amarvatni í Skútustaða- hreppi. Fimm Siguijónar vom Eyfirðingar, hinn elsti 11 ára, og einn var úr Múlasýslu, 9 ára. í manntalinu 1845 komu fyrir fjórar aðrar samsetningar af Sigur, og hét einn maður hveiju nafni: Sigurdagur (2 ára), Sig- urfinnur (22 ára), Sigurgarð- ur (15 ára) og Sigurgrímur (21 árs). Enginn þeirra var Þingey- ingur og auk heldur ekki Norð- lendingur. Umsjónarmanni er ljóst að bamadauði var mikill á íslandi á 19. öld, en um sinn hefur hann fyrir satt að nöfnin Sigurjón og Sigurgeir séu þingeysk ný- breytni frá því laust fyrir 1820. HRUND Hárgreióslustofa áður Hjallabrekku, Kópavogi, hefurflutt starfsemi sína að Hólmgarði 2, Keflavík. opnað verður laugardaginn 16. apríl, sími 92-15677. VERIÐ VELKOMIN. Bjarnveig Guðmundsdóttir, hárgreiðslumeistari. Símar 35408 og 83033 UTHVERFI Ármúli o.fl. Síðumúli o.fl. Sæviðarsund, hærri tölur GRAFARVOGUR Logafold Hverafold
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.