Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 15 Fé til útflutningsbóta uppurið: Samdráttur í innanlands- neyslu kindakjöts aðalorsök - segir Guðmundur Sigþórsson skrifstofustjórilandbúnaðarráðuneytis MEGINORSÖK þess að það fé er uppurið, sem áætlað var til útfiutningsbóta á landbúnaðar- afurðum á þessu ári, er sú að innanlandsneysla á kindakjöti árið 1987 var mun minni en áætl- að var, m.a. vegna minni niður- greiðslna, og þar af leiðandi var mun meira kjöt flutt út. Einnig var sauðfé fækkað meira en áætlað var á síðasta ári og því jukust birgðir sem grynnkað var á með meiri útflutningi. Guð- mundur Sigþórsson skrifstofu- stjóri landbúnaðarráðuneytisins segir að verulegur hluti útflutn- ingsbótafjárveitingarinnar í ár hafi farið tíl greiðslu á tímabund- inni lántöku vegna þessa aukna útflutnings. í búvÖrusamningi ríkisins við bændur er gert ráð fyrir að bændur framleiði ákveðið magn afurða sem þá er með fullri verðábyrgð. Varð- andi sauðfjárafurðir er miðað við að stærsti hlutinn' seljist á innan- landsmarkaði, en það sem á vantar til að uppfylla samninginn er flutt út. Vegna lágs markaðsverðs er- lendis þarf ríkið að greiða bændum útflutningsbætur svo þeir fái sama skilaverð og ef þeir hefðu selt kjöt- ið innanlands. Guðmundur Sigþórsson sagði að á síðasta ári hefði markaðurinn orðið minni en spáð var, m.a. vegna tímabundinnar lækkunar á niður- greiðslum til kindakjötsins sem þýddi minni sölu innanlands. Því hefði þurft að flytja meira magn út en áætlað var. Þar að auki hefði bústofn verið skorinn niður sem aftur þýddi aukningu á kjöti sem þurfti að selja og leiddi af sér meiri útflutning til að koma í veg fyrir byrgðasöfnun. Alls voru flutt út um 4000 tonn af kindakjöti árið 1987 en í ár er gert ráð fyrir 1800 tonna útflumingi. Guðmundur sagði að þetta hefði haft þær afleiðingar að notað var mun meira fjármagn til útflutnings- bóta en áætlað var og verulegur hluti fjárveitingarinnar til útflutn- ingsbóta í ár hefði farið til upp- greiðslu á tímabundinni lántöku vegna aukinna útflutningsbóta síðasta árs. En ekki hefði verið hægt að ná því markmiði sem sett var, að draga verulega út fram- leiðslu sauðfjárafurða, öðruvísi en það kjöt sem er í bústofninum kæmi inn á markað. Verið væri að draga úr birgðahaldi með útflutningi og koma þessari framleiðslu í eðlilegt horf fyrr en gert var ráð fyrir, og það krefðist tímabundinnar fjár- mögnunar, með beinum grelðslum úr ríkissjóði eða lántökum. Guðmundur sagði að samdráttur í sauðfjárræktinni hefði orðið geysi- legur undanfarið og 14000 tonna árframleiðsla væri nú komin niður í u.þ.b. 11000 tonn. MasöluHadá hnvrjtun degi’. Leikurinn er óbreyttur, en nú eru 10 raðir á sama miðanum til hagræðingar fyrir alla Lottóleikendur Eftir sem áður er þér í sjálfsvald sett hve margar raðir þú notar hverju sinni. / Hærri vinningar! / Með leiðréttingu í samræmi viö / verðlagsþróun munu vinningar / hækka að meðaltali um 20% og er / það fyrsta verðbreyting frá því Lottóið hóf göngu sína í nóvember 1986. Hver leikröð kostar nú 30 krónur! Nældu þér í nýjan miða á næsta sölustað!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.