Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 Forkosningar demókrata í New York á þriðjudag: Tekst Michael Dukakis að tryggja útnefningu sína? Kosningarnar einnig taldar vera einvígi blökkumanna og gyðinga Róstur í Panama Reuter Undanfarna daga hefur mikil spenna verið í Panama, bæði vegna innri ólgu og vegna fjölgunar bandariskra hermanna í herstöðv- um Bandaríkjahers I landinu. Á þriðjudagskvöld réðist hópur manna á eina herstöðina, en bandarískir landgönguliðar skutu á móti. Enginn féll í skæru þessari. Á myndinni að ofan má sjá múg manna fara inn í eina helstu stórverslun Panamaborgar og láta greipar sópa. Efnahagsástand Panama fer nú sífellt versn- andi , en það má rekja til viðskiptaþvingana Bandaríkjastjómar, sem vill knýja Noriega hershöfðingja til þess að láta af völdum í Mið-Amerfkurfkinu. Er skortur á ýmsum neysluvamingi orðinn alvarlegur af þessum sökum. New York. Reuter. MICHAEL Dukakis, rikissijóri í Massachusetts, hefur umtalsvert forskot á keppinauta sína f for- kosningum Demókrataflokksins, sem fram fara í New York á þriðjudag. Kemur það fram f þremur skoðanakönnunum, sem birtar vom f fyrradag. Margt bendir til, að í kosningunum f New York komi til nokkurs kon- ar uppgjörs milli blökkumanna og gyðinga en þeir sfðamefndu hafa illan bifur á Jesse Jackson. í skoðanakönnununum fékk Dukakis 45-49% atkvæða, Jackson 28-34% og Albert Gore 6-8%. Duk- akis má heita nokkuð öruggur með að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins vinni hann góðan sigur í New York en þrátt fyrir lítið fylgi lætur Gore engan bilbug á sér fínna. í fyrradag hljóp dálftið á snærið hjá honum þegar Ekiward Koch, borgarstjóri í New 0 iðnaðarbankinn TILHLUTHáFA WMÐARBANKAMS Á aðalfundi Iðnaðarbanka íslands hf., sem haldinn var 25. mars 1988, var samþykkt að auka hlutafé bankans um 40 miiljónir króna með útgáfu nýna hlutabréfa. í samræmi við þá ákvörðun hefur bankaráðið ákveðið eftirfarandi: INúverandi hluthafar hafa forkaupsrétt til aukningar í hlutfalli ■ við hlutafjáreign sína til 31. maí n.k. 2Sölugengi hlutabréfanna verður 150, þ.e. 1,5 falt nafnverð m.v. ■ 1. apríl 1988. Frá 1. apríl og tilloka forkaupsréttartímans breytist 3. sölugengið daglega í samræmi við almenna skuldabréfavexti bankans. Skrái hluthafar sig ekki fyiir allri hlutafjáraukningunni hafa aðrir hluthafar ekki aukinn rétt til áskriftar. Bankaráð mun selja það sem eftir kann að standa af aukningunni á almennum markaði síðar á árinu. 4Hlutabréfunum fylgir óskertur réttur til jöfnunarhlutabréfa og a réttur til hlutfallslegs arðs frá 1. apríl 1987 í samræmi við ákvarðaniraðalfundar 1989. ' ../SRHHI Nánari upplýsingar veita Guðrún Tómasdóttir og Stefán Hjaltested, Lækjargötu 12,2. hæð í síma 691800. Reykjavík, 15. apríl 1988 Bankaráð Iðnaðarbanka íslands hf. York, lýsti yfir stuðningi við hann og sagði, að ísraelsríki ætti góðan að þar sem hann væri. Sjálfur er Koch gyðingur. Sakaði Dukakis um reynsluleysi í umræðuþætti í sjónvarpi með frambjóðendunum þremur snerist Gore hart gegn Dukakis og skamm- aði hann fyrir að hafa sagt í blaða- viðtali, að sem forseti væri hann tilbúinn til að verða fyrri til að beita kjamorkuvopnum ef þörf krefði. Voru ummæli Dukakis nánar tiltek- ið þau, að réðust Sovétmenn á Vest- ur-Evrópu væri rétt að beita kjam- orkuvopnum gegn þeim dygði hefð- bundni heraflinn ekki til. Væri það stefna Bandaríkjanna og Atlants- hafsbandalagsins. Sagði Gore, að svona yfirlýsing bæri vott um reynsluleysi, með henni væri verið að leggja spilin á borðið fyrir Sovétmenn. Nú var Dukakis nóg boðið og svaraði fyrir sig fullum hálsi: Af Khalid afturgengnum Dukakis: „Al, þegar talið berst að reynsluleysi vildi ég ekki vera í þínum sporum. í síðustu viku varstu á fundi með forsetaráði helstu gyð- ingasamtakanna og harmaðir mjög, að Khalid, konungur Saudi-Arabíu, skyldi ekki hafa viljað styðja frið- aráætlun Shultz. Þá værir þú nú vænn ef þú gætir fært okkur Khalid aftur þvi að hann dó árið 1982." Gore: „Við emm hér að ræða um kjamorkuvopn." Dukakis: „... já, banameinið var hjartaslag.“ Gore: „Við erum hér að ræða um kjamorkuvopn." Dukakis: „Hann hefur ekki verið á meðal vor í sex ár nema þú sjáir það, sem öðrum er hulið. Eg styð stefnu Bandaríkjanna og Atlants- hafsbandalagsins í kjamorkuvopna- málum og þú veist fullvel hver hún er.“ Hefur Jackson verið fyrirgefið? Ekki mæddi mikið á Jackson í þessari orrahríð. Var hann einu sinni minntur á, að 1984 hefði hann kallað New York „Hymietown" — „hymie" er skammaryrði um gyð- inga — en hann kvaðst bara vona, að fólk hefði fyrirgefið sér. Talið er, að forkosningamar í New York geti snúist upp í eins konar viðureign milli gyðinga og blökkumanna. Gyðingar í ríkinu eru stór og öflugur kjósendahópur og þeir líta margir á Jackson sem Qandmann Ísraelsríkis og erindreka Palestínumanna. Hvorir um sig, blökkumenn og gyðingar, em fjórð- ungur kjósenda í New York en William Safire, dálkahöfundur á New York Times spáir því, að blökkumenn muni að sínu leyti fara með sigur af hólmi í þessum slag. Það sé vegna þess, að blökkumenn muni kjósa Jackson allir sem einn en gyðingar séu sundraðir. Aítenpogfcen Prestamir tveir, Berre Knudsen og Ludvig Nessa, sem nú hafa báð- ir verið sviptir kjóli og kalli vegna mótmælaaðgerðanna gegn fóstu- reyðingum. Noregur: Tveir prestarliamast að f óstureyðingum Hafa báðir verið sviptir kjóli og kalli Ósló, frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. TVEIR norskir prestar hafa að undanförnu vakið athygli fyrir mótmælaaðgerðir gegn fóstur- eyðingarlögunum sem gengu i gildi í Noregi fyrir 13 árum. Hafa þeir báðir verið sviptir Igól og kalli vegna aðferðanna sem þeir hafa beitt við mótmæli sín. Nýjustu aðgerðir prestanna tveggja til að fá norska Stórþingið til að endurskoða fóstureyðingar- löggjöfina fólust í bréfasendingum til Olafs konungs, ríkisstjómar Nor- egs og Jo Benkow, forseta Stór- þingsins. Bréfaskriftimar væru ekki í frásögur færandi ef ekki hefði fylgt bréfunum litlar brúður sem flutu í tómatsósu í plastpokum. Jo Benkow brást harkalega við þessari ógeðfelldu sendingu og hef- ur Stórþingið ákveðið að annar prestanna, Ludvig Nessa, víki úr embætti sóknarprests í Borge-sókn í 0stfold. Félagi hans, Borre Knuds- en, hefur fyrir nokkm verið látinn víkja úr embætti í Balsfjord-sókn í Finnmörku. Prestamir hafa um nokkra hríð valdið usla og hefur lögregla nokkr- um sinnum þurft að fjarlægja þá frá sjúkrahúsum. Þar hafa þeir far- ið inn á kvennadeildir þar sem liggja konur sem gengist hafa undir fóstu- reyðingaraðgerðir, sungið sálma og gert hróp að konunum. í predikun- um sínum hafa þeir líkt fóstureyð- ingum við gyðingarofsóknir nasista í Þýskalandi í seinni heimsstyijöld- inni. „Á meðan böm em myrt á þennan hátt í Noregi munum við mótmæla," er haft eftir prestunum tveimur í norsku dagblaði. Prestamir tveir hafa ekki vakið samúð fólks og í nýlegri skoðana- könnun sem gerð var í Noregi kom fram að um 80% þeirra sem þátt tóku í könnuninni em á móti að- gerðum þeirra. Nokkrir biskupar í Noregi hafa lýst yfir að þeir séu algjörlega á móti þessum aðgerð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.