Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 47 GWst/ári 5000 4000 3000 2000 1000 1935 1945 1955 1965 1975 1985 MYND 2. RAFMAGNSFRAMLEIÐSLA 1935-1987 Þús.tonn 500- 400- 300 • 200- OLÍUSPARNAÐUR VEGNA RAFHITUNAR INNFLUTT GASOLÍA OG BRENNSLUOLÍA 100- Matthea Jónsdóttir Matthea Jóns- dóttir sýnir í FÍM-salnum MATTHEA Jónsdóttir opnar í dag, laugardag, kl. 14 tíundu einkasýningu sína „Vorvinda“ í FÍM-salnum, Garðastrœti 6. Matthea stundaði nám í Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1954—56 og Myndlistarskólanum 1960—61. Matthea hefur tekið þatt í Qölmörgum samsýningum heima og yrlendis. Á sýningunni eru 45 verk, olíu- og vatnslitamyndir, unnar á sl. 3 árum og eru öll verkin til sölu. Sýn- ing Mattheu er opin virka daga kl. 16—19 og 14—19 um helgar, en henni lýkur sunnudaginn 1. maí. 30. apríl nk. verður opnuð sýning á verkum Mattheu í Gallerí Sal- ammbo í París, sem er skipulögð á vegum gallerísins. (Fréttatilkynning) \v DAGVIST BARNA. HEIMAHVERFI Holtaborg — Sólheimum 21 Vantar fóstru og starfsstúlku allan daginn nú þegar. Upplýsingar gefur forstöðumaðúr í síma 31440. MIÐBÆR Grænaborg — Eiríksgötu 2 Fóstrur og starfsfólk vantar nú þegar eða frá 1. maí næstkomandi. Upplýsingar gefur forstöðumaður í símum 14470 og 681362. VESTERBÆR Grandaborg — Boðagranda 9 Vantar fóstru og annað starfsfólk nú þegar. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 621855. 0J MYND 5. ÁHRIF RAFHITUNAR Á OLÍUNOTKUN ÍSLENDINGA 1986 fjarða en á höfuðborgarsvæðinu. (Mynd 3.) Nýting innlendra orkugjafa Innlendir orkugjafar, vatnsafl og jarðhiti, hafa átt veigamikinn þátt í þeim stórstígu framförum, sem orðið hafa hér á landi á síðastliðn- um 50 árum og lagt hafa grunninn að aukinni velmegun og hagsæld. Er raforkunotkun íslendinga á íbúa nú orðin sú önnur hæsta í heimi eða um 16.800 kWst á mann á ári, næst á eftir Noregi. (Mynd 4.) Árið 1937 var aðeins um 10% af orkuþörfinni fullnægt með inn- lendum orkugjöfum, en þar af var vatnsafl um 5%. Árið 1986 er hlut- ur innlendra orkugjafa 71%, er skiptist í 43% raforku og 28% jarð- hita til húshitunar. Árið 1986 nam rafhitun um 500 GWst, er samsvar- ar 90 þúsund tonnum af olíu eða um einum fjórða af olíunotkun landsmanna það ár. (Mynd 5.) Orkufrekur iðnaður Fyrstu hugmyndir um beislun vatnsorkunnar til uppbyggingar stóriðju má relqa til hugmynda Einars skálds Benediktssonar á fyrstu áratugum aldarinnar, en hann lét gera stórhuga áætlanir um byggingu virkjana og iðjuvera. Orkufrekur iðnaður hóf þó fyrst innreið sína er Áburðarverksmiðja ríkisins í Gufunesi tók til starfa árið 1954, en rafmagnssala til hennar varð möguleg eftir að íra- fossstöð var tekin í notkun 1953. Þegar Landsvirkjun var stofnuð árið 1965 var markmiðið fyrst og fremst virkjun Þjórsár við Búrfell til að sjá fyrir orkuþörf Suðvestur- lands og hins nýja álvers ÍSAL í Straumsvík. Vegna orkusölusamn- ingsins við ÍSAL var hægt að ráð- ast í stórvirkjun, sem almenningur naut jafnframt góðs af í hag- kvæmara orkuverði. Árið 1979 tók Jámblendiverk- smiðjan á Grundartanga til starfa í kjölfar Sigöldustöðvar, er tekin var í notkun 1977. Umhverfismál Virkjun vatnsafls er tvímæla- laust sú aðferð til raforkufram- leiðslu sem veldur minnstri mengun umhverfis. Umhverfísáhrif eru þó alltaf einhver eins og frá öllum mannvirkjum. Vatnsorkan nýtist ekki á hag- kvæman hátt nema með gerð uppi- stöðulóna vegna þess að rennsli er misjafnt eftir árstíðum og úrkomu og er það yfirleitt minnst hér á landi, þegar þörfin er mest. Land- þörf virkjana er misjöfn og fer hún eftir aðstæðum á virkjunarstað og miðlunarmöguleikum Framtíðarhorfur ísland hefur yfir að ráða miklu vatnsafli, sem er ótæmandi og hrein orkulind. Erum við þar mun betur sett en flestar okkar ná- grannaþjóðir, er verða að byggja raforkuframleiðslu á kolum, olíu eða kjamorku. ísland og Kanada eru einu löndin í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku, sem enn hafa aögang að ódýru vatnsafli. Jarðvarma háhitasvæðanna má einnig nota til raforkuframleiðslu, en slíkt er sérstaklega hagkvæmt þegar saman fer varmavinnsla til húshitunar og raforkuframleiðsla. Að teknu tilliti til hagkvæmnis- og umhverfissjónarmiða gæti raf- orkuframleiðsla numið um 30 TWst/ári úr vatnsafli, en um 20 TSst/ári úr jarðvarma eða alls 50 TWst/ári. í dag hefur aðeins verið nýtt um 13% af vatnsaflinu en inn- an við 8% af heildinni. Miðað við óbreytta stóriðjunotkun og gildandi orkuspá verða árið 2015 aðeins nýtt um 11% af nýtanlegri orku til raforkuframleiðslu. Það eru því fjölbreyttir mögu- leikar á að nýta þessa auðlind og efla þar með almennan og orkuf- rekan iðnað og hugsanlega flytja út orku eftir sæstreng. (Frá Landsvirkjun) - SIGLINGAR ERU NAUÐSYN Kynningardagur týrimannaskólans í Reykjavík laugardaginn 16. apríl kl. 14.00-18.00 Skólinn verður opinn almenningi. Nemendur sýna nýjustu siglinga- og fiskleitartæki. Fjölmörg fyrirtæki sýna hið nýjasta á sviði siglinga og fiskveiða. Göte Sundberg, forstöðumaður sjóminjasafnsins á Álandseyjum afhendir Sjómannaskólanum málverk til varðveislu. Þyrla Landhelgisgæslunnar verður á staðnum. Slysavarnafélag Islands sýnir björgunartæki. Kvenfélagið HRÖNN sér um veitingar. Allir vel komair StýrimannaskóUnn í Reykjavík, skólastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.