Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 33 rtll >ókna arstöðinni. Seiðin eru of dýr Valdimar Gunnarsson sagði góðar aðstæður vera til hafbeitar hér á landi, þar sem laxveiðar í sjó eru bannaðar. Hins vegar væru aðrir þættir ráðandi um hagkvæmni haf- beitarinnar. Fyrst og fremst mark- aðsverð á laxi, seiðaverð og endur- heimtur. Ekki eru til öruggir út- reikningar um seiðaverð hér á landi, en Valdimar áætlaði meðalfram- leiðslukostnað gönguseiða 55 krónur á stykkið. Miðað við markaðsverð 200 kr/kg fyrir laxinn, þarf endur- heimtuhlutfall hafbeitarstöðva að vera 12 - 13 %. Hann gerði ráð fyr- ir að seiðaverð geti farið niður í 35 krónur hjá vel reknum stöðvum, þá þarf endurheimtuhlutfallið að vera 9% til þess að standa undir seiða- verðinu. í báðum dæmunum er end- urheimtuhlutfallið hærra en núver- andi meðaltal fyrir íslenskar haf- beitarstöðvar. Endurheimtur þurfa því að hækka um 3 - 6% ef miðað er við áætlaðan meðalframleiðslu- kostnað íslenskra seiðaeldisstöðva. Valdimar sagði ástæðuna fyrir þessu háa seiðaverði fyrst og fremst vera of dýrar seiðaeldisstöðvar. Fjársvelti Gera má ráð fyrir að útflutningur gönguseiða stöðvist fljótlega, þar sem stefna þeirra landa sem keypt hafa er, að banna allan innflutning seiðanna. Framleiðslugeta seiðaeld- isstöðvanna hér er áætluð 15-20 milljónir seiða á ári. Valdimar sagði mjög litlu íjármagni varið til físk- eldis hér á landi. Ef 10 mílljónir gönguseiða færu í áframeldi, þarf átta milljarða króna til að fjármagna það dæmi. Ef sama magn færi í hafbeit þarf vel innan við einn millj- arð í framkvæmdir, „það er alla vega átta sinnum minna fjármagn sem þarf í hafbeit," sagði hann. Þessar tölur segja einungis hve mik- ið fjármagn þarf í þetta, þær segja ekkert um arðsemina. Valdimar sagði mega búast við því að megnið af seiðunum fari í hafbeit. „Þar sem við höfum mjög lítið fjármagn til fískeldis, áframeldis, þá má eigin- lega reikna með því að megnið af seiðunum fari í hafbeit. Nema ein- hverjar stórkostlegar breytingar komi til,“ sagði hann. Úr þessum tíu milljónum seiða geta komið 20 þús- und tonn af laxi í áframeldi, að verð- mæti um fimm milljarðar króna ár- lega, miðað við núverandi markaðs- aðstæður. Valdimar benti á, að tími sé nú kominn til að menn setjist niður og geri sér grein fyrir stöðu fiskeldis og hafbeitar hér á landi, hvert stefnir og hver óskum við að þróunin verði á næstu árum. Hann lagði til eftir- farandi aðgerðir: Auka rannsóknir, einkum í sjó, til að hækka endur- heimtuhlutfall, aðgerðir þarf til að lækka framleiðslukostnað göngu- seiða og auka þarf fræðslu og miðl- un, sem þegar væri byrjað á með þessari ráðstefnu. Vantar rekstrarlán „Það er takmarkað fjármagn sem er að drepa alla,“ sagði Valdimar Gunnarsson í samtali við Morgun- blaðið. „Boltanum hefur alltaf verið velt á undan þannig að skellurinn verður stærri eftir því sem við bíðum lengur með að leysa vandann. Það eru: rekstrarlán sem fískeldisstöðv- amar vantar. Þar er flöskuhálsinn. Það vantar aðallega rekstrarlán í matfískeldið, vantar peninga til þess að halda áfram. Það virðist enginn í þessu okkar ágæta ríkiskerfi hafa áhuga á því að koma því í gegn. Það voru engar fyrirspumir á Al- þingi um fískeldi eftir því sem ég best veit. Samkvæmt lögum á land- búnaðarráðuneytið að vera með þetta, en forsætisráðuneytið skipaði nefnd, fískeldisnefnd, til þess að koma með tillögur um fiskeldi og hún er ennþá með þetta, hún er raunverulega óvirk. Það gerist ekki neitt. Það vill enginn taka á málun- um. Þessi ráðstefna sýnir að þörf er á auknum rannsóknum í sjó. Það kom sérstaklega fram hvað við vitum lítið um hegðun laxins í sjó, fæðuval og fleira. Stóru vandamálin eru skortur á fjármagni til rannsókna og rekstrar. Það þarf að gera úttekt á því, hvemig hægt er að lækka seiðakostnað og auka rannsóknir til þess að hækka endurheimtuhlutfall. Þetta verður að gera til þess að hafbeit geti orðið ábatasöm. Það em nokkrar stöðvar sem skila arði, en að jafnaði em þær í erfiðleikum," sagði Valdimar Gunnarsson. iikning agða það þarf að selja líka og þá mætum við helstu samkeppnisaðilum okkar á erlendum mörkuðum," sagði Friðr- ik Sigurðsson og greindi frá því hverju þar er að mæta. Fyrr var sagt frá framleiðslu Norðmanna. Þeirra eldisstöðvar em 757 talsins, sem hafa framleiðsluleyfi nú. Fram- leiðslugeta þeirra er nú þegar 100 til 110 þúsund tonn á ári. 660 seiða- eldisstöðvar em starfræktar þar og þær geta framleitt 205 milljónir gönguseiða. Þar af er gert ráð fyrir að 55 milljónum verði sleppt í sjó. Skotar áætla að framleiða liðlega 20.000 tonn í ár og 50.000 tonn á næsta ári. Þeirra sérstaða á mark- aði er, að þeir selja stóran hluta framleiðslunnar á innanlandsmark- aði, þ.e. í Stóra-Bretlandi. 113 fisk- ræktarfyrirtæki em starfrækt í Skotlandi. Þá senda Skotar um 10.000 tonn af villilaxi á markað árlega. Sá lax selst á hærra verði en skoskur eldislax og er munurinn allt að þrefaldur. Á írlandi hefur fiskeldi vaxið hröðum skrefum, þeir áætla 5.000 tonna framleiðslu á þessu ári, 7.500 tonn næsta árog allt að 15.000 tonn- um 1990. Þeirra helstu markaðir em Frakkland, Bretland og Bandaríkin. í Færeyjum vom framleidd 3.500 tonn 1987. Þeir framleiða mun stærri lax en flestir aðrir. Þeirra framleiðsla verður minni í ár, en gert er ráð fyrir að hún muni vaxa sem hjá öðmm á næstu ámm, upp í allt að 15.000 tonnum. Framleiðsla íslendinga á þessu ári er um 2% heimsframleiðslunnar og getur orðið um 3.000 tonn 1990. Það er innan við eitt prósent áf áætlaðri heimsframleiðslu. Af því leiðir að íslendingar em mjög smáir á markaðinum og þurfa að haga sölu og markaðssetningu í samræmi við það. Aristokratinn í haf inu Vilhjálmur Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Vogalax hf ræddi markaðsmál á ráðstefnunni. Hann lagði áherslu á gæðamál og arðsemi framleiðslunnar auk þess sem við Islendingar þurfum að starfa saman að markaðssetningu afurða laxeldis- stöðvanna. Hér er framleiddur lax af Atlantshafsstofni, sem Vilhjálmur sagði gæðameiri en Kyrrahafslax, sem er í miklum mæli á Ameríku- markaði og einnig í Evrópu. „Atl- antshaflaxinn er jú aristókrartinn í hafínu samanborið við aðrar laxa- tegundir. Ég fullyrði það að eftir- spum mun aukast samhliða auknu framboði í framtíðinni, það em fáir vöruflokkar í dag en munu verða fleiri í framtíðinni," sagði Vilhjálm- ur. Hann sagði að fram til þessa hefði laxinn einkum verið seldur óunninn, ferskur eða frosinn og lítið eitt af reyktum laxi. Með meiri vöm- þróun ýkist úrvalið. Vilhjálmur nefndi sem dæmi laxahamborgara og laxasteikur og lagði áherslu á meiri gæði framleiðslunnar. Hann sagði villilax, þar með talinn haf- beitarlax, verðmeiri vöm og eftir- sóttari en kvíalax og því bæri að leggja meiri áherslu á hafbeit. Hann sagði okkur líka standa á tímamót- um í sölumálum. Leggja verði áherslu á markvissa markaðssetn- ingu og að nýta fjölmargar söluleið- ir, allt frá milliliðalausum viðskiptum til hinna flóknustu. Vilhjálmur sagði höfuðnauðsyn vera á samstarfi framleiðenda í sölumálum. Hann vildi þó ekki tala fyrir einokunarsam- tökum, en sagði þörf fyrir samstarf og skipulagningu í sölumálunum til þess að tryggja hagsmuni okkar sem seljenda. Þegar hanskarnir voru dregnir upp úr, hafði leysiefnið gegnsýrt gúmmíið, þannig að það þandist út og hanskarnir stækkuðu um mörg númer. Sá danski stóð sig hins vegar með prýði. Það er Bjarni Bjarnason hjá Olíufélaginu hf., sem heldur á tólúnvættum gúmmí- hanska og öðrum óbleyttum til samanburðar. Hlífðarhanskar með nýja eiginleika komnir á markað: Þola saltsýru í fjóratíma DANSKIR vísindamenn hafa framleitt nýja tegund hlífðar- hanska, sem standa eiga eldri gerðum framar. Hanskinn, sem kallaður er 4Hf, var settur á markað í Evrópu og Banda- ríkjunum nú um áramótin að loknum sex ára stöðugum rann- sóknum og prófunum. Ole Evan, læknir og framkvæmdastjóri danska fyrirtækisins Safety 4, sem framleiðir hanskann, er nú í kynningarferð hér á landi á vegum hins íslenska innflytj- anda, Olíufélagsins hf. - Evan sagði að rannsóknir á húðexemi og ofnæmi af völdum kemískra efna, sem til dæmis væru nú notuð í síauknum mæli í iðnaði, hefðu leitt í ljós að þær gerðir hlífðarhanska, sem hefðu verið not- aðar, væru allsendis ófullnægjandi. Allar gerðir gúmmíhanska hleyptu í gegn um sig hinum kemísku efn- um, oft á nokkrum mínútum. í besta falli dygðu gúmmíhanskar í tuttugu og fimm mínútur gegn sterkum uppleysiefnum. Efnin settust síðan innan í hanskana, og væru þeir notaðir aftur, yrðu áhrifin á húðina nánast þau sömu og ef engir hansk- ar væru notaðir; hættuleg efni bærust inn í svitakirtla og þaðan inn í blóðrásina. Evan sagði þess mörg dæmi að stöðug snerting við hættuleg upp- leysiefni ylli því að menn fengju oftiæmi fyrir þeim. Efni á borð við epoxín, sem mikið er notað í iðn- aði, væru líka stundum krabba- meinsvaldandi. Evan nefndi dæmi af sænskri stúlku, sem vann með sterk leysiefni og lamaðist á hand- legg vegna þess að efnin komust í blóðið, þrátt fyrir að hún notaði hlífðarhanska. Þessar staðreyndir urðu til þess að Danski vinnuverndarsjóðurinn veitti efnafræðingnum Henning Risvig Henriksen styrk til þess að reyna að finna upp efni, sem þyldi áhrif kemískra efna lengur. Arið 1982 tókst Henriksen að framleiða efnið EVOH, sem síðan hefur verið rannsakað og prófað á allan hugs- anlegan hátt. 4H-hanskinn er gerð- ur úr pólýetýleni og EVOH, og þol- ir öll algengustu lífræn leysiefni, Morgunblaðið/BAR Ole Evan sýndi hvemig áhrif leysiefnið tólún, sem notað er í marga algenga þynna, fer með venjulega gúmmíhanska. Tveir gúmmíhanskar og einn 4H- hanski lágu í bleyti í efninu í tólf mínútur. jafnvel saltsýru, í að minnsta kosti fjórar klukkustundir, og dregur nafn sitt af því. Hanskamir eru ekkert sérlega traustvekjandi við fyrstu sýn, virð- ast þunnir og veiklulegir. Evan sagði hins vegar að við hönnun þeirra hefði geimöldin eiginlega hafíð innreið sína í framleiðslu hlífðarfata. Fram til þessa hefðu menn álitið að því þykkra, sem efn- ið væri, því betri vöm hlyti það að veita. Efnið í 4H-hanskanum er hins vegar aðeins 0,065 millimetra þykkt, samanborið við allt að milli- metraþykkt gúmmíhanskaefni. Það, hversu þunnir og þjálir hanskarnir em, gerir nánast öllum starfstéttum, sem þurfa á hlífðar- fatnaði að halda, kleift að nota þá að sögn Evans. „Bæði skurðlæknar sem vilja forðast ofnæmi, geta not- að þá, húsmæður, sem hafa ofnæmi fyrir þvottalegi, rafeindaiðnaðar- menn, málarar, tannlæknar og bif- vélavirkjar," sagði Evan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.