Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 16.04.1988, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 63 KÖRFUKNATTLEIKUR / ÚRSLITAKEPPNIN „Vorum hrein- lega ekki með í þessum leik“ - sagði Pálmar Sigurðsson nVIÐ vorum hreiniega ekki með í þessum leik, hittnin var ákaf- lega slök og viö náðum aðeins þremur sóknarfráksötum í fyrri hálfleik, en ég get lofað Njarðvíkingum að við verðum betri á sunnudaginn," sagði Pálmar Sigurðsson, þjálfari og ■eikmaður Hauka, eftir leikinn ■ Njarðvík ígærkvöldi. Njarðvfk- ingar hreinlega rúlluðu Hauk- unum upp og þeir hafa áreiðan- lega verið þeirri stundu fegn- astir þegar flautað vartil leiks- loka. Bjöm Blöndal skrifar frá Njarðvik ÞÞað var aðeins fyrstu mínú- tumar sem jafnræði var á með liðunum, en þá skyldu leiðir og Haukunum tókst ekki að skora í 6 mínútur á meðan Njarðvíkningar skorðu hveija körf- una á eftir annari og breyttu stöðunni úr 10:10 í 24:10. Þar með voru úrslit þessa leiks ráðin. Um tíma í síðari hálfleik voru Njarðvíkingar komnir með 29 stiga forskot og undir lokin gátu Þeir leyft sér að láta varaliðið taka við. „Þetta var góður leikur af okkar hálfu, við komum niður á jörðina eftir tapið gegn Val á dögunum og höfum leikið af krafti og öiyggi síðan,“ sagði Valur Ingimudarson þjálfari og leikmaður UMFN. Valur sagði ennfremur að hann ætti ekki von á öðru en að sigur ynnist í Hafnarfirði á sunnudaginn og ekki þyrfti að koma til þriðja leiksins. Valur Ingimundarson var bestur Njarðvíkinga og virtist hann geta skorað að vild, en góð breidd var hjá liðinu að þessu sinni. Lið Hauka var ákaflega slakt, Pálmar Sigurðs- son skástur en hitti samt óvenju iila. UMFN - Haukar 78 : 58 íþróttahúsið í Njarðvík, úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar f körfuknattieik, fostudaginn 15. apríl 1988. Gangur leiksins: 0:3, 5:6, 8:8, 10:10, 24:10, 24:17, 36:17, 38:23, 40:23, 45:29, 51:29, 55:35, 56:39, 68:39, 70:44, 70;54, 74:56, 78:58. Stíg UMFN: Valur Ingimundarson 25, Hreiðar Hreiðarsson 11, ísak Tómas- son 10, Teitur örlygsson 10, Helgi Rafnsson 9, Sturla örlygsson 8, Frið- rik Ragnarsson 4, Ámi Lárusson 1. Stíg Haukar: Pálmar Sigurðsson 20, Ólafur Rafnsson 12, Skarphéðinn Eirfksson 7, ívar Webster 6, Henning Henningsson 4, Reynir Kristjánsson 4, Ingimar Jónsson 2, Tryggvi Jónsson 2, Sveinn Steinsson 1. Áhorfendur: 600 Dómaran ómar Spheving og Gunnar Valgeirsson og dœmdu vel. Morgunblaöiö/Einar Falur Valur Inglmundarson átti mjög góðan leik með Njarðvik ! gærkvöldi. Pálm- ar Sigurðsson reynir hér að koma vömum við. Þeir félagar vom bestu leik- menn liða sinna í gærkvöldi. HANDBOLTI íslenska lögreglu- liðið hefur SKÍÐAMÓT ÍSLANDS Á AKUREYRI ísfirðingar sigursælir Nældu í öll gullverðlaunin í göngugreinunum Evróputitil að verja Evrópukeppni lögreglu- manna í handknattleik fer fram hér á landi og verður sett kl. 19.00 á morgun, sunnudag, f Laugardalshöll. íslenska liðið er núverandi Evr- ópumeistari frá 1984 þegar mótið var haldið í Frakklandi og var það í fyrsta sinn sem Island tók þátt í þessari keppni. I islenska liðinu eru margir kunnir handknattleiksmenn sem leika með liðum í 1. deild og eru bæði núverandi og fyrrverandi landsliðsmenn. Þjálfari liðsins er Björgvin Björgvinsson. Fyrirkomulag mótsins er með þeim hætti að leikið verður í tveimur riðlum. ísland leikur í riðli með Frakklandi og Noregi. Til landsins koma 115 lögreglu- menn frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð eða Sviss, Vestur- Þýskalandi og Frakklandi. Fyrstu leikimir verða á mánu- dagskvöld í Hafnarfirði. Þá leika ísland og Frakkland kl. 18.00 og síðan strax á eftir Vestur- Þýskaland og Svíþjóð eða Sviss. KNATTSPYRNA Þjálfaranámskeið Knattspymudeild Víkings held- ur þjálfaranámskeið dagana 22., 23. og 24. apríl næstkomandi. N&mskeið þetta er haldið I samvinnu við tœkninefnd KSl og er aðallega œtlað deild- ar- og 2. flokkaþjálfurum. Aðal leiðbeinandi verður Júri Sedov. Nánari upplýsingar og innritun er 1 slma 86822 (Sigurður Ingi) og þjá Eyjólfi (ha. 32416 og vs. 84180). ÍSFIRÐINGAR byrjuðu vel á Skíðamóti íslands sem hófst á Akureyri í gær, eftir að keppni hafði verið frestað á fyrsta degi mótsins. Keppt var f 30 km göngu karla, 15 km göngu pitta 17-19 áraog 7,5 km göngu kvenna. ísfiröingar sigruðu f öllum greinunum og hafa því hlotið þrenn fyrstu gullverð- laun mótsins. Einar ólafsson frá ísafirði sigr- aði f 30 km skíðagöngu karia. Hann háði einvígi við Hauk Eiríks- son frá Akureyri og sigraði, en aðeins munaði fjórt- LogiB. án sekúndum á Eiðsson þeim. skrifar Það var þó Svfinn á ureyn Lars Haland sem kom fyrstur í mark og næstur var landi hans Anders Larsson, en þeir eru hér í boði Skfðasambandsins. Spennandi keppni Það var búist við spennandi keppni milli Einars og Hauks og þrátt fyr- ir að Einar hafi haldið forystunni allan tímann munaði ekki miklu. Einar var kominn með 20 sekúndna forskot eftir tvo hringi, en Hauki tókst að saxa á hann á sfðustu kfló- metrunum. Munurinn varð þó aldrei minni en í lokin, eða 13 sekúndur. „Þetta var svolftið slæmt í lokin, enda færið orðið heldur slakt. Það var þæfingur og laust og ekki gott að ganga,“ sagði Einar Ólafsson eftir gönguna. „Ég átti von á er- fiðri göngu og Svfamir komu mér ekki á óvart. Lars hefur gengiö vel á sfðustu mótum, en Anders hefur verið meiddur." Eirtar hefur átt við meiðsli að stríða í baki og hefur lítið getað æft: „Á Morgunblaöiö/Bjarni Eiríksson Elnar Ólafsson frá ísafirði skautar hér f markið f 30 km göngunni í gær. morgun [í dag] er keppni í 15 kíló- metra göngu og hún leggst betur í mig. Eg hef ekki getað æft nógu mikið vegna bakmeiðsla og því ekki í góðu úthaldi. Það ætti því að vera bera fyrir mig að keppa í styttri göngum." Öruggt hjá Rögnvaldi Rögnvaldur D. Ingþórsson sigraði örugglega í 15 km göngu pilta, 17-19 ára. Baldur Hermannsson frá Siglufirði hafnaði f 2. sæti og Sveinn Traustason úr Fljótum í 3. sæti. „Ég átti alls ekki von á þvf að vera svona langt á undan Baldri. Mér hefur ekki gengið það vel gegn honum og Baldur hefur yfirleitt sigrað," sagði Rögnvaldur. „ Það hefur verið lftið um snjó á ísafirði og skíðasvæðið opnaði seint. Því kemur þessi sigur mér nokkuð á óvart.“ Stella Hjaltadóttir frá ísafírði tryggði sér fyrsta íslandsmeistara- titiiinn á þessu landsmóti. Hún sigr- aði í 7,5 km göngu kvenna, en þar voru aðeins tveir keppendur. Stella sigraði með yfírburðum á ágætum tíma, þrátt fyrir að skíða- færið hafi verið með alversta móti. Vegna veðurs varð að flytja keppn- ina í Kjamaskóg, en þar hafa göngumenn á Akureyri æft. Braut- in var 3,75 km og því voru gengnir 8 hringir. Veður var slæmt í gær, norðan strekkingur og snjókoma og mjög kalt. Þó birti heldur til þegar lfða tók á daginn. En búist er við betra veðri í dag. í dag á að keppa í svigi kvenna og stórsvigi karla, en ef að keppni verður frestað aftur á morg- un þarf að framlengja mótið til mánudags. Úrslit 15 km ganga piltar 17—19 ánu Rögnvaldur D. Ingþórsson, f............50.46 Baldur Hermannsson, S..................52.45 Sveinn Traustason, F...................58.44 7,6 km ganga kvenna: Stella Hjaltadóttir, f.................38.36 Eyrún Ingölfsdóttir, f.................44.05 30 kmi ganga karla: Einar OÍafsson, í...................l :36.27 Haukur Eirlksson, A................ 1:36.41 Sigurgeir Svavarsson, 6..............1:89.25 Ólafur Bjfimsson, 6................ 1:44.49 Sigurður Aðaisteinsson, A............1:47.28 Halldór Matthfasson, R...............1:69.69 Gentir: LarsHáland, Svlþjóð..................1:32.44 Anders Larsson, Svlþjóð..............1:35.26 KNATTSPYRNA Sigurður fýrsti íslend- ingurinn sem leikur á Wembley Sigurður Jónsson leikur í dag með Sheffieid Wednes- day gegn Crystal Palace á Wem- bley-leikvanginum í London. Leikurinn er í 16 liða móti, sem fram fer um helgina í tilefni 100 ára afmælis enska knattspymu- sambandsins, en þau 16 lið, sem stóðu sig best f öllum deildum í 15 leikjum í röð fyrr í vetur, taka þátt. Leikið er með útslátt- arfyrirkomulagi og leiktiminn 2 x 20 mínútur í forkeppninni, en 2 x 30 mfnútur í úrslitakeppninni. Draumur allra knattspymu- manna er að leika á Wembley. Sigurður er fyrsti íslenski knatt- spymumaðurinn, sem leikur op- inberan leik á Wembley, en að sögn Ríkharðs Jónssonar, frænda Sigurðar, lék hann þar æfingaieik með Arsenal gegn enska landsliðinu f nóvember 1959. Landsliðið var þá að und- irbúa sig fyrir leik gegn Svfum. Hreiðar Jónsson er eini fslenski dómarinn, sem dæmt hefur á Wembley; dæmdi leik Englands og Lúxemborgar 1980. Þetta var hans fyrsti og eini landsleik- ur, en línuverðir vom Guðmund- ur Haraldsson og Eysteinn Guð- mundsson. faém FOLK ■ ÍSLENSKA unglingalandslið- ið í körfuknattleik tapaði fyrir Finn- um, 66:110 (34:50), í fyrsta leik sínum f Evrópukeppni unglinga- landsliða f Hamina f Finnlandi f gærkvöldi. Herbert Amarson var stigahæstur með 22 stig, Steinþór Helgason kom næstur með 14 stig og Július Friðriksson gerði nfu. íslendingar leika gegn Svíum í dag, en þeir unnu Pólverja í gær, 69:68. ■ VALUR sigraði Fylki, 2:1, í Reykjvíkurmótinu í knattspymu í gærkvöldi. Valur Valsson og Hilmar Sighvatsson gerðu mörk Vals, en Baldur Bjamason skor- aði fyrir Fylki. ■ FRIDGEIR HaJIgrímsson, sem nýlega varð alþjóðlegur dómari f knattspymu, hefur verið settur á sinn fyrsta iandsleik. Hann á að dæma leik Noregs og Finnlands 26. maí í undankeppni Evrópumóts kvennalandsliða, en línuverðimir verða norskir. ■ WATFORD heldur enn í von- ina um áframhaldandi veru í 1. deild eftir l:0-sigur á Arsenal á Highbury í gærkvöldi. Rick Hold- en skoraði sigurmarkið 14 mfnútum fyrir leikslok, en Arsenal sótti nær látlaust allan leikinn. í 2. deild gerðu Plymouth og Barasley markalaust jafnteli. ■ MORTEN Frost frá Dan- mörku og Darren Hall frá Eng- landi munu leika til úrslita f einliða- leik karla á Evrópumeistaramótinu í badminton sem nú stendur jrfír í Kristiansand í Noregi. Frost sigr- aði Andrei Antropov frá Sov- étríkjunum f undanúrslitum 16:3 og 15:2 og Hall sigraði Michaei Kjeldsen frá Danmörku 15:6, 15:18 og 15:2. í einliðaleik kvenna leika Kirsten Larsen, Danmörku og Christina Bostofte, Dan- mörku, til úrslita.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.