Morgunblaðið - 16.04.1988, Side 29

Morgunblaðið - 16.04.1988, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1988 29 Sovétríkin:: Hver er fegurst Moskvu-dætra? Reuter Spengjunni var komið fyrir í hvítri Ford Fiesta bifreið sem hafði verið lagt við skemmtistað bandarískra hermanna í Napólí. Innfellda myndin sýnir japanska hryðjuverkamanninn Junzo Okudaira, sem grunaður er um ódæðið. Fimm týna lífi í sprengjutilræði í Napólí: Moskvu. Reuter. RÚSSNESKAR fegurðardísir sungu, dönsuðu og sýndu í kvöld- kjólum í fyrstu fegurðarsamkeppninni, sem haldin er í sovésku höfuðborginni — um titilinn „Ungfrú Moskva“. Fyrsti hluti keppn- innar fór fram í gær. Áhorfendum gefst líklega ekki kostur á að sjá yngismeyjaraar í klæðnaði, sem vinsæll er við sams konar tækifæri á Vesturlöndum — sundfötum. Samkvæmt fréttum, sem birst hafa um keppnina, var stúlkum á aldrinum 17-27 ára boðið að taka þátt í.upphafslotunni, sem fram fór í Gorkí-garðinum. Dómarar fylgdust með keppendum í hæfi- leikakeppni og dansi. í dansinum klæddust stúlkumar bæði svoköll- uðum furðufötum og samkvæmi- skjólum, en þess var ekki getið, að stúlkumar kæmu fram í sund- fötum. „Hver getur freistað gæfunnar? Sérhver stúlka, sem hefur til að Grunurinn beinist að jap- önskum hryðjuverkamanni Hugsanlegft að hann hafi verið flugumaður arabískra öfgasamtaka bera sjálfsöryggi, gott útlit og góðan vöxt, ber sig vel og kann að dansa," sagði í ungheijablaðinu Komsomolskaya Pravda. Pyrsta fegurðardrottning Moskvuborgar verður kjörin í fjór- um atrennum og fer lokakeppnin fram í júnímánuði. Sigurvegarinn mun keppa fyrir hönd höfuðborg- arinnar um titilinn „Ungfrú Sov- étríkin", en sú keppni hefst í nóv- ember. Fyrir Moskvukeppninni standa sovésk tískuhús, vestur-þýska tískuritið Burda Moden og sovéska kvikmyndafélagið Mosfilm. „Hver veit nema ný kvikmynda- stjama fæðist?“ sa.gði í dagblaðinu Sovjetskaja Rossíja. Napólí, Reuter. LÖGREGLUYFIRVÖLD á Ítalíu skýrðu frá því í gær að japansk- ur hryðjuverkamaður væri grun- aður um að hafa staðið að baki sprengjutilræði við klúbb banda- rískra hermanna í Napóli á fimmtudagskvöldið. Fimm manns biðu bana í sprengingunni og 15 særðust. Romano Argenio, yfirmaður þeirrar deildar lögreglunnar í Na- póli, sem ætlað er að hefta starf- semi hryðjuverkamanna, sagði í við- tali við Reuters-fréttastofuna að grunurinn beindist að 39 ára göml- um Japana, Junzo Okudaira að nafni, og væri hann í félagi í jap- önsku hryðjuverkasamtökunum „Rauði herinn". Þessi sami maður er eftirlýstur um allan heim þar eð sannað þykir að hann hafi skipulagt sprengjutilræði við bandaríska sendiráðið í Rómarborg í júní á síðasta ári. Argenio sagði Okudaira vera sérfróðan um meðferð sprengi- efnis og tæki hann iðulega að sér hermdar- og ódæðisverk fyrir utan- aðkomandi aðila, einkum öfgasam- tök í Mið-Austurlöndum. Argenio sagði að þótt grunurinn beindist að Japananum hefðu yfir- völd ekki útilokað að illvirkið hefði verið framið í nafni arabískra öfga- samtaka. Nokkrir menn hefðu hringt og tilkynnt að hin ýmsu sam- tök væru ábyrg. Einn þeirra hringdi í alþjóðlega fréttastofu í Róm og sagði „Jihad“-samtökin (Heilagt stríð) hafa verið að verki. Sagði sá hinn sami að fleiri hermdarverk hefðu verið skipulögð gegn banda- rískum ríkisborgurum. Annar mað- ur sagði í símtali að réttlætinu hefði „verið fullnægt í nafni líbönsku þjóðarinnar". Argenio kvað ekki unnt að úti- loka þann möguleika að sprengjutil- ræðið stæði í sambandi við árás Bandaríkjamanna á Líbýu en um þessar mundir eru tvö ár liðin frá því hún var gerð. Sprengjan í bifreið Að sögn Argenios var sprengj- unni komið fyrir í hvítri bifreið af gerðinni Ford Fiesta. Vitað væri að Asíubúi hefði tekið bifreiðina á leigu í Napólí undir nafninu Liao Willy Liw. Starfsmanni bílaleigunn- ar hefði verið sýnd mynd af Okuda- ira og hefði hann borið kennsl á hann. Fjórir ítalir og 31 árs gömul bandarísk kona, sem gegndi her- þjónustu, létu lífið í tilræðinu. Að sögn Argenios hefur öryggisgæsla verið hert til muna við mannvirki í eigu Bandaríkjamanna í nágrenni Napólí og einum skemmtistað bandarískra hermanna hefur verið lokað af öryggisástæðum. Franc- esco Cossiga, forseti Ítalíu, hefur sent Ronald Reagan Bandaríkjafor- seta samúðarskeyti vegna tilræðis- ins. 15 slösuðust í sprengingu Reuter Fimmtán manns slösuðust, þar af þrir alvarlega, þegar sprenging varð í fimm hæða ibúðarblokk í Köln í Vestur-Þýskalandi S gær. Talsmaður iögreglunnar sagði, að gasleki á nærliggjandi vinnusvæði kynni að hafa valdið sprengingunni. Verulegar skemmdir urðu á húsinu, og er það með öllu óíbúðarhæft. Inniskór Verð kr. 1190,- Stærðir: 36-41 Litir: Hvítt, beige, blátt. Ath.: Skómir eru úr mjúku hanskaskinni og með góðu inn- leggi. Póstsendum samdxgurs. 5% staðgreiöslmfsláttur. TOPP. VELTUSUNOI 1 21212 KRINGMN KblHeNM s. 689212. Domus Medica, sími: 18519 MR1UBIX UÓSRITUNARVÉLAR Allir skór á kr. oswaid Tops hefst mánudaginn 18. apríl. VELTUSUNDI 2, 21212

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.