Morgunblaðið - 17.05.1988, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 17.05.1988, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988 7 MORGUNBLAÐIÐ/KGA Hressir krakkar frá Gamanleikhúsinu. F.v. Sigurveig M. Stefáns- dóttir, Magnús Geir Þórðarson, leikstjóri og Sigríður Hagalín Björns- dóttir. Gamanleíkhúsið tíl Hol- lands og Austurríkis —Tekur þátt í alþjóðlegri leiklistarhátíð barna KRAKKARNIR i Gamanleikhús- inu munu fara til Almelo í Holl- andi um mánaðamótin Júni/júlí og sýna leikritið Kötturinn sem fór sínar eigin leiðir, eftir Ólaf Hauk Símonarson, á alþjóðlegri leiklistarhátíð barna. Þaðan fara þau til Austurríkis og dvelja í Vín i 14 daga á leiklistarnámske- iði fyrir 12 — 14 ára börn. Að sögn Magnúsar Geirs Þórðar- sonar, leikstjóra, tóku þau þátt í hátíðinni í Almelo í fyrra og voru þá eini hópurinn þar sem böm sáu um alla vinnu í sambandi við leik- sýninguna; leikstjóm, leikmynd, búninga, sminkun o.s.frv. Sagði Magnús að sýning þeirra í fyrra hefði hlotið góðar viðtökur og hann verið útnefndur yngsti leikstjóri f heimi. Það verða 10 krakkar sem taka þátt í förinni og með þeim fara tveir fararstjórar. Þáttakendur á námskeiðinu í Vín verða frá tuttugu og einu landi, tíu frá hveiju. Gamanleikhúsið var stofnað 1985 og hefur sett upp margar leik- sýningar, síðast Gúmmí-Tarsan, eftir Ole Lund Kirkegaard, s.l. vet- ur. Meðlimir eru 43 og eins og áður sagði sjá þau sjálf um alla vinnu, frá leikstjóm niður í sminkun. Magnús sagði það hafa verið mjög lærdómsríkt að taka þátt í hátíðinni í Almelo í fyrra og að hann teldi að þátttaka Gamanleikhússins í slíkum hátíðum væri góð land- kynning. Skoðanakönnun Hagvangs: Kvennalistinn hef- ur þrefaldað fylgið KVENNALISTINN festir sig enn í sessi sem stærstu stjórnmálasam- tök landsins ef marka má nýja skoðanakönnun sem Hagvangur hf. hefur gert á fylgi stjórnmálaflokkanna. Samkvæmt könnuninni hlaut Kvennalistinn 31,3% fylgi þeirra sem afstöðu tóku, Sjálfstæðisflokk- ur var með 30,8% fylgi, Framsóknarflokkur með 18,3%, Alþýðuflokk- ur með 9,7%, Alþýðubandalag með 6,4% og Borgaraflokkur með 2,3%. Samkvæmt þessari könnun hefur Kvennalistinn þrefaldað fylgi sitt frá því í alþingiskosningunum í apríl 1987, Sjálfstæðisflokkur hefur bætt lítillega við sig, en aðrir flokkar hafa tapað fylgi miðað við síðustu alþingiskosningar. Ef litið er á samsetningu núver- andi fylgis Kvennalistans eru 42,9% stuðningsmanna fiokksins hinir sömu og í síðustu kosningum, 16,3% af stuðningsfólki Kvennalistans nú kaus Alþýðubandalagið í síðustu kosningum, 14,3% koma frá Al- þýðuflokki, 11,6% frá Framsóknar- flokki, 8,2% frá Sjálfstæðisflokki og 5,4% frá Borgaraflokki. Um 20,3% af stuðningsmönnum Kvennalistans eru karlmenn sam- kvæmt könnuninni. Ef miðað er við síðustu könnun Hagvangs, sem gerð var í janúar síðastliðnum, hefur Framsóknar- flokkurinn tapað talsverðu fylgi, fer úr rúmlega 24% í 18,3%. Hinir stjómarflokkamir tveir, Sjálfstæð- isflokkur og Alþýðuflokkur, bæta lítillega við sig frá því í síðustu könnun. Alþýðubandalag og Borg- araflokkur tapa báðir talsverðu fylgi miðað við könnunina í janúar sl. Af þeim sem afstöðu tóku í könn- uninni nú éru 50,2% andvígir ríkis- stjóminni, en 49,8% fylgjandi og hefur andstaðan við ríkisstjómina heldur minnkað frá því í janúar- könnun Hagvangs. Þá voru 52,2% andvígir stjóminni en 47,9% fylgj- andi. I könnuninni kemur fram að um 25% af þeim, sem fylgja stjóm- arflokkunum að málum, eru óán- ægðir með núverandi stjómarsam- starf, en 15% af þeim sem styðja stjómarandstöðuflokkana em fylgj- andi stjómarsamstarfinu. í könnuninni var spurt um eftir- farandi: „Ef efnt yrði til alþingis- kosninga á næstu dögum, hvaða stjómmálaflokki eða samtökum myndir þú greiða atkvæði?". Ef við- komandi var óákveðin(n) var jafn- framt spurt: „Hvaða stjórnmála- flokki eða samtökum er líklegast að þú myndir greiða atkvæði?" Samanlagðar niðurstöður úr þess- um spurningum vom eftirfarandi: Alþýðubandalag: 4,3%, Alþýðu- flokkur 6,5%, Framsóknarflokkur 12,1%, Samtök um kvennalista 20,8%, Sjálfstæðisflokkur 20,5%, Flokkur mannsins 0,6%, Þjóðar- flokkur0,2%, Borgaraflokkur 1,5%, ætla að skila auðu 3,8%, mun ekki greiða atkvæði 5,0%, óákveðin 13,4%, neituðu að svara 11,3%. Skoðanakönnun Hagvangs var gerð dagana 5. til 12. maí og fram- kvæmd þannig að hringt var í 1.100 manna úrtak um allt land á aldrin- um 18 til 79 ára. \ fisittti Ruismiim FRÁ PHIUPS ap . .UM TÆKNILEGA FULLKOMNUN I ap-farsímatólinu er: 16 stafa láróttur skjár og 20 stórir hnappar með innbyggðri lýsingu. 100 númera minni sem getur samanstaðið af allt að 22 tölustöfum. Langlínutæsing sem eingöngu er opnanleg með 4 stafa leyninúmeri. - Rafhlaða ap-farsimans endist í allt að 2 daga miðað við eðlilega notkun. . .UM TÍMASPARNAÐ Sem viðbót á farsímann frá PHILIPS-ap er símsvari sem geymir allt að 9 númer sem hringt var úr. Með einum hnappi kallarðu síðan upp númerin. . .UM AUKIÐ ÖRTGGI I þessu bráðfallega og sterka símtóli er hátalari og hljóðnemi. Það gerir þér kleift að tala og hlusta akandi MEÐ BÁÐAR HENDUR Á STÝRI, sem stóreykur öryggi þitt og annarra I umferðinni. Símtólið liggur í láréttri stöðu sem gerir aflestur af skjánum auðveldari og greinilegri. ..UM HAGKVÆMNIOG PÆGINDI Á gjaldmælinum á skjánum má sjá skref yfirstandandi símtals og heildamotkun. Blikkandi Ijós sýnir ef hringt hefur verið í símann án þess að svarað hafi verið. Innbyggt „minnisblað" gerir þér kleift að skrá hjá þér símanúmer meðan á símtali stendur og kalla það siðan upp. Fislétti ffarsíminn ffrá PHILIPS-ap er aSeins 4,3 kg. og svarar kröffum nútímaþjóSffélags á loffti, láði sem iegi. Söluaðilar utan Reykjavíkur: • Raftxjrg, Grindavík • Aðalrás, Akranesi • Kaupfólag Borg- firðinga, Borgamesi • Ðókav. P. Stefánssonar, Húsavik • Nesvideo, Neskaupstað • Akurvík, Akureyri • Rafmagnsverkst. Ragnars Ólafssonar, Suðureyri • Rás sf. Þorlákshöfn • Póllinn hf., (safirði. TÆKNIDEILD ‘"s”æTÚNI8-SÍMI-.(91)69'I5M BtfHHR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.