Morgunblaðið - 17.05.1988, Síða 7

Morgunblaðið - 17.05.1988, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988 7 MORGUNBLAÐIÐ/KGA Hressir krakkar frá Gamanleikhúsinu. F.v. Sigurveig M. Stefáns- dóttir, Magnús Geir Þórðarson, leikstjóri og Sigríður Hagalín Björns- dóttir. Gamanleíkhúsið tíl Hol- lands og Austurríkis —Tekur þátt í alþjóðlegri leiklistarhátíð barna KRAKKARNIR i Gamanleikhús- inu munu fara til Almelo í Holl- andi um mánaðamótin Júni/júlí og sýna leikritið Kötturinn sem fór sínar eigin leiðir, eftir Ólaf Hauk Símonarson, á alþjóðlegri leiklistarhátíð barna. Þaðan fara þau til Austurríkis og dvelja í Vín i 14 daga á leiklistarnámske- iði fyrir 12 — 14 ára börn. Að sögn Magnúsar Geirs Þórðar- sonar, leikstjóra, tóku þau þátt í hátíðinni í Almelo í fyrra og voru þá eini hópurinn þar sem böm sáu um alla vinnu í sambandi við leik- sýninguna; leikstjóm, leikmynd, búninga, sminkun o.s.frv. Sagði Magnús að sýning þeirra í fyrra hefði hlotið góðar viðtökur og hann verið útnefndur yngsti leikstjóri f heimi. Það verða 10 krakkar sem taka þátt í förinni og með þeim fara tveir fararstjórar. Þáttakendur á námskeiðinu í Vín verða frá tuttugu og einu landi, tíu frá hveiju. Gamanleikhúsið var stofnað 1985 og hefur sett upp margar leik- sýningar, síðast Gúmmí-Tarsan, eftir Ole Lund Kirkegaard, s.l. vet- ur. Meðlimir eru 43 og eins og áður sagði sjá þau sjálf um alla vinnu, frá leikstjóm niður í sminkun. Magnús sagði það hafa verið mjög lærdómsríkt að taka þátt í hátíðinni í Almelo í fyrra og að hann teldi að þátttaka Gamanleikhússins í slíkum hátíðum væri góð land- kynning. Skoðanakönnun Hagvangs: Kvennalistinn hef- ur þrefaldað fylgið KVENNALISTINN festir sig enn í sessi sem stærstu stjórnmálasam- tök landsins ef marka má nýja skoðanakönnun sem Hagvangur hf. hefur gert á fylgi stjórnmálaflokkanna. Samkvæmt könnuninni hlaut Kvennalistinn 31,3% fylgi þeirra sem afstöðu tóku, Sjálfstæðisflokk- ur var með 30,8% fylgi, Framsóknarflokkur með 18,3%, Alþýðuflokk- ur með 9,7%, Alþýðubandalag með 6,4% og Borgaraflokkur með 2,3%. Samkvæmt þessari könnun hefur Kvennalistinn þrefaldað fylgi sitt frá því í alþingiskosningunum í apríl 1987, Sjálfstæðisflokkur hefur bætt lítillega við sig, en aðrir flokkar hafa tapað fylgi miðað við síðustu alþingiskosningar. Ef litið er á samsetningu núver- andi fylgis Kvennalistans eru 42,9% stuðningsmanna fiokksins hinir sömu og í síðustu kosningum, 16,3% af stuðningsfólki Kvennalistans nú kaus Alþýðubandalagið í síðustu kosningum, 14,3% koma frá Al- þýðuflokki, 11,6% frá Framsóknar- flokki, 8,2% frá Sjálfstæðisflokki og 5,4% frá Borgaraflokki. Um 20,3% af stuðningsmönnum Kvennalistans eru karlmenn sam- kvæmt könnuninni. Ef miðað er við síðustu könnun Hagvangs, sem gerð var í janúar síðastliðnum, hefur Framsóknar- flokkurinn tapað talsverðu fylgi, fer úr rúmlega 24% í 18,3%. Hinir stjómarflokkamir tveir, Sjálfstæð- isflokkur og Alþýðuflokkur, bæta lítillega við sig frá því í síðustu könnun. Alþýðubandalag og Borg- araflokkur tapa báðir talsverðu fylgi miðað við könnunina í janúar sl. Af þeim sem afstöðu tóku í könn- uninni nú éru 50,2% andvígir ríkis- stjóminni, en 49,8% fylgjandi og hefur andstaðan við ríkisstjómina heldur minnkað frá því í janúar- könnun Hagvangs. Þá voru 52,2% andvígir stjóminni en 47,9% fylgj- andi. I könnuninni kemur fram að um 25% af þeim, sem fylgja stjóm- arflokkunum að málum, eru óán- ægðir með núverandi stjómarsam- starf, en 15% af þeim sem styðja stjómarandstöðuflokkana em fylgj- andi stjómarsamstarfinu. í könnuninni var spurt um eftir- farandi: „Ef efnt yrði til alþingis- kosninga á næstu dögum, hvaða stjómmálaflokki eða samtökum myndir þú greiða atkvæði?". Ef við- komandi var óákveðin(n) var jafn- framt spurt: „Hvaða stjórnmála- flokki eða samtökum er líklegast að þú myndir greiða atkvæði?" Samanlagðar niðurstöður úr þess- um spurningum vom eftirfarandi: Alþýðubandalag: 4,3%, Alþýðu- flokkur 6,5%, Framsóknarflokkur 12,1%, Samtök um kvennalista 20,8%, Sjálfstæðisflokkur 20,5%, Flokkur mannsins 0,6%, Þjóðar- flokkur0,2%, Borgaraflokkur 1,5%, ætla að skila auðu 3,8%, mun ekki greiða atkvæði 5,0%, óákveðin 13,4%, neituðu að svara 11,3%. Skoðanakönnun Hagvangs var gerð dagana 5. til 12. maí og fram- kvæmd þannig að hringt var í 1.100 manna úrtak um allt land á aldrin- um 18 til 79 ára. \ fisittti Ruismiim FRÁ PHIUPS ap . .UM TÆKNILEGA FULLKOMNUN I ap-farsímatólinu er: 16 stafa láróttur skjár og 20 stórir hnappar með innbyggðri lýsingu. 100 númera minni sem getur samanstaðið af allt að 22 tölustöfum. Langlínutæsing sem eingöngu er opnanleg með 4 stafa leyninúmeri. - Rafhlaða ap-farsimans endist í allt að 2 daga miðað við eðlilega notkun. . .UM TÍMASPARNAÐ Sem viðbót á farsímann frá PHILIPS-ap er símsvari sem geymir allt að 9 númer sem hringt var úr. Með einum hnappi kallarðu síðan upp númerin. . .UM AUKIÐ ÖRTGGI I þessu bráðfallega og sterka símtóli er hátalari og hljóðnemi. Það gerir þér kleift að tala og hlusta akandi MEÐ BÁÐAR HENDUR Á STÝRI, sem stóreykur öryggi þitt og annarra I umferðinni. Símtólið liggur í láréttri stöðu sem gerir aflestur af skjánum auðveldari og greinilegri. ..UM HAGKVÆMNIOG PÆGINDI Á gjaldmælinum á skjánum má sjá skref yfirstandandi símtals og heildamotkun. Blikkandi Ijós sýnir ef hringt hefur verið í símann án þess að svarað hafi verið. Innbyggt „minnisblað" gerir þér kleift að skrá hjá þér símanúmer meðan á símtali stendur og kalla það siðan upp. Fislétti ffarsíminn ffrá PHILIPS-ap er aSeins 4,3 kg. og svarar kröffum nútímaþjóSffélags á loffti, láði sem iegi. Söluaðilar utan Reykjavíkur: • Raftxjrg, Grindavík • Aðalrás, Akranesi • Kaupfólag Borg- firðinga, Borgamesi • Ðókav. P. Stefánssonar, Húsavik • Nesvideo, Neskaupstað • Akurvík, Akureyri • Rafmagnsverkst. Ragnars Ólafssonar, Suðureyri • Rás sf. Þorlákshöfn • Póllinn hf., (safirði. TÆKNIDEILD ‘"s”æTÚNI8-SÍMI-.(91)69'I5M BtfHHR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.