Morgunblaðið - 17.05.1988, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988
9
Glæsileg karlmannaföt
margir litir.
Klassísk snið og snið fyrir yngri menn.
Verð kr. 5.500,-, 8.900,- og 9.900,-
Terylenebuxur kr. 1.195,-, 1.395,-, 1.595,- og
1.795,- teryl./ull/stretch.
Gallabuxur kr. 820,- og 975,-, sandþvegnar kr. 875,-
Flauelsbuxur kr. 795,-
Nærföt, sokkar o.fl. ódýrt.
Andrés,
Skólavörðustíg 22a,
sími 18250.
E. TH. MATHIESEN H.F.
BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIRÐI, SIMI 651000.
FASTEIGNIR
Arnarhóll og Borgarbraut 26
Eyra rsveit
Fasteignir í eigu dánarbús Þorsteins Jónssonar
eru hér með auglýstar til sölu.
Tilboðum skal skila til Þorkels Gunnarssonar í
Akurtröðum fyrir 31. maí 1988. Réttur er áskilinn
til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.
Fasteignirnar eru: V2 Arnarhóll
Borgarbraut 26.
Þorkell veitir nánari upplýsingar í síma 93-86818.
LðgreglufétogsRgj^^H
Tíundi hver lögreg
ur á nú í málaferli
Staða lögreglunnar áhyggjuef ni og umn
Gagnrýni á lögregluna
í könnun sem gerð var fyrir nokkrum
árum á viðhorfi okkar íslendinga til ein-
stakra stofnana í landinu kom fram að
lögreglan naut hvað mests álits; hins
vegar voru til dæmis fjölmiðlar næsta
lágt skrifaðir. Hina síðari mánuði hefur
borið á vaxandi gagnrýni á hendur lög-
reglunni. Er nú svo komið að lögreglunni
þykir nóg um og telur að neikvæðir
straumar í hennar garð séu farnir að
gera lögreglumönnum erfitt að sinna
brýnum skyldum. Kom þetta meðal ann-
ars fram í viðtali við Jón Pétursson, for-
mann Lögreglumannafélags Reykjavíkur
hér í blaðinu á laugardag. Þann sama
dag birtist viðtal við Böðvar Bragason,
lögreglustjóra í Reykjavík, íTímanum. Við
þessi tvö viðtöl er staldrað í Staksteinum
í dag.
Fjölmiðlar og
lögreglan
J6n Pétursson, for-
maður Lögreglumanna-
félags Reykjavíkur, segir
réttilega í Morgunblaðs-
viðtali á laugardag, að
það sé ekkert einkamál
lögreglumanna, að lög-
reglan sé nú í slikri varn-
arstöðu gagnvart al-
menningi að hann muni
ekki annað eins á 30 ára
starfsferli sínum. Lög-
reglan á að gæta öryggis
borgaranna og sé grafið
undan tiltrú til hennar
dregur það úr getu lög-
reglumanna til að sinna
brýnum og oft viðkvæm-
um skyldustörfum. Jón
ræðir sérstaklega um
hlut fjölmiðla og segir
meðal annars:
„Núna er það mjög
áberandi að í nánast
hverri einustu handtöku
er hótað blaðaskrifum.
Blöð og fjölmiðlar eru
höfð sem grýla á lög-
reglumenn. Það virðist
vera staðreynd að lög-
regiunni hefur ekki tek-
ist að halda sínum hlut
eftir því sem samfélagið
hefur breyst, fjölmiðlum
fjöigað og öll umræða
opnast. Það er orðið
áberandi hvað borgarar,
áhorfendur, trufla mikið
störf okkar, skipta sér
af þeim og láta ekki segj-
ast; gefa okkur ekki
vinnufrið. Við finnum
það líka að fáir virðast
standa með okkur. Það
er svo komið að lögreglu-
menn eru orðnir hræddir
við að taka á málunum,
það vofir stöðugt yfir
ótti við fjölmiðla, kærur,
yfirheyrslur, stöðu- og
ærumissi."
Jón Pétursson segir,
að á götunni heyrist að
óhætt sé að lenya lögg-
una, hún megi ekki veija
sig. Þá virðist sem stjém-
völd og dómstólar séu
stundum á þessu máli.
Sumir fjölmiðlar láti sér
ekki annt um að kanna
báðar hliðar, þegar fund-
ið sé að störfum lögregl-
unnar; jafnvel sé borið
fé í þá sem vilja segja
krassandi sögur. Á hinn
bóginn geti lögreglu-
menn ekld stöðu sinnar
vegna rætt einstök mál
ofan í kjölinn og þess
vegna sé oft aðeins sjón-
armiði annars aðila hald-
ið á loft. Segir Jón að
lögreglumenn vi(ji um-
ræður um það til hvers
fólk ætlist af lögreglunni
og undir lok samtalsins
segir hann; „Við vijjum
umfram allt halda í það
að fólk tejji sig geta leit-
að til okkar eftir aðstoð
í hvers konar vanda."
Hér er fast að orði
kveðið um alvarlegt mál.
Víða um lönd hefur hlut-
ur löggæslu verið mikið
til umræðu í stjórnmála-
baráttunni; þeim stjém-
málamönnum sem vilja
halda uppi lögum og rétti
í þjóðfélögunum hefur
viðast vegnað vel. Skýr-
asta dæmið er líklega frá
Bretlandi en þar hefur
Margaret Thatcher, for-
sætisráðherra, hiklaust
gengið fram fyrir
skjöldu teþ'i hún að lög-
regiunni vegið. Má raun-
ar segja að eitt af grund-
vallaratriðum i stjóm-
málastefnu frú Thatcher
sé að halda hlut lögregl-
unnar sem hæst á loft.
Aðsvara
fyrir sig
í Timanum á laugar-
dag er rætt við Böðvar
Bragason, lögreglustjóra
í Reykjavík, í tílefni af
ásökunum í garð lögregl-
unnar „vegna ofbeldis og
harðræðis" eins og það
er orðað i blaðinu. Lög-
regiustjóri segir meðal
annars:
„Ég hef ákveðið að
taka upp þá stefnu alfar-
ið, að lögreglan svari fyr-
ir sig á opinberum vett-
vangi að svo miklu leyti
sem hún getur upplýst
þann þáttínn, sem snýr
að henni í kærumálum.
Það gest nú ekki öllum
að þvi, hér innan stofnun-
arinnar. Það verður að
gæta að þvi, að lögreglan
getur ekki rætt eins opin-
skátt um málavextí og
margar aðrar ríkisstofn-
anir geta gert.
Aftur á mótí fer ég
fram á það, að hún fái
hlutlausa meðhöndiun i
Qölmiðlum.“
Lögreglustjóri segir,
að fjölmiðlamenn virðist
ekki hafa skilning á þvi,
að lögreglumenn eigi
rétt á að mál þeirra séu
grandskoðuð ef þeir sætí
ámæli fyrir framgöngu í
starfi. Um þetta segir
Böðvar Bragason tíl að
mynda: „Ég gagnrýni
það af einurð, að menn
setji þumalskrúfumar á
yfirmenn um að þeir taki
ákvarðanir, áður en þeir
hafa fengið nægileg
gögn í hendumar til þess
að þær getí verið teknar
af skynsemi. Það er í
þessu Ijósi sem ég segi,
að fjölmiðlum veití ekki
af að átta sig á innviðum
þessa kerfis okkar. Það
er þó ennþá frumregla í
íslenskum réttí, að mað-
ur er saldaus þar til búið
er að sanna sekt hans.“
Um kröfur tíl Iögregl-
unnar segir Iögregiu-
stjórinn i Reykjavik:„Það
verður að gera miklar
kröfur tíl hennar og við
setjum markið hátt. Til
þess er einmitt stofnun
eins og Lögregluskóli
rikisins og ég held að
hann sé ein af þessum
stóra forsendum fyrir
þvi, að við getum verið
með lögreglu sem er
treystandi.
Lögreglustarfið þarf
að læra og það er afskap-
lega krefjandi fyrir
marga. Menn hætta i lög-
reglunni vegna þess að
þeim finnst álagið of
mikið. Þeir þurfa að vera
vel að sér um ýmsa þættí
þjóðlífsins og vita hvem-
ig beri að bregðast við
ólíklegustu og sorgleg-
ustu atburðum.“
SKULDABRÉF GLITNIS
: \
GUtnlrhf
Ávöxtunin er 11,1% yfir verðbólgu.
□ Skuldabréf Glitnis hf. njóta mikilla
vinsælda sparifjáreigenda. Þau bera háa
örugga ávöxtun og velja má milli 11 gjald-
daga frá 15. apríl 1989 til 15. okt. 1992.
□ VIB sér um kaup og sölu á skuldabréf-
um Glitnis hf. Komið við í afgreiðslunni að
Ármúla 7 eða hringið í síma 91-681530.
VIB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF
Ármúla 7, 108 Reykjavik. Simi 68 1530
□ Glitnir hf. er stærsta fjármögnunar=.
leigufyrirtækið á innlendum markaði. Eig-
endur eru Iðnaðarbankinn, A/S Nevi í
Bergen og Sleipner Ltd. í London.
□ Eigið fé og eigið áhættufé Glitnis hf. er
um 245 millj. króna og niðurstaða efna-
hagsreiknings um 2.400 millj. króna.