Morgunblaðið - 17.05.1988, Side 22

Morgunblaðið - 17.05.1988, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988 Þróunarsamvinnustofnun íslands: Botnfiskveiðar og útflutning- ur frá Grænhöfðaejjum hafinn Rætt við Stefán Þórarinsson verkefnisstjóra VIÐAMESTA verkefni íslend- inga á sviði þróunarhjálpar er tvímælalaust aðstoð við upp- byggingu fiskveiða á Græn- höfðaeyjum. Undanfarin ár hef- ur hópur íslendinga starfað á eyjunum við þróun veiða á van- nýttum fisktegundum og vinnslu þeirra. Stefán Þórarins- son verkefnisstjóri var staddur hérlendis fyrr í mánuðinum. í samtali við Morgunblaðið sagði Stefán að botnfiskveiðar á fjöl- veiðiskipinu Feng hefðu borið umtalsverðan árangur. í byrjun mánaðarins seldi dótturfyrir- tæki Sölumiðstöðvar Hrað- frystihúsanna fyrstu tvo gám- ana af heilfrystum fiski frá Grænhöfðaeyjum í Evrópu. „Á grundvelli þeirra tilrauna- veiða sem við gerðum á árunum 1984-1986 völdum við þann kost sem virtist vænlegastur. Við förum hægt af stað til þess að sóa hvorki okkar fjármunum né innfæddra á meðan við erum að reyna fyrir okkur með sölu á afurðunum. En útlitið er gott og Grænhöfðaeying- ar hafa það mikla trú á verkefninu að þeir kosta sjálfir 35 prósent af því,“ sagði Stefán. Veiðamar eru stundaðar með fjölveiðiskipinu Feng sem hefur verið útbúið til dragnótaveiða í þessu skyni. Veiddar eru nokkrar mismunandi físktegundir sem nefnast Sea Bream og Mullet á ensku, en íslenskt heiti skortir þar sem þessi fiskur hefur aldrei sést hér norður í Dumbshafí. Þetta er iðulega smár fiskur, um 200-300 grömm. Aflanum er landað í Sao Vincent þar sem íslendingamir hafa bækistöðvar sínar. „í bænum er nýlegt frystihús sem hefur nánast staðið ónotað frá upphafí. Þar hafa verið fryst um 20-30 tonn af túnfiski á ári og kældur krabbi til útflutnings. Tæki em viðunandi og frystigeymslur góðar. Við höfum á skömmum tíma aukið starfsemina um helming,“ sagði Stefán. Hann sagði að dótt- urfyrirtæki Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna í Bretlandi, Brek- ken, hefði fallist á að selja fískinn í Evrópu gegn umboðslaunum. Fyrsti skammturinn átti að fara til Kýpur. Árangur metinn um mitt næsta ár Dragnótaveiðar hafa ekki verið stundaðar á Afríkusvæðinu svo vitað sé. Þær eru eyjarskeggjum þó ekki með öllu ókunnar. Fiski- menn hafa lengi stundað veiðar með landnót. Henni er kastað úr landi og síðan dregin inn af mönn- um á fjöru. Við það herpist nótin saman og smalar fiskinum inn í pokann. Þessi aðferð er hliðstæð dragnótaveiðum, að sögn Stefáns, eini munurinn er að þær fara fram úti á sjó. „Athuganir íslenskra fiskifræð- inga benda til þessi fískur geti verið góð undirstaða atvinnu. Við ætlum okkur að láta reyna á þenn- an möguleika og meta síðan árang- urinn um mitt næsta ár. Við förum mjög varlega, nýtum þá fjárfest- ingu sem fyrir hendi er, bátinn, frystihúsið og mannskapinn. Þann- ig er stefnt að því að láta veiðarn- ar standa undir öllum kostnaði okkar og ríkisstjórnar Grænhöfða- eyja,“ sagði Stefán. „Það verður síðan í valdi Græn- höfðaeyinga hvort þeir halda áfram á þessari braut eða ekki. Eg vona að við munum leggja fram eitthvað sem er virkilega einhvers virði. En á hvom veginn sem það er munum við búa að mjög mikil- vægri reynslu. Fyrr eða síðar finn- um við einhveija leið. Minnumst þess hversu miklum tíma og pen- ingum var eytt í að þróa loðnuveið- ar eða úthafsrækjuveiðar við ís- land til dæmis. Nú vona menn að gulllaxinn gefi kannski einhvernt- íman eitthvað af sér. Svo eru líka dæmi um tilraunir sem hafa ekki skilað neinum árangri, eins og veiðar á kolmuna, sandsíli eða spærlingi," sagði Stefán. Þróunarríkin ótæmandi markaður Aðstoð Islendinga er mikils Morgunblaðið/Börkur „Skipsstjóri sem leitar alltaf á fengsælustu miðin verður aldr- ei annað en meðaljón. Þeir sem þora að reyna fyrir sér á óþekktum stöðum eru afla- kóngamir," sagði Stefán Þór- arinsson verkefnisstjóri á Grænhöf ðaeyjum. metin á Grænhöfðaeyjum og sagði Stefán að þar væri þekking okkar á fískveiðum talin sú yfirgrips- mesta í heiminum. En hérlendis eru ávalt uppi einhveijar efa- semdaraddir um að íslendingar eigi erindi sem erfiði í þróunarað- stoð. Er þar skemmst að minnast ummæla fjármálaráðherra á Al- þingi í vetur. Stefán segist sann- færður um að það fé sem íslend- ingar leggi í verkefnið á Græn- höfðaeyjum komi okkur ekki síður til góða. „í þróunarríkjunum er ótæm- andi markaður fyrir þekkingu og það er okkar eina auðlind fyrir utan fiskinn. En það er ekki fjár- magnið sem ræður ferðinni heldur mennirnir sem skipta að sjálfsögðu við þá sem þeir þekkja. í starfi okkar í Afríku felst kynning á ís- landi. Við öflum okkur reynslu og getum í krafti hennar boðið fram þjónustu okkar í sambandi við þau viðamiklu verkefni sem alþjóða- stofnanir vinna að í þróunarlönd- unum. Þar eigum við að beita fyr- ir okkur opinberum fyrirtækjum, eins og Orkustofnun, Hafrann- sóknarstofnun eða Sjómælingum og þegar þau hafa brotið ísinn geta einkaaðilar siglt í kjölfarið," sagði Stefán. „Venjan er að stórþjóðirnar beiti sér í þróunarsamvinnu. Gott dæmi um það er að Evrópubandalagið hefur þrýst á Grænhöfðaeyinga að láta af hendi fískveiðiréttindi gegn fjárhagslegri aðstoð. Það hljómar svo sannarlega ótrúlega því auð- lindir eyjanna eru mjög takmark- aðar og hafa til þessa ekki einu sinni getað brauðfætt íbúana. Það traust sem til okkar er borið er ekki síst til komið vegna þess að við getum ekki beitt þvingunum. Styrkur okkar felst í smæðinni og hann getum við nýtt okkur með aukinni reynslu og kynningu. En grundvallaratriðið er að við getum ekki setið hjá og ætlast til þess að möguleikarnir komi upp í hendurnar á okkur. Skipsstjóri sem leitar alltaf á fengsælustu miðin verður aldrei annað en meðaljón. Þeir sem þora að reyna fyrir sér á óþekktum stöðum eru aflakón- garnir," sagði Stefán Þórarinsson verkefnisstjóri á Grænhöfðaeyjum. ORÐSNILLD 24.-27. MAÍ INNRITUN TIL 20. MAÍ. HÆTTA Á STAFSETNINGARVILLUM OG RITVILLUM HVERFUR NÁNAST EF PÚ BEITIR ORÐSNILLD (WORD PERFECT) Orðsnilld inniheldurm.a. orðabók með 106.000 íslenskum orðum sem auka má við eftir þörfum notenda. Allar valmyndir og skipanir eru á íslensku. SÍMI: 621066 EFNI: Skipanir kerfisins • Æfingar í notkun Orðsnilldar • Möguleikar orðasafns • Helstu stýrikerfisskipanir LEIÐBEINANDI: Ragna Sigurðardóttir Guðjohnsen, ritvinnslukennari. TÍMI OG STAÐUR: 24. - 27. maí kl. 8.30 - 12.30 að Ánanaustum 15. MS-DOS 24.-27. MAÍ INNRITUN TIL 20. MAÍ. SÍMI: 621066 ÞÚ KYNNIST STÝRIKERFI EINKA- TÖLVUNNAR OG MÖGULEIKUM ÞESS Námskeiðið er gagnlegt hverjum þeim sem notar einka- tölvu og mikil þörf er á að a.m.k. einn starfsmaður á hverjum vinnustað hafi þá þekkingu sem hér er boðin. EFNI: Hlutverk stýrikerfa • Innbyggðar skipanir og hjálparforrit • Notkun skipanaskráa • Pípur, síur og té • Skráarkerfi MS-DOS og greinar þess • Stýriforrit fyrir ja • Uppsetning nýrra forrita • Afritataka og daglegur rekstu LEIÐBEINANDI: Björn Guðmundsson. TÍMI OG STAÐUR: 24. - 27. maí kl. 13.30 - 17.30 að Án Æmk O ðartæki r. anaustum 15. VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA TIL ÞÁTTTÖKU í ÞESSUM NÁMSKEIÐUM. Stjórnunarfélag Islands TÖLVUSKOLI — -.I Ánanaustum 15 • Simi: 6210 66 Morgunblaðið/Pétur P. Johnson Bergur Axelsson svífur yfir hindrunarlínuna á TF-MBL í lendinga- hluta keppninnar um Haraldarbikarinn en Bergur fékk fæst refsi- stig keppenda fyrir þann hluta keppninnar. Flugklúbbur Reykjavíkur: Sumarstarf vél- flugmanna hafið SUMARSTARF vélflugmanna hófst með keppni sem Flugklúbb- ur Reykjavíkur stóð fyrir um Haraldarbikarinn á Reykjavíkur- flugvelli á sumardaginn fyrsta. Orri Eiríksson frá Akureyri vann bikarinn en hann keppti á TF- TOM sem er af tegundinni Piper PA-22 Tri-Pacer. í lendingarhluta keppninnar sigraði Bergur Axels- son frá Reykjavik en hann keppti á TF-MBL sem er af tegundinni Bellanca Citabria. Keppnin um Haraldarbikarinn var eins konar upphitun fyrir Norður- landamótið í vélflugi sem haldið verður í fyrsta skipti hér á landi á Helluflugvelli í byijun júlímánaðar nk. Sjö flugmenn frá Akureyri, Reykjavík og Selfossi tóku þátt í keppninni sem skiptist í fjóra hluta: Gerð flugáætlunar eftir ákveðinni leið, flugleiðsögu, sérverkefni og mismunandi lendingar. í flugleiðsöguhluta keppninnar áttu flugmennirnir að fljúga ákveðna leið og halda nákvæma tímaáætiun. í sérverkefnunum áttu þeir hins veg- ar m.a. að þekkja ýmis kennileiti á jörðu niðri eftir ljósmyndum sem þeir höfðu meðferðis. I lendingar- hlutanum var keppt í marklendingu með ftjálsri aðferð, gervinauðlend- ingu, þar sem notkun vængbarða var leyfileg, gervinauðlendingu, án notkunar vængbarða, og lendingu yfir hindrunarlínu sem var í tveggja metra hæð frá marklínu. Yfirdómari í keppninni var Mog- ens Thaagaard frá Flugklúbbi Sel- foss en honum til aðstoðar voru fé- lagar úr flugklúbbum Reykjavíkur, Selfoss og Vestmannaeyja, þar á meðal Kristján Kristinssson sem var yfirdómari í lendingahluta keppninn- ar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.