Morgunblaðið - 17.05.1988, Page 25

Morgunblaðið - 17.05.1988, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988 25 Nýtt dagYistarheimili opnað í Hafnarfirði Hafnarfjarðarbær opnaði fyrir skömmu nýtt dagvistar- heimili fyrir börn. Rúm verður fyrir 17 börn á dagheimilisdeild og 84 börn á leikskóladeildum á nýja heimilinu. Nafn heimilis- ins er Hvammur og forstöðu- kona er Kristjana Gunnarsdótt- ir. Bærinn rekur auk Hvamms tvö dagvistarheimili sem eru hvort tveggja í senn dagheimili og leik- skóli. Samanlagður barnafjöldi á þessum tveim heimilum eru 42 börn á dagheimilisdeildum og 124 börn á leikskóladeildum. Fram- kvæmdir við byggingu Hvamms hófust síðla hausts 1987. Hafnarfjarðarbær rekur auk þess þrjá leikskóla sem rúma 191 barn, eitt dagheimili fyrir 68 börn, þar af 10 fötluð, og eitt skóladag- heimili fyrir 25 böm. Samanlagður barnafjöldi á dagvistarstofnunum er því 561 barn, þar af eru 237 dagheimilispláss, 399 leikskól.a- pláss á skóladagheimili. Til við- bótar framangreindum dagvistar- stofnunum bæjarins reka Verka- kvennafélagið Framtíðin og Hrafnista í Hafnarfirði dagheimili. Hjá Verkakvennafélaginu er pláss fyrir 40 börn en 29 í Hrafnistu. Félagsmálastjóri Hafnarfjarðar- bæjar er Marta Bergmann. Morgunblaðið/BAR Börn að leik á hinu nýja dagvistarheimili Hvammi í Hafnarfirði. Dagvistarheimilið Hvammur í Hafnarfirði. Morgunblaðið/BAR Fyrirliggjandi í birgðastöð SVARTAR OG GALVANISERAÐAR PÍPUR Samkv.:Din 2440 OQ00 oo o O O C ) O Sverleikar: svart, 3/8 - 5“ galv., 3/8 - 4“ Lengdir: 6 metrar SINDRA/j^STALHF BORGARTÚNI31, SÍMAR 27222 & 21684 Um mánaðamótin stjgu 28.480 Kjörbókareigendur eittþrep uppávið. Og fengu 70 milljónir í staðinn. Já, Kjörbókareigendur góðir, það kom að því. Þeir sem átt höfðu innstæðu, eða hluta hennar, óhreyfða í 16 mánuði fengu reiknaða fyrstu þrepahækkunina nú um mánaðamótin: 1,4% viðbótarvextir voru reiknaðirá innstæðuna 16 mánuði aftur í tímann, samtals 70 milljónir króna. Á hverjum degi þaðan í frá bætast svo fleiri og fleiri Kjörbókareigendur við, sem ná 16 mánaða þrepinu. Átta mánuðum síðar hefst á sama hátt, útreikningur á afturvirka 24 mánaða vaxtaþrepinu. Kjörbókin ber háa vexti auk verð- tryggingarákvæðis, verðlaunar þá sérstaklega sem eiga lengi inni, en er engu að síður algjörlega óbundin. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.