Morgunblaðið - 17.05.1988, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 17.05.1988, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988 Markieiðir í Húnavatnssýslu eftir Einar Pálsson Jón Eyþórsson veðurfræðingur sendir frá sér allmikla ritsmíð í Arbók Ferðafélags íslands árið 1964. Fjallar ritsmíðin um Austur- Húnavatnssýslu. Kaflinn Ásar og Svínadalur í þessari ritsmíð Jóns er með afbrigðum forvitnilegur og ber það einkum til, að Jón heggur þar eftir fyrirbæri því er nefna má markleiðir á íslenzku, en það orð er haft um beinar línur, sem nútímamenn veita athygli í fomum byggðum. Það er ekki fyrr en ný- lega að mér var bent á þessa ritsmíð Jóns Eyþórssonar, og varð ég alveg undrandi yfir því sem þar er að finna. Er með ólíkindum, að enginn skuli hafa haft orð á þessum athug- unum Jóns Eyþórssonar í umræðum um markleiðir Rangárhverfís, sem nú hafa staðið í Qórðung aldar. En svona er þetta, við getur ekki allir lesið allt, og athugasemdir í þétt- skrifaðri héraðslýsingu em fáum tiltækar, enda vísast, að menn veiti ekki slfku efni athygli, ef þeir þekkja ekki mikilvægi þess. Ein málsgrein Jóns Eyþórssonar er öðmm merkari og skal hún því birt hér í heild: „Bæir á Kólkumýrum og víðar virðast standa í beinum röðum eða því sem næst. í syðstu röð, nálægt hreppamótum em bæimir Orra- staðir, Hamrakot og Kagaðarhóll í beinni línu úr Reykjanibbu í Geita- skarð. Er það nónstefna. Reykir og Smyrlaberg em í annarri samhliða röð nokkm norðar. Miðsvæðis em Beinakelda vestast, þá Hæll, Meðal- heimur, Hurðarbak og Köldukinn á beinni línu frá SV til NA (S 34°V). í flórðu röð (S 24°V) er Holt nyrst, þá Torfalækur, Kringia, Stóragiljá — og handan hreppamóta Litla- Giljá, Steinnes, Hólabak og Ás- mundarstaðir (Miðhópssel) undir Ásmundamúpi, en Umsvalir lenda aðeins austan við; Akur, Húnsstað- ir og Hjaltabakki em loks á þvf nær alveg samhliða línu og enn fremur Leysingjastaðir, Hagi, Miðhóp og Gröf. Þetta er að vísu lausleg at- hugun, en furðu margir bæir virð- ast standast á, og sést það oft gföggt, þegar símalfnur era lagðar um sveitir. Til gamans má geta þess, að Gunnfríðarstaðir, Stóra- og Litlabúrfell, Holt, Hrafiiabjörg og Marðamúpssel em á beinni lfnu S 10°A. Hafa landnámsmenn e.t.v. valið bæjaretæði eftir fleiri sjónarmiðum en hingað til hafa verið talin?“ (S. 138-9.) Athugunin Svo er að g'á sem fomleifafiæð- ingar hafi ekki gefíð gaum að þess- um orðum Jóns Eyþóresonar, og eiga þau þó séretakt erindi til þeirra. Er þess að vænta, að þeir taki nú til alvarlegrar íhugunar það sem við blasir f elztu byggðasögu lands- ins. Að sjálfsögðu verður að telja það matsatriði, hveijir ættu að hafa rannsóknir á markleiðum með höndum; mér hefur alltaf þótt sem fomleifafræðingar væm sjálfkjöm- ir til slfks. Arkitektar virðast þó ætla að helga sér sviðið; hérlendis hefur einn arkitekt, Þórarinn Þórar- insson, gert ýmsar athyglisverðar athuganir er þessi mál varða; í Rómaborg hafa arkitektar algjört firumkvæði um þau efni. Nokkrir leikmenn hafa velt fyrir sér mark- leiðum, og þekki ég aðallega til slfkra athugana af símtölum; eng- inn veit fyrirfiram hvar fróðleiks- fýsnin brýzt út. En gaman er að tala við menn sem fá áhuga á fomri skipan héraða; líkt er sem þeir líti heimkynni sín nýjum og ferskum augum, þegar þeir komast í snert- ingu við hugsanir forfeðra vorra. Vart þarf að skýra það fyrir Is- lendingum, að Jon Eyþórsson var allt í senn forvitinn maður, athug- ull og glöggur. Hann lætur sér ekki nægja að koma auga á einkennilega staðreynd sem þarfnast skýringar; hann lætur athugun sína á þrykk út ganga svo að menn megi velta gátunni fyrir sér. Fróðleiksþoreta og rannsóknarhneigð Jóns Eyþórs- sonar eigum við það þannig að þakka, að röðun bæja í Húnaþingi liggur nú fyrir sem augljóst rann- sóknarefni fomfræða. Er ekki lítill akkur f upplýsingum JÓns, þegar dæmi koma saman. Táknmál Það sem olli því að ég veitti markleiðum fyret athygli var fomt táknmál: svo var að sjá sem vissum goðminnum væri raðað upp í héraði líkt og þeim bæjum, sem Jón Ey- þórsson minnist á. Aldrei hafði ég heyrt getið markleiða, vissi ekki til að slíkra fyrirbæra væri að vænta hérlendis og hafði því einfaldlega ekki leitt að þeim hugann. Samt sýndu goðminni ýmissa íslendinga- sagna, að þau tengdust stöðum, sem röðuðust á „fasta stefnu" eða „beina línu.“ Þetta mál þarfnaðist rannsóknar, og varð úr mikið net hugmynda, sem íslendingar hafa nú aðgang að f bókum. Eitt þeirra rita, sem eigi verða skilin frá markleiðum, er Grettis saga. Gerði ég athuganir á þeirri sögu fyrir um fjórðungi aldar; nú er ljóst, að mark.Ieiðir Grettlu sam- svara markleiðum annarra helztu íslendingasagna, svo að ólíkra túlk- ana mun eigi þörf í Húnaþingi. Það sem nýjast má telja í þvf efni verð- ur gefið út á þessu ári í riti, er nefnist Stefið; þar er birt sú niður- staða af athugun á tveim tugum helztu sagna íslendinga að táknmál það sem kennt hefur verið við Baug Rangárhverfis, var það sama um gjörvallt landið. Þannig má beinlfn- is greina markleiðimar af tákn- málinu án þess horft sé á kört elleg- ar sveitir skoðaðar af fjallabrún. Fjöldi efnisþátta vitnar um styrk bönd milli sagnminna og áttavís- anar. Hafa tengsl íslendingasagna við eyktamörk varpað nýju ljósi á gjörvallt samband hins íslenzka goðaveldis og samfélaga Evrópu að fomu. Hvað voru markleiðir? Einfaldast er að skýra markleiðir með því að minna á eyktir fom- manna. Ef lesandinn hefur það í huga, að fommenn áttu sér engar klukkur í nútímaskilningi, heldur töldu stundir dags í göngu sólar um himinbaug, verður þetta dæmi ekki örðugt viðfangs. Setjum okkur í stellingar landnámsmanns, og hyggjum að þörfum hans. Augljós- lega knýr nauösyn hann til að átta sig í tilvemnni; til að marka aust- ur, vestur, norður og suður — og hálfeyktir inn í millum. Þessar áttavísanir em í raun „klukka" landnámsmannsins; sérhver bóndi þarfnast marka á sjóndeildarhring til að átta sig á göngu sólar. Þann- ig verða áberandi tindar, mishæðir og skörð f fjarska eins konar „töl- ur“ þeirrar klukku, sem hver bóndi hefur til að átta sig á jörðu hér, miðað er við túnið heima. Þegar horft er frá ákveðnum depli á jörðu til kennileitis í fjarska verður leiðin að sjálfsögðu „bein“. Einar Pálsson „Flest sem ritað hef ur verið um hugmynda- fræði íslendingasagna hefur til skamms tíma mótazt af óljósum vangaveltum og skáld- legri innsýn manna sem eigi grófu niður í hug- arheim fornrita. Eftir að markleiðirnar urðu ljósar hafa aðstæður gjörbreytzt; unnt er nó að skilgreina örðug við- fangsefni af sæmilegri skerpu.“ Sú er orsök þess, að markleiðir em ávallt sýndar sem beinar línur. Menn undrast stundum, hversu langar markleiðimar vom að fomu, en þá er að hyggja að augum mannsins: í raun hamlaði ekkert sjónlínu fommanns annað en hæðir innan þess héraðs sem hann hafði til viðmiðunar. Finnur Magnússon, prófessor í Kaupmannahöfn, rann- sakaði á öldinni sem leið fom íslenzk eyktamörk. Ef menn skoða eyktamörk þau er Finnur Magnús- son birtir í bók sinni, sjá þeir skjótt, hversu sjálfsögð slík viðmiðun er. Jafnframt hljóta allir að skilja, að í raun þarfnast hver bóndi, hver bær, sinnar „klukku" í þessum skilningi. Þannig verður ekkert „skrýtið" eða einkennilegt um markleiðimar, eins og stundum hefur verið látið að liggja undanfar- in ár; markleiðimar vom sjálfsagð- asta viðmiðun bóndans, þá er hann hugaði að tíma dags, árstíðum, slætti, hirðingu og skepnuhaldi. Bæir á Kólkumýrum Það sem flestum mun á óvart koma um orð Jóns Eyþórssonar, er, að hann telur bæi á Kolkumýmm og víðar „standa í beinum röðum eða því sem næst“. Slíkt undrar hins vegar ekki þann sem þetta rit- ar eftir athuganir á fomum mark- leiðum. Það sem lesið verður af markleiðum er, að landnámsmenn tóku vissa stefnu frá einum púnkti að áberandi kennileiti og skipuðu byggð með hliðsjón af því. Þótt ein- hveijum kunni að sýnast þetta flók- ið, er það í raun einfaldasta og sjálf- sagðasta aðferð, sem landnemum í nýju héraði stóð til boða. Sú stað- reynd, að bæir em á vissum stöðum reistir með þeim hætti sem hér frá greinir, sýnir svart á hvítu, að fom- menn beittu heilbrigðri skjmsemi við skipulag byggðar. Skoðum orða- lag Jóns Eyþórssonar: þrír bæir em lagðir „á beinni lfnu úr Reykjanibbu í Geitaskarð". Tekið er fram, að þetta sé „nónstefna". Þar sjáum við m.ö.o. hvort tveggja í senn, miðun við kennileiti í Qarska — og göngu sólar. Hvað er í raun eðlilegra, þeg- ar menn taka nýtt land til búsetu? Einna skemmtilegast þykir mér að sjá, að fímm bæir em „á beinni línu frá SV til NA“ — þetta er sú tegund markleiðar sem ég veitti sjálfur fyrst athygli — og vissi, að finnast hlaut í Húnavatnssýslu. Óþarfi er að endurtaka orð Jóns og leggja út af hverri markleið fyr- ir sig; meginatriði er að lesendur skilji, hversu merkileg athugaefni hér em á ferðinni. Goðminnin Ástæðan til, að markleiðir mnnu inn í rannsóknir undirritaðs er sú, að þær reyndust tengdar fomum goðminnum. Markleiðir Hunavatns- sýslu em óaðskiljanlegar frá Grett- is sögu, enda er það mikla verk lítt skiljanlegt nema markleiðir séu gaumgæfðar í sambandinu. Hér verður það mál ekki rætt nánar, en bent á, að markleiðir ættu að vera undirstaða sögu sérhvers hér- aðs af þeirri einfoldu ástæðu, að fommenn þekktu himinhring og kennileiti og varðveittu sagnir sínar með hliðsjón af hvom tveggja. Mikilvægar em markleiðir til að skýra heildarmynd af hinu íslenzka samfélagi í öndverðu. Ætti hver maður að geta skilið, hvað það merkir fyrir rannsóknir á goðaveld- inu foma, að goðminni skyldu finnast í tengslum við markleiðim- ar. Þessi goðminni vísuðu skýrt til merkinga og má raunar segja, að sú uppgötvun hafi um flest breytt rannsóknaraðstöðu íslendinga á fomum sögnum sfnum. Unnt er nú að skilgreina með nokkm öryggi, hvaðan helztu goðminni em rannin og hvemig á þeim stendur innan hinna ýmsu sagna.. Er aðstaða okk- ar til slíkra rannsókna þannig gjör- ólík því sem var fyrir aðeins nokkr- um áratugum. Mikilvægast alls má hins vegar telja, að unnt reyndist að skorða fslenzkar markleiðir við stjömu- himni. Er f rauninni flest óskiljan- legt um hugmyndafræði fom- manna, nema sú staðreynd sé höfð bak við eyrað. Jafnvel enn torekild- ara hlýtur það þó að vera fyrir ís- lendinga, hvemig unnt var að segja fyrir um, hvað finnast mundi við rannsóknir á fomum menningar- háttum Flórenzborgar og Rómar — af íslenzkum hliðstæðum — ef þetta er ekki tekið með í reikninginn. En svo standa málin í dag: með því að finna himinhring sem hugtak, rann- saka beitingu þess hugtaks og bera síðan saman ömefni, kennileiti og stjömuhimin fólks á ítalfu og ís- landi að fomu — er unnt að vinna tilgátur af skynsamlegu viti. Það verk er nú hafíð. Forn íslensk eyktamörk. (Úr bók Finns Magnússonar, „Om de gamle Skandinavers Inddeling af Dag- ens Tides“ Khöfn, 1844.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.