Morgunblaðið - 17.05.1988, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988
27
sá til kornræktar
Jón Eyþórsson og
Signrður Nordal
Þeir Jon Eyþórsson og Sigurður
Nordal voru sammæðra, ættaðir úr
Húnaþingi. Jón fór í veðurfræðina,
Sigurður í bókmenntirnar. Enginn
reyndist Sigurði slyngari á vett-
vangi hins ritaða orðs, fjöldi
ritsmiða hans er gerður af fágætri
íþrótt; þar sem Sigurður Nordal
beitti hug og hendi að fomsögum
reit skáld um skáld, innsæi hins
einstaka ritsnillings lýsir hvem krók
sem hugað er að. Mjög kvartaði
Nordal hinsvegar undan örðugleik-
um við túlkun á íslendingasögum,
þar kvaðst hann ekki finna hald-
reipi — eða hvar er það að sjá, sem
skýrir hvemig munnmæli urðu til?
Eða hvaða sagnir vom það sem
mótuðust fyrir daga ritunarinnar —
og hvemig verða hendur á þeim
festar? í rauninni rennir maður
nánast blint í sjóinn um uppmna
arfsagna og varðveizlu þeirra, segir
vitmaðurinn. Verður þessa ekki sízt
vart í rannsókn hans á Hrafnkels
sögu, sem þó varð víðfræg á sinni
tíð og enn er vitnað til sem tíma-
mótaverks. Er svo að sjá sem vönt-
un Sigurðar Nordal á viðmiðunum
sé bein ástæða þess, að hann hætti
að mestu útskýringum og túlkunum
á fomritum vomm. Og vart er það
vafa undirorpið, að þessi er ein
helsta ástæðan fyrir því, að hann
sendi aldrei frá sér íslenzka menn-
ingu, sem átti að verða bautasteinn
hans yfír fomritunum. Vekur það
því merkilega kennd að sjá Jón
Eyþórsson, sjálfan hálfbróður Sig-
urðar Nordal, veita markleiðum
Húnaþings athygli, skrá þær á blað
og spyija spumingarinnar miklu:
Hafa landnámsmenn e.t.v. valið sér
bæjarstæði eftir fleiri sjónarmiðum
en hingað til hafa verið talin?
Þama hangir meira á spýtunni
en bæjarstæðin. Flest sem ritað
hefur verið um hugmyndafræði ís-
iendingasagna hefur til skamms
tíma mótazt af óljósum vangavelt-
um og skáldlegri innsýn manna sem
eigi grófu niður í hugarheim fom-
rita. Eftir að markleiðimar urðu
ljósar hafa aðstæður gjörbreytzt;
unnt er nú að skilgreina örðug við-
fangsefni af sæmilegri skerpu. Við
stöndum einfaldlega ekki lengur
verklaus; viðmiðanir blasa við í
hverri sveit. Þetta er það sem mestu
skiptir: íslendingar hafa nú föst
mörk við að miða í fomfræðum.
Sagnminnin skýrast beint af tengsl-
um við markleiðir og bæjarstæði,
unnt er að rannsaka samsetningu
þeirra og innri byggingu af tengsl-
um við hugmyndafræði hins foma
himinhrings.
Ekki er ólíklegt, að sú veðurspá
Jóns Eyþórssonar, er hann setti
fram sem spumingu í Árbók Ferða-
félags íslands árið 1964, lifí lengst
þess er hann lét frá sér fara. En
fróðlegt er í þvi viðfangi að velta
því fyrir sér, hvað gerzt hefði í rann-
sóknum Sigurðar Nordal, ef hann
hefði sezt niður og ígrundað það
sem vakti athugli og furðu hálf-
bróðurins í heimabyggðunum forð-
um.
Heimspekileg spuming það.
Hefði Sigurður vafalaust sjálfur
gert því efni skil í fágætri ritsmíð
— væri hann lífs.
Höfundur er fræðimaður.
Borgarráð:
Dómnefnd um
Geldinganes
BORGARRÁÐ hefur skipað
þriggja manna dómnefnd í sam-
keppni um framtíðarskipulag i
Geldingarnesi en þar á að risa
íbúðabyggði.
Dómnefíidina skipa Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson formaður skipu-
lagsnefndar Reykjavíkurborgar,
Ingimundur Sveinsson arkitekt og
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fulltrúi
Kvennalistans í Borgarstjóm.
Leitað verður til Arkitektafélags
íslands um að skipa tvo arkitekta
í dómnenfndina.
Vestur-Eyjafjöll:
Bændur
noiti.
VORIÐ hér undir Eyjafjöllum
hefur komið seint. Jörðin hefur
verið grá fram undir þetta, en
þó er klaki farinn úr jörðu og
bændur farnir að undirbúa vor-
störf. Þrír bændur undir Vestur-
Eyjafjöllum hefja nú í fyrsta sinn
kornrækt.
Fréttamaður hitti Viðar Bjama-
son bónda í Ásólfsskála þar sem
hann var að sá til komræktar.
Hann sagði að sjálfsagt væri að
reyna þessa nýju búgrein og vafa-
laust ætti hún hvergi rétt á sér, ef
ekki væri hér undir Eyjafjöllum.
Þeir bændur á Þorvaldseyri hefðu
um árabil stundað komrækt með
góðum árangri og eins hefðu Land-
eyingar með miklum stórhug ráðist
í vélakauð og reist verksmiðju til
að vinna komið. Hann, Leifur Ein-
arsson í Nýjabæ og Ingi Einarsson
í Varmahlíð hefðu ákveðið að sá í
akur núna með það í veganesti að
Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri
ætlaði að hjálpa þeim með því að
skera komið í sumar og vera þeim
tii styrktar að öðru leyti í þessari
ræktun. Vandamálið sem hann
væri að glíma við núna væri veiði-
bjallan sem bókstaflega hirti fræið
af akrinum.
- Fréttaritari
VEIKASTI HLEKKURINN
í TÖLVUKERFINU?
Ef tölvukerfið gefur kost á glæsilegri litagrafík,
en skjárinn er einungis gerður fyrir
einfalda textavinnu í einum lit,
nýtast möguleikar kerfisins
ekki til fulls.
NEC MULTISYNC litaskjárinn
tengist öllum almennum
hugbúnaði. Hárfín
upplausn á 14-20 tommu
myndfleti, glampahindrun,
sérstök þríhliða
litastilling, snúningsfótur
með einfaldri hæðar- og
NEC
hallastillingu - allt hjálpast þetta að við að gera
NEC MULTISYNC litaskjáinn
einn af þeim allra bestu
semvölerá.
Láttu ekki skjáinn standa þér
og tölvukerfinu þínu fyrir þrifum.
NEC MULTISYNC er ávísun á
fjölbreytta möguleika og
frábært vinnuhagræði.
rr3 KRISTJÁN Ó.
LLJ SKAGFJÖRÐ HF.
Tölvudeild Hólmaslóö 4, sími 24120
Úrvalsþjónusta fagfólks -hröð, alhliða, alltaf.
SÖLUSTAÐIR:
Andisf.
Hverfisgötu 105
125Reykjavík
Bókaskemman Fjölkaup hf. Hugtak sf.
Stekkjarholti8-10 Laugavegil63 Bíldshöfðal2
300Akranesi 128 Reykjavík 112 Reykjavík
EinarJ. Skúlason hf. GunnarÁsgeirssonhf. Hugtaksf.
Grensásvegi 10 Suðurlandsbrautlö Vestmannabr. 25
108 Reykjavík 108Reykjavík ÖOOVestm.eyjum
íkon hf.
Skipholti 50b
105 Reykjavík
Traust
Miðási 11
700 Egilsstöðum 108 Reykjavík
Töluvutæki Bókval Þróun Öm þórtiallsson
Kaupvangsstræti4 Tölvu-ogrekstrarraðg. Langholtsvegilll
600 Akureyri Höfðabakkaö 104Reykjavík
Tötvuvömrhf. 112Reykjavík Örtötvutækni hf
Skeifan 17 Ármúla 38
128 Reykjavík