Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988
Sinubruninn við Elliðavatn séður úr lofti.
Morgunblaðið/PPJ
Heiðmörk:
Sinubruni á fjög-
urra hektara svæði
Sinueldar kviknuðu hjá
Hulduklettum og austan bæjar-
ins Elliðavatns á sunnudag og
skemmdist gróður á um 4 hekt-
ara svæði. Vignir Sigurðsson,
eftirlitsmaður Heiðmerkur,
sagði ókleift að meta tjónið en
Ijóst væri að það væri mikið.
Bruninn við Elliðavatn stafaði
af gáleysi er ungt barn lék sér
að eldi en ekki er vitað um
orsakir sinubrunans hjá Huldu-
klettum.
Fyrri sinueldurinn kviknaði um
kl. 16.30 og tók um 3 tíma að
slökkva hann. Um það leyti sem
því starfi lauk kviknaði hinn
sfðari.
Vilhjálmur Sigtryggsson, fram-
kvæmdastjóri Skógræktarfélags
Reykjavíkur, sagði tré hafa
skemmst mikið. Erfitt hefði
reynst að slökkva eldana þar sem
mikil lúpína hefði verið á svæð-
inu. Nálæg hús hefðu ekki verið
í neinni hættu.
Á milli 50 og 100 manns, frá
slökkviliði, skógrækt og fólk sem
átti leið hjá, unnu við að slökkva
eldana.
Vilhjálmur sagði enga ákvörð-
un hafa verið tekna um bóta-
skyldu vegna sinubrunans á
sunnudag. „Það þarf að móta
reglur um bótaskyldu. Ef menn
eru staðnir að verki er hægt að
sækja þá til saka en það hefur
ekki verið gert hingað til. Þó kom
upp eitt tilfelli fyrir nokkrum
árum þegar nokkur ungmenni
skildu við opinn eld og hann
breiddist út. Við höfðum hendur
í hári þeirra og sögðum þeim til
syndanna. Lyktir málsins urðu
þær að ungmennin unnu að gróð-
ursetningu í ákveðinn tíma til að
bæta fyrir brot sitt. En yfirleitt
náum við ekki í gerenduma."
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra:
Aðalmálið að koma í
veg fyrir víxlhækkun
Viöræður um nýtt fiskverö þurfa að hefjast strax
„VIÐ erum nú komnir með dag-
setningn á aðgerðir sem er nær
þeim timapunkti sem menn höfðu
hugsað sér, það er 1. júní. En
auðvitað stöndum við frammi
fyrir sömu stóru vandamálun-
um,“ sagði Halldór Ásgrímsson
sjávarútvegsráðherra.
„Stóra málið er að við höfum
orðið fyrir mikilli skerðingu á kjör-
um okkar. Spumingin er ekki um
að breyta þvi, við getum engu um
það breytt, heldur hvemig við jöfn-
um tekjuskerðingunni sem réttlát-
ast niður. Það er að mínu mati frá-
leitt að togast sé á um það hvað
kjörin verði skert. Við komumst
einfaldlega ekki fram hjá því verð-
falli sjávarafurða sem orðið hefur
á erlendum mörkuðum og verðum
aðtaka það á okkur.
í framhaldi af gengisfellingunni
er nú sem fyrr aðalmálið að koma
í veg fyrir víxlhækkun á verðlagi
og kaupi. Sjávarútvegurinn er
grundvallaratriði og ef einhver
heldur það að kjör þjóðarinnar verði
vemduð með því að fískvinnslan
verði gjaldþrota verður að leiðrétta
þann misskilning. Þeir sem þannig
hugsa eru alls ekki málsvarar þess
að lífskjörin verði vemduð. í mínum
huga er það aðalatriðið að sjávarút-
vegurinn fái rekstrargrundvöll.
Þeirri spumingu er ósvarað hvort
fískverðið breytist 1. júní. Ég tel
að fiskverðið verði að hækka eitt-
hvað vegna þess að útgerðarkostn-
aður hækkar við gengisfellingu, en
á það ber að líta að útgerðin hefur
búið við bærilegan kost, þó aflasam-
dráttur setji strik þar í reikninginn.
Eftir þessa gengisbreytingu er
afkoma sjávarútvegsins alveg í
jámum og hún er til einskins ef
ekki verða stöðvaðar víxlhækkanir
í framhaldinu. Ef það verður ekki
gert munu fiskvinnslufyrirtækin
almennt ekki geta haldið áfram og
það hefði í för með sér almenna
lífskjaraskerðingu. Það er ekki
nokkur vafí á því að útgerðin mun
skaðast á gengisbreytingunni en
staða fiskvinnslunnar var orðin það
slæm að ekki varð hjá því komist
að breyta tekjuskiptingunni í sjáv-
arútvegnum. Það er ekki síður mik-
ilvægt fyrir útgerðina að fiskvinnsl-
an búi við lífvænleg skilyrði. Nú
er ekki eftir neinu að bíða og nauð-
synlegt að strax fari í gang viðræð-
ur um nýtt fiskverð til að línur skýr-
ist betur innan sjávarútvegsins.
Framhaldið verður væntanlega
það að stjómarflokkamir halda
áfram þeim viðræðum sem hófust
um helgina. Ég hef aldrei reiknað
með að mögulegt yrði að ljúka
málinu á stuttum tíma,“ sagði
Halldór.
Halldór sagði aðspurður að
stjómarsamstarfið gæti verið í mik-
illi hættu. „Það er hætta á ferðum,
bæði fyrir stjómarsamstarfíð og
þjóðfélagið í heild," sagði hann.
Tap á frystingu þrátt fyrír gengisfellingima:
Ekkert svigrúm til
fiskyerðshækkunar
segir Arni Benediktsson
ÁRNI
framkæm dastj óri
Benediktsson
Sambands-
Ríkisstjórnin tók
skynsamlega á málnm
- segir Jón Sigursson viðskiptaráðherra
JÓN Sigurðsson viðskiptaráð- ákvörðun og til að koma í veg fyrir
herra segir að ríkisstjómin hafi að flæði yfir alla bakka," sagði Jón
tekið skynsamlega á málum, mið-
að við aðstæður, með því að
fresta hliðaraðgerðum vegna
gengisfellingarinnnar og leita
eftir viðræðum við aðila vinnu-
markaðarins.
Jón Sigurðsson sagði við Morg-
unblaðið að það hefði verið óhjá-
kvæmilegt að loka á gjaldeyrisvið-
skiptin sl. fimmtudag vegna um-
sóknaskriðunnar sem fallið hefði á
gjaldeyrisdeildimar og einnig hefði
verið nauðsynlegt að opna aftir fyr-
ir eðlileg gjaldeyrisviðskipti með
mánudagsmorgun. Sú leið hefði
síðan verið valin að ákveða stuðn-
ingsaðgerðir við gengisfellinguna
ekki fyrr en eftir viðræður við aðila
á vinnumarkaði en með það vega-
nesti í förinni að koma í veg fyrir
víxlhækkanir verðlags og launa og
líta einnig á verðbindingarákvæði í
lánssamningum og hvemig koma
eigi í veg fyrir að launaþróun fari
úr böndunum hjá þeim félögum sem
ósamið eiga.
„Þetta tel ég að geti reynst far-
sæl byijun á því að komast úr því
fari að beita aðeins gengisbreytingu
og einhverskonar íhlutun á vinnu-
markaði þegar jafnvægisvandi
steðjar að, eins og nú er. Þessvegna
höfum við Alþýðuflokksmenn lagt
fram tillögur um hvemig við viljum
stuðla að þessu og þótt ég vilji ekki
ræða tillögumarí smáatriðum hljóta
þær að snúa fyrst og fremst að því
hvemig ríkið beitir ríkisfjármálum
og peningamálum til að styðja þessa
Sigurðsson
Rfkisstjómin steftidi að því að
ganga frá stuðningsaðgerðunum
með gengisfellingunni um helgina
og þegar Jón var spurður hvort því
hefði verið frestað vegna þess að
stjómin hefði ekki verið nægilega
vel undirbúin eða vegna grunvall-
arágreinings um leiðir milli stjóm-
arflokkanna, sagði hann að ríkis-
stjómin hafði stefnt að því að taka
sér lengri tíma til ákvarðana í efna-
hagsmálum. „Það er einnig svo að
í þeim málum eru mörg álitaefni,
ekki endilega ágreiningsefni, og
margt sem er tæknilega vandasamt
og nauðsynlegt að taka í lengrí
tíma.
Ég nefni sem dæmi að það er
nefnd starfandi á mínum vegum til
að kanna hugsanlega breytingu á
lánskjaravísitölu og verðtryggingar
á fjárskuldbindingum. Það er einnig
starfandi nefnd til að athuga starf-
semi lánamarkaðar utan banka og
sparisjóða og í undirbúningi em
breytingar á reglum um erlendar
lántölur. Þetta eru allt þættir í því
máli sem ég tel að hvorki eigj né
geti verið ákvörðunarefni á einu
síðdegi. Þessi uppákoma endaði á
mínum dómi farsællega og ég á von
á að forsætisráðherra kveðji aðila
vinnumarkaðarins til fundar [í dag,
þriðjudag] og flokkamir muni halda
áfram sínu starfi. Um ágreining vil
ég ekki Qolyrða," sagði Jón.
Þegar hann var beðinn um að
meta stöðu ríkisstjómarinnar eftir
fundi helgarinnar sagðist hann telja
að stjómin hefði tekið skynsamlega
á þessu máli. „Það em margar
kjaradeiiur á viðkvæmu stigi og
framundan eru samningar hjá sjó-
mönnum. Ég tel að stjómin hafi
tekið þessa ákvörðun mjög skyn-
samlega miðað við aðstæður. En
auðvitað er mikið verk framundan
og vandasöm viðfangsefni," sagði
Jón Sigurðsson.
frystihúsanna segir að 10% geng-
isfelling ein sér dugi ekki til að
vega á móti tapinu á frysting-
unni og gefi ekkert svigrúm til
fiskverðshækkunar.
„Við höfum heyrt það endurtekið
að undanfömu að gengisfelling ein
sér dugi ekki. Þetta áttu að vísu
allir að vita en samt er það ná-
kvæmlega það sem gert er. Það er
því allt of snemmt að segja til hvað
verður úr þessu en væntanlega á
eftir að gera eitthvað meira seinna.
Gengisfellingin ein sér dugar ekki
til að koma frystingunni á slétt.
Hinsvegar er staðan betri í salt-
fiskvinnslu þannig að í heild gæti
staðan verið nokkumveginn á
sléttu," sagði Ámi Benediktsson í
samtali við Morgunblaðið.
Þegar hann var spurður um áhrif
gengisfellingarinnar á fiskverðs-
ákvörðun sagðist hann ekki sjá að
svigrúm fískvinnslunnar hefði auk-
ist.
Arinbjörn Árnason píanóleikari.
Nýi tónlistarskólinn:
Burtfararpróf
í píanóleik
ARINBJÖRN Árnason (17 ára)
lýkur burtfararprófi með opin-
berum tónleikum miðvikudaginn
18. maí kl. 20.30 í sal skólans í
Armúla 44.
Á tónleikaskrá eru eftirtalin
verk: Partíta í e-moll nr. 6 eftir
Bach, Sonata op. 13 (Pathétique)
eftir Beethoven, Ondine eftir Rav-
el, tvær Etýður op. 25 nr. 1 og 2
eftir Chopin og Ballaða í g-moll op.
23 einnig eftir Chopin. Kennari
Arinbjamar er Ragnar Bjömsson.
Aðgangur á tónleikana er ókeyp-
is og öllum heimill.
(Fréttatilkynning)
Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ:
Fiskverð þarf að hækka sem
nemur gengisbreytingunni
Gengisf ellingin of lítil til að bjarga fiskvinnslunni
FISKVERÐ þarf að hækka jafn
mikið og nemur gengisbreyting-
unni til að staða útgerðarinnar
verði söm og fyrir gengisfell-
ingu, að sögn Kristján Ragnars-
sonar formanns Landssambands
islenskra útvegsmanna. Hráefn-
iskostnaður er um helmingur af
kostnaði fiskvinnslunnar og ef
fiskverðið hækkaði þetta mikið
væri helmingur af ávinningi fisk-
vinnslunnar genginn til baka.
Kristján sagði að allur útgerðar-
kostnaður hækkaði mikið við geng-
isfellinguna. Til dæmis hækkuðu
verðtryggðar skuldir útgerðarinnar
við Fiskveiðasjóð sem næmi gengis-
breytingunni, eða um 1,1 milljarð,
og olía og veiðarfærakostnaður
hækkaði um 300 milljónir kr. Laun-
in væm hlutfall af tekjum útgerðar-
innar og fæm því eftir fiskverði,
en óvissa um breytingar á því. Fisk-
verðið hefur ekki hækkað frá því í
nóvember en er laust 1. júní. Kristj-
án sagði að fískverðið yrði að
hækka 1. júní, það stæðist ekki
lengur að laun sjómanna, þó þau
hefðu verið allgóð, hækkuðu ekkert
þegar laun allra annarra þjóðfélags-
hópa væm að hækka.
Kristján sagði að útgerðarmenn
og sjómenn sem seldu ferskan fisk
högnuðust á gengisfellingunni,
tekjur þeirra hækkuðu strax og
yrði fískverðið að hækka í takt við
það til að vinnslan væri samkeppn-
isfær. Frystitogarar og rækjuskip
sem frystu um borð fengju einnig
tekjuhækkun strax. „Fiskverðið
verður því að fylgja genginu og
þegar dæmið er gert upp virðist
gengisbreytingin vera allt of lítil til
að bjarga fiskvinnslunni. En annars
er erfitt að átta sig á þessu þegar
allt viðbit gengisfellingarinnar
vantar," sagði Kristján.