Morgunblaðið - 17.05.1988, Síða 41

Morgunblaðið - 17.05.1988, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988 41 Ari Skúlason, hagfræðingur ASI: Rauða strikið í nóv- ember stenst varla „RAUÐA strikið 1. júlí gæti hang- ið ef menn eru bjartsýnir, en hitt er miklu hæpnara að rauða strikið 1. nóvember standist, ég hef enga trú á því,“ sagði Ari Skúlason, hagfræðingur ASÍ, er hann var spurður um áhrif gengisfellingar- innar. „Frá okkar sjónarmiði skiptir mestu máli að það verði ekki komið kjaraskerðingarhöggi Eiður Guðnason: Viðunandi niðurstaða EIÐUR Guðnason, formaður þing- flokks Alþýðuflokksins, sagðist telja að ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar um lækkun á gengi krónunnar og viðræður við aðila vinnumark- aðarins væri viðunandi niðurstaða á þessu stigi. Nú yrðu að hefjast viðræður um hliðarráðstafanir. „Þetta er viðunandi niðurstaða á þessu stigi en fleira þarf að koma til. Við alþýðuflokksmenn vorum til- búnir með tillögur um hliðarráðstaf- anir og nú verða þær ræddar. Tíminn tók völdin af mönnum þegar gjald- eyrisútstreymið átti sér stað," sagði Eiður. „Við teljum mikilvægt að nú he§- ist viðræður við aðila vinnumarkað- arins og vonum að þær beri árangur áður en langt um líður. Það var öllum ljóst að gengisfelling var staðreynd. Hún hefur bætt hlut fískvinnslufyrir- tækjanna verulega en ef gengið hefði verið lengra hefði það skapað önnur og erfíðari vandamál." á launþega og þá sérstaklega á þá sem lægst laun hafa. Það er alveg út í hött að fara að setja lög á kjaraþróun þvi þau munu gilda fyrir þá lægstlaunuðu en ekki fyr- ir hina, eins og við höfum reynslu fyrir frá 1983.“ „Við horfum ekki bara á þetta úr fjarlægð en hins vegar erum við ekki tilbúnir að fara í viðræður eingöngu til að ákveða hvemig skerða eigi kaupið. Annars er lítið um þetta að segja nú, þessi gengisfelling er eflaust ekki nema hluti af því sem á eftir að koma í ljós. Svona gengis- felling ein sér leiðir ekki til neins nema hvað hún gæti lækkað kaup- mátt hjá fólki. Hún frestar bara vandanum." Ari sagði að framfærsluvísitalan nú væri reiknuð 245,19 stig, en að öllu óbreyttu hefði hún átt að hækka um 2% nú, í um 250 stig. Áhrifín af gengisfellingunni væru tafín og kæmu ekki fyllilega í ljós fyrr en í júlí. Rauða strikið 1. júlí - sem í nær öllum samningum gerir ráð fyrir að framfærsluvísitalan færi ekki yfír 263 stig - ætti því að halda nema einhver ófyrirsjáanleg alda af verð- hækkunum kæmi til. Rautt strik í Vestfjarðasamningunum, sem miðar við 258 stig þann 1. júní, ætti sömu- leiðis að standa. „Það er ekki rétt að segja að samn- ingar launafólks séu ástæðan fyrir þessarri gengisfellingu. Gengið var fellt við undirritun samninga og þá voru menn sammmála um að það væri það sem þyrfti til að halda keyra fískiðnaðinn áfram á árinu. Fiskiðn- aðurinn er í vanda vegna gengis dollarans og lækkandi verðs á mörk- uðum, en sá vandi verður ekki leyst- ur með almennum aðgerðum sem ganga út yfír allt hagkerfíð." Beðið frétta við sijórnarráðið ÞAÐ var beðið í ofvæni um helgina eftir fréttum frá ríkisstjóminni um til hvaða efnahagsaðgerða yrði gripið. Þessa mynd tók ljósmynd- ari Morgunblaðsins, Ólafur K. Magnússon, fyrir utan stjómarráðið á sunnudag. Þar má sjá þá Birgi ísleif Gunnarsson, Guðmund H. Garð- arsson, ðlaf G. Einarsson og Halldór Blöndal, auk fréttamanna. Þj óðhagsstof nun: Fyrstu verð- hækkanir 4-6% ÞÓRÐUR Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir að tekjur útflutningsgreinanna muni aukast um 11,1% í kjölfar gengisfelling- arinnar eða sem nemur hækkun á meðalverði erlends gjaldeyris. Þórður segir að varanleg áhrif á stöðu atvinnuveganna sé ekki hægt að meta fyrr en ljóst verði hvaða aðgerðum ríkisstjómin beitir til að hindra víxlhækkanir launa, verðlags og gengis. „Gengisfellingin ein mun á skömmum tíma hafa 4-6% áhrif til hækkunar verðlags,“ sagði Þórð- VSÍ frestar aðalfundi Framkvæmdastjóm Vinnuveit- endasambands Islands hefur ákveðið að fresta aðalfundi, sem hefjast átti i dag, fram til 7. júní vegna óvissu í efnahagsmálum. „Ríkisstjómin hefur nú kallað að- ila vinnumarkaðarins til samráðs um efnahagsráðstafanir og jafnframt blasir við að gripið verði til einhverra frekari ráðstafana og við teljum ekki æskilegt að halda aðalfund VSÍ í þeirri stöðu," sagði Þórarinn V. Þór- arinsson er hann var spurður um ástæður frestunarinnar. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastj óri VSÍ: Kaupmáttarskerðing er óhjákvæmileg í stöðunni „ÞESSI gengisfelling er slæm frá sjónarmiði allra; frá sjónar- miði útflutningsgreinanna er Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ: Tökum ekki þátt í við- ræðum um kjaraskerðingu „ÉG HELD að mönnum í ríkis- stjórninni hljóti að vera ljóst eins og öðrum að við förum ekki út í viðræður um að leita leiða til þess hvernig megi koma kjaraskerð- ingum fyrir, heldur til þess að f inna leiðir við að leysa þau vanda- mál sem við er að striða og að tryggja kaupmátt fólks,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ um efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar. „Það er alveg ljóst að i viðræðunum um helgina var sú krafa uppi í ríkisstjórninni að Olafur G. Einarsson: Verðum að kanna grund- völl áframhald- andí samstarfs „ÉG VERÐ að lýsa yfir von- brigðum mínum yfir því að ekki tókst að ganga frá hliðarráðstöf- unum samhliða gengisfelling- unni,“ sagði Ólafur G. Einarsson. „Ég held að það hefði verið hægt ef ekki hefði verið flækst fyrir með óskyldar tillögur. Það læðist að manni sú hugsun að verið sé að setja á svið kosningapró- gröm.“ „Við verðum að nota tímann fram að mánaðamótum vel til að kanna hvort grundvöllur fyrir áframhald- andi samstarfi sé fyrir hendi,“ sagði Ólafur G. „Ef svo reynist ekki verð- ur að bregðast við því með viðeig- andi hætti." það yrðu sett lög á samninga og rauðu strikin f sumar, en það var horfið frá því og það er ljóst að það var vegna þess að Alþýðu- flokkurinn neitaði að fallast á það.“ „Við lögðum á það áherslu strax og aðgerðimar lágu í loftinu að við sættum okkur ekki við lögbindingu launa og Alþýðuflokkurinn hefur því náð mikilvægum árangri í viðræðun- um um helgina. Það er svo önnur saga hvemig tekst að fylgja því eft- ir og undir því er áframhaldið komið. Mergurinn málsins er sá að það er það lítið vitað um efnahagsaðgerð- ir stjómarinnar að það er tæplega tímabært að meta þær nú. Það er búið að ákveða gengisfellingu, en það er líka ljóst að það eiga eftir að koma ákvarðanir um hvemig megi tryggja varanlegan rekstrargrundvöll fisk- vinn'slunnar, hvemig skuli taka á þeirri þenslu sem verið hefur að und- anfömu og í þriðja lagi á eftir að taka á því hvemig kaupmáttur verði tryggður. Það má gera ráð fyrir því að þessi mál skýrist á næsta hálfa mánuði en í dag er þetta nánast allt saman á huldu. Ég held að það geti ekki nokkur maður horft til reynslunnar 1983 og staðið í þeirri trú að hann sé að leysa eitthvað með því að setja lög á laun. Þá varð fólk sem bjó við taxtana eina fyrir mikilli kjaraskerðingu, en aðrir, sem leystu sín mál með per- sónulegum samningum á sínum vinnustöðum, sluppu jafnvel alveg við kjaraskerðinguna og juku jafnvel kaupmátt sinn á sama tíma. Það gekk yfir hrikaleg misskipting sem menn hafa ekki ráðið við að koma sér út úr enn. Lögbinding launa kem- ur fyrst og fremst niður á láglauna- fólki. Gengisfelling ein sér er augljós- lega kjaraskerðing því hún leiðir til aukinnar verðbólgu og það er líka ljóst að þessar aðgerðir leysa ekki öll þau vandamál sem við er að etja. Til þess að taka á vandanum sjálfum þarf að taka á þeim grundvallar- vandamálum sem við er að fást í kerfínu," sagði Ásmundur Stefáns- son. hún of lítil, en frá sjónarhóli launafólks er hún of mikil,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. „Hins vegar stöndum við frammi fyrir því að útflutningur þjóðarinnar er bæði að falla í verði og minnka að magni, þannig að kaupmáttur tekna þjóðarinnar er að falla. Það er öilum mönn- um ljóst að það kaupmáttarfall hlýtur að koma fram gagnvart okkur öllum. Ég get ekki dæmt um núna að hvað marki þetta raskar gild- istímafyrirvörum kjarasamninga. Það virðist ekki líklegt að vísitalan fari langt yfir rauða strikið 1. júlí, en það eru líkur á því að síðar á árinu verði þetta búið að vinda upp á sig. Ákvæðin í kjarasamningum eru ekki loforð um kauphækkanir þó að tekjur fyrirtækjanna og kaup- máttur þjóðartekna minnki. Þetta eru ákvæði um það að ef forsendur breytast frá því sem við gáfum okkur í bytjun ársins, þá gefist mönnum kostur á að endurskoða þær ákvarðanir tvisvar á samn- ingstímabilinu. Launþegar geta gert kröfur um launahækkanir allt að þeim mun sem verðlag fer fram yfir það sem búist var við. Við eig- um þann kost að gangast undir það jarðarmen að þynna krónumar og hækka kaupið eða að neita því og segja sem svo: það em ekki eðlileg viðbrögð við tekjuskerðingu þjóðfélagsins að hækka kaup. Fal- list verkalýðshreyfíngin ekki á þessi rök geta samningar orðið lausir. Þetta em því frekar gilá- istímafyrirvarar en vísitöluákvæði. Hvemig á þetta reynir get ég ekkert sagt um nú. Það er alveg ljóst að það em erfiðleikar fram- undan í okkar þjóðarbúskap og þeir koma til með að hrína á lands- mönnum öllum, fyrst og harðast á útflutningsfyrirtælqunum og þeim sem standa í samkeppni við erlend- an atvinnurekstur," sagði Þórar- inn. Ólafur ísleifsson: Hefði átt að fallast á til- lögur Seðlabanka Islands ÓLAFUR ísleifsson, efnahags- ráðunautur ríkisstjórnarinnar, telur að ríkisstjórnin hefði átt að fallast á tillögur Seðlabankans um nauðsynlegustu stuðningsaðgerð- ir við gengisbreytinginuna. Hann segir að miðað við 10% gengis- breytingu sé gert ráð fyrir að verðbólga frá upphafi til loka árs verði 23%. „Mér þykir slæmt að ekki skuli hafa tekist samkomulag á milli flokkanna um nauðsynlegustu stuðningsaðgerðir við gengisbreyt- inguna,“ sagði Ólafur ísleifsson. „Það hefði að mínu mati átt að fall- ast á tillögur Seðlabankans um 2% hækkun á bindiskyldu í því skyni að draga úr peningaþensluáhrifum gengisbreytingarinnar. Það er einnig nauðsynlegt að herða að í ríkisbúskapnum til að tryggja að markmiðið um halla- lausan ríkisbúskap árið 1988 náist og auka aðhald og upplýsingamiðlun i verðiagsmálum. Einnig þarf að koma í veg fyrir að gengisbreytingin leiði af sér víxlgengi kauplags og verðlags. Jafnframt þarf að tryggja að samningar sem þegar hafa verið gerðir af launþegafélögum verði ekki brotnir niður af hópum sem standa ofar í launastiganum. Þetta eru meðal þeirra verkefna sem brýn- ast er að taka á og var m.a. lagt áherslu á í miðlunartillögu forsætis- ráðherra sem lögð var fram síðdegis á sunnudag. Ólafur sagði að miðað við 10% gengisbreytingu væri gert ráð fyrir því að verðbólga frá upphafi til loka árs verði 23%. Þetta væri með þeim fyrirvara að ekki gerðist þörf á því að breyta gengi frekar á árinu og að ekki kæmi til launahækkana vegna áhrifa gengisbreytingarinnar. Kaupmáttur atvinnutekna á mann myndi samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar dragast saman um 4,5% ef miðað væri við meðal- talskaupmátt ársins 1987. Hins veg- ar væri vakin athygli á þvi að meðal- talskaupmáttur yrði samt sem áðiir 15% hærri en hann var árið 1986.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.