Morgunblaðið - 17.05.1988, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988
f
Landsbankahlaupið
haldið í sumarblíðu
SUMARIÐ var greinilega komið
þegar krakkarnir voru að gera
sig klára við rásmarkið fyrir
utan Landsbankann á Akureyri
sl. laugardag, en þá var haldið
þriðja árið í röð Landsbanka-
hlaup. Fyrsta Landsbanka-
hlaupið var haldið á 100 ára
afmæli bankans fyrir þremur
árum. Þátt tóku í hlaupinu 99
krakkar, 10, 11, 12 og 13 ára.
Keppt var í fjórum flokkum.
Stúlkur og drengir fædd 1975 og
1976 hlupi 1500 metra og stúlkur
og drengir fædd 1977 og 1978
hlupu 1100 metra. Elísabet Jóns-
dóttir sigraði í eldri stúlknaflokkn-
um og Brynja Þorsteinsdóttir í
þeim yngri. Ómar Kristinsson sigr-
aði í eldri drengjaflokknum og
Birgir Örn Reynisson í þeim yngri.
Veittir voru verðlaunapeningar
fyrir þijú efstu sætin, gull-, silfur-
og bronspeningar, auk þess sem
allir þátttakendur fengu viður-
kenningar, veifur og skyggni.
Þá var dregið um tvær kjörbæk-
ur með 3.000 króna innistæðu þar
sem útibúin eru tvö á Akureyri
og komu bækumar í hlut Guð-
mundar Freys Sveinssonar og Jó-
hönnu H. Pétursdóttur.
Samherji hf. leitar að nýjum togara í stað Þorsteins EA:
Morgunblaðið/Rúnar Þór
99 krakkar hlupu i Landsbankahlaupinu á Akureyri.
Teljum rangt að endur-
nýja 20 ára gamalt skip
— segir Þorsteinn Már Baldvinsson framkvæmdastjóri
„VIÐ teljum ekki rétt að fara að
endurnýja 20 ára gamalt skip.
Þess i stað ætlum við næstu vik-
urnar að leita fyrir okkur með
kaup á notuðu skipi eða nýsmíði,"
sagði Þorsteinn Már Baldvinsson
framkvæmdastjóri Samheija hf. á
Akureyri sem gerir Þorstein EA
út. Togarinn lenti i ís í Reykja-
fjarðarál í marsmánuði með þeim
afleiðingum að bolur skipsins
skemmdist illa.
Sex tilboð bárust Samheija hf. í
viðgerð á Þorsteini. Slippstöðin var
með næstlægsta tilboðið, 25,8 millj-
Nýr eikarbátur sjósettur:
Fiskréttir kaupa Bjamveign RE
ónir króna, en lægsta tilboðið kom
frá skipasmíðastöð í Flensborg, 24,5
milljónir króna. Samheiji keypti tog-
arann Þorstein frá Siglufirði í fyrra
fyrir 155 milljónir króna og hét skip-
ið þá Sveinborg. Þorsteinn Már sagði
að með kaupunum hefði fyrirtækið
stefiit að endumýjun innan tíðar, en
hún hefði ekki verið á döfinni á ár-
inu. „Úr því svona fór og viðgerð
liggur fyrir upp á tugi milljóna þykir
okkur rétt að huga að kaupum nú í
stað þess að setja alla þessa íjár-
muni í viðgerð. Vel má vera að eitt-
hvað af þeim ógrynnum reglugerða,
sem búnar hafa verið til upp á síðkas-
tið, stöðvi okkur, en við viljum kanna
þennan möguleika til hlítar."
Þorsteinn Már sagði ljóst að fyrir-
tækið hefði orðið fyrir verulegum
skakkaföllum. Hann sagðist ekki
hafa neitt ákveðið skip í huga enn.
„Við ætlum að leita bæði innanland
og utan eftir togara, en ekki hefu
enn verið rætt um hvort fyrir valim
verði frystitogari eða ísfisktogari
Öll viðgerðartilboðin hafa verið lögi
í ís í bili og höfum við gert öllun
tilboðsgjöfunum grein fyrir stöði
mála, en engu þeirra hafi verið hafn
að. Ef við, á hinn bóginn, komums
ekkert áfram með okkar áætlanir oj
verðum píndir til þess að gera vii
skipið, þá munum við að sjálfsögði
hefja viðgerð þó við teljum þ;
ákvörðun alranga. Manni finnst um
ræða síðustu vikna hafa verið á þí
Ieið að offjárfesting í sjávarútveg
sé að drepa niður allan gjaldeyris
forða landsins og að þeir sem bú
gjaldeyrinn til, gerist svo djarfir a<
eyða hluta hans I endumýjun skip;
sinna," sagði Þorsteinn Már að lok-
um.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Slökkviliðsmenn að störfum sl. sunnudagskvöld.
Geymsluskúr
brann til
kaldra kola
GAMALL geymsluskúr brann
til kaldra kola í fyrrakvöld.
Slökkvilið Akureyrar var kall-
að út laust eftir kl. 21.00 og
var skúrinn, sem stóð vestan
íbúðahverfis við Eikarlund, al-
elda þegar komið var að. Talið
er að um íkveikju hafi verið
að ræða.
Skúrinn var í eigu Ragnars
Stefánssonar starfsmanns hjá
Rafveitu Akureyrar. Engu tókst
að bjarga úr skúmum. Stutt var
í fjárhús og heystafla og tókst
slökkviliðsmönnum að halda eld-
inum frá því. Fimmtán slökkviliðs-
menn unnu við slökkvistarfið.
Morgunblaðið/Rúnar Þór Björnsson
Eigendur og aðstandendur Bjarnveigar RE 98.
TUTTUGU og tveggja tonna eik-
arbátur var sjósettur á Akureyri
um helgina og fer báturinn á hum-
arveiðar, sem stundaðar verða frá
Reykjavík. Fyrirtækið Fiskréttir
hf. kaupir bátinn af Slippstöðinni,
sem sá um smiði hans og er hann
jafnframt siðasti eikarbáturinn
sem þar er smíðaður.
Smíðin hefur tekið þó nokkur ár.
Kjölurinn var lagður að honum fyrir
13 árum og hafa nokkrir skipasmið-
ir Slippstöðvarinnar hlaupið í verkið
við og við. Magnús Sigurðsson fram-
kvæmdastjóri Fiskrétta hf. sagði í
sámtali við Morgunblaðið að humar-
veiðar hefðu verið draumur fyrirtæk-
isins í um það bil ár og voru gerðar
tilraunaveiðar með þær í um tveggja
mánaða skeið í fyrra. „Við vorum
þá með bát frá Reykjavík að nafni
Óskar Steinn á leigu og voru það
fyrstu tilraunaveiðar sem gerðar
hafa verið í gildru. Ég hef mikla trú
á þessum veiðiskap enda er humar
verðmikil vara víðast hvar. Meiningin
er að landa humrinum lifandi og
flytja hann lifandi út til Frakklands
og Sviss þar sem hann verður líklega
snæddur á fínum veitingastöðum."
Magnús sagði verð á humri mjög
gott, brúttóverðið væri þetta 900 til
1.000 krónur á hvert kg. „Við verð-
um þijá til fjóra daga úti í einu með
um 2.000 gildrur. Við drögum hveija
gildru tvisvar sinnum á þessum tíma
og þess á milli eru gildrumar látnar
liggja í sjónum. Við höfum smíðað
nokkrar gildrur sjálfír eftir fær-
eyskri hugmynd. Karl Jónsson á
Akureyri smíðar fyrir okkur 500
gildrur auk þess sem við fáum gildr-
ur frá Skotlandi og Bandaríkjunum
og eigum því eftir að prófa hvaða
gildrur reynast best,“ sagði Magnús.
Magnús sagði að þessi bátur hefði
verið eini báturinn sem komið hefði
til greina til þessa verkefnis án þess
að fella annan bát út í staðinn þar
sem smíði hans hófst fyrir árið 1983.
í lögum um ný fískiskip við ísland
sem sett voru árið 1984 á ekki að
vera hægt að koma nýjum bátum inn
í íslenska flotann nema því aðeins
að annar sé úreltur á sama tíma.
Hinsvegar ef byijað hafí verið á
smíði skips fyrir 1983 og það ætlað
til sérstaks veiðiskapar, féll það ekki
undir lögin. Kostnaður við smíði
skipsins og kaup á veiðarfærum er
um 20 milljónir króna. Magnús sagði
að útgerð skipsins væri ekki mjög
mikill svo framarlega sem fiskaðist
sæmilega.
Eigendur Fiskrétta hf., sem er
ársgamalt fyrirtæki, eru átta talsins.
Fjórir eru búsettir í Reykjavík og
^órir vestur á ísafírði. Fyrirtækið
framleiðir ýmsa rækju- og fiskrétti.
Skipstjóri á Bjamveigu RE 98 verður
Jón Arason. Auk hans verða þrír
menn á humarveiðunum.
Fjórðungsstjórn Norðlendinga:
Tímabundnar að-
gerðir duga skammt
Fjórðungsstjórn Norðlend-
inga telur að raunhæf byggða-
stefna eigi ekki að einkennast
af timabundnum aðgerðum
vegna vanda einstakra fyrir-
tækja og byggðalaga, heldur
þarf að tryggja til frambúðar
grundvöll framleiðsluatvinnu-
greinanna og jafna með- því
aðstöðu til búsetu í landinu.
Þetta var m.a. samþykkt á fundi
stjórnarinnar fyrir skömmu.
í ályktun, sem stjómin sendi frá
sér eftir fundinn, segir að í landi
fijálsrar verðmyndunar verði verð-
lag erlends gjaldeyris að lúta
framboði og eftirspum. „Sannvirði
útflutningsteknanna, ásamt eðli-
legri fjármagnsmyndun í útflutn-
ingsgreinum, mun skapa betri
lífskjör á landsbyggðinni. Varað
er við þeirri stjórnlausu eyðslu
gjaldeyris og íjármuna þjóðarinnar
sem er langt umfram skynsamleg
mörk.
Kanna þarf möguleika á að
breyta núverandi lánskjaravísitölu
húsnæðislána t.d. með því að verð-
tryggja lánin miðað við vísitölu
söluverðs fasteigna eftir svæðum.
Þetta mun víða ýta undir byggingu
húsnæðis þar sem stöðnun hefur
ríkt vegna þess að of áhættusamt
þykir að festa fé í fasteignum.
Umbreyta þarf reglum um
álagningu aðstöðu- og fasteigna-
gjalda og auka þarf hlut landsút-
svara. Aðför ríkisvaldsins að fjár-
hagslegu sjálfstæði sveitarfélaga
í landinu með gengdarlausri skerð-
ingu tekna Jöfnunarsjóðs sveitar-
félaga, ásamt einhliða skerðingu
álagningarréttar tekjustofna
sveitarfélaga, er alvarlegasta að-
för stjómvalda um langa hríð að
landsbyggðinni. Sjálfstæð og
þróttmikil sveitarfélög er undir-
staða þeirra félagslegu skilyrða,
sem grundvallar búsetu lands-
byggðar í samkeppni við þéttbýlis-
svæðin við Faxaflóa. Fáist ekki
skilningur á þessu meginatriði
raunhæfðrar byggðastefnu duga
ekki einhliða og tímabundnar að-
gerðir í atvinnumálum," segir í
ályktun fjórðungsstjórnar.