Morgunblaðið - 17.05.1988, Page 43

Morgunblaðið - 17.05.1988, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988 43 Iðnaðarráðherra fer í opínbera heimsókn til Kína FRIÐRIK Sophusson iðnaðarráðherra fer í opinbera heimsókn til Kínverska alþýðulýðveldisins dagana 20.-27. maí næstkom- andi. Boð um þessa heimsókn barst síðastliðið haust í framhaldi af opinberri heimsókn Zhu Xun, ráðherra jarðfræði- og jarðauð- linda Kínverska alþýðulýðveldisins, hingað til lands í júni 1987. Tilgangur ferðarinnar er að stuðla að auknu samstarfi á sviði jarðhitamála og ræða samstarf á sviði iðnaðar er því gæti tengst. í för með ráðherra verða emb- ættismenn ráðuneytisins og ráð- gjafar, svo og fulltrúar Orkustofn- unar og Virkis hf, sem er sam- starfsfyrirtæki íslenskra verk- fræðistofa um verkefnaútflutning. Sérstaklega verður rætt um sölu sérfræðiþekkingar á sviði jarð- hitamála. Sérstök verkefni hafa verið skilgreind og verða til áfram- haldandi umræðu milli ráðuney- tanna og sérfræðifyrirtækjanna. Þá mun sendinefndin kynna sér nýiðnaðarsvæði í Kínverska al- þýðulýðveldinu og aðgerðir kínver- skra stjórnvalda til að greiða fyrir erlendri íjárfestingu í Kína. í lok heimsóknar Zhu Xun til íslands var undirritað minnisblað milli ráðuneytanna, þar sem stað- fest var, að báðir aðilar vildu auka samstarf sín í milli og greiða fyrir auknum gagnkvæmum heimsókn- um jarðvísindamanna. Ennfremur er þar ákveðið að taka upp sam- starf við jarðhitaleit og nýtingu jarðhita á nýju svæði í Kína og að auka almennt samstarf kínver- skra og íslenskra aðila á sviði jarðvísinda og jarðhitamála. Öll atriði minnisblaðsins verða til nán- ari umfjöllunar í heimsókn iðnað- arráðherra til Kína. Þá verður sérstaklega rætt um að kínverskir jarðhitavísindamenn heimsæki íslenskar stofnanir, að fleiri kínverskir nemendur komi til þjálfunar í Jarðhitaskóla SÞ á íslandi og að íslendingar taki að sér sérstök rannsóknarverkefni og áætlanagerð við jarðhitavirkjun í Kina. Heimsóknin hefur verið undir- búin í samráði við utanríkisráðu- neytið og Benedikt Gröndal sendi- herra. RITVÉLAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN BORLAND INTERNATIONAL * Höfum áftur fengið send- ingu afhugbúnaði frá BORLAND International Turbo Pascal 4.0 Turbo Pascal Toolboxes Turbo Basic 1.1 Turbo Basic Toolboxes Turbo C 1,5 Turbo Prolog Turbo Prolog Toolbox Sidekick Plus Reflex Aukasending meó öörum hugbúnaÖifrá BORLAND (t.d. Quattro og SPRINT) vœntanleg innan skamms. Vinsamlegast staÖfestiÖ pantanir strax. PÓR^ SÍMI: 681500 - ÁRMÚLA 11 JOGURT tneð jarðarberjum ÞEGAR ÞU KAUPIR 500g DOS!* * Eða réttara sagt 102 g þegar miðað er við verð á jógúrt í 180 g dósum. Tílheyrir þú samrýndri fjölskyldu sem kemur sér saman um hlutina, þar á meðal bragðtegundir? Þú drýgir heimilispeningana með því að kaupa eina stóra dós af jógúrt frekar en 2-3 litlar. Það er óneitanlega smábúbót þessa dagana Sjáðu nú til: 500 g dós af jógúrt kostar 73 kr.* 180 g dós af jógúrt kostar 33 kr.* Sem sagt: Það er 20,4% ódýrara að kaupa stóra dós. HVER VHLEKKIGERA GÓÐ KAUP? “TTIS" * leiðbeinandi verð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.