Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 51
Hl MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988 51 Úr hinum pattaralega sirkus Waters: Dæilega túberaðar mæðgur (Harry og Divine) ásamt hárprúðum dætrum. Hin óviðjafnanlega, feitfima Brown lengst til hægri. BríUjantín og hár- lakk í Baltimore Kvlkmyndlr Sæbjörn Valdimarsson Hárlakk — „Hairapray" Leikstjóm og handrit: John Waters. Kóreógrafía: Edward Love. Framleiðandi: Rachel Tal- alay. Aðalleikendur: Sonny Bono, Ruth Brown, Divine, Debbie Harry, Ricki Lake , Jerry Stiller, Ric Ocasek, Pia Zadora, Mink Stole. Bandarísk. New Line Cinema 1988. Hneykslunarhellan og háðfuglinn John Waters (sem ofbauð penustu kvikmyndahátíðargestunum fyrir nokkrum árum með verkum eins og Female Troubles, Pink Flaming- os og öðrum blöskrunarlegum satír- um) hefur einstakt lag á að koma flatt uppá fólk. Að þessu sinni með því að færast ótrúlega langt í áttina að vera „eðlilegur". Hárlakk er nefnilega víðsflarri hinum yfír- gengilegu, fyrri myndum hans, sem höfðu fyrst og fremst það markmið að koma við kaunin á fólki á sem óhæfílegastan hátt. Efnið og umbúnaðurinn er fyrir- ferðarlítill. Myndin gerist i byijun sjötta áratugsins — í Baltimore að sjálfsögðu — stelpur með hárið túb- erað eftir kúnstarinnar reglum, strákar brilljantínkembdir. Dansinn var twist, Chubby Checker átrúnað- argoðið. í Baltimore var það óska- draumur hverrar heysátu-túberaðr- ar yngismeyjar að komast í dans- þáttinn í sjónvarpinu, Collinssjóið, jafnvel einnar vel jarðbundinnar, sökum þyngsla. En hér fer sem í ævintýrinu um Öskubusku; jússan sér, kemur og sigrar í þættinum og bolar þar með fegurðardísinni úr fyrsta sætinu og stelur af henni vinsælasta brillj- antíngæanum í ofanálag. Og svona til að bæta um enn betur verður hún píslarvottur og að lokum hetja í baráttunni um jafnrétti kynþátt- anna í borginni. En aðdáendur Waters þurfa ekki að örvinglast, það bregður fyrir gömlum töktum og Hárlakkið er keyrt áfram af léttruglaðri maníu. Og myndin ekki alveg laus við rottugang né gubbupestir. Waters er aðeins mun hæverskari en áður og hefur aldrei verið jafn ísmeygi- lega hnyttin. Persónumar hver ann- arri broslegri og vel túlkaðar af skrautlegri hjörð atvinnuleikara, viðvaninga og fastamanna í mynd- um leikstjórans. Fyrst skal frægan nefna Divine, hann er óborganlegur í hlutverki móður þeirrar þybbnu (bregður einnig fyrir í karlhlut- verki). Synd að karl var að falla frá, hann var orðinn svo sannfær- andi viðkunnanleg kerlingarskjóða! Debbie Harry (Blondie) og Sonny Bono (sem ekki hefur elst jafn tfgu- lega og Cher, kona hans fyrrver- andi) em kímileg í foreldrahlutverk- um fegurðardísinnar, sem þau reyna að notfæra sér til framdrátt- ar. Stiller er góður, en það er feita fjörið, hún Ruth Brown, sem stelur senunni. Hún dansar af miklu of- forsi, skekur sig og hristir af þeirri afkáralegu fími sem sumu þétthoida fólki er gefíð! Og reyndar era það hin meinfyndnu dansatriði sem bera myndina uppi. Þau era engu öðra lfk sem sést hefur áður á hvíta tjald- inu. Hnyttileg skemmtun þeim sem eitt sinn stóðu sveitt f þessum til- burðum og ekki sfður þeim sem hér sjá í fyrsta sinn þessa einstöku dansmennt foreldranna í skop- skældri útgáfu þess meinfyndna sirkusstjóra, Waters. Námskeið í ítölsku Heimspekideild Háskóla ís- lands og endurmenntunarnefnd HÍ munu á timabilinu 24. maí til 16. júní bjóða upp á tvö nám- skeið i ítölsku. Kennari verður sendikennarinn prófessor Rob- erto Tartaglinone frá ítölsku menningarmálastofnuninni Mondo Italiano. Annað námskeiðið verður bytj- endanámskeið þar sem ekki er gert ráð fyrir neinni kunnáttu í ítölsku. Námskeiðið verður um 60 klukku- stundir, 3 tfmar á dag, fímm daga vikunnar, kl. 16.00-19.00. Há- marksfjöldi þátttakenda er 20 manns. Hitt námskeiðið er ætlað þeim sem lengra era komnir og gerir ráð fyrir einhverri undirstöðukunnáttu í ftölsku. Það námskeið stendur einnig í um 60 klukkustundir og hefst kl 9.00, þann 24. maí. Tíma- seting verður að öðru leyti eftir nánara samkomulagi og er há- marksfjöldinn 20 manns. Þátttökugjald verður kr. 7.500,- auk lítils háttar bókakostnaðar. Skráning á námskeiðið fer fram á aðalskrifstofu HÍ. Allar frekari upp- lýsingar era gefnar á skrifstofu endurmenntunarstjóra. (FréttatHkynnliig) Sérmerkjum ölglös með skemmtUegum teikningum - eða eftir ykkar tillögum! Höfðabakka 9 Sími 685411 Vinningstölurnar 14. maí 1988. Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.633.664,- 1. vinningur var kr. 2.322.304,- og skiptist hann á milli 2ja vinningshafa, kr. 1.161.152,- á mann. 2. vinningur var kr. 694.784,- og skiptist hann á milli 236 vinningshafa, kr. 2.944,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.616.576,- og skiptist á milli 6.968 vinn- ingshafa, sem fá 232 krónur hver. HÚSFELOG - FYRIRTÆKI - STOFNANIR Nú er hægt að mála bHastæði á mjög f Ijótvirk- an og hagkvæman hátt med LINESMAN kerf- inu frá Smyth - Morris • Málningunni er úðað á flötinn sem gefur mjög jafna áferð. • Slitsterk málning sem binst mjög vel við flötinn. • Snertiþurrá hálftima. • Full þurrá 24 klst. • Fæstíölitum. • Gerum tilboð yður að kostnaðarlausu. Alhliða málningarþjónusta allan ársins hring. Almálun s.f. Svanþór Þorbjörnsson, málarameistari Seljalandi 1-108 Reykjavík Slmar 985-25829 og 681776 Garctsláttuvélin sam aaaíí íra Rafeindakveikja tryggir örugga gangsetningu Hún slær út fyrir kanta og upp að vegg. Fyrirferðarlítil, létt og meðfærileg. 3.5 HP sjálfsmurð tvígengisvél. Auðveldar hæðarstillingar. Þú slærð betur með áijlLfa k .Iiwnti wMnii i,iVja i\
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.