Morgunblaðið - 17.05.1988, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
í dag ætla ég að fjalla um
hið dæmigerða fyrir Nauts-
merkið (20. apríl til 20. maí)
í bemsku. Alltaf verðum við
að hafa í huga þegar við
spáum í vini okkar að hver
maður á sér nokkur stjömu-
merki sem öll hafa sín áhrif.
Rólegt barn
Lítið dæmigert Naut er rólegt
og friðsamt barn. Það er hægt
og almennt má segja að lítið
fari fyrir því. Það dundar
gjaman út af fyrir sig og er
heldur lokað og varkárt. For-
eldrar ættu því ekki að þurfa
að hafa alltof mikið fyrir því.
Á hinn bóginn er vissara að
varast að gleyma því og gæta
þess að það fari ekki of langt
inn í sig. Því er ekki úr vegi
að gæta þess að ræða reglu-
lega við Nautið og fá það til
að tjá sig. Vinna gegn feimni
þess og hlédrægni í róleg-
heitum.
Hœglát
Eitt er það sem foreldrar
Nauta verða að gera sér grein
fyrir. Það er það að Nautið
er hálfgerður jeppi, þ.e. hraði
þess er jafn, rólegur og hæg-
ur. Ef foreldrar Nautsins eru
í Hrút, Tvíbura, Bogmanni
eða em óþolinmóð vegna ann-
arra afstaðna þurfa þau að
gæta þess að gera bamið ekki
taugaveiklað með því að reka
stöðugt á eftir því. Allir for-
eldrar þurfa að viðurkenna
og virða að hraði Nautsins er
annar en gengur og gerist.
Naut þarf tíma til að átta sig
á nýjum staðreyndum og að-
stæðum, á því að Naut er
duglegt þrátt fyrir rólyndið.
Það fer sér kannski hægt en
vinnur jafnt, gefst ekki upp,
og afkastar jafnmiklu eða
meiru en aðrir þegar upp er
staðið.
Þrjóska
Áberandi eiginleiki í fari allra
sannra Nauta er þijóskan.
Þegar litli bolinn hefur bitið
eitthvað í sig, kýlir hann herð-
amar saman, dregur hálsinn
niður, kreppir hnefana og bor-
ar fótunum niður í gólfið. Ef
foreldrið ætlar að skamma
það til hlýðni eða skipa því
að skipta um skoðun, verður
litla Nautið enn þijóskara og
fastara fyrir. Foreldri sem
ekki gefur sig og þvingar
Nautið til að ganga þvert á
vilja sinn, er komið út á hálan
ís. Það að bijóta vilja lítils
Nauts getur haft eyðileggj-
andi áhrif á persónuleika þess
og jafnframt leitt til inni-
byrgðrar og langvarandi reiði.
Nautið er friðsamt, en það er
langrækið þegar einhver hef-
ur gert á hlut þess.
BlíÖa
Hin rétta aðferð til að ná til
Nauts er sú að höfða til skyn-
semi þess og tilfinninga.
„Elsku litla stelpan mín, viltu
hjálpa mömmu að gera þetta
fyrir mig.“ Fá Naut standast
blíðu og það ef höfðað er til
hjálpsemi þeirra. Því bak við
allt er Nautið vemdandi og
blítt merki.
Skynsemi
Onnur aðferð er sú, eins og
framar var getið, að höfða til
skynsemi Nautsins. Einn
helsti styrkur merkisins. er
heilbrigð skynsemi, raunsæi
og hæfíleiki til að sjá stað-
reyndir. Ef þú sest niður, i
rólegheitum, og útskýrir fyrir
Nautinu af hveiju best sé að
gera þetta eða hitt, lætur það
undan, þ.e. ef þú hefur skyn-
samleg rök þín megin. Það
sem hafa verður í huga, bæði
þegar blíða og skynsemi er
notuð á Nautið, er að tími
skiptir máli. Ekki reka á eftir
Nautinu, það þarf að melta
ástina og rökin, fá að jórtra
svolítið í friði.
GARPUR
ÞAÐ Efi 'AR OS DAGUil &ÍMN VOPN/ HEFU%
Ö/SÐ/P AD Py/ JA AB> HANN /ZOÐNA g/
Hafþu Eex/ AHysGJue, /wpauoa.
é<3 KEM AFTUR AE> F'a
BREUNHEITT KAFiFI YFIR
SKÝRSLURNAR Al/MAR. FAROU
y/ET/LEGA ■ ______
// '
DÝRAGLENS
*I0 2- / l
SMÁFÓLK
IF WE UNOER5TANP
50METHIN6, WE USUALLV
AREN'T 50 AFRAIP...
I THINK WE ALL
FEAR TME UNKNOlON
OONTVOUTHINK 50?
I PONT KNOU) ) o
Ef maður skilur eitthvað Ég held að við óttumst öll Heldurðu það ekki?
er maður yfirleitt ekki hið ókunnuga.
hræddur...
Ég veit ekki.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Victor Molli, höfundur hinna
vinsælu bóka um um bridslífíð
í klúbbi ljóngammanna, lést í
haust, eins og aðdáendur hans
vita. Þá lágu eftir hann fjórar
bækur um söguhetjumar Gölt-
inn grimma og Hérann hrygga.
Nú hefur komið í ljós að hann
átti tilbúið handrit að þeirri
fimmtu. Útgefandi hans hafði
snör handtök og er þetta síðasta
verk Mollos nú komið út undir
titlinum „Destiny at Bay“. Þar
er þetta spil að finna:
Vestur gefur; allir á hættu.
Norður
♦ K
V KG97
♦ KG972
♦ 982
Austur
„llli *953
III J8643
♦ 10
♦ D10753
Suður
♦ ÁDG8
♦ 1052
♦ D8
♦ ÁG64
Vestur Norður Austur Suður
1 spaði Pass Pass 4 spaðar
Dobl Pass Pass Redobl
Pass Pass Pass
Ekki beint hefðbundnar sagn-
ir, svo nokkurra skýringa er
þörf. Hinn ótrúlega heppni Héri
var með spil suðurs. Félagi hans
í norður var Gölturinn grimmi.
Þetta var síðasta spilið í sveita-
keppni og samræður frá öðrum
borðum gerðu það að verkum
að Hérinn hélt að norður hefði
opnað á einum spaða. Þegar
vestur spilaði út vakti Hérinn
athygli á því að útspilið kæmi
frá rangri hendi. Það kom svo
í hlut Galtarins að sannfæra
hann um að það væri síður en
svo óvenjulegt að spilarinn á
vinstri hönd við sagnhafa léti út
í fyrsta slag. Og bætti við: „Þú
vinnur spilið með tveimur yfir-
slögum ef þú átt fyrir sögnun-
um.“
Vestur trompaði út. Hérinn
fór heim á laufás í öðrum slag
og tók hina trompslagina þijá.
Spilaði svo hjarta. Það þarf ekki
að rekja spilið frekar. Að sjálf-
sögðu fékk vestur aðeins þijá
slagi, einn á tromp og á rauðu
ásana. Af einhveijum undarleg-
um ástæðum verða mistök Hér-
ans honum ætíð til góðs.
Vestur
♦ 107642
♦ ÁD
♦ Á6543
♦ K
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á opna alþjóðlega mótinu í
Lugano í Sviss í marz kom þessi
staða upp í skák þeirra Afek, Isra-
el og bandaríska stórmeistarans
Boris Guljko, sem hafði svart og
átti leik. Hvitur lék síðast 28.
Kgl-g2? sem gaf Guljko kost á
laglegri fléttu.
28. - Dxd3l, 29. Dxd3 - Rf4+,
30. Bxf4 - Hxd3
Endataflið er auðunnið fyrir
svart, því hann vinnur annaðhvort
peðið á b3 eða d4.
31. Hbl - Rxd4, 32. Rxd4 -
Hxd4
og svartur vann.