Morgunblaðið - 17.05.1988, Side 55

Morgunblaðið - 17.05.1988, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988 55 Yfirlýsing frá SÍNE- félögum í Kaliforníu SÍNE, hvetur stjórn SÍNE deildina í NY til að biðja hann afsökunar. B) Athugasemdir stjómar SÍNE vegna málsmeðferðar NY-deildar SÍNE á ályktun sinni. Athugasemd nr. 1. Stjóm SÍNE átelur stjóm NY- deildar SÍNE harðlega fyrir að hafa ekki leitað sér upplýsinga hjá stjórn SÍNE varðandi þá gagnrýni sem fram kemur í ályktuninni á störf Kristjáns Ara Arasonar. Það er ábyrgðarhluti að senda frá sér ályktun félags um nafngreindan félaga og því hefði verið réttmætt að leita álits hans og stjórnar varð- andi alvarlegustu ásakanirnar. Það getur vart verið markmið deildar- innar að álykta á röngum forsend- um. Og það getur vart verið mark- mið deildarinnar að stunda mann- orðsmeiðingar. Stjórn SÍNE vill því ítreka þau tilmæli sín að deildin dragi ummæli sín um meint störf formanns SÍNE til baka og biðji hann afsökunar. Ennfremur hvetur stjórn SÍNE stjóm NY-deildarinnar til að vanda betur vinnubrögð sín í framtíðinni. Athugasemd nr. 2. Stjórn SÍNE átelur stjóm NY- deildar SÍNE harðlega fyrir að hafa farið með ályktun deildarinnar í íslenska fjölmiðlaý og það án þess að gefa stjórn SINE né formanni SINE tækifæri til að kynna sér hana. Ályktunin birtist í islenskum ijölmiðlum áður en hún barst stjórn SÍNE. M.ö.o. þá fékk stjóm SINE, o.þ.m.t. formaður SÍNE, fyrst fregnir af ályktuninni eftir að hún hafði birst í Alþýðublaðinu þann 3. maí sl. og þá frá blaðamanni þessa sama blaðs. Þessa málsmeð- ferð stjórnar NY-deildar SÍNE er að mati stjómar SÍNE forkastanleg, og þá sérstaklega í ljósi þess hve alvarlegar ásakanirnar eru í garð Kristjáns Ara Arasonar, formanns SÍNE. Hér er um mjög ódrengilega aðför að honum persónulega að ræða sem á engan hátt er réttlætan- leg. Hafi NY-deild SÍNE einhveijar athugasemdir varðandi störf hans hefði verið rétt að senda stjórn SINE þær og/eða ræða þær á rétt- um vettvangi, þ.e.a.s. á sumarráð- stefnu SÍNE. Það hlýtur að vera kappsmál deildarinnar að formaður SINE njóti sannmælis og því hlýtur hún að leiðrétta þær rangfærslur og órökstuddu dylgjur sem fram komu í ályktuninni á sama vett- vangi og þær vom settar fram. Athugasemd nr. 3. Stjóm SÍNE hafa borist mót- mæli 15 SÍNE-félaga í New York varðandi það hvernig að ályktuninni var staðið (sjá meðfylgjandi bréf). Svo virðist vera sem vorfundur deildarinnar hafi verið illa boðaður og dagskrá fundarins ekki tiltekin. Þannig hafi einungis 8 SÍNE-félag- ar séð sér fært að mæta á umrædd- an fund. Skv. beiðni fyrrverandi trúnaðarmanns, Sólveigar Hreið- arsdóttur, um fjárstyrk frá SÍNE til að halda uppi deildarstarfinu, samanstendur deildin af yfir 70 virkum félögum. Styrkur þessi var greiddur deildinni að fullu og því kemur það stjóm SÍNE undarlega fyrir sjónir að ekki skuli fleiri hafa mætt á fundinn. Að mati stjórnar SÍNE var umræddur vorfundur því engan veginn ályktunarbær. Stjórn SINE harmar að svo fámennur hóp- ur sem raun ber vitni skuli hafa leyft sér að álykta á jafn harðorðan hátt fyrir hönd jafn stórrar deildar og NY-deildin er. Athugasemd nr. 4. Stjórn SÍNE hefur fengið stað- fest að á umræddum vorfundi hafi ekki verið gengið til hefðbundinna aðalfundarstarfa eins og lög SÍNE gera ráð fyrir. í 12. gr. laga SÍNE segir orðrétt: „1. Allar SÍNE deildir skulu velja sér trúnaðarmann. 2. Trúnaðarmenn skulu kosnir til eins árs á aðalfundum deilda sem haldnir skulu árlega. 3. SÍNE-deild sem i em fleiri en fjórir félagar skal kjósa sér þriggja manna stjórn sem skiptir sjálf með sér verkum. Trúnaðarmaður er þó sjálfskipaður í stjómina og skal hann vera formaður hennar. 4. Forfallist trúnaðarmaður skal þegar boða til fundar í deildinni og kjósa nýjan til næsta aðalfundar. 5. Trúnaðarmenn og deildar- stjórar skulu vera tengiliðir milli félagsmanna og stjórnar SÍNE. 6. Trúnaðarmenn og stjórnir skulu halda reglulega fundi með félögum. Boða skal til félagsfunda um öll erindi frá stjórn SÍNE. 7. Félagsdeildir setja deildar- stjómum starfsreglur að öðm leyti og skulu þær hljóta samþykki aðal- funda.“ Á gmndvelli þessa og á gmnd- velli þeirra athugasemda sem 15 SÍNE-félagar hafa sent stjórn SÍNE, krefst stjórn SÍNE að tafar- laust verði boðað til fundar í deild- inni af starfandi stjórn hennar. Stjóm SÍNE óskar eftir að fá senda fundargerð þess fundar. Við námsmenn í Kalifiorníu lýs- um yfir undmn á skrifum þeim sem birtust í síðasta tölublaði Sæmund- ar um störf Svanhildar Bogadóttur í stjórn SÍNE og LÍN. Þar er ákaf- lega harðlega að henni vegið af „samstarfsmönnum" hennar í stjóm SÍNE og á hana bornar slíkar sakir að ekki verður orða bundist. Við viljum því lýsa yfir að við bemm fyllsta traust til hennar starfa og væri betur ef stjórn SÍNE sneri sér öll einhuga að hagsmuna- baráttu stúdenta í stað þess að fylla síður Sæmundar af persónulegum ásökunum og óvild. Ekki er slíkt einungis langt fyrir neðan okkar virðingu heldur þjónar það á engan hátt okkar hagsmun- um. Los Angelés, 2. maí 1988. Hilmar Þórðarson (sign) trúnaðarmaður SINE í t Kaliforníu. Caddy 130 fylgir þér hvert sem er ESAB Caddy 130 er einfasa, jafnstraums-rafsuöutæki fyrir pinnasuðu og tig-suðu. Það tekur basískan vír frá 1,60-3,25 mm. Caddy 130 vegur aðeins 8 kg og er því sérlega meðfærilegt! Hafðu samband við sölumenn okkar sem veita þér faglega ráðgjöf. tig-suða = HÉÐINN = SEUAVEGI 2,SlMI 624260 ALLUR FYLGIBÚNAÐUR TIL SUÐU fmmleiðslumeistarinn Stein Ludrigson hefurgefið iíónkexinu nýtt og betm bmgð \vi súkkulaðihjúpurinn er besla sendingin fm dönum síðan \1ð fengum handritin heim FRÓN HF. KEXVERKSMIÐJA SKÚLAGÖTU 28 SÍMI 11400

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.