Morgunblaðið - 17.05.1988, Qupperneq 71

Morgunblaðið - 17.05.1988, Qupperneq 71
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAÍ 1988 71 t>essir hringdu Meiri keilu Keilari hringdi: „Ég vil þakka Stöð 2 fyrir góða sjónvarpsþætti um keilu. Gjaman mætti sýna meira frá þessari ágætu fþrótt í sjónvarpi. Talað var um það í Velvakanda á dögunum að Bjami Felixson sýndi ekkert annað en knattspymu. Það er ekki rétt því víða er komið við í íþróttaþáttum Ríkissjónvarpsins. Ég vil sérstaklega þakka fyrir beinu útsendingamar en sýningar frá gömlum knattspymuleikjum mættu vera færri.“ Slæm umgengni íbúi á Seltjarnarnesi hringdi: „Er ekki einhver aðili sem á að sjá um að halda Eiðistorgi hreinu? Þama er ekki vel gegnið um og má sjá drasl út um allt. Þær ágætu verslanir sem þama em eiga þetta ekki skilið. Þama þyrfti að gera átak og halda torg- inu hreinu framvegis." Falleg auglýsing Soffía Egilsdóttir hringdi: „Ég skil ekki hvers vegna svona falleg auglýsing eins og eyðniaug- lýsingin getur hneykslað fólk. Mér fínnst að þeir sem gerðu hana eigi mikið hrós skilið, og tel það móðgun við listamennina hvemig Morgunblaðið birti auglýsinguna. „Móðir" sem hringdi vill greini- lega ekki að bömin sín sjái hana en það er mín skoðun að hún eigi ekki síst erindi til bama. Þessi auglýsing gefur rétta mynd af fallegu og heilbrigðu kynlífí. Það er jú staðreynd að eyðni er og verður til og ekki viljum við að bömin okkar deyi úr fáfræði." Liíja hringdi: „Mér fínnst eyðniauglýsingin falleg og vel við hæfí með tilliti til þess málstaðar sem henni er ætlað að vekja athygli á. Ég tel einnig að hún sé á máli sem ég held að þeir, sem hafa ástæðu til að fara varlega, skilji.“ Bjórínn er viðbót við önnur vímuefni DAGVIST BARIVA BREIÐHOLT Seljaborg v/Tungusel Leikskólinn Seljaborg óskar eftir fóstrum nú þegar í heilar og hálfar stöður. Upplýsingar gefa forstöðumenn í síma 76680. MIÐBÆR Grænaborg v/Eiríksgötu Dagheimilið/leiksk. Grænaborg óskar eftir fóstrum strax eða í haust. Ennfremur vantar aðstoðarmann. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 14470 og 681362 á kvöldin. Velvakandi góður. Ég las í laugardagsblaði Morgun- blaðsins, 7. maí sl., ágætar greinar hugsjóna- og mannvina, Huldu á Þingeyri, Sigurlaugar Bjamadótt- ur, Páls Daníelssonar og Asu Ketils- dóttur í Skjaldfannadal, og þeirra ágæta innlegg í baráttuna móti bjórófreskjunni sem misvitrir þing- menn em nú að hella yfir. þjóðina, og enginn veit hversu mikið af bjór- bölinu hlýst, en þó sammála um að það sé viðbót við aðra vímu sem hefír skaðað og eyðilagt fleiri æsku- menn og heimili á landi vom en nokkurt annað efni sem menn neyta. Ég tek heilshugar undir þá rödd í laugardagsblaðinu, sem skilur ekkert í þeirri þjóð sem á þann heilbrigðisráðherra sem tekur ekk- ert mark á fæmstu læknum og vísindamönnum þjóðarinnar, en réttir upp hönd til að auka bmggur- um og bjórinnflytjendum meiri gróða. Mann sem tekur ekkert mið af viðvömnarröddum Heilbrigðis- stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem hvetur til aukinnar hömlu á hvers- konar vímuefni, en hann skýlir sér á bak við „frelsi“ manna, þótt það leiði til spillingar og þjóðarógæfu. Og svo talar hann í leiðinni um forvamarstarf og greiðir atkvæði með þeirri leið sem hefír leitt þús- undir íslendinga í þrot og í lokin á afvötnunarstöðvar ef þeir hafa þá ekki verið búnir með líf sitt. Já, það er talið að á síðustu ámm hafí um 10 þúsund íslendingar lent á af- vötnunarstöðvum og þannig orðið byrði þjóðfélagsins meðan hinir sömu hefðu getað gert þjóðfélaginu gagn. Er það þetta heilbrigða mannlíf sem ráðherra ætlar að rækta hér vor á meðal í sinni ráð- herratíð? Nei, það er ekki traust- vekjandi þeim sem þurfa að leita í heilbrigðiskerfið í dag, því auðvitað er allt eftir þessu, og hálfnað er verk þá hafíð er. Arai Helgason Miskunnarlaus fréttamennska Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánu- daga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, em ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspumir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundur óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Kæri Velvakandi. Mikið varð ég undrandi er ég las fréttaskrifín um Víðirsmálið í DV hinn 3. maí. Em blaðamenn virki- lega svona miskunnarlausir gagn- vart fólki sem missir aleigu sína, að skrifa í blað sítt hálfsíðu frétt í refíustfl? Mér fínnst það nú sorg- legra en svo að slíkt ætti að eiga sér stað. Ég vona að guð gefi þess- um aðilum styrk til að standast þessa raun og þeir haldi heilsu og sálarró. Það er fyrir öllu. Fyrst ég er farin að skrifa á annað borð langar mig til að þakka fyrir frábærar ræður sem fluttar vom í Ríkisútvarpinu á sumardag- inn fyrsta. Ræða Gunnars Eyjólfs- sonar og ræðu í útvarpsguðsþjón- usta frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, prestur Einar Eyjólfsson. Þetta vom mjög lærdómsríkar ræður og hafí þeir þökk fyrir. 6518-8538 Þegnskapur þyrfti að vera meiri Til Velvakanda. Núna, þegar daglega er sagt frá í fjölmiðlum að þegnar þessa litla þjóðfélags séu að gera kröfur um hærri laun, þá datt mér í hug að segja frá því sem fyrir mig kom í þessu sambandi, og mun nú á þess- um tímum hljóma eins og skopsaga. Fyrir fímmtíu til sextíu ámm var ég bréfhirðingamaður úti á landi. Arslaun mín fyrir það starf vom sextíu krónur. Það mun hafa verið á kreppuámnum að bréf frá póst- stjóminni var sent til okkar, þar sem þess var farið á leit við okkur bréfhirðingamenn, að við sam- þykktum að laun okkar lækkuðu um 15 prósent. í bréfínu var sagt að þetta væri gert til að afstýra fyrirsjáanlegum halla á rekstri póst- þjónustunnar. Ég veit ekki annað en allir bréfhirðingamenn í ná- grenni við mig hafí samþykkt þessa launalækkun og skrifað undir. Mér fínnst núna að við bréfhirð- ingamenn höfum með þessu sýnt mikinn þegnskap, og að við vildum stuðla að því að þessi þjónusta væri rekin hallalaust en ekki með skuldasöfnun. Með því að sam- þykkja þessa launalækkun sýndum við að við mátum meira þjóðarhag en eigin hagsmuni. Enn emm við sjálfstæð þjóð og viljum vera það um ókomin ár. En það getur farið svo að við töpum efnahagslegu sjálfstæði okkar, ef allir þegnar þessa lands hugsa um það eitt að skara eld að sinni köku eins og nú á sér stað hjá öllum þeim fjölda stéttafélaga og þrýsti- hópum sem neyta allra bragða til að fá kröfur sínar samþykktar. Mér fínnst að þegnskapur okkar gömlu bréfhirðingamannanna þyrfti að koma fram í dag ef ekki á illa að fara. Gamall bréfhirðingamaður W% Reiðnámskeio sumarið1988 Almenn námskeið í hestamennsku fyrir börn og unglinga 9-16 ára. Nr. 1 Nr.2 Nr.3 Nr.4 Nr.5 Nr.6 Nr.7 Þriðjudagur Þriðjudagur Þriðjudagur Þriðjudagur Þriðjudagur Þriðjudagur Þriðjudagur 31. maí 7.júní 21. júní 5. júlí 19. júlí 16. ágúst 23. ágúst þriðjudags þriðjudags • þriðjudags þriðjudags þriðjudags þriðjudags þriðjudags 7. júnf 14. júní 28. júnf 12. júlí 26. júlí 23. ágúst 30. ágúst Ferðir með áætlunarferðum Hreppar-Skeið frá Umferðarmið- stöðinni í Reykjavík kl. 17:30 á þriðjudögum og kl. 18:30 á föstudögum og frá Geldingaholti kl. 9:30 á morgnana og kom- ið í bæinn kl. 11:30. Þátttakendur fá fjölþætta þjálfun á hestbaki. Kennd verður undirstaða hestamennsku, meðhöndlun og umhirða hesta. Kennt er í gerði og á hringvelli. Einnig verða bóklegir tímar. Farið verður í útreiðatúra, kvöldvökur og leiki. Þátttakendur á öllum námskeiðunum mega koma með eigin hesta. Ferðir eru ekki innifaldar í námskeiðsgjaldi. Upplýsingar og bókanir ( Geldingaholti sími: 99-6055. Hestamióstöðin Geldingaholt Reiöskóli, útreióar, tamning, hrossarækt og sala Gnúpverjahreppi, Ámessýslu, sími 99-6055 I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.