Morgunblaðið - 17.05.1988, Síða 74

Morgunblaðið - 17.05.1988, Síða 74
74 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17 MAI 1988 Foreldrafélag misþroska barna: Kynningar- og fræðslufundur FORELDRAFÉLAG misþroska barna var stofnað nýlega og er mikill áhugi ríkjandi fyrir félag- inu, sem sést best á því að stofn- félagar eru nú orðnir um eitt hundrað talsins. Einn höfuðtilgangur félagsins er að halda kynningar- og fræðslu- fundi fyrir aðstandendur og annað áhugafólk. Nú er á döfínni einn slíkur og verður hann haldinn í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði mið- vikudaginn 18. maí næstkomandi kl. 20.30. Gestir fundarins frá Greiningarstöð ríkisins verða þau Stefán Hreiðarsson, barnalæknir og forstöðumaður, og Hafdís Hannes- dóttir félagsráðgjafi. Frá svæðis- stjóm um málefni fatlaðra á Reykjanesi koma svo þau Þór Hall- dórsson, læknir og framkvæmda- stjóri, og Helga Bima Hannesdóttir þroskaþjálfi. Stefán og Hafdís munu ræða um greiningarstöðina, hvemig farið er að því að komast í gréiningu með böm og hvemig henni er fylgt eft- ir. Þór og Helga Bima munu hins vegar kynna svæðisstjórnir, hvaða hlutverki þær hafa að gegna og hvemig þær vinna að sínum málefn- um. Við vonumst til þess að félagar og aðrir þeir, er áhuga hafa á mál- efnum misþroska bama, mæti til þess að fræðast af fagfólkinu og einnig til að spyija um það sem þá fysir að vita. Þess má að lokum geta að félag- ið hefur gefið út bækling sem heit- ir: Er bam þitt óvenulega órólegt? eirðarlaust? klunnalegt? Bækling þennan má fá með því að skrifa til félagsins. Heimilisfangið er: Foreldrafélag misþroska barna, pósthólf 5475 125 Reykjavík. (Fréttatilkynning) Ljósmynd/BS Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson leika sólarblúsa fyrir blaðamenn í Viðey. Skífan: Bræðrabandalag Mannakoma Hljómplötuútgáfan Skífan gaf út á föstudag hljómplötuna Bræðrabandalagið með hljóm- sveitinni Mannakorn. Mannakorn skipa þeir Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson, en fjölmargir tónlistarmenn aðstoðuðu þá við gerð plötunnar. Skífan kynnti útkomu plötunnar með því að bjóða blaðamönnum í bátsferð til Viðeyjar, en þar biðu þeirra þeir Magnús og Pálmi og veitingar voru á boðstólum. Á með- an menn vom að ná áttum eftir siglinguna léku Magnús og Pálmi af fingrum fram á gítar og kontra- bassa. í spjalli við blaðamenn upplýstu þeir Magnús að Bræðrabandalagið væri fímmta plata hljómsveitarinn- ar, en ekki vildu þeir halda því fram að hún yrði sú síðasta. Vinnu við plötuna kváðu þeir hafa hafist a þessu ári að Magnús hóf að setja saman texta og lög, en Pálmi stýrði upptökum og útsetningar laganna eru sameiginlegar. Með þeim Mannakornum að plöt- unni unnu þeir Eyþór Gunnarsdson, Gunnlaugur Briem, Tryggvi Húbn- er, Karl Sighvatsson, Ellen Krist- jánsdóttir og fleiri. Magnús og Pálmi lýstu þeim ásetningi sínum að setja saman hljómsveit til að kynna plötuna og töldu allar líkur á að það yrði um næstu. mánaða- mót að slík hljómsveit yrði til Steingrímur Th. Sigurðsson við tvö verka sinna. Akóges: Húsasmiðjan flytur um set Steingrímur sýnir „ÞAÐ ER leyndarmál hvort sýn- ingafjöldinn fylgi aldri málarans," sagði Steingrímur Th. Sigurðsson, en hann opnar málverkasýningu í Akóges í Vestmannaeyjum í kvöld kl. 20.30. Þetta er 63. málverkasýning Steingríms heima og erlendis. Hann INNLENT hefur áður sýnt í Akóges eða í júní 1972. „Skömmu síðar settist ég að í Roðgúl á Stokkseyri — það eru viss tengsl þar á milli sem ég hirði ekki um að skýra nánar — en minningam- ar úr „fríríkinu" Vestmannaeyjum hafa ætíð leitað á hugann síðan, enda hef ég alltaf verið á leiðinni þangað undanfarin sextán ár, svo að þetta er einskonar „comeback“.“ Steingrímur sýnir nú 31 mynd — af þeirn eru 30 glænýjar — stór hluti myndanna er unninn í olíu. Við- fangsefnin eru sjórinn og ströndin og ennfremur eru nokkrar fantasíur. Sýningu Steingríms í Vestmanna- eyjum lýkur kl. 22.30 á hvítasunnu- dag, 22. þessa mánaðar. VERIÐ ER er að ljúka nýbygg- ingu Húsasmiðjunnar við Skútuvog um þessar mundir. Húsasmiðjan hefur um áraraðir starfað við Súðarvog 3—5. Þar var rými orðið af skomum skammti og því nauðsynlet að ráða bót á. Nýtt hús var því byggt fyrir neðan gatnamót Elliðavogs og Kleppsmýrarvegar. Nú er verið að leggja síðustu hönd á innrétt- ingar hússins er verslunin verður opnuð 27. maí. í nýja húsnæðinu, Skútuvogi 16, verða allar deildir Húsasmiðj- unnar sameinaðar undir einu þaki. Nýbygging Húsasmiðjunnar er nær helmingi stærri en gamla verslunarhúsnæðið. (Úr fréttatilkynningu) Hjúkninarskortur al- þjóðlegt vandamál Morgunblaðinu hefur boríst eftirfarandi athugasemd: „Vegna viðtals sem birtist I Morgunblaðinu sunnudaginn 8. maí sl. við framkvæmdastjóra stjórnunarsviðs Ríkisspítala, vill Vigdís Magnúsdóttir, hjúkr- unarforstjóri, koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum: Það er ekki viðhorf hjúkrunar- stjómar Landspítalans að hjúkr- unarfræðingaskortinn megi fyrst og fremst rekja til lokunar Hjúkr- unarskóla Islands. Hjúkruna- rstjóm telur að hjúkrunarfræðing- ar séu best færir um að sjá um sín menntunarmál og að nám í námsbraut í hjúkrunarfræði i Háskóla íslands veiti raunhæfa menntun fyrir hjúkrunarstörf. Hjúkrunarskortur er ekki sérís- lenskt fyrirbæri heldur alþjóðlegt vandamál sem orsakast af fjöl- mörgum og flóknum þáttum. Ekki er hægt að fullyrða að breytt menntunarleið hafi úrslitaáhrif hér á landi frekar en annars stað- ar. Hjúkrunarstarfið er mjög víðfeðmt og fá störf bjóða upp á jafnmikla íjölbreytni. Hjúkrun nú á dögum krefst mikillar tækni- þekkingar auk fæmi í mannlegum samskiptum. Sýnt hefur verið fram á að starfsánægja hjúkruna- rfræðinga hérlendis er mikil og ætti það að vera hvatning til að leita í þessi störf. Er það miður að skoðun ein- stakra starfsmanna sé kynnt í fjöl- miðlum eins og talað sé fyrir hönd allra stjómenda." Sturla Snorrason framkvæmdastjóri Húsasmiðjunnar. + * Bílaþrenna Vogs og SAA: Þrjár konur unnu bíla Fyrir nokkrn hófu Styrktarfélag Vogs og SÁÁ dreifingu og sölu á svokallaðri bílaþrennu. Landsmenn hafa tekið þessu smámiðahappdrætti geysivel og er nú búið að dreifa mið- um um allt land. Aðalvinningur í þessu smámiðahappdrætti er Lancia skutla og föstudaginn 6. maí voru afhentir 3 bílar. Á myndinni eru ta- lið frá vinstri: Kristinn T. Haraldsson frá Styrktarfélagi Vogs og síðan þrír vinningshafar sem allir voru konur að þessu sinni, Guðrún Ás- grímsdóttir, Soffía Kristjánsdóttir, Kristín Hjartardóttir og lengst til hægri er Brynjar Jóhannesson sölu- stjóri Bílaborgar. (Fróttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.