Morgunblaðið - 21.05.1988, Page 1

Morgunblaðið - 21.05.1988, Page 1
76 SIÐUR B LESBOK 114,tbl. 76. árg. LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Danmörk: Schliiter glímir við stjómarkreppuna Kaupmannahöfn. Reuter. POUL Schlilter, starfandi for- sætisráðherra, fékk í gær umboð til að stýra stjórnarmyndunar- viðræðum í Danmörku en tak- markað þó. Nær það ekki til að mynda nýja minnihlutastjórn borgaraflokkanna, aðeins til að kanna hugsanlegt meirihluta- samstarf á breiðum grundvelli. Schliiter er sá þriðji, sem reynir að koma saman stjóm, en þeir Svend Jakobsen, forseti Þjóðþings- ins, og Niels Helveg Petersen, leið- togi Radikale venstre, gáfust báðir upp við þá erfiðu þraut. Schluter kvaðst í gær ekki vera bjartsýnn á tilraunina og sagðist ekki mundu kaupa nýja stjóm of dým verði. Radikalar réðu því, að Schliiter fékk ekki óskorað umboð til stjóm- armyndunar og leggja þeir áherslu á breitt meirihlutasamstarf. Stafar það meðal annars af því, að þeir horfa mjög svo til beggja átta, hægri og vinstri, og óttast klofning í eigin röðum játist þeir annarri hvorri fylkingunni. Það er því ekki ólíklegt, að stjómarkreppan í Dan- mörku eigi eftir að dragast á lang- inn. Sjá „Poul Schltlter..." á bls. 31 Harmleikur Reuter Þrítug kona vatt sér inn i bekkjarstofu í Hub- bard Woods-barnaskólanum í útborginni Win- netka í Chicago í gær og skaut án afláts af byssu með þeim afleiðingum að átta ára piltur beið bana og sjö börn særðust, sum Iífshættu- lega. Réðst hún síðan inn í íbúðarhús í nágrenn- inu, tók þar gisla, sem siðar komust undan. Þegar siðast fréttist hafði konan ekki orðið við áskorun lögreglu um að gefast upp. Myndin var tekin við skólann i gær af tveimur konum, sem reyndu að hugga hvor aðra eftir hinn hörmulega atburð. Páfi sker afmælis- tertu Þingkosningarnar í Frakklandi: Borgaralegu flokk- arnir með bandalag París. Reuter. BORGARALEGU flokkarnir í Frakklandi hafa myndað með sér kosningabandalag fyrir þingkosningarnar 5. og 12. júní næstkom- andi i þeirri von að geta komið i veg fyrir sigur vinstrimanna í kosningunum. Samkvæmt skoðanakönnunum, sem birtar hafa verið i vikunni, bendir þó allt til þess Jafnaðarmannaflokkurinn vinni þing- meirihluta. í gærkvöldi hafði náðst sam- komulag milli Lýðveldisfylkingar- innar (RPR) og Lýðræðisbanda- lagsins (UDF) um sameiginlegt framboð í rúmlega 500 af 577 kjör- dæmum Frakklands undir merkjum kosningabandalags mið- og hægri- Einfaldari flugfarseðill Genf. Reuter. FLUGFÉLÖG og ferðaskrífstof- ur um heim allan hefja senn út- gáfu nýstárlegra flugfarseðla. Hefur tekið áratug að þróa seðil- inn samkvæmt upplýsingum Al- þjóðasamtaka flugfélaga (IATA). Að sögn talsmanns LATA, sem eru samtök 168 flugfélaga um heim allan, verður sérstök segulræma á bakhlið nýja flugfarseðilsins sem mun geyma allar upplýsingar um væntanlega ferð. Flugmiðinn verð- ur einfaldari en farseðlar, sem menn eiga að venjast, og verður hann jafnframt brottfararspjald. Það hef- ur í för með sér mikinn spamað fyrir flugfélögin og er miðinn hann- aður með það í huga að koma í veg fyrir farmiðafals. fiokkanna (URC). í dag rennur út frestur til að skila nöfnum fram- bjóðenda og voru taldar litlar líkur á samkomulagi borgaralegu flokk- anna um sameiginlegt framboð í um 70 kjördæmum. Staða Jafnað- armannaflokksins er talin mjög vænleg í þessum lqördæmum. Jafnaðarmannaflokkurinn reyndi allt til þess að fá Lýðræðisfylking- una (UDF) til samstarfs um fram- boð en mistókst. Meðal annars reyndust ýmsir þingmenn jafnaðar- manna ekki reiðubúnir að standa upp fyrir frambjóðanda UDF. Skoðanakannanir benda til þess að Jafnaðarmannaflokkurinn fái rúmlega 40% fylgi í fyrri umferð- inni, sem yrði mesta kjörfylgi í 17 ára sögu hans. Frambjóðendur, sem fá undir 12,5% atkvæða í fyrri umferðinni, detta úr leik. í seinni umferðinni hefur venjulega verið kosið milli fulltrúa vinstri flokkanna annars vegar og hægri flokka hins vegar þar sem fylkingamar hafa jafnan myndað með sér bandalag eftir fyrri umferð. Möguleikar kosningabandalags borgaralegu flokkanna (URC) ræðst af því hvort samvinna tekst með bandalaginu og Þjóðemisfylk- ingu Jean-Marie Le Pens. Drög hafa verið lögð að samstarfí í mörg- um kjördæmanna, að sögn Jean- Pierra Stirbois, framkvæmdastjóra fiokks Le Pens. Þrátt fyrir mikla fylgisaukningu flokksins í forseta- kosningunum, en þá fékk hann um 15% atkvæða, stefnir í afhroð hans í þingkosningunum, ef ekki tekst samkomulag við kosningabandalag mið- og hægriflokkanna. Jóhannes Páll páfi annar varð 68 ára á mið- vikudag og i til- efni afmælisins var honum færð vegleg af- mælisterta er hann steig um borð í þotu ítalska flugfé- lagsins Alitalia, sem flutti hann í gær heim úr 13 daga ferð um riki róm- önsku Amer- íku. Tertan var skreytt með fánum þeirra ríkja, sem páfi hefur heimsótt, og hamingju- óskir á pólsku höfðu verið rit- aðar á hana. Reuter Noregur: Stj órnarbifreiðar fái sérlegar akreinar til afnota í umferðinni Óaló, frA Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. TILLAGA norsku stjórnarinn- ar um að bifreiðar hennar fái að aka á sérstökum akreinum sem ætlaðar eru fyrir strætis- vagna, leigubifreiðar og sjúkrabifreiðar hefur leitt til mótmæla í norska Stórþinginu. Engar undantekningar hafa hingað til verið gerðar á því hveij- ■um er heimilt að nota hinar sér- stöku akreinar í Noregi, það er hliðarakreinar við hraðbrautir og miklar umferðargötur. Jafnvel Ólafur konungur má ekki aka á þessum sérstaklega merktu ak- greinum. Carl I. Hagen þingmað- ur Framfaraflokksins varpaði fram þeirri spumingu á þingi þeg- ar hann mótmælti tillögu ríkis- stjómarinnar um að bifreiðar hennar fengju að nota akreinam- ar, hvort Gro Harlem Brundtland væri mikilvægari persóna en sjálf- ur konungurinn. Fulltrúar allra stjómmálaflokka eru sammála Hagen, jafnvel innan stjómar- flokksins, Verkamannaflokksins, em menn ekki hlynntir þessari tillögu. Vegamálastjóm ákveður hvetj- um er heimilt að aka á þessum umræddu akreinum. Óskum stjómarinnar um að fá afnot af þeim hefur hingað til verið hafnað á þeim forsendum að það séu aðrir hópar sem hafi meiri þörf fyrir að komast hratt og ömgg- lega áfram í umferðinni en ráð- herrar. Svar ríkisstjómarinnar við því er að oft sé mikið í húfi hjá ráðherrum, svo sem mikilvægir fundir eða ferð til flugvalla. Meðal almennings em undir- tektir á sama veg og meðal þing- manna. Margir telja þetta minna á aðferðir stjómvalda í Sovétríkj- unum þar sem lagðar hafa verið höfðingja-akgreinar svo að Kremlveijar komist hindmnar- laust leiðar sinnar um götur Moskvu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.