Morgunblaðið - 21.05.1988, Page 14

Morgunblaðið - 21.05.1988, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 Nokkur orð um frum- varp til laga um Tón- listarháskóla Islands eftírÞorkel Sigurbjörnsson Það var leitt, að ekki skuli hafa náðst í alla málsmetandi tónlistar- menn landsins, Sigursvein Magn- ússon meðtalinn, til að skrifa und- ir þá áskorun, sem varð tilefni hugleiðinga hans í Morgunblaðinu 4. maí sl. Þá hefði verið hægt að útskýra málið í rólegheitum og æsingalaust. En nú er búíð að bera frumvarp um Tónlistarháskóla ís- lands á torg, Alþingi komið í sum- arfrí, og eftir standa ýmsar misvís- andi fullyrðingar Sigursveins í hugum lesenda blaðsins, jafnvel þeirra, sem aðeins lesa fýrirsagnir. Þar stóð fýrst, að endurskoða þyrfti frumvarpið. Það er búið að vera í athugun og endurskoðun í áratug, ef ekki lengur. Er nú ekki kominn tími til að samþyklqa það? Það er auðvitað hárrétt hjá Sigursveini, að þetta frumvarp er ekki fullmótað fremur en önnur verk manna. Við erum líka svo lánsöm að hafa löggjafa, sem þing- ar árlega, einmitt til þess að þoka málum í átt til slíkra „fullmótana". Umrætt frumvarp er liður í þeirri viðleitni, staðfesting á þeirri þróun, sem átt hefur sér stað. Það er enginn skkollaleikur eða tilviljun, sem veldur því, að Tónlistarskólan- um í Reykjavík er ætlað að stíga þetta skref. Við þann skóla hafa nú starfað kennaradeildir, þær elstu i nær 3 áratugi, einleikara- deildir og tónfræðadeild, sem hafa útskrifað hér um bil alla þá tónlist- armenn, sem sett hafa mark sitt á tónlistarlíf landsins undanfarið. Þeir, sem hafa staðið sig vel í Tónlistarskólanum í Reykjavík, hafa ekki verið í neinum vandræð- um með framhaldsnám og meiri sérhæfíngu við erlenda háskóla hingað til. Margir fyrrverandi nem- endur skólans stýra nú og kenna við tónlistarskóla um allt land og eru virkir þátttakendur í þeirri „framsækni, hugmyndaauðgi og ijölbreytni í námsframboði" (orð Sigursveins sjálfs), sem hér ríkir. Eitthvað af þeim ágætum er sjálf- sagt veganesti frá „gamla skólan- um“. Auðvitað hefur Tónlistarskól- inn í Reykjavík átt við ýmis van- efni að stríða, og það hefur háð honum að njóta ekki þeirrar stoðar í lögum, sem umrætt frumvarp á að veita. Frumvarp til laga um Tónlistarháskóla íslands á að bæta úr því, styrkja það foiystuhlutverk, (sem Sigursveini fínnst líka ábóta- vant í grein sinni), sem skólinn hefur haft sem fræðslu og rann- sóknastofnun, og mun hafa, hvem- ig svo sem veður skipast, í framtíð- inni. Um það getur varla verið „djúpstæður ágreiningur", svo vitnað sé til orða hans vegna ein- hverrar ráðstefnu 16. og 17. apríl sl. Sú ráðstefna var mér vitanlega ekki neinn hæstiréttur í tónlistar- málum. Þetta ER EKKI frumvarp til laga um endanlega úttekt á tónlistarfræðslu í landinu. í undirfyrirsögn varpar Sigur- sveinn fram spumingunni. Er það ætlun löggjafans að kippa fótun- um undan starfi, sem ýmsir tón- listarskólar hafa byggt upp á undanfömum árum? Síðan sem- ur hann nokkur tilbrigði við þetta stef, nefnir samanburð við aðrar æðri menntastofnanir, Háskóla ís- lands og Kennaraháskólann. í ljósi sögu Tónlistarskólans í Reykjavík og þess, sem hann hefur verið að beijast fyrir í meir en hálfa öld, þá fellur stefíð og til- brigðin undir einhvers konar of- stæki. Hveijum dettur í hug að halda því fram, að bættur aðbúnaður, aukin kunnátta og þekkingaröflun við Háskóla íslands leiði til þess að almennri menntun hraki að sama skapi í öðrum skólum, sem undirbúa fólk til háskólanáms? Það má rétt vera hjá Sigursveini, þegar hann segir: „Hvorki Háskóli ís- lands né Kennaraháskólinn hafa með höndum nokkra ráðgjöf, sam- ræmingu náms í menntaskólunum né íhlutunarrétt um störf þeirra." En hamingjan hjálpi nemendum, ef þeir uppfylla ekki þær kröfur, sem háskólar setja um inngöngu. Það gildir jafnt um innlenda sem erlenda háskóla. Eitthvað er Sigursveinn smeyk- ur við aðlögunartíma þann (2 ár), sem nemendum og kennurum Tón- listarskólans í Reykjavík er ætlað- ur í væntanlegum lögum um Tón- listarháskóla. Augljóst er, að allar stöður, stórar og smáar, verða lausar til umsókna af hæfu fólki úr öllum áttum, þegar Tónlistar- háskólinn hefur verið stofnaður. Skólaárið er ekki sama og alman- aksárið, og það vita allir, og því Þorkell Sigurbjömsson „ Auðvitad hefur Tón- listarskólinn í Reykjavík átt við ýmis vanefni að stríða, og það hefur háð honum að njóta ekki þeirrar stoðar í lögum, sem umrætt frumvarp á að veita. Frumvarp til laga um Tónlistarháskóla Is- lands á að bæta úr því.“ verða allir, sem ekki standast nýju kröfumar, að leita eitthvað annað. Slíkt tæki aldrei minna en hálft ár. Vafasamt er að kalla það „for- gang“, og vart trúi ég því, að Sig- ursveinn vilji reka allan mannskap- inn úr Tónlistarskólanum í Reykjavík daginn eftir að lögin hafa verið samþykkt. í lok greinar sinnar fínnst Sigur- sveini furðulegt, að gert er ráð fyrir aðfarakennslu í frumvarpinu um Tónlistarháskóla íslands. Slík aðfarakennsla eða „undirbúnings- deild“ er ekkert frábrugðin því, sem tíðkast beint og óbeint við alla tónlistarháskóla. Tónlistar- þroski fylgir ekki neinni stunda- töflu eða dagatali. Ungir tónlistar- menn geta verið snillingar á sum- um sviðum og fávís böm samtímis. Þegar umsækjandi uppfyllir ekki inntökukröfur í ýmsum grein- um tónlistar (eða öðmm, sem varða almenna menntun, s.s. málakunn- áttu), þá reynir tónlistarháskóli að bæta úr því, sjálfur, ef hann er nógu stór, eða í samvinnu við aðr- ar menntastofnanir. Æfingakennsla á öllum stigum er og nauðsynleg í menntun kenn- araefna. Það á jafnt við um tónlist- arháskóla með kennaradeildum og aðra kennaraháskóla. Allt þetta veit Sigursveinn jafnvel og við öll, einnig, að það er ekki til neinn sérstakur „íslenskur veruleiki" í þessum efnum fremur en sérstök íslensk píanó. Þetta er ekki „vantraust" á einn- eða neinn, ekki til að „kippa fótun- um undan“, „fækka námsvalkost- um“ eða „þrengja að“ einum eða neinum, (svo gripið sé til nokkurra orða Sigursveins af handahófí). Allir þurfa að þreyta e.k. próf á hvaða stigi sem er, jafnvel í upp- hafí námsferils, og alltaf, þegar skipt er um skóla eða kennara, einnig kennara innan sama skóla. Tónlistarmenn vilja HEYRA í væntanlegum nemendum sínum. Það eru svo mörg verðug, óleyst verkefni framundan í ungu og óþroskuðu tónlistarlífi okkar. Við eigum að taka höndum saman, Sigursveinn, um allt það sem horf- ir til úrbóta, en ekki vera með úrtölur, útúrsnúninga og nöldur. Frumvarp um tónlistarháskóla er eitt af mörgu, sem nú bíður. Ég vona bara, þegar þú snýrð endur- nærður að störfum næsta haust, að þú takir undir áskorunina til Alþingis, sem fór svona í taugam- ar á þér í miðjum vorönnunum nú. Höfundur er tónskáld. Húsnæðismálafrum- varp Borgaraflokksins eftír Hreggvið Jónsson í vetur hafa húsnæðismál verið til umræðu á Alþingi íslendinga, eins og raunar mjög oft áður. Sú umræða hefur að mestu fjallað um handónýtt kerfi, sem nú er við lýði og æ ofan í æ hefur verið reynt að lappa upp á. Það sem var frá- brugðið umræðum fyrri ára, var að nú lögðu þingmenn Borgara- flokksins fram heilstæðar tillögur um nýtt húsnæðismálakerfí, sem gæti leyst af hólmi það sem nú hefur gengið sér til húðar. Stormur í bala Félagsmálaráðherra lagði þrisv- ar sinnum fram breytingu við nú- verandi lög um Húsnæðismála- stofnun ríkisins í vetur og í öll skiptin hristist stjómarheimilið af sundurlyndi. Þessar tillögur hlutu allar mjög harða gagnrýni stjóm- arsinna, enda var sumum þeirra gjörbreytt í meðfömm Alþingis. Þær lausnir, sem þessar breytingar stuðla að, eru kák og leysa ekki þann vanda, sem við er að etja í dag. Fjölmiðlar blésu þessar tillög- ur upp, eins og þær væm eitthvað, en svo var því miður ekki. Sápuból- ur félagsmálaráðherra em spmngnar og inn í þeim er ekk- ert. Þetta var stormur í bala. Borgaraflokkurinn með heildarlausn Á Alþingi lögðu þingmenn Borg- araflokksins fram heilstæðar til- lögur um lausn húsnæðismálá, annars vegar um Húsnæðisstofnun ríkisins, sem myndi lána úr Bygg- ingarsjóði ríkisins, og hins vegar um húsbanka, sem myndu lána beint. Húsbankakerfínu, sem hér er talað um, svipar um margt til þeirrar lausnar, sem Danir hafa valið sér og reynst hefur frábær- lega vel. Hér er uih tvöfalt húsnæð- islánakerfí að ræða. í fyrsta lagi sjái ríkið aðeins um lánveitingar til bygginga með félagsleg mark- mið og til þeirra sem em að byggja eða kaupa sína fyrstu íbúð. Þetta em um 40% af þeim sem sækjast eftir lánum til byggingar eða kaupa á íbúðarhúsnæði hveiju sinni. í öðra lagi er um að ræða þá sem standa utan þessa kerfís og eiga væntanlega þegar íbúð og hafa fengið lán hjá Húsnæðisstofn- un áður. Þetta munu vera um 60% þeirra, sem em á almennum fast- eignamarkaði. Þessi breyting myndi þýða, að mál myndu ganga hratt og vel fyrir sig og allir fengju lausn við sitt hæfí. Hvar á að fá peningana? Hin dæmigerða spuming til stjómarandstöðuþingmanna er venjulega: Og hvar ætlið þið svo að fá geningana til að gera allt þetta? I þinglok fluttu þingmenn Borgaraflokksins þingsályktun um byggingu leiguíbúða. Þessi tillaga var aðeins einn hluti af heildar- lausn okkar, en í fyrri tillögum var Hreggviður Jónsson „Þær tillögnr, sem Borgaraflokkurinn hefur lagt fram á Al- þingi eru byggðar á ígrundun og skynsemi. Þeir menn, sem hafa raunverulegan áhuga á að leysa húsnæðismál þjóðarinnar, geta ekki gengið fram hjá þeim.“ gert ráð fyrir heildarlausn á flár- mögnun. Þeir sem spurðu þessarar spumingar höfðu því ekki lesið til- lögur Borgaraflokksins fyrr á þing- inu, þvf miður. En hvað varðar spuminguna um fjármögnun þessa nýja kerfís er því til að svara, að það fjármagn, sem nú rennur til Húsnæðismálastofnunar ríkisins, rynni framvegis til Byggingarsjóðs ríkisins og nýjar leiðir yrðu famar í fjármögnun húsbankakerfísins. í þessu sambandi er rétt að minna á að stærsta húsnæðislánastofnun Danmerkur, Kreditforeningen Danmark, hefur fengið heimild til þess að veita dönsk húsnæðislán í löndum eins og Portúgal, Þýska- landi og Wales, en þau em öll með aðild að OECD, eins og ísland. í viðræðum við Júlíus Sólnes hefur fulltrúi Kreditforeningen Danmark talið mögulegt að veita þessa teg- und húsnæðislána á íslandi. Slíkt gæti gerst í'samvinnu við íslenskt fyrirtæki eða að sett yrði upp útibú frá fyrirtækinu hér á landi. Ekki er hægt að fara nákvæmlega út í smáatriði í stuttri blaðagrein, en þessar hugmyndir hljóta að vera áhugaverðar fyrir alla. Ný tegund á lánskjörum til hagsbóta fyrir lánþega í tillögum þingmanna borgara- flokksins er gert ráð fyrir að taka upp nýja tegund af lánskjömm, sem myndu leysa hina illræmdu lánskjaravísitölu af hólmi. Hér er um að ræða vaxtaaðlögunarlán, sem hafa ratt sér til rúms í nálæg- um löndum. í greinargerð með húsbankafmmvarpinu segir meðal annars um vaxtaaðlögunarlánin; „Þau byggja á því að fyrir t.d. 40 ára veðlán er samið um fasta vexti til ákveðins tíma, t.d. fímm ára í senn. Gengi skuldabréfsins er háð vöxtunum sem samið er um í upp- hafí hvers vaxtatímabils og þar með er ljóst hver lánsupphæðin er. Við upphaf næsta vaxtatímabils er á ný samið um fasta vexti til næstu fímm ára. Er þá gamla lán- ið endurgreitt með nýju láni og svo koll af kolli. Afborgunarranan er hins vegar miðuð við 40 ára lánstíma og lánið er í raun veitt til þess tíma þótt það sé endur- reiknað á t.d. fímm ára fresti. Þannig er tekið tillit til verðlags- þróunar á skynsmlegan hátt. Lán- takandinn situr ekki uppi með lán þar sem lánsupphæðin, þ.e. skuld- in, hækkar í sífellu þrátt fyrir stöð- ugar afborganir." Þá hafa þing- menn Borgaraflokksins einnig litið á það fyrirkomulag að hafa lán með greiðslumarki og afkomu- tryggingu (afborgunartryggingu), en sú aðferð er ekki síður áhuga- verð. Skynsemi eða áframhald- andi svartnætti? Þær tillögur, sem Borgaraflokk- urinn hefur lagt fram á Alþingi, era byggðar á ígrandun og skyn- semi. Þeir menn, sem hafa raun- veralegan áhuga á að leysa hús- næðismál þjóðarinnar geta ekki gengið fram hjá þeim. Verði haldið áfram á þeirri braut, sem nú er farin í þessum málum, verður áframhaldandi svartnætti hjá fjölda fólks, sem ekki veit sitt ijúk- andi ráð í húsnæðismálum. Sumir em að niðurlotum komnir, vegna lánskjara, aðrir hafa ekki bolmagn til að eignast húsnæði og enn aðr- ir bíða og bíða eftir lánum, sem þeir munu aldrei fá. Núverandi húsnæðismálakerfí er sprangið. Aðeins tillögur Borgaraflokksins í framkvæmd geta breytt þessum málum til betri vegar. Höfundur er þingmaður Borgara- flokksins fyrir Reykjaneskjör- dæmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.