Morgunblaðið - 21.05.1988, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 21.05.1988, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 15 Fjölmiðlar o g fréttaskrif eftir Ómar Smára * Armannsson íslenskt þjóðfélag hefur verið að þróast í upplýsingaþjóðfélag síðustu misserin. Tilkoma fleiri fjölmiðla, ijölbreyttara efnisvals og lenging efnisþátta hefur gert það að verkum að fólk hefur meira um að velja nú en nokkru sinni fyrr. Þróunin hefur orðið á mjög stuttum tíma og hefur því meiri áhrif á allan þorra fólks en ella. Fjölmiðlamir hafa miklu meiri áhrif á sköpun almennings- álitsins en þeir kannski gera sér grein fyrir, ef til lengri tíma er litið. Þjóðfélag okkar er lítið og ekki eftir miklu að slæjast varðandi al- vöm fréttir, eins og gengur og ger- ist út í heimi. Hins vegar þarf að „selja" miðilinn á hvem hátt sem það er gert. Aukin samkeppni margra fjölmiðla á litlum markaði hlýtur að segja til sín í gæðum á efnisinnihaldi frétta og á hvem hátt þær em matreiddar til fólks. Hjá fjölmiðli, sem byggir afkomu sína á lausasölu, hlýtur frétt að verða matreidd á annan hátt heldur en hjá fjölmiðli, sem byggir afkomu sína á fastri áskrift. Ætla mætti að fréttaflutningur síðamefnds fjöl- miðils sé áreiðanlegri en hins, þó svo að ekki þurfí það að vera einhlítt. Lausasölufjölmiðillinn þarf að ná athygli kaupandans á annan hátt og hefur þróun slíkra fjölmiðla orðið sú að ásýnd þeirra hefur birst meir og meir í æsifréttamennsku. A þeim vígstöðvum er sannleikurinn léttvægur ef hann tryggir ekki söl- una. Það verður að segjast eins og er að allflestir flölmiðlar hér á landi leggja metnað í vandaða umfjöllun mála, era málefnalegir og leggja Ómar Smári Ármannsson „Um leið og grafið er undan starfsgrundvelli löggæslunnar er grafið undan öryggi fólksins í landinu. Tímabundið kemur þetta til með að bitna á lögreglumönn- unum, en síðast og verst á löghlýðnu fólki þessa lands.“ sig fram við að leita sannleikans svo framarlega sem það er unnt hverju sinni. Það verður þó ekki sagt um þá alla. Einstaka fjölmið- ill, en þeir em sem betur fer tiltölu- lega fáir, leita beinlínis uppi hluti, sem neikvæðir geta talist og skella skolleymm við öðm en þeir telji að tryggi söluna, þrátt fyrir sannleiks- gildi. Þegar á reynir fela þeir sig á bak við einhvern trúnað, sem þeir eiga afskaplega erfitt með að skil- greina og fólk, sem verður fyrir barðinu á þeim, á erfítt með að skilja. Harka á eftir að færast í sam- keppni fjölmiðla hér á landi og má þá einu gilda hver verður þar á milli. Það getur alveg eins orðið ég og þú. Efnisinnihald frétta er vand- meðfarið og ber hver miðill með sér hvemig hann stendur að umfjöllun sinni. Stundum velti ég fyrir fnér, þeg- ar ég les fréttir af málum, sem ég hef verið að vinna að í starfí mfnu og birtast í einstaka fjölmiðli og sé hversu brenglaður flutningurinn er, þ.e. langt frá því sem atburðimir vom í raun, hvort starfsfólk þess- arra fjölmiðla sé einfaldlega svona gmnnhyggið eða hreinlega ekki starfíð sínu vaxið. Mér hefur talist að hver sem er geti gengið inn í starf fjölmiðlamanns og skrifað um nánast það, sem honum dettur í hug, að sjálfsögðu í anda stefnu hvers miðils fyrir sig. Sennilega er það ekki gmnnhyggnin, sem ræður úrslitum, heldur stefna miðilsins. Okkar þjóðfélag er ekkert frá- bmgðið öðram þjóðfélögum hvað þennan þátt varðar. Víðast hvar hefur þessi þróun orðið til á löngum tíma og fólk tekur henni í samræmi við það. Það lærir að leggja mat á einstakar fréttir og er miklu gagn- fynna á þær heldur en gengur og gerist hjá okkur. Reynslan hefur orðið hliðstæð þvf þegar sömu máltfð er haldið lengi að sama manninum. Hann missir að lokum matarlystina. Einstaká fyölmiðill hér á landi er mjög opinn fyrir alls kyns umkvört- unum, hvort þær hafi við rök að styðjast eða ekki, svo framarlega að þær séu bitastæðar varðandi söluna. Það ætti ekkert að mæla á móti aðgengi fólks að einstaka fjöl- miðli, en það ætti að vera siðferði- leg skylda hvers fréttamanns að hann kanni sannleiksgildi þess, sem borið er á boð fyrir hann áður en til birtingar kemur. Nú er svo komið að lögreglumenn liggja undir hótunum um kæmr vegna mála, sem þeir em að af- greiða og má oft á tíðum heyra til- vitnanir í einstaka fjölmiðil, oftast óréttmætar. Starfsgmndvöllur lög- regluþjónsstarfsins er annar en hann var fyrir nokkmm missemm og reynir nú á ríkisvald og dóms- vald svo og fólkið í landinu að styrkja þann gmndvöll til þess að hlutverk löggæslunnar nái fram að ganga. Um leið og grafíð er undan starfsgmndvelli löggæslunnar er grafíð undan öryggi fólksins í landinu. Tímabundið kemur þetta til með að bitna á lögreglumönnun- um, en síðast og verst á löghlýðnu fólki þessa lands. Höfundur er aðalvarðstjóri um- ferðardeildar lögregiunnar l Reykjavík. RITVÉLAR REIKNIVÉLAR PRENTARAR TÖLVUHÚSGÖGN Ótrúlegt tUboö ogaðrar UjaEi^r^T^áburður TÍÍbúÍn" |?rlf(f'Lkum í6’1°Æ&5' Mosaeyð.r^5K9 Útiker. Nlikið úrval. Marg Drekatré Dretakré Flauelsblóm Diffenbachia Fíkus Starlight M'joicmci) ÉÍgum nú gott kartöfluútsæðl Bæk«ðeigibsvePPandl fr^Tff^rverðkr.iæ-^ Sími: 68 90 70 Gróöurhúsinu v/Sigtun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.