Morgunblaðið - 21.05.1988, Side 16

Morgunblaðið - 21.05.1988, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 Viðtal við Richard Perle, fyrrum aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna: Við vorum raunsæir og náð- um raunverulegum árangri Eftir Ingemar Dörfer ÞANGAÐ til í apríl á síðasta árí var Richard Perle einn áhrifa- mesti embættismaðurínn í bandaríska varnarmálaráðu- neytinu. Þegar Caspar Wein- berger var skipaður vamar- málaráðherra í janúar 1981 bauð hann Perle nýja stöðu sem kom- ið hafði verið fót í vamarmála- ráðuneytinu. Perle þáði starfið og varð aðstoðarvamarmálaráð- herra á sviði alþjóðlegra örygg- ismála. Þar segist hann hafa fengið tækifæri til að einbeita sér að hugðarefnum sinum; kjarnorkuvopnum, samskiptum austur og vesturs, málefnum Atlantshafsbandalagsins, örygg- ishagsmunum Evrópu og við- ræðum við Sovétmenn um af- vopnun og tæknisamvinnu. Nú situr Perle, sem er aðeins 46 ára gamall og blaðamenn nefndu gjarnan „fursta myrkursins“, við skríftir í glæsilegrí íbúð sinni í Washington. Hann segir þetta vera spennubók. „Ég þarf að Ijúka við hana því ég notaði fyr- irframgreiðsluna til að borga íbúðina". Richard Perle ólst upp í Los Angeles og kynntist snemma virt- um sérfræðingum á sviði alþjóða- mála. Árið 1962 hélt hann til Lon- don og hóf nám í hinum virta Lon- don School of Economics. Kennari hans þar var Ástralinn Hedley Bull, sem skrifað hafði fræga bók um takmörkun vígbúnaðar, The Control of The Arms Race, Árið 1964 hóf Perle doktorsnám við Princeton-háskóla og var þar í þijú ár. Doktorsritgerð hans átti að fjalla um þær aðferðir sem Danir og Bretar beittu í samningaviðræð- um um að fá aðgang að hinum sameiginlega markaði ríkja Evr- ópubandalagsins. En Perle lauk aldrei doktorsnáminu, hann var alltof upptekinn af viðfangsefnum samtímans. Perle bjó um tíma í Kaupmannahöfn er hann vann að doktorsverkefninu og segist hafa fengið mikinn áhuga á Skand- inavíu. Hann bætir því hins vegar við að hrifning hans á Skandinavíu sé ekki alger og tiltekur sérstak- lega stefnu Dana í varnar- og ör- yggismálum. Vamir Dana segir hann vera „vonlausar" og „öldung- is ófullnægjandi". Sáttmálar um takmörkun vígbúnaðar Árið 1969 kynntist Perle Henry „Scoop" Jackson, öldungardeildar- þingmanni, sem var áhrifamikill demókrati í vamarmálanefnd öld- ungadeildarinnar. Perle var einn nánasti aðstoðarmaður Jacksons í 11 ár og vann m.a. að breytingartil- lögum hans við SALT 1-samkomu- lagið um takmarkanir langdrægra kjamorkuvopna. Perle vann einnig að tillögum varðandi SALT II- sáttmálann, sem þeir Jimmy Carter Bandaríkjaforseti og Leoníd Brez- hnev Sovétleiðtogi undirrituðu árið 1979 en fékkst aldrei staðfestur á Bandaríkjaþingi. Perle kveðst vera stoltastur af breytingartillögunni við SALT 1 sáttmálann, sem kveð- ur á um að í öllum frekari af- vopnunarsamningum við Sovét- menn beri að krefjast þess að jöfn- uður skuli ríkja milli risaveldanna hvað varðar flölda kjamorkuvopna. „Afstaða okkar á leiðtogafundinum í Reykjavík byggðist einmitt á þessu. Sovétmenn lögðu til að við fækkuðum langdrægum kjam- orkuvopnum okkar um helming en þar sem þeir nutu yfirburða á þessu sviði kröfðumst við þess að samið yrði um jafnan fjölda þessara vopna". Aðstoðarmaður Weinbergers Perle hætti að vinna með Jack- Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Míkhaíl S. Gorbatsjov, aðalritari sovéska kommúnistaflokks- ins, takast í hendur eftir að hafa undirritað afvopnunarsáttmálann í Washington. Perle vann að gerð samningsins og segir engan vafa leika á því að hann treysti öryggishagsmuni lýðræðisríkjanna. son árið 1980 og ári síðar var hann kominn til starfa í vamarmálaráðu- neytinu eftir að Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hafði skipað Caspar Weinberger vamarmála- ráðherra. Perle segist einkum hafa haft samskipti risaveldanna á sihni könnu og kveðst ekki hafa tekið ákvarðanir um uppsetningu tiltek- inna vopnakerfa. „Rússamir voru eins og ég hafði ímyndað mér þá. Míkhaíl Gorbatsjov er mjög hæfur leiðtogi og hann hefur komið mönn- um í valdastöður sem skilja betur Vesturlönd og vestræna menningu en forverar þeirra. Það var auðvelt að vinna með Cap Weinberger. Ég hafði fijálsar hendur á mínu sviði svo framarlega sem ákvarðanir mínar og sjónarmið voru í samræmi við grundvallarvið- horf hans. Hann tók hinar endan- legu ákvarðanir og yfirleitt studdi hann mig“. Perle verður tíðrætt um sáttmál- ann um algera upprætingu meðal- og skammdrægra kjamorkueld- flauga á landi, sem leiðtogar risa- veldanna undirrituðu í Washington í desember á síðasta ári. „Með sátt- málanum hafa Sovétmenn fallist á tillögu Reagans forseta frá því í nóvember 1981, sem gekk undir nafninu „núlllausnin". „Raunsæis- mennimir sögðu okkur ungu menn- ina vera draumóramenn þegar við lögðum þessa tillögu fram. Nú hef- ur komið í ljós að það vomm við sem vorum raunsæir og það vorum við sem náðum raunverulegum ár- angri," segir Perle og bætir við að sáttmálinn þjóni öryggishagsmun- um lýðræðisríkjanna þar sem kveð- ið sé á um að allar eldflaugar Sovét- manna af gerðinni SS-20 skuli eyðilagðar. Eldflaugar þessar séu hreyfanlegar og af þeim sökum mun ógnvænlegri vopn en banda- rísku Pershing II-eldflaugamar sem komið var upp í Evrópu til mótvægis við vígvæðingu Sovét- manna í álfunni. Kveðst hann telja líklegt að ekki reyndist unnt að beita Pershing-flaugunum í hugs- anlegri kjamorkustyijöld, þar sem staðsetning þeirra sé vel kunn og Sovétmönnrnum væri í lófa lagið að eyðileggja þær í strax í upphafi kjamorkuátaka. Washington-sátt- málinn treysti því greinilega örygg- ishagsmuni Évrópu og Vestur- landa. Uggvænlegt þekkingar- leysi Genschers Vestur-Þjóðveijar hafa lýst yfír áhyggjum sínum vegna þeirra skammdrægu kjamorkuflugskeyta og vígvallarvopna sem eftir munu standa í Evrópu þegar ákvæði Washington-sáttmálans hafa verið uppfyllt. Telja þeir sýnt að komi til kjamorkuátaka verði vopnum þessum beitt á landsvæði þýsku ríkjanna tveggja. Hafa af þessum sökum heyrst þær raddir í Vestur- Þýskalandi að stefna beri að „þriðju núlllausninni", algerri útiýmingu skammdrægra kjamorkuvopna í Evrópu. Richard Perle telur þetta sjónar- mið tilkomið vegna alvarlegs mis- skilnings á hinni eiginlegu vígstöðu í Evrópu. „Gallinn við samkomulag sem þetta er einfaldlega sá að ekki er unnt að halda uppi eftirliti með því að það sé virt. Haldi íjóðveij- Richard Perle. Unnið að brottflutningi sovéskrar kjamorkueldflaugar frá Aust- ur-Þýskalandi í samræmi við ákvæði Washington-sáttmálans. Perle vísar áhyggjum Vestur-Þjóðverja af vígstöðunni í Evrópu á bug og segir eftirlit með þeim vopnum sem eftir munu standa óhugsandi. amir áfram á sömu braut verðum við að tala um fyrir þeim og gera þeim ljóst að við höfum ekki í hyggju að halda hersveitum okkar lengur í Vestur-Þýskalandi verði „kjamorkuregnhlífin" tekin niður. Sovésku hermennimir ráða yfir skammdrægum kjamorkuvopnum þannig að vitaskuld verðum við að ráða yfir sams konar vopnabúnaði. Við neyðumst til að gera Vestur- Þjóðveijum afstöðu okkar ljósa og láti þeir ekki segjast verðum við að skýra frá henni á opinberum vettvangi. Þessi vandi er að miklu leyti tilkominn vegna Hans Di- etrichs Genschers, utanríkisráð- herra Vestur-Þýskalands. Hann er hlynntur öllum samningum um tak- mörkun vígbúnaðar og fækkun kjamorkuvopna og skiptir þá inni- haldið litlu máli. Á stundum hefur mér fundist ógnvekjandi hvað hann er illa að sér.“ Varnir NATO Aðspurður um vamir Vestur- Evrópu kveðst Perle telja brýnt að efla hinn hefðbundna herafla. Þá telur hann einnig sýnt að hótunin um beitingu kjamorkuvopna gegni ekki sama hlutverki og áður í sam- skiptum risaveldanna. Skapist óvissu- eða hættuástand segir hann hótun um beitingu þessara vopna ekki lengur vera trúverðuga. Perle segist einnig telja að á vettvangi Atlantshafsbandalagsins hafi verið gerð þau mistök að efla vamir Mið-Evrópu á kostnað ystu vængja vamarsvæðisins. Telur hann að Sovétmenn gætu með árás úr norðri eða suðri brotið sér leið inn í Mið-Evrópu. Vamaráætlanir Atl- antshafsbandalagsins geri ráð fyrir að Sovétmenn hefji árás til vesturs og að bardagamir fari fram þar sem vamir NATO séu hvað öflug- astar. Perle segir söguna sýna að árás beinist aldrei að þeim land- svæðum þar sem vamimar séu traustastar. Af þessum sökum telur hann brýnt að auka viðbúnað Atlants- hafsbandalagsins í Noregi eigi að takast að koma þangað hersveitum NATO á óvissu- og átakatímum. Hann telur það hafa verið mistök norskra ráðamanna að ákveða að birgðastöðvum NATO skyldi komið upp í Þrændalögum og segir þenn- an hluta viðbúnaðarins hafa orðið áhrifameiri hefðu stöðvamar verið reistar norðar í landinu, í Troms- fylki. Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd Loks víkjum við talinu að hug- myndinni um að Norðurlöndin verði lýst kjamorkuvopnalaust svæði. „Þetta er heimskuleg hugmynd!," segir Perle. „Það er ekki unnt að ganga að því sem vísu að kjam- orkuvopnalausu svæðum verði þyrmt í stórveldaátökum. Staðsetn- ing kjamorkuvopna stendur ekki í rökréttu samhengi við þau skot- mörk sem óvinurinn kann að velja sér. Yfirlýsing um kjamorkuvopna- leysi Norðurlanda væri með öllu marklaus þar sem unnt er að skjóta kjamorkuvopnum að Norðurlönd- unum hvaðan sem er“. Perle kveðst hafa efasemdir um gildi þess að semja um takmörkun vígbúnaðar í höfunum. „Stefna okkar er sú að geta tryggt hreyfan- leika herskipa okkar og kafbáta og að geta leitað til hafna í aðild- arríkjunum hvort sem kjamorku- vopn eru um borð eða ekki. Þess- ari stefnu munum við ekki falla frá.“ Perle segir brýnasta verkefni sænskra hemaðaryfirvalda að elfa loftvamir landsins. Einungis með traustum vömum geti hlutleysis- stefna Svia verið sannfæranai. Varðandi ferðir óþekktra kafbáta í sænska skeijagarðinum, sem flestir telja víst að séu sovéskir, segist Perle efast um að herafla Svía hafi verið beitt til fullnustu við kafbátaleitina. „Það væri ágætt ef ykkur tækist að sökkva einum eða að klófesta hann með einum eða öðmm hætti. Ef þið sökkvið einum er ég sannfærður um að þeir láta ekki sjá sig framar". Höfundur er sænskur sér- fræðingur í alþjóðamilum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.