Morgunblaðið - 21.05.1988, Side 22

Morgunblaðið - 21.05.1988, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 „Má ég kaupa Súper- mann ,mamma?“ Klukkan er á slaginu sjö. Bíllinn fer á tveimur hjólum fyrir homið á Hafnarhúsinu, skýst yfir bifreiðastæði Akraborgar og stoppar með rykk á bryggjusporðinum. Það er búið að hengja kaðal fyrir landganginn en karlar kippa spottanum til hliðar og brosa. Sumt fólk er alltaf á síðasta snún- ingi, það vita þeir. Bíllinn hlunkast inn í troðfulla feijuna og stendur á ská aftast, vélardrunur og skellir. Við fjarlægjumst hafnarbakkann. Þar skall hurð nærri hælum! „Hvemig er í sjóinn?“ spyr ég karlana eins og ævinlega og fæ sama góða svarið: „Fínt!“ Sumir eru orðnir svo vanir lífsins ólgusjó að þeir kippa sér ekki upp við smá- muni. Svo legg ég á stigabrattann. Við spila- kassann á ganginum er margt um mann- inn. Böm standa í halarófu með tíkalla tilbú- in að freista gæfunnar. „Þú ert búinn að vera svo lengi. Hvað áttu eiginlega marga tíkalla?" spyr ákveðin ung stúlka rummungs slöttólf sem stendur valdmannslegur við kassann. „Kemur þér ekki við ...“ heyri ég svarað um leið og ég veg mig upp á pallinn og er komin upp í sal. Það er heitt og notalegt í reyksalnum og tiltölulega loftgott. Tommi og Jenni era mættir á skjáinn að vanda. Þessir heimilisvinir íslensku þjóðar- innar hafa fasta búsetu í Akraborg og steypa stömpum hvemig sem viðrar. Ekki ber á öðra en fjöldinn allur af bömum skemmti sér með þeim í kvöld. Verst hvað þeir era háværir. Þeir skjótast yfír skerminn með hvissi, ískri og smellum — allt á ensku. Islenski textinn kemur áhorfendahópnum að litlu gagni a.m.k. þeim sem era rétt komin af bleyjustiginu. Sá hópur á langt í hið sígilda lesefni íslenskra grannskóla ASA SÁ SÓL OG ÓLI Á ÓL hvað þá að þau nýti sér textaða mynd. En bömin láta það ekki á sig fá og stara stóram augum á heimlisvinina. í reyklausa salnum má kaupa veitingar. Ég panta mér kaffí og sest á barstólinn. Einu sinni vermdu hann heitir bossar suður við Kanarí og þá var drakkið sitthvað sterk- ara en kaffí. „Hvað kostar Súpermannblað?" spyr lítill angi og klifrar upp á barstólinn við hliðina á mér. Þaðan fer hann upp á barborðið. „Hundrað og tuttugu krónur," svarar ung kona. „Viltu ekki fara ofan af borðinu?" Hundrað og tuttugu, mamma, hundrað og tuttugu!" æpir hann og sendist niður af stólnum til mömmu sinar sem gengur um gólfið með minni útgáfu af drengnum. „Má ég kaupa Súpermann, mamma?" „Spurðu hann pabba þinn. Hann er með peningana," svarar mamma og heldur áfram röltinu þann litla. Pabbinn situr falinn á bak við DV. „Pabbi má ég kaupa Súpermann?" Og sá litli smeygir sér eldsnöggt á bak við blað- ið. „Ha“ „Súpermann, hann kostar bara hundrað og tuttugu krónur!" Pabbi teygir sig í brjóst- vasann og tekur fram seðla sem hann rétt- ir stráksa. „Héma,“ segir hann og heldur áfram að lesa um nýafstaðna gengisfellingu og lágt verð á íslenskum físki erlendis. Og fyrr er varir er sá litli kominn upp á barborðið aftur. „Ég ætla að fá Súpermann, Pabbi gaf mér pening...“ Lítil böm vappa um salinn með konur og eldri systkini í humátt á eftir. „Gættu þín Siggi, ekki detta!“ „Komdu Magga, mamma skal byggja með þér úr kubbunum!" „Svona, svona ekki væla. Við eram að verða komin!" „Ætlið þið norður í kvöld?" spyr ein kon- an aðra. „Nei við ætlum fyrst í sumarbústað í Borgarfirði í tvo daga. En þið?“ „Ætli við föram ekki í Varmahlíð til að bjnja með.“ „Hvemig er spáin?" „Áfram sama veðrið!" „En æði. Bíddu Siggi. . . bíddu!" Konan tekur undir sig stökk og fer í loftköstum á eftir Sigga sem er staðráðinn í að velta niður einn af mörgum stigum Akraborgar. „Ég vil kók!“ hrín lítil stúlka. „Nei, þú ert búin að fá kók,“ svarar móðir hennar þolinmóð. „Þá við ég fá Ópal. Ég á eftir að fá það,“ hrín bamið enn hærra. Ósköp era margar einstæðar mæður á ferð í dag hugsa ég og fá mér aftur í boll- ann um leið og ég horfí á samspil mæðra og bama fram og aftur um salinn. í grænu sófunum sitja karlmenn mak- indalega hálffaldir á bak við DV og Helgar- póstinn. Þeir sötra kaffi og láta líða úr sér. Þetta era viðskiptajöfrar á leið í lax, hugsa ég. Afskaplega sumarlegir í tauinu og huggulegir menn. Einstaka maður smá- blundar. „Ég hélt að við mundum ekki hafa þetta af... þvílíkt span!“ ljóshærð kona staðnæm- ist á hominu á barborðinu hjá vinkonu sinni sem drekkur kaffi standandi, „umferðin svona gasaleg. Maður á náttúralega ekki að leggja af stað á föstudegi." Hún pantar kók. „Já það segirðu satt. En það er gott að losna úr Reykjavíkurstressinu. Bíddu Nonni, bíddu. Ekki í stigann...“ Og vinkonan hefur sig á loft og hleypur á eftir Nonna í þrítugasta sinn i þessari ferð. Mér er orðið þungt fyrir bijósti að horfa á allar þessar hlaupandi konur, mikið hljóta þær að vera þreyttar. Það er ekki spaug að vera ein með svona bamahjörð á ferða- lagi og það á föstudegi, hugsa ég og bið um enn meira kaffí. Þegar hávaðinn frá Tomma og Jenna er orðinn ærandi, útvarpið með kvöldfréttunum í botni að ósk eins Helgarpóstsmannsins og mæðumar að komast á suðumörkin slær Akraborgin allt í einu af. Vélarhljóðið lækk- ar, við nálgumst höfnina. Helgarpósts og DV menn bijóta saman blöð sín og standa upp. Þeir líta haukfránum augum yfír krað- akið í salnum, veifa bíllyklunum og gefa þýðingarmiklar bendingar með augnagot- um. Og sjá: í einingu andans og á bandi friðarins þokast kjamafjölskyldan niður stigann í kjölfar föðurins sem fer fyrir með lyklakippuna. Einstæðu mæðumar vora þá eftir allt saman ekki einstæðar og viðskipta- jöframir heimilisfeður í sumarfríi. Ja, héma! Nu fengi ég mér meira kaffí ef ekki væri búið að loka. Brátt er salurinn orðinn næsta tómur. „Bíddu Baddi bíddu . . . ætlarðu að drepa þig í stiganum ... leyfðu mömmu að leiða þig..." er það síðasta sem ég heyri frá langferðamönnunum. Kyrrðin í salnum er unaðsleg, sólin hlær inn um gluggana og stúlkumar era að gera salinn kláran fyrir næsta morgun. Ég var síðasti bíll um borð og verð síðast- ur upp á landi aftur. Mér liggur því ekkert á en geng í hægðum mínum niður. Upp úr Akraborginni streyma ferðalangamir á margvíslegum farartækjum. „Mamma ég þarf að pissa," heyri ég örmjóa rödd væla út um opinn bílgluggann. Svo ekur kjamafjölskyldan út í sumarið í afslöppun og stressleysi norðan heiða. Kristin Steinsdóttir Ofnæmisprófaðar BLEIUR ! Blindraf élagið: Söluskattur verði afnum- inn af hjálpartækjum A AÐALFUNDI Blindrafélagsins, sem haldinn var 7. mai sl., var samþykkt að skora á ríkisstjórn- ina að sjá til þess, að söluskattur verði afnuminn af öllum hjálpar- tækjum, sem Blindrafélagið flytur inn. í samþykktinni segir, að með nýj- um lögum um tollskrá og söluskatt, sem tóku gildi um síðustu áramót, séu blindir og sjónskertir sviptir rétt- indum sem þeir hafi notið í rúman einn og hálfan áratug. Innflutningur á hjálpartækjum fyrir blinda og sjón- skerta hafi verið undanþeginn tollum og í raun viðurkennt að söluskattur væri ekki greiddur af þeim. Nú eigi hins vegar að greiða söluskatt af öllum hjálpartækjum fyrir fatlaða. Þótt stofnunum eins og Heymar- og talmeinastöð ríkisins og Sjónstöð fs- lands verði séð fyrir aukaQárveiting- um til að mæta þeim kostnaði, era innflytjendur hjálpartækja ekki ein- göngu opinberar stofnanir. Hér er um mjög dýran búnað að ræða í mörgum tilvikum, og skipt geti sköp- um um öflun hans að ekki séu inn- heimt af honum opinber gjöld. Siðan er skorað á ríkisstjómina að afnema söluskatt af öllum hjálpar- tækjum sem Blindrafélagið flytur inn og segir orðrétt í samþykktinni: „Að- alfundur Blindrafélagsins skorar á ríkissijómina að sjá nú þegar til þess að söluskattur verði án tafar afnum- in af öllum þeim hjálpartækjum sem Blindrafélagið flytur inn, enda selur Blindrafélagið engum hjálpartæki nema aðalfélögum sínum eða öðram einstaklingum sem hafa undir 10% sjón.“ í lok samþykktarinnar er bent á að óeðlilegt sé að heimta opinber gjöld af styrkjum, sem veittir era til tækjakaupa einstaklinga til náms eða starfa, eins og nú virðist tíðkast. •feLASTICATED INAPPIE5 frá OíyiECARE fást í öllum stærðum oggerðum á tilboðs- verði í Kjötmiðstöðinni núna. KJÖTMIOSTÖOIN GARÐABÆS. 656400 Laugalæk 2 S. 686511 Hugheilar þakkir til allra sem glöddu mig með skeytum, hlómum, gjöfum og heimsóknum d 75 ára afmcelisdegi mínum 13. þ.m. Herdis Friðriksdóttir, Grænuhlið 16. BALTIMORE WASHINGTON •'•V 3 x í viku FLUGLEIÐIR -fyrir þíg-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.