Morgunblaðið - 21.05.1988, Síða 27

Morgunblaðið - 21.05.1988, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 27 Háaleiti, Hvassa- leiti, Fossvognr, Bústaðahverfi og Blesugróf: Hverfa- skipulag kynntíbúm HVERFASKIPULAG fyrir íbúa í Háaleiti, Hvassaleiti, Fossvogi, Bústaðahverfi og Blesugróf, verður kynnt íbúum á almennum fundi í samkomusal Réttarholts- skóla miðvikudaginn 25. maf næstkomandi, kl. 20:30. Birgir H. Sigurðsson skipulags- fræðingur, Málfríður Kristiansen arkitekt og Þórarinn Hjaltason verkfræðingur, kynna drög að væntanlegu hverfaskipulagi. Meðal annars verður fjallað um skipulag Fossvogsdals, kynntar hugmyndir að nýjum útivistasvæðum og bent á leiðir til úrbóta á þeim svæðum sem þegar eru fyrir hendi. Gerð verður grein fyrir hugmyndum að breytingum á gatnakerfí með aukið umferðaöryggi í huga auk hug- mynda um ákveðinn skipulags- ramma í eldri hluta hverfísins. * Islenski mark- aðsklúbburinn: Markaðsmál í tískuheimimim BRESKI athafnamaðurinn Ric- hard Birtchenell verður gestur íslenska markaðsklúbbsins á há- degisverðarfundi, sem haldinn verður nk. þriðjudag í hliðarsal Hótel Sögu. Á fundinum mun Birtchenell gera heimamönnum grein fyrir hveming staðið er að markaðsmálum í tísku- heiminum erlendis. Birtchenell er markaðs- og sölu- stjóri Burton Group sem rekur flölda verslunarkeðja á borð við Top Shop, Harvey Nicols, Dorothy Park- ins o.fl. Birtchenell er hingað kom- inn sem heiðursgestur vegna Feg- urðarsamkeppni íslands en Top Shop er aðal fjárstuðningsaðili Miss World keppninnar. BYKO opnar stærstu bygg- ingavöruverslun landsins BYKO opnar í dag, laugardaginn 21. maí, stærstu byggingavöru- verslun landsins í austurbæ Kópavogs á Skemmuvegi 4a, en þetta er fimmta verslun fyrir- tækisins á höfuðborgarsvæðinu. Með tilkomu nýju verslunarinnar eykst heildar verslunar- og þjón- ustuflatarmál BYKO um 2.200 fermetra. í þessari byggingar- vöruverslun er mun meiri breidd og úrval af allskyns bygginga- vörum og verkfærum en er að finna í öðrum verslunum BYKO. Bryddað er upp á ýmsum nýjung- um til að auka þjónustu við iðnaðar- menn og húseigendur og má þar t.d. nefna ahaldaleigu, sem nefnist Hörkutól. í áhaldaleigunni er hægt að leigja fjölbreytt úrval af tækjum og vélum, eins og t.d. jarðvegs- þjöppur, steypuhrærivélar, bygg- ingakíkja og borvélar. Auk þess tæki, sem áður hafa ekki fengist leigð, eins og gips- og spónaplötu- lyftu. Lögð er rík áhersla á mikið vöru- úrval í hverri deild verslunarinnar. Meðal annars geta smiðir og múrar- ar valið um 30 tegundir af hallamál- um í öllum stærðum og gerðum. Nagla- og skrúfudeild er t.d. sú stærsta sinnar tegundar hérlendis og nær yfír 300 fermetra. í byggingavöruversluninni, sem er í fyrri húsakynnum Stórmarkað- ar KRON, eru 20 starfsmenn en alls eru starfsmenn BYKO yfír 200. Lögð verður áhersla á að einn af- greiðslumaður þjóni hveijum við- skiptavini meðan hann gerir inn- kaup sín. Sérstakur upplýsingabás er í versluninni þar sem fólk fær faglegar ráðleggingar, en rúmlega helmingur starfsmanna er faglega menntaður. BYKO hefur ætíð lagt mikla áherslu á upplýsingaráðgjöf jafnt fyrir iðnaðarmenn sem húseig- endur. Verslunarstjóri í BYKO á Skemmuvegi 4a er Agnar Karlsson sem hefur starfað í 12 ár hjá fyrir- tækinu og sá síðast um opnunina á Byggt og búið í Kringlunni, sem er BYKO-verslun. (Fréttatilkynning) Eiríkur Brynjólfsson sem hefur lengstan starfsaldur af BYKO-starfs- fólki og Geir Jón Karlsson. Þeir standa hjá einum lengsta bygginga- vörurekka landsins (50 m). aföllum stærðum Kanadísku útigrillin sem alltafslá í gegn. Wait-grillin hafa reynst einstak- lega vel \/etur, sumar vor og haust. & Fjölbreytt úrval garðhúsgagna Einstaklega falleg og á frábæru \/erði Opiðídagfrák110.00-16.00 UÓSRITUNARVÉLAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.