Morgunblaðið - 21.05.1988, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988
29
Morgunblaðið/Sverrir
Nýstúdentar frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti sem útskrifuðust í gær.
Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti slitið í gær
Fjölbrautaskólanum í Breið-
holti var slitið í gær í Fella- og
Hólakirkju. Athöfnin hófst með
þvi að Jónas Þórir lék vorlög.
Kristin Arnalds, skólameistari,
gerði grein fyrir starfi og próf-
um í dagskóla en Stefán Bene-
diktsson, aðstoðarskólameistari,
í kvöldskóla.
í ræðum þeirra kom fram að
2.206 nemendur hafi stundað nám
í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti,
1.323 í dagskóla og 883 í kvöld-
skóla og kennarar verið 134 tals-
ins. 238 nemendur fengu afhent
lokaprófskírteini, þar af 165 dag-
skólanemendur og 73 kvöldskóla-
nemendur. Þeir skiptust þannig:
Á eins árs námsbrautum luku
19 nemendur prófi, 10 af grunnámi
matvælasviðs og 9 af grunnámi
tæknisviðs.
Á tveggja ára námsbrautum luku
56 nemendur prófi, 7 snyrtifræði-
prófi, 1 listasviðsprófi, 1 uppeldis-
sviðsprófi, 46 almennu verslunar-
prófi og 1 matartæknaprófí.
Á þriggja ára brautum stóðust
lokapróf 73 nemendur, þar af 3
sjúkraliðar, 40 sveinsprófsnemar
(11 húsasmiðir, 4 rennismiðir, 15
vélvirkjar, 9 rafvirkjar og 1 pípu-
lagningamaður) og 30 nemendur
luku sérhæfðu verslunarprófi.
90 nemendur luku flögurra ára
brautum, stúdentsprófi. Bestum
árangri á stúdentsprófi náði Hanna
Óiadóttir, eðlisfræðibraut almenns
bóknámssviðs. Lauk hún námi á 3
árum og hlaut einkunnina A í öllum
námsáföngum.
Góðum námsárangri á stúdents-
prófi náðu einnig Bjarki Hjálmars-
son Diegó, sem lauk bæði félags-
fræði- og náttúrufræðibraut, og
Baldvin Bjöm Haraldsson, eðlis-
fræðibraut. Fengu þau öll fjölda
verðlauna fyrir námsárangur sinn.
Svava Jónsdóttir nýstúdent lék á
klarinett verk eftir Karl Stamitz við
undirleik Guðríðar Sigurðardóttur,
píanóleikara. Einnig léku Elín
Kristinsdóttir, Berglind Reynisdótt-
ir og Sonja B. Guðfinnsdóttir, allar
nemendur skólans. Loks söng kór
Fjölbrautaskólans í Breiðholti lög
undir stjóm Friðriks S. Kristinsson-
ar kórstjóra.
Ávörp fluttu Baldvin B. Haralds-
son fyrir hönd nýstúdenta í dag-
skóla, Kristín Sonja Egilsdóttir fyr-
ir hönd nýstúdenta í kvöldskóla,
Magnús E. Magnússon formaður
nemendafélags dagskóla og Hjördís
Ámadóttir fyrir hönd nemendafé-
lags kvöldskóla.
Síðast flutti Kristín Amalds
skólameistari skólaslitaræðu
Oryrkjabandalag Islands:
Niðurfellingar krafist
á tollum og söluskatti
„STJÓRN Öryrkjabandalags ís-
lands hefur sent ríkisstjórninni
bréf þar sem bandalagið mót-
mælir m.a. álagningu söluskatts
á hjálpartæki fatlaðra frá sl.
áramótum og krefst þess að 30%
tollar af t.d. nokkrum tegundum
heyrnartælqa, viðvörunar- og
öryggisbúnaði og myndbands-
tækjum fyrir heyrnarlausra
verði felldir niður,“ sagði Arn-
þór Helgason, formaður Ör-
yrkjabandalagsins, á blaða-
mannafundi sem bandalagpð
stóð fyrir í gær.
„Oryrkjabandalagið leggur til
að samtök fatlaðra staðfesti inn-
flutningsskýrslur vegna hjálpar-
tækja til að tryggja að ekki verði
um misnotkun að ræða,“ sagði
Amþór Helgason. „Með tilkomu
staðgreiðslukerfis skatta em
styrkir vegna tækjakaupa fatlaðra
til náms og starfa, svo og bifreiða-
kaupa, skattlagðir. Endurgreiðslur
á skattinum koma að litlum notum
þar sem flestir þeirra sem njóta
þessara styrkja em lágtekjufólk
sem getur ekki veitt sér þann
munað að bíða eftir endurgreiðslu
ríkissjóðs. Fatlaðir telja sig því
hafa orðið fyrir kjaraárás af hálfu
núverandi ríkisstjórnar.
Öiyrkjabandalagið hefur ítrekað
í samtölum og bréfum til fjármála-
ráðuneytis farið fram á leiðréttingu
á þessum málum. Árangurinn hef-
ur einungis orðið sá að nú er regl-
an um söluskatt á hjálpartækjum
undantekningalaus og ætlunin er
að veita einungis opinbemm stofn-
unum, sem flytja inn hjálpartæki,
'aukafjárveitingu til að mæta þess-
um viðbótarkostnaði," sagði Am-
þór Helgason.
Iceland Seafood Corporation:
Hagnaður í fyrra
62 milljónir króna
HAGNAÐUR Iceland Seafood
Corporation, sölufyrirtækis
Sambandsins í Bandaríkjunum,
nam 1.430 þúsundum dollara fyr-
Frakkland:
Selt úr Ásgeiri RE
í BOULOGNE i Frakklandi vom
seld sl. fímmtudag 161 tonn úr
Ásgeiri RE fyrir 8,5 milljónir
króna eða 52,90 króna meðalverð.
Úr skipinu vom m.a. seld 145
tonn af grálúðu fyrir 8,4 milljónir
króna eða 58,11 króna meðalverð.
ir skatta, eða um 62 mil(jónum
íslenskra króna, i fyrra, að sögn
Sigurðar Markússonar, vara-
formanns stjórnar fyrirtækisins.
Eftir að skattar hefa verið dregn-
ir frá er hagnaður fyrirtækisins
hins vegar 730.000 dollarar, eða
tæpar 32 milijónir íslenskra króna.
Hagnaður Iceland Seafood Lim-
ited, sölufyrirtækis Sambandsins í
Evrópu, var 158.000 sterlingspund
fyrir skatta, eða tæplega 13 milljón-
ir króna, en 98.000 sterlingspund
eftir skatta, eða um 8 milljónir
króna.
Deilt um
einkaleyfis-
rétt á salt-
dreifara
Morgunblaðið/Einar Falur
Nýstúdentar við brautskráningu í Langholtskirkju í gær.
Fj ölbrautaskólan-
um við Armúla slitið
LÖGMAÐUR Trausts hf. í
Reykjavík hefur sent forráða-
mönnum Galdrastáls sf. í Kópa-
vogi bréf þar sem skorað er á
fyrirtækið að láta af framleiðslu
saltdreifitækis fyrir fiskvinnslu,
sem það hefur hafið framleiðslu
á í samvinnu við Sölusamtök
íslenskra fiskframleiðenda.
Fram kemur í bréfinu að Traust
hf. telur Galdrastál sf. bijóta
einkaleyfisrétt þeirra við fram-
leiðslu tækisins.
Alexander G. Bridde hjá Galdra-
stáli vísaði þessum ásökunum á bug
í samtali við Morgunblaðið og sagði
„saltarann" þeirra vera mjög frá-
brugðinn saltdreifitæki Trausts.
Emil Thoroddsen, ráðgjafi á sviði
einkaleyfa hjá Iðntæknistofnun,
skoðaði tækið á föstudag, en hann
er ekki úrskurðaraðili í deilumálum
sem þessum, aðeins umsagnaraðili.
Ef samlíkingin er augljós er hlutað-
eigandi bent á það og reynt er að
fá aðila mála til að semja sín á
milli. Hugsanlegt er að Emil semji
greinargerð, sem lögð yrði fyrir iðn-
aðarráðuneytið til umsagnar. Ef
samkomulag næst ekki í svona
málum er þeim langoftast vísað til
úrskurðar dómstóla.
Fjölbrautaskólanum við Ár-
múla var slitið í gær í Lang-
holtskirkju, og voru braut-
skráðir 44 stúdentar við það
tækifæri, 3 af heilsugæzlu-
braut, 6 af íþróttabraut, 9 af
nýmálabraut, 3 af náttúrufræði-
braut, 1 af samfélagsbraut, 6
af uppeldisbraut og 16 af við-
skiptabraut.
Skólameistari, Hafsteinn Þ.
Stefánsson, setti samkomuna og
stjómaði henni.í ræðu hans kom
m.a. fram, að 44 kennarar störfuðu
við skólann á vorönn og nemendur
voru tæplega 600. Litlar breyting-
ar hafa orðið á kennaraliði skólans
undanfarin ár. Sú breyting verður
á rekstri skólans með samþykkt
iaga um framhaldsskóla, að ríkis-
sjóður mun í auknum mæli standa
straum af kostnaði í stað borgar-
sjóðs. Enn eru óbyggðar tvær álm-
ur við skólahúsið, og er það von
kennara og nemenda, að senn
rætist úr því og reist verði hús
fyrir hátíðasal og mötuneyti.
Dux scholae varð að þessu sinni
Steinunn Friðgeirsdóttir af ný-
málabraut. Hlaut hún vegleg verð-
laun fyrir ágætan námsárangur í
Díana Ivarsdóttir nýstúdent og
söngnemi söng við hrifningu við-
staddra.
ýmsum greinum. Auk hennar hlutu
verðlaun fyrir ágæta kunnáttu í
einstökum greinum Ágúst Ólafs-
son í stærðfræði, Áslaug Guð-
mundardóttir í íslenzku, dönsku
og ensku, Magnús Kristjánsson í
viðskiptagreinum og þýzku, Sig-
urður Þormar og Jóhanna Gylfa-
dóttir í frönsku, Hrönn Þorsteins-
dóttir í sögu, Inga Margrét Skúla-
dóttir í norsku og Stefán Hjálmars-
son í viðskiptagreinum. Sérstaka
viðurkenningu fengu Áslaug Guð-
mundardóttir, Guðrún M. Ólafs-
dóttir og Pétur Pétursson fyrir
mikil störf að félagsmálum nem-
Steinunn Friðgeirsdóttir, sem
hlaut hæstu einkunn á stúdents-
prófi, flutti ávarp fyrir hönd
nemenda.
enda, en Áslaug var formaður
nemendaráðs síðastliðinn vetur og
þau Pétur og Guðrún veittu, ásamt
öðrum, forystu þeim hópi, sem
vann að útvarpsmálum.
Fyrstu stúdentar skólans braut-
skráðust fyrir 10 árum og fulltrúi
þeirra, Sólveig Jónsdóttir kennari,
flutti ávarp og Fanný Gunnars-
dóttir færði. skólanum gjöf fyrir
þeirra hönd.
Díana ívarsdóttir nýstúdent og
söngnemi söng við athöfnina og
fulltrúi nýstúdenta, Steinunn Frið-
geirsdóttir, flutti ávarp fyrir þeirra
hönd.