Morgunblaðið - 21.05.1988, Side 30

Morgunblaðið - 21.05.1988, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 Ungveijaland: Hvatti til umbóta með gamalli ræðu Búist við að Janos Kadar láti af völdum helgina Búdapest. Reuter. JANOS Kadar, leiðtogi ungverska kommúnistaflokksins, hvatti í gær til víðtækra, pólitískra umbóta og sagði nauðsynlegt að yngja upp í forystuliðinu. Hann hafði þó engin orð um hvort hann ætlaði sjálf- ur að víkja eftir að hafa haldið um taumana í 31 ár. „Okkar pólitíska stofnanakerfí hefur ekki ráðið við vandann. Fólk- ið vantreystir leiðtogum flokksins," sagði Kadar þegar hann setti fyrstu eiginlegu ráðstefnu kommúnista- flokksins frá á árinu 1957. Almennt er búist við því, að Kadar, sem verð- ur 76 ára í næstu viku, segi af sér á sunnudag, á lokadegi ráðstefn- unnar, en sjálfur veik hann ekki að því í ræðunni. Þrátt fyrir umbótatalið bar öllum saman um, að ræða Kadars hefði verið upp á gamla móðinn og hann sagði meðal annars, að flokkurinn ætlaði ekki að líða „tilhneigingar, sem brytu í bága við sósíalska röð og reglu". Vestrænn stjómarerind- reki sagði, að þetta hefði verið inn- takið í ræðu Kadars: „Tölum um lýðræði og kæfum það í fæðingu," og eftir ungverskum embættis- manni var haft, að sjaldan hefði gamla manninum tekist verr upp. Sagði hann, að ræðan skipti þó engu því Kadar væri á fömm. Janos Kadar var settur á valda- stólinn í nóvember 1956 þegar Sov- étmenn höfðu drekkt ungversku byltingunni í blóði og var í raun vinsæll meðal þjóðarinnar á sjöunda og áttunda áratugnum. Fijálsræði var aukið og um tíma vora lífskjör- in betri í Ungverjalandi en í öðram Austur-Evrópuríkjum. Nú hefur hins vegar slegið í bakseglin í efna- hagsmálunum. Ungveijar skulda að tiltölu meira en Pólveijar og hagur almennings fer versnandi. Líklegastur eftirmaður Kadars er Karoly Grosz forsætisráðherra en hann er 57 ára gamall. Binda sumir vonir við, að hann geti orðið það, sem Gorbatsjov er Sovétríkjun- um. EFTA: Janos Kadar að flytja setningar- ræðu fyrstu eiginlegu ráðstefnu ungverska kommúnistaflokksins frá 1957. Þingmeim ítreka kröfu um fríverslun á fiski Ztirich, frá önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. FULLTRÚAR EFTA-ríkjanna í þingmannanefnd fríverslunarsamtak- anna ítrekuðu afstöðu sina til stuðnings friverslun á fiski og fiskaf- urðum á fundi i Grangeneuve í Sviss nú í vikunni. „Nefndin sam- þykkti ályktun í fyrra um fríverslun á fiski og málið var rætt á ráðherrafundi EFTA i desember án þess að nokkur ákvörðim væri tekin,“ sagði Kjartan Jóhannsson, alþingismaður. „Þingnefndin ítrek- aði afstöðu sina nú til að auka þrýsting á ráðherrana svo að þeir framkvæmdu vilja nefndarinnar." Svíar hafa staðið í vegi fyrir sam- komulagi um fríverslun á físki og fískafurðum, það er að sömu reglur gildi um sjávarafurðir iðnaðarvörar innan EFTA. Kjartan sagði að sænskir þingmenn í þingmanna- nefndinni hefðu þó greitt atkvæði með ályktuninni. „Ég tel að þetta verði samþykkt á endanum en á þó ekki von á að það gerist á ráð- herrafundi EFTA-landanna í Tam- pere í Finnlandi í júní.“ Kjartan sagði að starfsmenn EFTA í Genf væra hlynntir því að fríverslunarsáttmáli EFTA-rílq'- anna næði einnig til físks og fískaf- urða. Finnski viðskiptaráðherrann hefur sýnt málinu áhuga og sendi- herrar Islands og Noregs hafa rætt málið við sendiherra Svía í Genf. Fundur þingmannanefndarinnar snerist fyrst og fremst um mikil- vægi aukins og víðara sambands EFTA-ríkjanna við Evrópubanda- lagið. Kjartan sagði að það hefði komið fram að ekkert landanna sex væri á leið inn í EB en ekkert þeirra hefði heldur útilokað að það kynni einhvem tíma að ganga í bandalag- ið. Auk Kjartans Jóhannssonar sat Friðjón Þórðarson, alþingismaður, fundinn fyrir íslands hönd. Nýr alnæimsstofn fínnst í brazilískum indíánum Rio de Janeiro. Reuter. Bandarískir o g brazilískir vísindamenn hafa fundið veiru, sem líkist alnæmisveirunni, i indíánum í Amazon-frumskóg- inum. Vonast þeir til, að fundur- inn geti skýrt að einhveiju leyti uppruna alnæmisins. Vísindamennimir fundu mótefni við veiranni í blóði 100 indíána og af öðrum rannsóknum þykir aug- ljóst, að þeir hafi smitast af öpum í skóginum. Styður það fyrri tilgát- ur um smitleiðina og einnig þá trú sumra, að alnæmi hafí verið til að dreifa í einangruðum samfélögum löngu áður en það breiddist út um heimsbyggðina. Veiran, sem fannst í indíánun- um, virðist náinn ættingi HIV-1 og HTV-2, þeirra tveggja, sem valda alnæmi og hafa fellt tug- þúsundir manna um allan heim. „Þessi uppgötvun er mikilvægt framlag til alnæmisrannsóknanna og bendir til, að veira af þessum stofni sé innlend í Ameríku," sagði Francis Black, sjúkdómafræðingur við Yale-háskólann. Til þessa hafa menn hallast að því, að alnæmis- veiran hafí komið frá Afríku. Vísindamennimir rannsökuðu blóðsýni úr 2.500 indíánum af 20 ættflokkum og var það tilgangur- inn að kanna útbreiðslu smitsjúk- dóma meðal frumbyggja. Indíán- amir hafa nær engin samskipti við umheiminn en samt kom í ljós, að þeir vora margir með mótefni gegn alls kyns sjúkdómum, t.d. sárasótt, mislingum og loks alnæmi. Við nánari rannsóknir sýndi það sig þó, að ekki var um að ræða eiginlegt alnæmi, heldur annan sjúkdóm skyldan þvi. Brazilískir vísinda- menn hafa fundið sams konar mót- efni í öpum og þykir þvl líklegt, að menn hafí smitast af þvi að éta eða umgangast sýkt dýr. Mótefnin fundust jafnt í konum sem körlum en ekkert þeirra sýndi hins vegar nokkur einkenni sjúk- dómsins. í framhaldi af þessu hafa verið skoðuð frosin blóðsýni úr ind- íánum frá síðasta áratug og hafa mótefnin fundist í nokkram þeirra. „Þetta bendir til, að um sé að ræða veirastofna, sem eigi sér sameigin- legt upphaf fyrir hundraðum • eða þúsundum ára,“ sagði Black. Sikar hefna að- gerða lögreglu Lögreglustjórinn í Punjab, K.P.S. Gill, sagði í gær að mikill viðbúnaður væri f Punjab og liðs- auki hefði verið sendur tíl svæða þar sem herskáir sfkar hafa drep- ið rúmlega 135 manns á þremur dögum f hefndarskyni vegna að- gerða lögreglunnar i Gullna hof- inu í Amritsar. Að minnsta kosti 24 vora drepnir f gær, sex við strætisvagnabiðskýli í Bhatinda, fímm í bóndabæ nálægt Amritsar og fímm í sprengingu í Pathankot. Þá fórust fímm menn þegar tvær fólksflutningabifreiðar sprungu. Gullna hofíð, sem setið var um í tíu daga, hefur verið lokað síðan á miðvikudag, er umsátrinu lauk. í hofínu ríkir nú þögn, en áður höfðu síkar sungið eftir helgri bók sem þar er geymd. Indverskur embættismað- ur sagðist búast við að trúarsöngur- inn hæfíst aftur á laugardag. Starfsmenn Rauða krossins og sprengjusérfræðingar lögreglunnar héldu áfram leit í hofínu. Gill lög- reglusljóri sagði að 33 hefðu látið lífíð í hofinu meðan á umsátrinu stóð. Áður höfðu lögregluyfírvöld sagt að 38 hefðu látist. Slésvík-Holtsetaland: Vorhreingeming eftír 38 ára stjórn hægri manna FYLKISKOSNINGARNAR í Slésvík-Holtoetalandi á dögunum voru sögulegar. Rétt eins og hinar næstu á undan síðastliðið haust þegar Uwe Barschel fór með sigur af hólmi en sagði af sér eftir að upp komst að hann hafði beitt andstæðing sinn, Bjöm Engholm, pólitísk- um ofsóknum. Nú er Barschel allur, kristUegir demókratar í fylkinu trausti rúnir og Bjöm Engholm stendur með pálmann i höndunum. Slík pólitisk kúvending sem þann 8. maí siðastliðinn er einsdæmi i sögu fylkisins. Rúmlega niu af hundraði kjósenda skiptu um flokk, frá kristilegum demókrötum yfir til jafnaðarmanna. Bjöm Engholm og hnns flokkur fékk 54,8% atkvæða eftir 38 ár í minnihluta og er þar með kominn með sama hlutfaU atkvæða og Franz Josef Strauss í Bæjaralandi. En hvaða afleiðingar hefur kosningasigur jafnaðar- manna i þessu gamla höfuðvigi hægri manna? „Vorhreingerning milli Eystra- síðasta lagi í haust lætur hann af salts og Norðursjávar. Kjósendur moka út skftnum sem fylgdi Barschel-málinu," segir stjómmála- skýrandi vikuritsins Die Zeit. Hin afdráttarlausu úrslit sýna að þeir leiðtogar kristilegra demókrata höfðu á röngu að standa sem töldu að eftir sviplegt fráfall Uwe Barsch- els, sem svipti sig lífí á hótelher- bergi í Genf, væri samviska flokks- ins hrein í augum almennings. Kosningaúrslitin eru niðurlæging fyrir formann kristilegra demókrata í Slésvík-Holtsetalandi, Gerhard Stoltenberg, sem jafnframt er fjár- málaráðherra í sambandsstjóminni í Bonn. Fyrir tveimur áram var hann vinsælasti stjómmálamaður Vestur-Þýskalands en f vetur hefur gengi hans hrapað. Barschel- hneykslið og tvístígandi afstaða hans í því máli skiptu sköpum. f flokksformennskunni og enginn veit hve lengi hann heldur út sem Qármálaráðherra. Sigur Bjöms Engholms er sigur fyrir leikreglur lýðræðisins. Sjaldan hafa fylkiskosningar í Vestur- Þýskalandi snúist að jafn miklu leyti um siðgæði stjómmálanna og einstaka frambjóðendur. Reyndar virtist sem Barschel sjálfur væri enn í framboði því Heiko Hoffmann, forsætisráðherraefni kristilegra demókrata, gleymdist hreinlega. Hinu saklausa fómarlambi pólití- skra ofsókna, Bimi Engholm, hefur veríð launað ríkulega. Hann leiddi kosningabaráttuna af stakri snilld. Gætti þess að minnast ekki á Barschel-hneykslið en um leið var öllum ljóst að kosningamar snerast um það hvort vægi meira í stjóm- málum, heiðarleiki eða valdafíkn. Engholm eða Lafontaine? Engholm er fæddur í Lubeck eins og Willy Brandt, hinn vinsæli leið- togi jaftiaðarmanna. Hann er lærð- ur kennari og var menntamálaráð- herra í stjóm Helmuts Schmidts. í kosningabaráttunni vakti hann hrifningu með því að segjast ætla að fara á námskeið f tölvufræði til að kynna sér þann vaxtarbrodd nýtísku atvinnulífs. Ekki fer hjá þvi að jafnaðarmenn um allt land lfti framvegis til hins hógværa Engholms líkt og Oskars Lafontaines, forsætisráðherra í Saarlandi, sem líklegs flokksfor- ingja og kanslaraefnis. Báðir hafa þeir í áratugi barist í litlu fylki við meirihluta hægri manna og sigrað að lokum. En Engholm staðhæfir engu að síður að hann ætli að eyða sínu pólitíska ævikvöldi í Kiel. And- rúmsloftið í Bonn hafi aldrei átt við sig. En er hægt að túlka sigur Eng- holms sem betri tíð og blóm S haga jafnaðarmennskunnar? í fyrsta lagi þarf sigurinn ekki að þýða að stefna flokksins njóti þvflíkra vinsælda. Þeir sem nú hafa gengið jafnaðar- mönnum á hönd ætlast til þess að flokkurinn leiti inn á miðjuna eins og hann hefur gert undanfarið. Starfí fremur með Fijálsum demó- krötum en Græningjum. Ofmælt væri að segja að flokkurinn sé alls staðar á uppleið. Fyrir ári síðan töpuðu jafnaðarmenn kosningum í Hessen eftir að hafa reynt stjómar- samstarf við Græningja. Sfðan þá hafa þeir tapað fylgi í þrennum fylkiskosningum. í öðra lagi er það svo að þótt stemmningin sé afburðagóð í jafn- aðarmannaflokknum í Slésvfk- Holtsetalandi eftir kosningamar þá era því takmörk sett hvað flokkur- inn getur gert f óþökk hægristjóm- arinnar í Bonn. í þriðja lagi er Slésvík-Holtseta- land eitt af fátækari fylkjum Vest- ur-Þýskalands. Skuldimar nema 18 milljörðum marka og atvinnuleysið (10,1%) er yfir meðallagi í Vestur- Þýskalandi. Stærsti sigurvegari verður smár andspænis þeim gífur- legu erfiðleikum sem við blasa. Eftir að fyrsta gleðivfman er runnin af verður flokkurinn að treysta á sannfæringarkraft hinna smáu skrefa. Aukið samstarf norðurfylkjanna í viðtali við vikuritið Der Spiegel eftir kosningamar segist Engholm óttast að fjármálayfírvöld í Bonn verði ekki allt of viljug að hjálpa sér við að yfírstíga þann mikla mun sem er á velgengni fylkja Vestur- Björn Engholm, sigurvegari kosninganna i Slésvík-Holteeta- landi. Þýskalands í norðri og suðri. Hann segist því treysta á aukið samstarf við önnur norðurfylki landsins sem eiga við sama vanda að glíma, eink- um atvinnuleysið. Einnig vonast hann til að vinna að nýju alda- gamla markaði á Norðurlöndum fyrir útflutningsvörar. Hann segist líka ætla að fylgja fordæmi La- fontaines um aukið efnahagssam- starf við Austur-Þjóðveija. Hætta er á að erfiðara verði að hrinda stærstu áformunum í fram- kvæmd eins og að leggja niður kjamorkuverin þijú í fylkinu og innleiða kosningarétt fyrir útlend- inga. Fylkisstjómin á meira að segja yfír höfði sér kæra vegna stjómarskrárbrots ef hið síðar- nefnda kemst í gegn. Ekki má heldur gleyma því að tregðan í kerfinu sjálfu í Slésvík- Holtsetalandi er mikil eða eins og Engholm orðaði það fyrir kosning- amar: „Það er auðveldara að fínna nál í heystakki en jafnaðarmann í embættismannakerfínu".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.