Morgunblaðið - 21.05.1988, Side 35

Morgunblaðið - 21.05.1988, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 35 Morgunblaðið/Ól.K.Mag. Steingrímur Hermannsson, Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson kynna blaðamönnum ráðstaf- anir ríkisstjórnarinnar i efnahagsmálum í gær. Mikilvægast að stjórnar- flokkarnir komu sér saman - segir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra Sambönd iðnaðar- manna sömdu til ágástloka næsta ár Samningar tókust einnig við kjötiðn- aðarmenn, bakara og vélstjóra ÞORSTEINN Pálsson forsætis- ráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins segir að það sé fyrst og fremst mikilvægast, varðandi efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar, að stjórnar- flokkarnir skuli hafa komið sér saman um raunhæfar aðgerðir. Þótt miklir erfiðleikar séu framundan væri hann bjartsýnn á að úr þeim greiddist ef hægt verði að viðhalda þeirri sam- stöðu um ábyrgar aðgerir sem náðist í ríkisstjórninni í gær. í samtali við Morgunblaðið sagði Þorsteinn Pálsson að í gær hefði verið úrslitastund hvort ríkis- stjómin næði saman um aðgerðir. „Eg lít svo á að forstumenn allra flokkanna hafí tekið mjög hraust- lega á þessu verkefni með far- sælli niðurstöðu. Það er verið að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að draga úr víxlhækkunum og þensluáhrifum í kjölfar óhjá- kvæmilegrar gengisiækkunar. Það er verið að veija þá stefnu sem mörkuð hefur verið í kjarasamn- ingum verkamannafélaga, versl- unarmanna og iðnverkafólks og það er verið að stefna að því að vinna þjóðina út úr víxlverkunar- áhrifun vísitölukerfís, bæði í launakerfi og fjármagnskerfí," sagði Þorsteinn. Þegar Þorsteinn var spurður um útgjaldaaukningu ríkissjóðs, og aukna erlenda lántöku vegna efna- hagsaðgerðanna, svaraði hann að auknar tryggingabætur og hækk- un á skattleysismörkun hefðu auð- vitað aukin útgjöld í för með sér en á móti kæmi ákvörðun um mjög strangt aðhald í ríkisijármál- unum því þrátt fyrir verðlags- hækkun yrðu Qárlagatölur einung- is hækkaðar vegna iaunabreytinga og í þeirri ákvörðun fælist mjög strangt aðhald og spamaður. A móti auknum erlendum lántökum kæmi að takmarkaðar yrðu sjálf- virkar reglur varðandi fjárfesting- ar og reynt yrði að ná fram að- haldi á öðmm sviðum til þess að skapa svigrúm til fjárhagslegrar endurskipulagningar. Aðspurður um hvort að forastu- menn stjómarflokkanna hefðu nú náð að jafna ágreining sinn, sagð- ist hann líta svo á að með þessu hefðu menn tekið þá ákvörðun að standa einarðlega saman. „Það gera sér allir grein fyrir því að sá vandi sem við er að etja krefst þess af þeim sem við stjómvölinn sitja að taka á ábyrgð á þessum málum og það hefur verið gert núna. Ég vænti þess að svo verði í framhaldinu," sagði Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra. SAMBAND byggingarmanna, Málm- og skipasmiðasamband íslands og Rafiðnaðarsamband íslands, skrifuðu óvænt undir kjarasamninga við viðsemjend- ur sína í fyrrinótt og í gærmorg- unn. Þá var og undirritaður sérsamningur vegna fram- kvæmda við Blönduvirkjun. Þá samdist seinnipartinn í gær einnig við kjötiðnaðarmenn, bakara og vélstjóra í frystihús- um, en kjötiðnaðarmenn höfðu boðað tveggja vikna verkfall. Það sem ýtti undir gerð samn- inganna vora yfírvofandi bráða- birgðalög ríkisstjómarinnar, að sögn Benedikts Davíðssonar, formanns Sambands byggingar- manna. Samningamir era á svip- uðum nótum og þeir kjarasamn- ingar sem gerðir hafa verið í vet- ur, að öðra leyti en því að samning- urinn gildir til lengri tíma eða til I. september 1989 og tvær fyrstu áfangahækkanimar, 3,25% í júní og 2,5% í september koma strax á laun. Upphafshækkun í samn- ingi byggingamanna er því II, 47%. Síðan kemur 1,5% áfangahækkun 1. desember, 1,25% í febrúar, 2% 1. maí og 1,5% 1. ágúst. Þá er bætt við starfsald- ursþrepi í samningnum og sömu verðlagsforsendur era í honum og í samningi verslunarmanna, þ.e.a.s. samningar geta orðið laus- ir í júlí og í nóvember. Engin slík ákvæði era varðandi næsta ár. Benedikt Davíðsson sagði að kaupatriðin í samningnum væra mjög sambærileg við þá samninga sem gerðir hefðu verið. Hins vegar hefði samningurinn verið gerður við mjög þvingaðar aðstæður, þar sem bráðabirgðalög hefðu legið í loftinu. Þar af leiðandi hefði ekki verið hægt að koma inn í samning- inn ýmsum atriðum, sem unnið hefði verið að undanfarið, eins og til dæmis atriði varðandi vinnu- vemdar- öryggis- og fræðslumál. Það væri auðvitað mjög bagalegt, en af tveimur slæmum kostum, að fá á sig bráðabirgðalög eða skrifa undir þennan samning, hefðu menn kosið að ganga að þeim illskárri. Framleiðni- sjóður tekur erlent lán RÍKISSTJÓRNIN hefur heimil- að Framleiðnisjóði landbúnað- arins að taka 80 milljóna króna erlent lán og því verður beint til banka að þeir veiti fjármagni tU að flýta fyrir búháttabreyt- ingum. Á blaðamannafundi með for- mönnum ríkisstjórnarflokkanna á föstudag kom fram að fullt sam- komulag væri í ríkisstjóminni um að flýta búháttabreytingum með því m.a. að losna við þær kinda- kjötsbirgðir úr landi sem núna liggja fyrir, og losna þarmeð við geymslukostnað við þær. Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins sagði að í efnahagsaðgerðum ríkisstjómarinnar væri því meðal annars beint til ríkisbankanna að þeir veiti aðstoð í þessu sambandi af auknu fjármagni sem þeir fá til meðferðar. Það sama hefðu bankamir gert í fyrra og hann hefði fulla ástæðu til að ætla að fyrir atbeini ríkisvaldsins verði hægt að fá slíka afgreiðslu aftur. a.r um aðgerðir og ákvarðanir í efnahagsmálum Aðgerðir til að auka verðlagsaðhald og verðsamanburð 1. Hert verður á eftirliti með verðlagsþróun. Upplýsingar um verðsamanburð af hálfu opinberra aðila verða birtar reglulega. 2. Hækkanir á gjaldskrám ríkis- fyrirtækja verða háðar samþykki ríkisstjómarinnar. 3. Hækkun á gjaldskrám sér- fræði- og þjónustustétta fari ekki fram úr hækkun launa eins og lög kveða á um. Sömu takmarkanir gilda um gjaldskrár útseldrar vinnu. 4. Verðhækkanir í greinum þar sem samkeppni er áfátt verða sér- staklega takmarkaðar. Aðgerðir til að draga úr fjármagnskostnaði og jafna starfskjör fjármálastofnana 1. Tryggt verður að verðbréfa sjóðir taki þátt í innlendri íjármögn- un ríkissjóðs með sambærilegum hætti og innlánsstofnanir. Þannig veiji sjóðimir 20% af aukningu ráð- stöfunarfjár frá 1. júlf 1988 til kaupa á ríkisskuldabréfum. 2. Ríkisstjómin hefur ákveðið að komið verði í veg fyrir misgengi launa og lánskjara og hefur falið nefnd sem fjallar um fyrirkomulag á verðtryggingu fjárskuldbindinga að skila tillögum um hvemig þessu markmiði verði náð. 3. Ríkisstjómin hefur ákveðið að frá 1. júlí 1988 verði óheimilt að binda fjárskuldbindingar til skemmri tíma en tveggja ára við hvers kyns vísitölur. Nefnd sem fjallar um verðtryggingu fjárskuld- bindinga hefur verið gert að skila tillögum um frekari áfanga í afnámi verðtryggingar þar sem m.a. verði höfð hliðsjón af verðlagsþróun. 4. Ríkisstjómin hefur falið nefnd, sem flallar um verðtryggingu fjár- skuldbindinga að undirbúa nauð- synlega lagasetningu um fyrir- komulag verðtryggingar, þ.á m. hvort vextir af verðtryggðum lánum verði fastir en ekki breytilegir, og þeir lækki til samræmis við það sem gerist í helstu viðskiptalöndum. Nefndinni hefur verið gert að hraða störfum sínum svo sem unnt er og skila greinargerð eigi síðar en 1. júlí nk. 5. Með því að stuðla að minnk- andi verðbólgu, bættri stöðu ríkis- sjóðs og betra jafnvægi í peninga- málum mun ríkisstjómin jafnframt skapa skilyrði fyrir lækkandi raun- vöxtum. Ríkisstjómin mun hvetja lífeyrissjóði, viðskiptabanka og sparisjóði, og aðra aðila á §ár- magnsmarkaðnum til að gera sitt til að raunhæfur árangur náist í þessu efni. Seðlabankanum verður falið að fylgjast náið með vaxtaþró- uninni og vinna að því að þessu markmiði verði náð. 6. Ríkisstjómin mun beita sér fyrir lækkun vaxtamunar hjá bönk- um og sparisjóðum og mun fela Seðlabankanum að vinna að því að þessu markmiði verði náð. 7. Ríkisstjómin mun í upphafí næsta þings leggja fram frumvörp um starfsemi verðbréfasjóða, fjár- mögnunarleigufyrirtælqa og ann- arra fjármálafyrirtækja utan bankakerfísins og stuðla þannig að samræmingu starfskjara á fjár- magnsmarkaði. Aðgerðir til að draga úr erlendu lánsfé til fjárfest- ingar og samræma skatt- meðferð fjármögnunar . Reglur um erlendar lántökur til fjárfestingar verði hertar þannig að framvegis verður heimilt að taka ýmist 60% eða 70% af fob-verði véla og tækja að iáni erlendis í stað 60% til 70% af innlenda verðinu. 2. Lagt verður fram á haustþingi frumvarp um að skattmeðferð greiðslna vegna fjármögnunarleigu verði breytt þannig að skattalegu hagræði afskriftareglna umfram aðrar fjármögnunarleiðir verði ekki til að dreifa. 3. Ríkisstjómin áréttar það ákvæði stjómarsáttmálans að at- huguð verði skattlagning fjár- magns- og eignatekna og samhengi slíkrar skattlagningar og eignar- skatts og skatta af öðrum tekjum. Aðgerðir til að auka aðhald að ríkisútgjöldum 1. í því skyni að tryggja halla- lausan ríkisbúskap á árinu 1988 verði framlög úr ríkissjóði til ráðu- neyta, stofnana og ríkisfyrirtækja einungis hækkuð að því marki sem rekja má aukna fjárþörf til meiri launahækkana á þessu ári en gert er ráð fyrir í fjárlögum ársins 1988. 2. Stefnan við fjárlagagerð fyrir árið 1989 miðist við að jöfhuður verði í ríkisbúskapnum á því ári. Þessu markmiði verði náð m.a. með því að draga úr lögbundinni sjálf- virkni ríkisútgjalda. Ríkisstjómin ítrekar það markmið stjómarsátt- málans að ríkisútgjöld vaxi ekki örar en þjóðarframleiðsla. 3. Undirbúningur lánsfjárlaga miðist við að ríkissjóður taki engin erlend lán á árinu 1989. Dregið verði úr erlendum lántökum opin- berra aðila, sjóða og einkaaðila í því skyni að ná marktækum ár- angri við að draga úr viðskiptahalla og erlendri skuldasöfnun Aðgerðir til að auka hagkvæmni í atvinnurekstri og stuðla að markvissri byggðaþróun 1. Rikisstjómin mun skipa nefnd með þátttöku fulltrúa atvinnulífsins til að skila tillögum um aðgerðir í byggðamálum á grundvelli athug- unar Byggðastofnunar um það efni. Jafnframt verður nefndinni falið að benda á nýjar leiðir til að auka hagkvæmni í rekstri íslenskra fyrir- tækja. 2. Endurskoðun fiskveiðistefn- unnar verði hraðað. Settar verði markvissar reglur um útflutning á ferskum físki. Framleiðslustjóm í landbúnaði og búvörusamningurinn verði endurskoðuð í samræmi við stjómarsáttmálann. Reykjavík, 20. maí 1988.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.