Morgunblaðið - 21.05.1988, Side 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988
Gassi frá Vorsabæ hefur staðið fyllileg’a undir þeim vonum sem
við hann voru bundnar, knapi Eiríkur Guðmundsson.
Angi frá Laugarvatni var tvímælalaust sá hestur sem mesta at-
hygli vakti á sýningunni nú, knapi er Rúna Einarsdóttir.
Sýning stóðhestastöðvarinnar:
Veðrahamurinn gerði mönn-
um og hestum erfitt fyrir
Hestar
Valdimar Kristinsson
I slagveðursrigningu og
slyddu var árleg sýning stóð-
hestastöðvarinnar i Gunnars-
holti haldin. Átján hestar voru
sýndir, þrir þeirra voru utanað-
komandi, en hinir af stöðinni.
Talið er að hátt i tvö þúsund
manna hafi fylgst með sýning-
unni og virðist ekkert lát á vin-
sældum þrátt fyrir óhagstætt
veður.
Fjórir hestar hlutu fyrstu verð-
laun þegar hestamir voru dæmdir
skömmu fyrir sýninguna, en allir
utan einn, komu fyrir dómnefnd-
ina. Hæstu einkunn hlaut Gassi
frá Vorsabæ en hann er undan
Hrafni 802 og Litlu-Jörp 4762 og
i eigu Hrossaræktarsambands
Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslu.
Gassi hlaut fyrir byggingu 8.18
og 8.40 fyrir hæfileika og 8.29 í
aðaleinkunn. Næstur kom Angi
frá Laugarvatni sem er undan
Öngli 988 frá Kirkjubæ og Sif
4035 frá Laugarvatni. Angi sem
vakti hvað mesta athygli á sýning-
unni hlaut í aðaleinkunn 8.26 og
sömu einkunn fyrir byggingu og
hæfileika. Hrossaræktarsamband
Suðurlands keypti Anga að lok-
inni sýningu og var kaupverðið
um tvær og hálf milljón. Hvorug-
ur hestanna telst til stöðvarhesta
en voru þjálfaðir af tamninga-
mönnum stöðvarinnar þeim Eiríki
Guðmundssjmi og Rúnu Einars-
dóttur, sem sýndu alla hesta með
mikilli prýði við erfiðar aðstæður.
Tveir af hestum stöðvarinnar
hlutu fyrstu verðlaun þeir Amor
frá Keldudal og Pá frá Laugar-
vatni en þeir eru báðir fimm vetra.
Amor sem er undan Þætti 722
og Nös 3794 hlaut 8.15 fyrir
byggingu og 8.21 fyrir hæfileika,
aðaleinkunn 8.18. Amor er í eigu
Hrossaræktarsambands Suður-
lands sem keypti hestinn á nýliðn-
um vetri. Pá er undan Eiðfaxa
958 frá Stykkishólmi og Sif 4035
frá Laugarvatni, og þar með hálf-
bróðir Anga. Eigandi Pás er
Bjami Þorkelsson.
Af öðrum hestum sem komu
fram má nefna fimm vetra hestinn
Feng frá Reykjavík undan Hrafni
og Glóð 5181 sem hlaut 7.91 í
aðaleinkunn. Af fjögurra vetra
hestum bar mest á StSganda frá
Sauðárkróki sem er undan Þætti
722 og Ösp 5454 frá Sauðárkóki
en hann hlaut I einkunn 7.93,
mjög athygli verður hestur. Einn-
ig mætti nefna þá Eld frá Hólum
undan Þætti 722 og Eldingu 5225
frá Hólum með 7.87 og Kára frá
Grund undan Ófeigi 818 og Flug-
svinn 4260 frá Torfastöðum en
hann hlaut í einkunn 7.83.'
Eins og áður sagði var veðrið
hið versta meðan á sýningunni
stóð og áttu sýningargestir í mikl-
um vandræðum með bifreiðar
sínar á blautu túninu. Þurfti að
draga marga bfla út af sýningar-
svæðinu og komu íjórhjóladrifs
dráttarvélar Landgræðslunnar
þar í góðar þarfir. Eins og áður
sagði fer þeim stöðugt fjölgandi
sem sækja þessa sýningu og ljóst
að illmögulegt er að taka móti
öllum þessum fjölda svo vel fari
við þessar aðstæður. Á það ekki
hvað síst við um þegar illa viðrar
og túnin eru blaut. Talað hefur
verið um að byggja hringvöll fyr-
ir sýningamar en ljóst er að það
eitt er ekki nóg því ekki má
gleyma öllum þeim fjölda bfla sem
áhorfendur koma á. Gæti orðið
æði kostnaðarsamt að gera bfla-
stæði fyrir þijú til fjögurhundruð
bfla. Væri ekki einfaldara að vera
með sýninguna á Landsmóts-
svæðinu á Gaddstaðaflöt?
Væri þá hægt að selja inn á
sýninguna gegn vægu gjaldi og
gætu sýningargestir leitað skjóls
í eða við veitingaskálann í slæm-
um veðrum. Með þessu móti væri
í leiðinni hægt að afla tekna til
bygKingar hesthúss á stóðhesta-
stöðinni sem ekki virðist vanþörf
á ef marka má þann seinagang
sem ræður ríkjum. Mikið hefur
verið um það rætt að nýta þurfi
þá staði betur sem byggðir eru
upp fyrir stórmót og virðist þama
kjörið tækifæri til að auka nýting-
una í stað þess að eyða fjármunum
í uppbyggingu vallarsvæðis í að-
eins nokkurra kílómetra fjarlægð
frá stað þar sem allt er til alls,
vellir, hesthús og afbragðs að-
staða fyrir áhorfendur.
Eldur frá Hólum einn þriggja Þáttarsona sem komu fram á sýn-
ingunni auk þess sem sýndir voru tveir sonarsynir hans, knapi
Eiríkur Guðmundsson.
Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson
Kári frá Grund vakti athygli fyrir gott brokk og tölt en auk
þess býr hann yfir skeiði, knapi er Rúna Einarsdóttir.
HITACHI ORBYLGJUOFNAR
vandaðir — öruggir — ódýrir
mebjj itgmxSlXs,
^/•RÖNNING
•//f// heimilistæki
KRINGLUNNI - SÍMI (91)685868
Aðalfundur
Hafnarfjarðardeildar RKI
heldur aðalfund sinn miðvikudaginn 25. maí kl.
20.00 í fundarsal Slökkvistöðvar Hafnarfjarðar
við Flatahraun.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál.
Stjórnin.
jRauði Kross lslands
Stykkishólmur:
Daufustu vertíð
Stykkishólmi.
ÞAÐ ER nú augljóst að vetrar-
vertiðin i Stykkishólmi hefir
gjörsamlega brugðist, sérstak-
lega hvað netavertíð áhrærir, en
á hana hafa menn treyst undan-
farin ár, bæði sjómenn og fisk-
vinnslustöðvar og blasir því við
minni afli og um leið minni tely-
ur og auðvitað segir þetta fljótt
til sin.
Menn hér muna svo lélega vertíð
ekki langt aftur í tímann eða jafn-
mikla ördeyðu á miðum. Bátar hafa
reynt að fara bæði austur og norð-
ur í von um afla, en það hefír ekki
gefíð mikið, enda þeir komnir á
heimaslóðir aftur. Hjá smábátum
hér, en þeir eru nokkuð margir,
hefir fengist afli á línu og færi, en
hann er á takmörkuðu svæði.
Um grásleppuvertíðina er það að
segja að hún er varla farin af stað.
Er það mjög í seinna lagi því oft
hefir verið byijað í aprfl. Verð grá-
sleppuhrogna hefur lækkað mjög
og hafa menn talað um helmings-
lækkun frá í fyrra og er það mjög
alvarlegt, þegar margir hafa lagt
mjög að sér til að eignast báta og
útbúa net til veiðanna o.fl.
Það er horft til rækjuveiða í von
um að þar sé eitthvað að fá sem
gefi verulegar tekjur en þar eins
og annars staðar er allt f óvissu.
að ljúka
Fiskvinnslustöðvamar hafa aldr-
ei haft minni umsvif hér og þeir
eru ekki margir yfírvinnutímamir
hjá starfsfólkinu frá áramótum og
bregður mönnum við.
Þá hefír einn bátur, Haföm, 53
tonna, verið seldur héðan til
Hólmavíkur.
Hér var stórt flutningaskip,
Keflavík, að lesta saltfisk til útlanda
á dögunum, en þessi afli stansar
ekki lengi í fiskvinnslunum og er
mikil bót að því.
En „öll él birtir upp um sfðir" og
í þeirri von er haldið áfram.
\ - Ámi
Ms. Keflavík að lesta saltfisk í Stykkishólmi. Morgunbiaflia/Ámi Hcigaaon