Morgunblaðið - 21.05.1988, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 21.05.1988, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 Innan veggja Síbelíusarakademíunnar og í bræðralagi bassaleikara Rætt við Val Pálsson bassaleikara í umræðu um skólamál er oft hamrað á nauðsyn þess að hægt sé að stunda nám ( sem flestum greinum hérlendis, jafnvel þó sýnt sé að nemendur verði aldrei mjög margir. Vill stundum gieymast að kannski getur oft á tíðum verið viturlegast að leggja góðan grunn hér, en leyfa svo áhugasömum nemendum að byggja ofan á hann vitt og breitt um heiminn, svo þau komi heim með fjölbreytileg efni. Hér er svo sem ekki ætiunin að reifa þessi mál til hlítar, heldur skaut þessum hugsunum upp, þeg- ar var spjallað við Val Pálsson bassaleikara nú um daginn. Það er vægtast sagt gleðilegt að sjá, hvað margir íslenskir tónlistar- menn hafa átt kost á að vera í góð- um tónlistarskólum erlendis og það er ekkert lát þar á. Einn slíkur skóli er í nágrenni okkar, en hefur þó ekki verið ýkja fjölsóttur héðan, Þess er skemmst að minnast að á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar okkar snemma í vet- ur stjórnaði Hafliði Hallgrímsson hljómsveitinni. Þá var meðal annars flutt Vetrarvers eftir Hafliða, bæði texti og tónlist, og það var enska söngkonan Jane Manning sem söng. í lok apríl stjórnaði Hafliði flutningi þess verks hjá Skosku kammérsveit- inni og aftur var það Manning sem söng. Auk þess var þar líka flutt verkið Dagdraumar með töiustöfum, verk, sem Hafliði samdi fyrir finnska hljómsveit æskufólks. Hafliði heyrði i hljóm- sveitinni í Edinborg, fannst eins og fleirum mikið til um leik henn- ar og samdi svo verk fyrir hana. Bætti reyndar við fernum nýjum dagdraumum, sem voru frum- fluttir á þessum tónleikum. Blaðadómar um tónleikana eru ekki af lakari endanum, því það er farið einkar lofsamlegum orðum um tónsmíðar Hafliða. í Guardian segir að það sé sannarlega nokkuð, að þurfa að draga djúpt andann og viðurkenna fortakslaust að tónskáld hafi neistann, hafi hæfileikann til að tala öllum tungum. Hafliði sé reyndar auðvitað enginn byijandi og sýni í Vetrarversi hæfileika til að segja einföldustu, en jafnframt dýpstu hluti á tónmáli, sem sé ná- kvæmt, vandlátt og mjög auðskilj- anlegt. Þetta mál vísar til hefð- bundinna tóntegunda, en ekki á neinn nýrómantískan hátt. Þar megi greina áhrif frá Lutoslawski, en sé persónulegt, litríkt og glæsi- legt. Um Dagdrauma segir að þar sé gömul íslensk tónlist undirstaðan. I verkinu sé farið í ýmsa þætti strengjatækni, en þar sé að finna skáldmál, sem bæði snerti og sé uppátektarsamt, og sem geri þetta kannski vegna tungumálsins, en það er Síbelíusar-akademían í Helsinki. Valur hefur einmitt nýlokið námi þar og var því spurður um eitt og annað viðvíkjandi skólanum. En fyrst um samleið hans og hljóðfæris hans, bassans. Eins og margir, sem hafa verið á þvælingi milli landa, voru veraldlegar eigur Vals í nokkurri óreiðu í kring- um hann, þegar hann var sóttur heim um daginn. Á gólfinu stóð meðal annars tómt fískabúr og þegar talið spannst út frá því, kom í ljós að eiginlega ætlaði Valur að verða líffræðingur, hafði ætlað sér það frá frumbemsku, en leist svo ekki á þann tískubrag, sem fagið hafði á sér, þegar til kom. Hafði reyndar lært á fiðlu sem krakki, en hellti sér þá í bassaleikinn á fullu og tók burt- fararpróf úr Tónlistarskólanum. Þá lá leiðin til Helsinki. En skiptir ekki máli að byija verk að einhveiju miklu meira en bara stúdfum. Um byijun Vetrar- vers segir The Scotsman að eftir sterka byijun, næstum líka spreng- ingu, hafí verkið eins og vaxið upp úr strengjadjúpinu, líkt og Das Rheingold. í Dagdraumum heyrir gagnrýnandinn fínlega, merlandi tóna. I Glasgow Herald er talað um magnþrungið verk, þar sem Vetrar- vers er annars vegar. Dagdraum- amir séu áhrifamikið verk, minni á Mikrokosmos Bartoks og hljóti, líkt og það verk, að verða fast verkefni ungra tónlistarmanna.' I Independant er sagt, að geti samtímatónlist á annað borð verið mannleg eða himnesk, þá sé tónlist Hafliða sannarlega mannleg. Ekki grundvölluð á óljósum kennisetn- ingum eða óhlutstæðum tölum, ungur að læra að á hljóðfæri af krafti? „Ég er ekki viss um að það sé spuming um að byija ungur vegna tæknikunnáttu og fíngrafæmi. Held það skipti meira máli að hrærast í tónlist, til að komast inn í hana og komast inn í ákveðinn þankagang. Skapferlið, temperamentið, og það að hrærast í tónlist skiptir svo miklu máli, ekki bara að einblfna á spila- mennskuna.“ Nú hefur Síbelfusar-akademian ekki verið ofarlega á blaði yfir þá staði, sem fslenskir tónlistar- nemendur hafa farið á, svo það verður eiginlega að spyija, hvern- ig þér hafi dottið f huga að fara þangað? „Það er einhver Finnlandsróm- antfk á sveimi í flölskyldunni, en það kom fleira til. Ég hitti á sínum tíma tvo finnska bassaleikara, sem komu hingað á Zukofsky-námskeið. Þeir þrátt fyrir nafnið á öðru verkinu, Dagdraumar með tölustöfum. Ferill Hafiiða sem sellóleikara er rifjaður upp og hve vel hann byijaði með Poemi. Með því verki hafí strax komið í ljós fjörlegt hugmyndaflug, ásamt góðu eyra fyrir tónblæ og ást á blönduðum, gráleitum hljómi, sem er aldrei þéttur, heldur alltaf bjartur, svo sér í himininn. Þessir eiginleikar blómstri í kantötunni fyrir sópran og hljómsveit, Vetrar- versi. Tónlistin er fáguð, vandlát, skínandi frekar en djúp, og það sama eigi enn frekar við um Dag- drauma. í öllum dómunum er haft uppi hástemmt lof um söng Mann- ing. Það leynir sér því ekki af þess- um umsögnum, að Hafliði er að gera hluti, sem þykir mikill fengur að. voru einmitt nemendur hjá kennar- anum, sem ég fór svo til. Þegar finnski stjómandinn Jukka Pekka Saraste kom hingað, þá spurði ég hann út í skólann, sem hann hafði ekkert nema gott um að segja, stærsti tónlistarháskólinn á Norður- löndum og fleira í þeim dúr. Svo hafði ég tekið eftir hvað Finnamir stóðu sig gríðarvel á samkomum eins og UNM-hátíðinni og norræna tón- listartvíæringnum. Svo kann ég líka vel við mig á Norðurlöndunum. Það var því svona sitt lítið af hveiju, sem ýtti mér af stað út. og ég hef kom- ist að því að skólinn er feykilega góður. Skólinn varð 100 ára fyrir nokkr- um árum og fékk þá í afmælisgjöf nýtt húsnæði. Þar er allt til alls, allt frá fyrirtaks mötuneyti til úrvals flygla. Þama em tuttugu æfingaher- bergi, ótrúlega stórt plötusafn, fjög- ur stúdíó, hvert með sjónvarpi, víde- ói, plötuspilara, leysispilara og hæg- indastólum, svo ekki sé minnst á afburðagott bókasafn. Það er rekin nótnaverslun við skólann á vegum nemenda og nótur seldar á kostnað- arverði og hægt að panta hvað sem er. Skólinn er með óperustúdíó á sínum snæmm og fleiri en eina sin- fóníuhljómsveit. Ekki spillir fyrir, að þegar nemendur spila í ópemstúdíó- inu eða í hljómsveit undir stjóm nem- enda, fá þeir góð laun fyrir ómakið. Það em engin skólagjöld í skólan- um og auk þess em geypileg fríðindi fyrir nemenduma, eins og lágt miða- verð inn á alla tónleika og hagstætt skattkerfi. Finnar em á eitthvað svo réttri leið, því þeir hafa lengi veðjað á menningarmálin, með þeim afleið- ingum að tónlistarlífíð eins og listalíf- ið almennt er blómlegt. Það er varla til sá smábær, sem er ekki með fasta hljómsveit. Þá er leiðandi mönnum í henni yfírleitt greidd góð laun, en aðrir em áhugamenn. Þar með fást líka góðir kammerhópar." Nú dettur kannski einhveijum f hug að málið standi aðkomufólki fyrir þrifum f Finnlandi? „Upphaflega ætlaði ég aðeins að vera þama í þijú ár, þó þau yrðu fimm, svo ég lagði mig ekki mikið eftir finnskunni og finnst það miður núna. Ég lærði að vísu svolftið fyrst, en náði þó aldrei almennilegum tök- um á málinu. Þama em líka flestir áfjáðir í að fá tækifæri til að tala ensku, auk þess sem margir tala sænsku að einhveiju marki. Kennarinn minn var alveg mál- laus, kunni litla sænsku og nánast enga ensku og finnskir félagar mínir sögðu mér að hann talaði líka lélega finnsku. Hann þráaðist samt við að tala ensku, mætti í tíma með glósu- bók með nauðsynlegustu orðunum, skrifuð með klossuðu letri. Það kom iðulega upp skæður misskilningur okkar á milli vegna þessa málleysis. Einu sinni hafði ég veður af nám- skeiði, sem var skipulagt með um hálfs árs fyrirvara. Ég hafði hug á að mæta og spurði hann því alltaf öðm hveiju um það. Hann þráaðist alltaf við að halda í enskuna, bland- aði öllum mánaðaheitunum saman, svo á endanum mætti ég mánuði of seint á námskeiðið og varð af öllu saman. Þetta var víst hálfgert Tars- anmál, sem við töluðum, en það skipti litlu máli, því hann var svo næmur að hann þurfti lítið að tala. Ég vissi að hann rexaði talsvert í finnskum nemendum um fingrasetn- ingu, bogatök og annað slíkt, en líklega hafði hann ekki næg tök á enskunni, til að ræða þessi atriði oft við mig, því ef það hljómaði þokka- lega, sem ég spilaði, þá fékk ég nokk- uð að fara mínar eigin leiðir og því kunni ég vel. Ég hafði heilmikið upp- úr honum um tónlistina sjálfa, þó ég svipaðist kannski um eftir tækniat- riðum annars staðar." En andrúmsloftið í skólanum? „Það eina sem fór stundum í taug- amar á mér, var hvað Finnar geta verið mikið fyrir sjálfa sig, hljóðir og einrænir. Ekki sigldir. En þeir, sem höfðu séð sig eitthvað um, komu yfirleitt jákvæðari, opnari og þægi- legri til baka. Eins og þeir lykjust upp við að dvelja um hríð utan heima- landsins. Andrúmslofið í skólanum var mjög gott, en alvarlegt. Allt tekið föstum tökum. Þegar hljómsveitin mætti á fyrstu æfingu misserisins kunnu allir aílt, sem átti að spila það misserið. En það er ekki þar með sagt að fólk skemmti sér ekki vel við vinnu sína og það var létt yfir hljómsveitaræf- ingunum til dæmis. Eg kunni því afar vel, að á æfingum þótti það sjálf- sagt að snúa sér að næsta manni og segja honum skoðun sína. í tfmum voru oftast tveir eða þrír að hlusta og þeir áttu það til að blanda sér í kennsluna. Það þótti hluti af náminu að gagnrýna og geta tekið gagnrýni og það olli aldrei neinum sárindum. Þótti sjálfsagt að ekkert væri sjálf- sagt.“ Eg hef heyrt kennara við skól- ann segja að þeir þykist hvergi sjá jafn vel unnið og þama. Er vinnuaginn harður? „Á hljómsveitaræfingum þá bara ganga hlutimir og ekkert mál með það. En það er samt léttur bragur yfir öllu, fólk óragt að vera með spaugileg frammíköll eða einhveija rykki í spilamennskunni. Allt slfkt látið óátalið, meðan er haldið vel áfram. Einstaklingar eða hópar frá skól- anum eru alltaf að taka þátt f keppn- um og lenda yfirleitt í einhveiju af þremur efstu sætunum. Það segir sig sjálft að það er mikill metnaður meðal nemenda þama, bæði fyrir eigin hönd og skólans, meiri en ég hef kynnst annars staðar. En það er bara gaman að taka þátt f slíku og metnaðurinn var ekki til leiðinda, allt í góðu hófi. Þama eru sannarlega margir tilbúnir að leggja á sig geypi- lega vinnu. Hugsanlega er þetta öðruvísi í greinum, sem er meiri sam- keppni í, eins og meðal fíðlu- og píanónemenda. Það er nefnilega alveg sérstakur andi meðal bassaleikara, eiginlega bræðralag. Þegar bassaleikarar hitt- ast og þekkjast ekki, er byijað á að spyija hvar viðkomandi hafi lært, hvort hann þekki þá ekki þennan og hinn og þannig spinnast samræðum- ar, sem enda oftast þannig, að ein- hveijir sameiginlegir vinir eða kunn- ingjar koma í ljós. Bassaleikarar finna líka frekar til þess en til dæmis píanóleikarar, að þeir eigi sameiginleg markmið, því hljóðfærið og leikur á það er enn í mikilli þróun. Sérhver bassaleikari gleðst yfir ef einhver annar gerir vel og þróar hljóðfærið, því það fleytir öllum áfram.“ Víkjum að hljóðfærinu sjálfu. „í byijun heillast maður af ein- hveijum ákveðnum tóni eða blæ, ein- hver ákveðin fyrirmynd, eða ídeal sem lokkar. Það hefur til skamms tíma tfðkast að bassaleikarar ferðuð- ust ekki með eigin hljóðfæri, heldur Úr tónlistarlífinu Sigrún Daviftsdóttir Hafliði Hallgrímsson stjórnar Skosku kammersveitinni - sem flutti meðal annars tvö verka Hafliða Hafliði Hallgrímsson á æfingu með Skosku kammersveitinni nú í apríl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.