Morgunblaðið - 21.05.1988, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 21.05.1988, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988 51 skrám bassaleikara eru venjulega eintóm óþekkt nöfn, sem ekki einu sinni velmenntað fólk í tónlist kann- ast við. Bassinn á best við mig af strengja- hijóðfærunum, kannski af því ég er latur að eðlisfari og það fer svo vel um mig við bassann. Bassinn heillar mig fyrir hvað hann er erfitt hljóð- færi og jafnframt ókannað land- svæði. Þeir eru fáir, sem ná almenni- legum tökum á honum og það lokkar mig að honum. Tilfinningin svolítið eins og í dýratamningum, að brjóta niður villihest og gera úr honum gæðing." Valur er nýfluttur til Genf ásamt sænskri konu sinni, Monu Sand- ström. Snilldar píanóleikari, segir eiginmaðurinn um konu sína og greinilega fleiri honum sammála, því þegar hún útskrifaðist úr Konung- legu sænsku tónlistarakademíunni fékk hún myndarlegan styrk sem viðurkenningu fyrir frammistöðuna. Auk þess er Mona með próf frá Síbe- líusar-akademíunni. Styrkinn hyggst hún nota til að sælq'a einkatíma, líklega í París. Auðveldara fyrir hana að taka lest þangað stöku sinnum frá Genf, heldur en fyrir Val að drösla bassanum með sér frá París í tíma til Genf. Þar situr meistari Vals, FVanco Petracchi. „Aldrei heyrt hann betri", segir Valur um bassa- leik Petracchis og telur sig lánsaman að eiga kost á svo góðum kennara. Auk þess er Valur aukamaður í Orch- estre de Suisse romand hljómsveit- inni. Nafn, sem óneitanlega lætur kunnuglega í eyrum. Gott dæmi um bræðralag bassa- leikara, hvemig hann komst þar að, segir Valur. Hann hringdi í fyrsta bassaleikarann í hljómsveitinni. Þeg- ar sá hafði fregnað eftir hvar Valur hefði lært og hjá hveijum, heyrt af sameiginlegum kunningjum og hjá hveijum hann væri nú að læra, gat hann dregið þá ályktun að það væri vel þorandi að bjóða honum auka- vinnu. Eins og sagði í upphafí, var Valur tekinn tali til að fregna aðeins af Síbelíusar-akademíunni og hvemig þar er um að litast. Og ekki þá síður fróðlegt að heyra ögn af þessu af- skipta hljóðfæri, bassanum, sem óneitanlega stendur í skugganum af skærhljómandi systkinum sínum og hvemig góðu fólki getur vegnað við að þræða námsbrautimar. Morgunblaðið/Þorkell Valur Pálsson bassaleíkari og kona hans Mona Sandström. fengju hljóðfæri á hveijum stað. Það hefur verið dragbítur, því það em engin tvö hljóðfæri eins og blærinn getur verið svo ólíkur. Nú er orðið meira um að bassaleikarar taki hljóð- færin með sér. Bassinn bíður bæði upp á barítón- registur, en líka þessa djúpu, feitu tóna og mismunandi skólar þar í. Með verkum manna eins og Berlioz kom krafa um hálfgerð bassa- skrímsli. Hljóðfæri sem em svo stór að strengimir em eins og gildir kaðl- ar, sem þarf að taka á með pedölum. Sjálfur heillast ég miklu meira af barítónblænum, sem er líka miklu fallegri i einleik og hljóðfærin þjálli og með meiri tóngæðum. Því þjálla, sem hljóðfærið er, því meira vald er hægt að hafa á því. Mér fínnst miklu æskilegra að hafa fleiri og minni bassa í hverri hljómsveit, en fáa og stóra. Þannig fæst líka meiri fágun." Miðað við önnur strengjahyóð- færi, þá eru fremur fá verkefni fyrir bassaleikara. Þrengir það ekki nokkuð að? „Jú og það ákaflega. Ég hef líka neitað að spila ýmis verk, sem þykja hefðbundin viðfangsefni fyrir bassa- leikara, því ég nenni ekki að leggja vinnu í leiðinlega tónlist. Ælti ég hafí ekki svolítið annað sjónarhom en margir bassaleikarar, því ég byij- aði ekki beint á bassa, heldur lærði fyrst á fíðlu. Það hafa komið svo margir góðir bassaleikarar fram síðan á fímmta áratugnum, svo ég skil ekki alveg af hveiju hefur ekki verið samið meira fýrir hljóðfærið af samtíma- tónskáldum. Ef ég ætti nóg af pen- ingum, myndi ég ekki hika við að leita til manna eins og Messiaens og annarra góðra manna og panta hjá þeim bassaverk. Á einleiksefnis- Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari með einleikstónleika á þriðjudagskvöldið kemur Um þessar mundir er tónleikum nokkuð tekið að fækka, en tónlist- arunnendur ættu þó ekki alveg að gleyma að lita i kringum sig. Lika einkar ánægjulegt að ganga út í bjart vorkvöldið með góða tónlist i eyrunum . . . Og nú á þriðjudagskvöidið næstkomandi, nánar tiltekið 24. mai, er einmitt ágætis tilefni til að fara á kreik. Þá heldur Styrktarfélag óper- nnnar tónleika i íslensku óperunni við Ingólfsstræti. Þar kemur Þor- steinn Gauti Sigurðsson pianóleik- ari fram og flytur nokkur vel valin verk. Á efnisskránni er verk eftir Gunn- ar Reyni Sveinsson, úr Dansasvítu, sem hann samdi sérstaklega fyrjr Þorstein Gauta. Glænýtt verk, en þar sem tónskáldið notar líka stef úr leik- hústónlist, sem hann hefur samið. Þeir, sem hafa heyrt leikhústónlist hans, vita þá líka að þama er á ferð- inni einkar áheyrileg tónlist, þannig að þeir, sem hnykla ósjálfrátt brýnn- ar um leið og samtímatónlist er í heymarfæri, geta slakað á og búið sig undir eitthvað skemmtilegt. Frönsk píanótónlist lumar á einu og öðru og eitt af því eru Gosbrunnam- ir hans Ravels, sem Þorsteinn Gauti flytur í þetta skiptið. Og þá er ekki Morgunblaðið/Bjami Þorsteinn Gauti Sigurðsson, píanóleikari, sem heldur tónleika i íslensku óperunni nk. þriðju- dagskvöld. síður að fínna spennandi píanótónlist í Garðaríki. . . Þorsteinn Gauti spil- ar líka Elegíu eftir Rachmanínoff. Einhvem tímann var Þorsteinn Gauti að velta fyrir sér að setja upp heilt Liszt-prógramm, sem ekki verð- ur reyndar í þetta skiptið, en seinni hluti tónleikanna verða verk eftir Liszt. Flytur hluta úr Années de plerinage og svo Dante-sónötuna. Um það hvemig svona prógramm er sett saman, sagði Þorsteinn Gauti, að hann veldi að spila verk, sem hann væri með í takinu hveiju sinni og hefði áhuga á að spila. Væri al- veg búinn að leggja frá sér hnitmið- aða skólauppsetningu eftir aldri ver- kanna og öðru slíku, en tæki það sem hann væri með í bestu formi. Yfír- leitt hefði hann reyndar tekið með eitthvað eldra, en sumsé ekki i þetta skiptið. Fýrr í vetur var sagt frá því hér á tónlistarsíðunni, að Þorsteinn Gauti hefði spilað á tónleikum hjá EPTA, Evrópska píanókennarasambandinu, og hlotið afbragðs móttökur fyrir. Var sá eini af þeim, sem komu þar fram, sem var klappaður upp eftir aukalagi. Það er því ekki óforvitni- legt að heyra hvemig Þorsteini Gauta spilast þessar vikumar, um leið og vorkvöldið er teygað I botn . . . Skagaströnd: Vormót Brídsklúbbsins Fljótamennirnir Reynir Pálsson og Stefán Benediktsson unnu hið árlega vormót Bridsklúbbs Skaga- strandar að þessu sinni með 172 stigum. Þetta 4. vormót var haldið laugar- daginn 14. maí í Fellsborg á Skaga- strönd og mættu 28 pör til keppninn- ar. Til þátttöku á mótinu var boðið fólki úr bridsfélögum af svæðinu frá Borgarfírði til Akureyrar auk félaga úr Bridsklúbbi Skagastrandar. Keppt var eftir barometer-kerfí með tölvu- gefnum spilum frá Bridssambandi Islands og voru spiluð tvö spil á milli para. Alþýðubankinn hf. gaf veglega bikara sem veittir voru fyrir þijú efstu sætin á mótrnu. Röð tíu efstu para varð sem hér segir: Reynir Pálsson og Stefán Benedikts- son, Fljótum, 172 stig. Jóhannes Guðmannsson og Unnar Guðmundss., Hvammstanga, 146 stig. Sigfús Steingrímsson og Sigurður Hafliðason, Siglufírði, 108 stig. Anton Haraldsson og Pétur Guð- jónsson, Akureyri, 94 stig. Kristján Guðjónsson og Stefán Ragnarsson, Akureyri, 83 stig. Haraldur Ámason og Hinrik Aðal- steinsson, Siglufírði, 78 stig. Reynir Helgason og Tryggvi Gunn- - arsson, Akureyri, 44 stig. Jón Öm Bemdsen og Þórarinn Thorlacius, Sauðárkróki, 33 stig. Guðmundur Ámason og Níels Frið- bjamarson, Siglufirði, 33 stig. Mótsstjóri var ísak Öm Sigurðsson og stjómaði hann mótinu af rögg- semi. ÓB. Frá verðlaunaafhendingunni. Sigurvegararnir, Reynir Pálsson og Stefán Benediktsson, lengst til vinstri. Þá Unnar Guðmunds- son og Jóhannes Guðmannsson og lengst til hægri Sigurður Hafliðason og Sigfús Steingríms- son. ísak Örn Sigurðsson mótsstjóri og reiknimeistari. Símar 35408 og 83033 ÚTHVERFI Síðumúli o.fl. Laugarásvegur 1-17,2-30 AUSTURBÆR Barónsstígur Stórholt Stangarholt Óðinsgata VESTURBÆR Túngata Bræðraborgarstígur JHorgmmlílteíítlii
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.