Morgunblaðið - 21.05.1988, Qupperneq 52
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988
-52
Minning:
Guðrún Guðmunds
dóttir Bergström
Þegar ég minnist föðursystur
minnar, Guðrúnar Bergström, sem
lést í Helsingborg í Svíþjóð 5. apríl
sl. koma í hugann örlagaþættir sem
tengjíist henni og sjósókn hér á
Seltjamamesi.
í ísafold birtist hinn 28. apríl
árið 1905 þessi frétt:
„Guðmundur í Nesi drukknaður"
Hann var á heimleið sunnan úr
Leim í fyrra kveld við annan mann
á mótorbát Gunnars kaupm. Gunn-
arssonar, hlöðnum blautum salt-
físki, og höfðu 4manna-far aptan í
með físki í, og á því 2 menn. Þann
bát rak upp nóttina eftir nærri
Vatnsleysu og komust mennimir
báðir lífs af, Davíð vinnum. frá
Nesi og unglingspiltur, sonur Jóns
á Bakka. Þeir sögðu svo frá, að
þegar hann rauk upp á norðan á
leiðinni inn eftir, hefði báturinn
þeirra slitnað þrívegis aftan úr
mótorbátnum, en náðist aftur. Loks
varð hann þó viðskila seint um
kveldið. Meira vita þeir ekki um
mótorbátinn né þá sem í honum
vom. en enginn vafí um forlög
þeirra. Því um nóttina sömu rak
upp á Vatnsleysu steinolíuámu, þá
er báturinn hafði með til eldsneytis,
ásamt jámhylkinu ofan af gangvél-
inni, stýrinu og stýrissveifínni brot-
inni. Enda mundi hafa spurst til
mótorbátsins, ef hann hefði komið
nokkursstaðar. Hann hefír sokkið
með öllu sem á var. Fömnautur
G. heitins hét Ólafur, þurrabúðar-
maður úr Rvík (Hverfísg. 31). Hann
stýrði vélinni. Hann lætur eftir sig
konu og tvö böm ung.
Með Guðmundi Einarssyni í Nesi
(Hjartarsonar frá Bollagörðum)
'eigum vér á bak að sjá einhveijum
mesta athafnamanni og röskvasta
í þessu byggðarlagi. Hann var fyrir-
taks sjósóknari, og hafði mikla út-
gerð, bæði á þilskipum og opnum
bátum. Hafði mikið umleikis. Hann
iætur eftir sig konu og mörg böm.
Mótorbáturinn (G.G.) hafði verið
óvátryggður. Sá missir er talinn
nema 4.000 kr.
Stórslysavorið verður þetta vor
sjálfsagt kallað lengi, og er ekki
ofnefni.
Með þeim Guðm. í Nesi er tala
dmknaðra hér í þessu eina byggðar-
lagi á 3 vikna tíma orðin 77, auk
mjög mikils fjármunamissis. Það
er sama sem ef 2400 menn fæm í
sjóinn í Danmörku á sama tíma,
eða 2200 í Noregi — tvöfalt á við
það sem fyrst var haldið í vetur í
mannskaðanum við Gælinger, en
var ekki 50 sem betur fór. Drottinn
veit, hvort enn er lokið slysunum
eða fullfrétt um þau.
í fréttinni kveður við samúðartón
sem nú þykir ekki lengur viðeig-
andi í mannskaðafréttum. Ekkja
Guðmundar sat eftir með níu böm,
5 dætur, 22ja, 19, 15, 12 og 7 ára.
Synimir vom 21, 14, 6 og 5 ára.
Ekkja Ólafs Ólafssonar átti tvö
böm, son á 2. og dóttur á 1. ári. í
flókinni þróun örlaganna áttu fjöl-
skyldur þeirra eftir að tengjast blóð-
böndum. Katrín, dóttir Olafs, lifði
bróður sinn og féll í valinn 18. fyrra
mánaðar. Guðrún lifði lengst bama
Guðmundar í Nesi og Kristínar Ól-
afsdóttur konu hans. Þessar tvær
merku konur sem stóðu uppi föður-
lausar fyrir 83 ámm féllu frá í sama
mánuðinum síðastar 11 föðurleys-
ingja.
Guðrún í Nesi ólst upp í rismikl-
um systkinahópi, sem að vísu var
tekinn að dreifast. Elsta dóttirin
gift og elsti sonurinn við skipstjóm-
amám í Kaupmannahöfn. Kristín
Ólafsdóttir lét ekki deigan síga þótt
bóndi hennar væri farinn í sjóinn.
Nes var hennar föðurleifð, hún
hafði annast um bú og böm er út-
vegur og útgerð var verksvið bónda
hennar. Hún kom bömum sínum
öllum vel til manns og tveim fóst-
urdætmm að auki. Áfram hélt hún
með reisn og rausn þar til hún lést
84 ára árið 1945.
Guðrún Guðmundsdóttir fæddist
í Nesi við Seltjöm 13. júlí 1893 og
var því tæpra 95 ára þegar hún
lést. Henni svipaði í útliti til móður
sinnar, var fríð kona og rismikil.
Hún var dökk á hár, mildileg á
svip með áhyggjublæ. Ættarsvipinn
hafa ýmsir afkomendur hennar.
Guðrún var sett til mennta og lauk
kvennaskólaprófí. Á þeim ámm
eignaðist hún vináttu jafnaldra sem
hún hélt sambandi við þótt langt
væri á milli og heimsstyijaldir
skildu þær að, en Guðrún var. trygg-
lynd vel: Halldóm Þórðardóttur frá
Ráðagerði, Guðrúnu Pétursdóttur
frá Hrólfskála og Dóm Þórhalls-
dóttur frá Laufási.
Lóa, eldri systir Guðrúnar, hafði
fest ráð sitt í Svíþjóð og bjó í Soll-
■efteá í Norrlandi í Svíþjóð þar sem
ívar Wennerström maður hennar
var ritstjóri. Vinkonumar Guðrún
og Dóra héldu saman að loknu námi
í Kvennaskólanum í Reykjavík til
framhaldsnáms í Svíþjóð, m.a. í
vefnaði. Heimsóttu þær Lóu. Guð-
rún var þar eftir systur sinni- til
aðstoðar en hún átti þá von á bami.
ívar Wennerström var þá þegar
orðinn þingmaður jafnaðarmanna
og mikið fjarri. Staðgengill hans
við blaðið hjá þá Karl Bergström.
Tókust ástir með þeim Guðrúnu og
gengu þau í hjónaband í Eskilstuna
á aðfangadag árið 1916.
Karl Bergström var eins og ívar
svili hans ættaður frá og alinn upp
í Vermlandi í Svíþjóð, fæddur í
Munkfors árið 1888. Hann var son-
ur jámsmiðs við eina af hinum
mörgu jámbræðslum sem voru í
landshlutanum þá. Kjör verka-
mannanna við námumar voru hörð
og þar urðu hin grimmilegustu
verkalýðsátök sem þeir blönduðust
mjög í ívar og Karl. ívar var for-
ystumaður landbúnaðarverka-
manna, Karl námuverkamanna.
Karl var verkamaður í fjaðrasmiðju
og orðinn formaður verkalýðsfé-
lagsins 21 árs gamall árið 1909
þegar stór strækurinn frægi átti sér
stað. Við það missti hann vinnuna,
settur á svartan lista og fékk ekki
aftur starf. Karl Bergström var
mikill vexti og hendurnar báru þess
vott að erfíði hafði verið hans hlut-
skipti. Ekki varð hann samt kúgað-
ur, hann aflaði sér ágætrar sjálfs-
menntunar, varð endindreki verka-
lýðsfélaga og fór þegar fyrir
heimsófriðinn 1914 til Ameríku og
flutti fyrirlestra í byggðum sænskra
vestra. Þegar þaðan kom settist
hann í lýðskóla og vann ýmis störf
þar til blaðamennskan opnaðist
honum.
Þau Guðrún settust nú um skeið
að í Eskilstuna þar sem Karl varð
starfsmaður verkalýðsfélaga. Árið
1918 fluttust þau svo til Helsing-
borgar þar sem Karl varð blaða-
maður og síðar aðalritstjóri
Skánska Social-Demokraten. Þar
hóf hann þátttöku í stjómmálum, í
bæjarstjóm og á þingi landsins þar
sem hann sat yfír 30 ár.
Minnisstæð er saga sem ég
heyrði af vörum sagnfróðs mann í
Svíþjóð fyrir mörgum árum. Eins
og flestir vita voru þjóðir megin-
Iands Evrópu milli steins og sleggju
um þær mundir sem nasisminn var
í uppgangi á 4. áratugnum. Þótt
gleymast vilji náðu áhrif nasista
víða inn í stjómkerfíð og leiddi til
þess að mótun afstöðu gagnvart
Þýskalandi var hvergi nærri auð-
veld. Áþekkur vandi á sér stað þar
sem hætta steðjar af öðru en árás-
aröflunum. Rétt fyrir stríðið var
sagt að Þjóðveijar hefðu átt tvo
höfuðóvini í Svíþjóð. Annar var
Karl Gerhart, revíuhöfundurinn
frægi og leikarinn, sem með nöpru
pólitísku háði og vægðarlausu,
gerði utanríkispólitík Þjóðveija tor-
tryggilega. Hinn var ritstjórinn
Karl Bergström, sem látlaust gagn-
rýni afstöðu Svía og vamarleysi,
ekki síst við Eyrarsund en þar hefðu
Þjóðveijar getað gert innrás án
þess að neinum vömum yrði við
komið.
Þær Nessystur, Lóa og Guðrún,
áttu báðar framámenn í flokki jafn-
aðarmanna í Svíþjóð. Systurdóttir
þeirra, Helga, átti Stefán Jóhann
Stefánsson. Páll Líndal hefur bent
á að fyrir þann tíma hafi íslenskir
stjómmálamenn hallað sér fremur
að dönskum starfsbræðrum en öðr-
um og að í stjómmálaefnum og
raunar fleiri efnum hafa Svíar verið
okkur framandi. Hinsvegar urðu
tengsl Alþýðuflokksmanna og Jafn-
aðarmanna í Svíþjóð snemma náin,
jafnvel svo að í flimtingum var
haft stundum. Páll benti á að líklegt
sé að þau sifjatengsl við Svía sem
hér er fjallað um hafí e.t.v. ráðið
nokkru um. Nú er breyting aftur
að verða á.
Guðnín og Karl eignuðust fjögur
böm: Áma Guðmund, sjúkrahús-
ráðsmann í Helsingborg. Hann átti
Önnu Lísu f. Ström, sem nú er lát-
in. Einar, verkfræðing í Stokk-
hólmi. Hann á Ullu f. Berggren,
þekktan félagsfræðing og rithöfund
í sinni grein. Ástu, blaðamann,
Kveðjuorð:
Laugardaginn 23. apríl sl. var
fóðurbróðir minn Erlendur Sigur-
jónsson, Víðivöllum 2, Selfossi, bor-
inn til grafar frá Selfosskirkju á
sjötugasta og áttunda ári, en hann
var fæddur 12. september 1911 á
Tindum í Svínavatnshreppi Aust-
ur-Húnavatnssýslu. Mikill mann-
fjöldi var við útförina bæði ungir
og aldnir.
Foreldrar hans voru hjónin Guð-
rún Erlendsdóttir og Siguijón Þor-
Iáksson. Systkinin frá Tindum voru
sjö og var Erlendur þeirra næst
elstur. Hin eru Ástríður, fædd 1909,
býr nú á Selfossi. Eriendur, sem
hér er minnst. Kristín, fædd 1915,
býr á Tindum. Þorlákur, fæddur
1916, bjó lengi á Hvolsvelli, en býr
nú í Reykjavík. Sigrún, fædd 1920,
lést ung. Ingibjörg, fædd 1921, bjó
lengi á Drangsnesi, látin fyrir
nokkrum ámm. Yngst systkinanna
er Guðrún, fædd 1926, býr í
Reykjavík.
lengst af í Helsingborg og Tryggva,
sölustjóra þar. Hann á Ónnu Lísu
f. Fált, sjúkraliða. Afkomendur eru
margir búsettir á Skáni, í Stokk-
hólmi og Danmörku.
Eftir að þau Guðrún vom sest að
í Helsingborg eignuðust þau ein-
býlishús þar sem þá var útjaðar
borgarinnar og opnuðu dyr sínar
frændum og vinum frá íslandi.
Helsingborg er skammt frá Kaup-
mannahöfn, sem fyrr á áram var
miðpunktur heimsmenningar okk-
ar. Um borgina lá leið flestra þeirra
sem sigldu. Að búa t Helsingborg
var fyrir Guðrúnu og hennar fólk
sem að búa við hringveginn, svo
margir komu í heimsókn, og stóðu
sumir lengi við. Húsbændur vom
gestrisnir og hjálpsamir.
Guðrún og Karl komu hingað til
lands nokkram sinnum með böm
sín. Síðar leitaðist hún og Ásta
dóttir hennar við að koma sem oft-
ast í heimsókn að styijöldinni lok-
inni og dvöldust þær þá að jafnaði
hjá Ástu, systur Guðrúnar, að Ól-
afsdal við Kaplaskjólsveg eða á
æskuheimili mínu í Ijamargötu.
Atvik höguðu þvi svo að sam-
gangur milli heimilis míns og Hels-
ingborgar varð tíður og bréfaskrift-
ir miklar í áranna rás. Sjálfur hafði
ég komið þangað tvítugur, dvalist
á heimilinu nokkram áram síðar til
að æfa mig í svenskri tungu. Það
mátti telja hina mestu bjartsýni að
bera þar niður í landinu sem tungan
er okkur hvað mest framandi. Böm
Guðrúnar hændust ekki að landinu
á sama hátt og böm Lóu systur
hennar. Tungutak bamanna var
skánskt, gjörólíkt foreldranum, og
gátu fáir skilið þau hér. En eftir
dvölina þar á heimilinu og eftir að
hafa barist við mállýskuna þykir
mér skánskan með skemmtilegri
tungumálum og alls ekki mál nöld-
Erlendur stundaði ýmsa vinnu
framan af ævinni, en árið 1948
verða þáttaskil í lífí hans, þegar
hann ræðst til starfa hjá Hitaveitu
Selfoss og var það mikið lán fyrir
hitaveituna að fá hann til starfa,
en Erlendur starfaði þar alla tíð
síðan, eða allt til þess að hann lét
af störfum fyrir aldurs sakir. Er-
lendur var alla tíð hitaveitustjóri.
Erlendur var hamhleypa til vinnu
og mikill hugmaður að öllu, sem
hann gekk að. Ég man eftir honum,
öldraðum manninum, vinna niður í
hitaveituskurði og þar dró hann
hvergi' af sér. Erlendur unni
íslenzku sveitinni og hann hefði
orðið góður bóndi, enda var hann
búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal.
Erlendur hélt mikla tryggð við sína
fæðingarsveit og bæinn Tinda, en
þar bjuggu mágur hans og systir
myndarbúi. Mer er nær að halda
að hann hafi komið þangað á hveiju
sumri til að hjálpa til við heyskap-
urs eða rifrildis eins og sumum
frændum mínum þótti. Það hefur
kannski haft áhrif til að létta sam-
skiptin að ég kom.til Helsingborgar
1. okt. 1955, daginn sem áfengis-
skömmtun var létt af landinu. Var
þá enginn þar í tunguhafti. Sama
dag hætti vínið að vera hjartans
mál þjóðarinnar.
Ekki vora mikil tækifæri til sam-
skipta við íslendinga í Helsingborg.
Umskipti urðu þegar Margrét Her-
mannsson, dóttir Sigurðar sýslu-
manns á Sauðárkróki, settist þar
að og hóf pólitískan foiystuferil.
Þá var það og ánægjutími þegar
Helga Björnsdóttir, Ólafs frá Mýra-
húsum, systurdóttir hennar, var
sendiherrafrú í Höfn um 8 ára
skeið.
Skemmtilegasta tímabilið í sam-
skiptum okkar Guðrúnar var þegar
við voram samtímis í Stokkhólmi
vetrarpart, þingtímann. Þau Karl
bjuggu í lítilli íbúð og opnuðu dym-
ar upp á gátt. Þau vildu sýna mér
allt hið helsta og láta mig njóta
alls sem þau gátu boðið upp á.
Karl tók mig með sér í þingið og
kjmnti mig fyrir vinum sínum þar,
útskýrði gang mála, lét mig hlusta
á það sem hann taldi mér gott. Þau
buðu mér f leikhús og á matsölu-
hús. Skemmtilegustu stundimar
vora heima hjá þeim. Þeir sátu þar
gömlu þingmennimir vinir Karls og
flokksbræður og rifjuðu upp
skemmtilega viðburði á stjómmála-
ferlinum. Þetta var tími glaðværðar.
og áhyggjuleysis.
Eftir að Karl Bergström féll frá
árið 1965, þá 77 ára gamall, fengu
þær Guðrún og Ásta dóttir hennar
sér litla íbúð, þar sem þær bjuggu
saman, þar til fyrir fáum áram er
Guðrún fluttist á öldrunarheimili.
Hún ias mikið fram á síðustu stund.
Fætumir höfðu gefíð sig og undir
það síðasta deyfðist heymin. Bréfín
frá íslandi með fréttum af skyld-
fólkinu vora vel þegin. í síðustu
heimsókn minni til Helsingborgar
fyrir ári töldu synir hennar betra
að ég talaði „sænsku" við hana.
Ekki leist mér á það og ávarpaði
sem vanur var. Þá sagði hún að
bragði: „Ég var að hugsa um hvað
hann Guðmundur bróðir (þá skip-
stjóri á Snorra Sturlusyni, síðast
bóndi í Moum) var góður við okkur
Dóra að láta okkur eftir káetuna
sína á Ieiðinni til Engiands." Og
þannig hélt samtalið áfram á skýrri
íslensku og með klára minni þótt
líkaminn væri að gefa sig. Hún
þreyttist fljótt og ég kvaddi þessa
merku, góðu og heiðarlegu konu
sem bar föðurlandi sínu og foreldr-
um fagurt vitni.
Frændur og vinir á íslandi flytja
afkomendum og tengdafólki Guð-
rúnar Guðmundsdóttur Bergström
innilegar samúðaróskir.
Eggert Ásgeirsson
inn, eða gera við ýmsar landbúnað-
arvélar, en hann var völundur í
höndunum. Það er mér í bams-
minni þegar hann var að undirbúa
sig til farar norður, hve hann var
óþolinmóður að komast ekki sem
fyrst af stað. Síðan var branað
norður eftir misgóðum veginum en
Erlendur var mjög góður bflstjóri,
raunar má segja að bflar hafi verið
hans áhugamál.
Erlendur kvæntist árið 1940
Helgu Gísladóttur frá Reykjum í
Hraungerðishreppi.
Var hjónaband þeirra einstaklega
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
EBENESER ERLENDSSON,
lést á Landakotsspftala, mánudaginn 16. maf.
Jóna Slgurðardóttir og börn.
t
GUÐMUNDUR DAVÍÐSSON,
Elliheimilinu Grund,
lést miðvikudaginn 18. maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Aðstandendur.
Erlendur Sigur-
jónsson, Selfossi