Morgunblaðið - 21.05.1988, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MAÍ 1988
53
Einar Sigurðsson
smiður — Minning
Fæddur 3. febrúar 1923
Dáinn 13. maí 1988
Þegar mætur samferðamaður
kveður svo alltof snöggt og óvænt,
kallar hugurinn fram marga minn-
isstæða stund, margan vinafund.
í byggðarlagi eins og heima
verða allir nokkuð nánir hver öðr-
um, þar eru kunningja- og vinabönd
knýtt í samfélagi, sem saknar allt,
þegar komið er að kveðjustund.
Fólk heldur sig mest að hinni hljóðu
önn hversdagsins, innan heimilis-
veggja eða úti á vinnustaðnum, því
ætíð er ærið starfa fyrir iðna hönd
og fúsan hug. Þetta er fyrst og
síðast gott samfélag hjálpsemi og
mannlegrar hlýju, þar sem sam-
kennd og samhjálp ráða, en þar
slær þó hver og einn sinn sjálf-
stæða tón, leggur fram sinn skerf
í athöfn daganna, veitir birtu á veg
fram.
Einar Sigurðsson var maður hóg-
værðar og festu, viðmót hans var
gott og gjöfult, alvaran og um-
hugsunin áttu þar sess, en undir
niðri glitraði ávallt á glettnina og
gaman var að heyra hann segja
frá, skýrum, ljósum orðum án allra
vafninga, hvort sem var nú gömul
saga frá genginni tíð úr æskuhög-
um eða hann var að útskýra mann-
virkið, sem hann var að vinna að.
Ég kynntist Einari í kringum fé-
lagsmál fyrst, en saman unnum við
að verkalýðsmálum heima og gott
var þar hans liðsinnis að leita.
Hann var þar um tíma í forystu-
sveit, en undi því betur að vera
hinn virki liðsmaður, sem lagði gott
til mála og ævinlega var unnt að
reiða sig á. Ég kynntist þá vel skoð-
anafestu hans og einlægum hug í
stéttarlegum málefnum, hann var
samvinnumaður og verkalýðssinni
um leið og hann hélt fram málstað
sínum af einurð og greindist glöggt,
að mikill hugur fylgdi máli.
Mér er einnig minnisstætt, þegar
Einar stóð í stafni okkar árlega
þorrablóts.
Allt varð þar að vera eins og
bezt varð á kosið og einlæg gleði
hans og einstaklega hlý þökk, þeg-
ar upp var staðið, er mér enn harla
hugstæð.
En Einar var öllu öðru fremur
maður iðni og elju, framúrskarandi
vel verkfær og hafði glöggt auga
fýrir öllu í þeim mörgu, vandasömu
verkum, sem hann tók að sér.
Hann var maður íhugull og
greindur og kunni á mörgu ágæt
skil.
Hagleikshönd og hugur frjór
farsælt og stóð þar til Helga lést í
byrjun seinasta árs. Eftir lát Helgu
væri eins og drægi af Erlendi
frænda mínum. Hann lést 17. apríl
sl. Erlendur og Helga eignuðust
þrjá syni. Gísla fæddur 1940. Hann
er kvæntur Jónínu Hjartardóttur,
eiga þau 3 dætur. Jóhannes fæddur
1946. Hann er kvæntur Auðbjörgu
Einarsdóttur. Þau eiga 3 böm, tvær
dætur og einn son. Yngstur bræðr-
anna var Rögnvaldur fæddur 1952
en hann lést daginn fyrir 5 ára
afmæli sitt. Rögnvaldur litli var
sjúklingur frá fæðingu. Ég minnist
þess hve Erlendur og Helga voru
þessum sjúka syni sínum nærgætin
og umhyggjusöm. Áður en Erlendur
kvæntist Helgu átti hann dóttur,
sem Erla heitir. Hún er gift Árna
Guðmundssyni. Þau eiga þrjú böm,
tvær dætur og einn son.
Frændi minn naut þess í starfí
og lífi sínu öllu, að vilja hjálpa og
liðsinna öðrum og nutum við frænd-
systkini hans þess ríkulega og fyrir
það er þakkað nú. Ég hitti frænda
minn í seinasta skipti í september
á seinasta ári, þar var hann innan
um frændur sína og vini, kátur og
hress. Þannig vil ég minnast hans.
Ég og mitt fólk allt vottum böm-
um og afkomendum Erlendar inni-
legar samúðarkveðjur við fráfall
hans.
Blessuð sé minning góðs frænda.
Sigrún Þorláksdóttir
unnu saman, en Einar var gæddur
mikilli samvizkusemi og sérlegri
verklagni og til alls þurfti að vanda
svo að ekki þyrfti um að bæta.
Margur unglingurinn fékk hjá
Einari sinn eiginlega vinnuskóla,
þar sem æðstu dyggðir voru þær
að vinna vel og vinna fljótt og vanda
allt sem bezt. Það varð mörgum
heillaríkur skóli, er áfram var geng-
ið út á ævibrautina.
Ég ætla ekki að rekja starfssögu
Einars, mikla og góða, en hún var
fyrst og síðast saga smiðsins, saga
brúarsmiðsins, þar sem verkin sýna
merkin vítt um Austurland.
Þar var hann ýmist virkur þátt-
takandi áður og síðar sá, er for-
göngu hafði og stýrði verki vel. Ég
hygg að margir hefðu þar mátt
fyrirmynd sækja, m.a. í því að
tryggja ötyggi allra sem bezt — og
hverfa aldrei svo frá verki, að ekki
væri sem allra bezt frá öllu gengið.
Á yngri árum stundaði Einar bæði
búskap og sótti sjó. Við hvort
tveggja farnaðist honum vel, en
hugur hans stóð til smíðanna. Hann
fór snemma að vinna með þeim
ágæta manni Sigurði Jónssyni brú-
arsmið og varð síðar hægri hönd
hans við brúargerð á Austurlandi.
Hann tók svo algerlega við af hon-
um 1970 og sá um fjölda fram-
kvæmda æ síðan og var raunar í
undirbúningi enn nýrra, þegar kall-
ið kom.
Einar var vel verki farinn, hafði
næmt og glöggt smiðsauga og var
úrræðagóður, útsjónarsamur og
vandvirkur, lét verkstjóm vel og
vann mikið sjálfur.
Um meira en þriggja áratuga
skeið átti Einar starfsvettvang hjá
Vegagerð ríkisins — vann að
smíðum á vetrum, m.a. við skála-
gerð fyrir vega- og brúargerðar-
hópa — hina vönduðustu smíð, en
á sumrum voru það svo brýmar,
sem byggðar voru af alúð, kappi
en einnig nærfæmi þess, sem veit
að vel skal til þess vanda, sem vel
og lengi á að standa.
Einar var ættaður úr Borgarfirði
eystra af kjammiklu bændafólki
þar. Fæddur var hann 3. febrúar
1923, sonur hjónanna að Merki í
Borgarfírði: Unu Kristínar Árna-
dóttur og Sigurðar Einarssonar
bónda þar.
Faðir hans lézt er hann var 16
ára og þá stóð Einar, elztur barn-
anna, fyrir búi með móður sinni,
en hún lézt er hann var tvítugur
og þá tók hann við búsforráðum
og bjó þar með yngri systkinum
sínum allt til 1954. Hann hertist í
eldi erfíðleikanna og reyndist í
þessu sem öðm hinn trausti og trúi
drengur, sem aldrei brást.
Auðveld hafa æskuárin ekki ver-
ið, en Einar óx því meir að mann-
gildi, sem meir reyndi á.
Tímamót verða svo í ævi Einars,
þegar hann flytur til Reyðarfjarðar
og eignast þar hinn ágætasta
lífsförunaut, Élínbjörgu Guttorms-
dóttur, farsæla og góða konu, verk-
hæfa hið bezta og einstaklega hug-
þekka í allri viðkynrtingu. Þetta var
árið 1954 og á Reyðarfirði hafa þau
hjón búið síðan og eignast þar vem-
lega gott heimili.
Börn þeirra em: Sigurður Krist-
inn, trésmiður í Reykjavík, Þómnn
Björk, hárgreiðslumeistari, Reyðar-
fírði, og Berglind, húsmóðir í Nes-
kaupstað.
Dóttir Elínbjargar er Hulda Vid-
al, húsmóðir í Reykjavík.
Þetta er gjörviíegt og gott fólk,
og ágætir þjóðfélagsþegnar.
Einar Sigurðsson gekk giftu-
drjúga ævibraut, en alltof skjótt var
hann hrifinn á brott. Hann var dul-
ur maður, en vinfastur vel, ávann
sér traust allra og trúnað, því hann
var ekki sá að sýnast, hann var
einlægur og raunsannur og einmitt
þar telst manngildið mest.
Ég færi hans indælu konu og
bömunum svo og ástvinum öðmm
einlægar samúðarkveðjur frá okkur
Hönnu.
Með Einari er genginn mann-
kostamaðurinn trúi, eljumaðurinn
ótrauði, sem enn átti óbyggðar brýr,
óunnin verk, ótal ólifuð ár, en ekki
er að örlögum spurt.
Ég sakna þessa veitula vinar,
handtaksins trausta og margra
bjartra brosa. Þar gekk góður
drengur.
Blessuð sé munahlý minning
hans.
Helgi Seljan
Minning:
Kristín L. Krisljáns-
dóttir frá Okrum
Fædd 10. febrúar 1928
Dáin 16. maí 1988
í dag kveðjum við með söknuði
Kristínu Lilju Kristjánsdóttur frá
Okrum.
Mín fyrstu viðbrögð við frétt af
veikindum hennar vom NEI, ekki
þessi kona, af hvetju hún sem alla
tíð var svo sterk og hraust. Hvern-
ig getur þetta gerst? En það fæst
ekkert svar. Þessi glaðlynda og
góða kona átti sinn ríka þátt í því
hversu gestkvæmt var alltaf á
heimili þeirra hjóna. Móttökurnar
vom slíkar að fólk kom aftur og
aftur. Hún átti svo margt ógert því
hún var svo ung þó árin teldu
sextíu. Hún barðist vongóð við sjúk-
dóminn um þriggja ára skeið en
úrskurðurinn í febrúar síðastliðnum
var ótvíræður.
Ég átti þá ósk heitasta henni til
handa að hún fengi að komast heim
og lifa eitt vor enn, því hún olskaði
vorið, fuglana og gróðui-inn, hún
hlúði að öllu lífí.
Hún háði sitt dauðastríð í margar
vikur, líkaminn þrotinn að kröftum
en það var sem lífið vildi ekki sleppa
af henni hendinni. Okkar elsku vin-
konu og ömmu eigum við Karen
svo margt að þakka, ég þeim hjón-
um fyrir áralanga vináttu og hjáip-
semi og Karen fyrir allar yndislegu
stundirnar í sveitinni sinni þar sem
amma var hennar besti vinur. í hóp
þess góða fólks er við kynntumst
undir Jökli er stórt skarð höggvið.
Elsku Laugi og ljölskylda, ég
sendi ykkur samúðarkveðjur með
von um að minningarnar verði til
að deyfa söknuðinn.
Minni kæru vinkonu sendi ég
hinstu kveðju frá okkur Karen og
þakkir fyrir allt og allt.
S.H.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
GUNNAR VILHJÁLMSSON,
Álfheimum 42,
andaöist 19. þ.m. í Landspítalanum.
Guðveig Hinriksdóttir
og börn.
t
Faðir okkar,
ÁRNI MAGNÚSSON
frá Skeiði,
Skipasundi 33,
andaðist í Borgarspítalanum 9. maí sl.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Börnin.
t Móðir okkar, GRÓA ÁSTA JAFETSDÓTTIR, lóst á Hvítabandinu 19. maí. t Systir mín og mágkona, STEFANÍA ÞÓRÐARDÓTTIR,
sem lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 13. maí verður jarð- ''
sungin frá Akraneskirkju þriðjudaginn 24. maí kl. 14.15.
Guðrún Ásmundsdóttir, F.h. systkinabarna,
Gunnar Ásmundsson, Þórður Þ. Þórðarson, Sigríður Guömundsdóttir.
Gylfi Ásmundsson, Sigurður Ásmundsson.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN EGILSDÓTTIR,
Grensásvegi 60,
lést i Borgarspítalanum 19. maí.
Danfel Níelsson,
Ingibjörg Danielsdóttir, Jón Sigurðsson,
Elsabet Daníelsdóttir,
Guðrún R. Daníelsdóttir, Björn Jóhannsson,
Níels E. Daníelsson, Auður Stefánsdóttir
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir,
MAGNÚS GEIRSSON,
Skúlagötu 56,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. mai kl.
13.30.
Hansína Hannesdóttir,
Jónina Magnúsdóttir, Jens Karlsson.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR
frá Þingeyri við Dýrafjörð,
andaöist aðfaranótt 19. maí.
Bára Jacobsen,
Ólína S. Júlíusdóttir,
Jón H. Júlíusson,
Guðmundur Júlíusson,
Jónína Júlíusdóttir,
Guðrún R. Júlíusdóttir,
Ulfar Jacobsen,
Dóra Hannesdóttir,
Richard Björgvinsson,
Jón Ó. Halldórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúö og vináttu við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
HANSDÚRKE HANSEN
mjólkurfræðings,
Faxatúni 11, Garðabae.
Birte Durke Hansen,
Sigmar Sigurbjörnsson,
Helga Hansdóttir,
Ragnar D. Hansen,
Rikharð D. Hansen,
Sólveig D. Hansen Bloch,
Michael D. Hansen,
Anita D. Hansen Roland,
Rolf D. Hansen,
John D. Hansen,
og barnabörn.
Sigríður Rósa Magnúsdóttir,
Claus D. Bloch,
Brian Roland,
Inga Lára Sigurjónsdóttir